Þjóðviljinn - 12.01.1979, Qupperneq 7
Föstudagur 12. janúar 1979. — ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Viðhorf okkar er að fjölskyldan i dag sé að
komast í þrot vegna ósveigjanleika
vinnumarkaðarins gagnvart þörfum fjölskyldunnar
Sigurlaug
Bjarnadóttir:
Vinnumarkaöurinn lagi sig
aö þörfum fjölskyldunnar
I Þjóðviljanum s.l. föstudag,
5. jan. i þættinum „Klippt og
skorið” er tekin til umræðu ráð-
stefna, er samtök Sjálfstæðis-
kvenna efndu til fyrir nokkru
um ..Vinnumarkaðinn og Fjöl-
skylduna” og greint hefir verið
frá i fjölmiðlum. Undirritaðri
þykir i sjálfu sér vænt um, að
„klippari” Þjóðviljans viröist
hafa einhverjar taugar til þessa
merka málefnis, þótt hann hins-
vegar geri þvi heldur undarleg
skil ídálkum ainum.Það er engu
likara en aö frásagnir af þessari
ráöstefnu hafi, einhverra hluta
vegna, snert hinar viðkvæmari
taugar þess, er pistilinn skrifaöi
og þá, aö þvi er virðist, sérstak-
lega ummæli, er komu fram I
almennum umræðum hjá séra
Leó Júliussyni, er lét svo um
mælt, að hann heföi ,,trú á
mætti samtaka kvenna, allra
nem.a Rauðsokka”
Hefði haldið Rauð-
sokkur snarpari.
Ég hefði nú haldið, aö Rauð-
sokku-lið Þjóðviljans heföi í sér
snerpu tilaðbregðast viöá eigin
vettvangi eins og vert væri, ef
að þeim er vegiö, en þyrfti ekki
að vera upp á kófsveittan klipp-
ara blaðsins komið með ao-
finnslur sinar. Kannski er skýr-
ingin sú, að þetta klippta og
skorna, við siðu leiðarans, þykir
koma efninu betur til skila, vera
skemmtilegra aflestrar en
Rauðsokka-síðan, sem þykir
vist orðin dálitið leiðigjörn, ef-
marka má ummæli á siöum
Þjóöviljans af og til.
Hugsanlega hefði það lika
getað sparað klipparanum eitt-
hvað af vangaveltum hans og
hugarangri, ef hann hefði setiö
meö okkur hina „prúðmann-
legu” ráöstefnu. — Hún var öll-
um opin. Við heföum lika
gjarnan viljað sjá þar nokkrar
Rauðsokkur til aö kynna fyrir
hugmyndir okkar Sjálfstæöis-
manna um heimiliö, fjölskyld-
una og vinnumarkaðinn. Við
hefðum getað skipst þaö á skoð-
unum i besta bróðerni um þetta
stóra og mikilvæga málefni, —
vonandi frjálsar og óblindaðar
af rigskorðuöum flokkspólitisk-
um sjónarmiðum, sem geta
orðiöisennmannskemmandi og
forheimskandi, ef þau snúast
upp i' átrúnað og kreddu.
Mikið rætt um
dagvistunarmál
Vissulega var á ráöstefnunni
mikið rætt um dagvistunarmál
og þá fyrst og fremst I umræðu-
hópi þeim, er fjallaöi um
„fjölskylduna og fyrirvinnuna”
ogályktaðium nauösyn á auknu
rými á dagvistunarheimilum.
Hinsvegar náöi þessi ráöstefna
yfir miklu viðara sviö en
„réttindi kvenna” og „dagvist-
unarmál”, — þetta gallharða
tvíeyki, sem Rauösokkar á
slðum Þjóðviljans virðast helst
llta á sem upjÁaf og endi allrar
þjóöfélagslegrar umræöu. Við
Sjálfstæðismenn viljum llta á
þessimál I víðara samhengi og
viöfangsefni umræddrar ráö-
stefnu var fyrst og fremst að
vekja athygli á ýmsu, sem
miður fer á lslenskum vinnu-
markaði og benda jafnframt á
hugsanlegar leiðir til útbóta
meðsérstöku tilliti til fjölskyld-
unnar sem félagslegrar ein-
ingar. — An þess þó að setja
þjóðfélagið á hvolf.
Sveigjanlegur vinnu-
timi
Við bendum á, aöfjölskyldan I
dag sé að komast I þrot vegna
ósveigjanleika vinnumarkað-
arins gagnvart þörfum fjöl-
skyldunnar. Fólk geti ekki gert
allt I senn: svarað óbilgjörnum
kröfum vinnumarkaöarins,
ræktað upp nýja kynslóö og þar
meö endumýjað vinnuafliö og
um leið haldið uppi lífrænu og
þjóðlegu fjölskyldulifi. Vinnu-
markaðurinn verði i auknum
mæli aö laga sig aö þörfum fjöl-
skyldunnar og fólks meö skerta
starfsorku, sem ekki getur unn-
ið fullan vinnudag. Við bendum
á, að mikilvægt væri, að íslensk
atvinnufyrirtadci, sem á annað
borö geta komið þvi við, taki
upp sveigjanlegan vinnutfma,
en sú vinnutilhögun ryöur sér nú
óðum til rúms viða erlendis.
Einnig hafa nokkur Islensk
fyrirtæki (Skeljungur; Flug-
leiðir o.fl.) tekiö hana upp að
vissu marki og hefir reynslan
þótt jákvæö og báðum aöilum,
vinnuveitendum og launþegum I
hag. Viöteljum, að hér sé bent á
leiö, sem tvimælalaust geti
dregið úr þvi mikla álagi og
streitu, sem áberandi er i
þjóöfélagi okkar i dag. Viö telj-
um einnig að vinnutimi fólks sé
almennt of langur og að leggja
beriáherslu á að draga úr hinni
miklu yfirvinnu en launa dag-
vinnunar betur en nú er gert.
Lífseig árátta.
Hún er lifseig, þessi gamla
árátta, sem klippari Þjóðviljans
viröist enn verahaldin af, — að
vandamál fjölskyldunnar séu
einkamál kvenna —
kvenréttindamál, og að eina
haldbæra lausnin sé vistun
barna á stofnunum, fjarri
heimilum þeirra og foreldrum.
Þetta viðhorf er l senn úrelt og
hættulegt. Nær væri að gefa
meiri gaum aö rétti barnsins til
að njóta samvista viö foreldra
sína, móður og fööur. Væri það
ekkirökrétt afleiðing af aukinni
starfsmenntun kvenna og sókn
þeirra út á hinn almenna vinnu-
markað, að foreldrarnir skiptu
með sér fyrirvinnuhlutverkinu
eftir skýrari linum en nú
tiðkast? Að þau skiptu með sér
deginum i vinnu heima og
heiman i staö þess, að vinna
bæði fullan vinnudag utan
heimilisins. Þettaer atriöi, sem
til umræðu kom á ráöstefnu
okkar sjálfstæðiskvenna — og
verður rætt nánar. En hér kem-
ur að sjálfsögðu aftur að spum-
ingunni um, hvort Islenskur
vinnumarkaöur væri fyrir sitt
leyti reiðubúinn til að koma til
móts við foreldra og hvort
viöhorf almennings væri
jákvætt.
Meira jafnvægi —
minni streitu
Að lokum, klipparigóður, skal
þaö i'trekað, vegna þeirra um-
mæla þinna að við Sjálfstæðis-
konurséum að „kjafta ágæt mál
ihel”, aðtil ráöstefnu okkar var
ekki boðaö til að ræða enn og
aftur um „jafiiréttismál” eða
„réttindi kvenna”, þótt vissu-
lega bæri þau á góma, heldur
fyrst og fremst um sjálfa
manneskjuna, einstaklinginn —
karl eða konu en, ekki síst, um
barnið og umhverfi þess,
heimili og fjölskyldu. Eftir
hvaða leiöum getum við stuölað
að auknu jafnvægi, minni
streitu, meiri friði og ró á
heimilum okkar? Hér þarf
örugglega fleira til að koma en
hin „klára og kvitta stefiia I
dagvistunarmálum”, er þú tal-
ar um af svo miklum þunga.
Við, sem stóðum að umræddri
ráðstefnuum „Vinnumarkaðinn
og Fjölskylduna” erum þessa
dagana aö senda út bréf til
fjölmargra Islenskra atvinnu-
fyrirtækja, launþegasamtaka
og starfsmannafélaga, þar sem
mælst er til að „sveigjanlegum
vinnutlma” verði meiri gaumur
gefinn og jafnframt skýrt ræki-
lega viö hvaö sé átt með sllkri
vinnutilhögun, sem getur verið
með ýmsumóti. Við erum bjart-
sýnará, aö málefniðmæti skiln-
ingi og velvilja þessara aðila og
að árangurinn veröi eftir þvi.
Sigurlaug Bjarnadóttir
form.
Landssambands
Sjálf stæðis kvenna.
Minning
Ragnheiöur Möller
sjóðsins varð fljótlega árleg
merkjasala og hefur svo veriö til
þessa dags. Kvenréttindafélag
tslands og sjóðsstjórnin hafa
annast hana. Þar kom greinilega
fram óvenjulegur dugnaöur og
áhugi Ragnheiöar fyrir málefn-
um sjóðsins og lagði hún sig mjög
fram viö að koma markmiöum
hans á framfæri, honum til
styrktar og framdráttar.
Ahugamál Ragnheiðar voru
ekki eingöngu bundin við sjóöinn.
Hún hafði lfka mikinn áhuga á
þjóðmálum og i þvi sambandi
ekki slst jafnrétti karla og
kvenna, enda var hún félagi i
Kvenréttindafélagi Islands I
áratugi og var 1 stjórn þess árum
saman. Þar átti hún sæti um
árabil I útvarpsnefnd, sem
starfaöi á vegum félagsins.
Nefndin sá um dagskrárlið
tvisvar á ári, á kvennadaginn 19.
júnl og á afmæli Brietar Bjarn-
héöinsdóttur 27. september.
Alla ævi sýndi Ragnheiður
málefnum barna og stöðu þeirra I
þjóðfélaginu mikinn áhuga. Kom
þaö greinilega I ljós þegar hún hóf
nám i Kennaraskóla íslands, þá
komin á miöjan aldur. Siöan
kenndi hún við barnaskóla I
Reykjavik i nokkur ár. Það lét
þvi að likum að hún veitti sínum
eigin börnum og barnabörnum
sérstaka ást og umhyggju og
styrkti þau á allan hátt.
Samstarfskonur Ragnheiðar I
stjórn Menningar- og minningar-
sjóðs kvenna fyrr og siðar munu
ætlð minnast meö þakklæti
brennandi áhuga hennar og
tryggöar við sjóðinn.
Eftirlifandi ástvinum hennar
sendum við samúðarkveðjur.
Nýtt timbur til sölu
og járn. Hagstæð kjör ef samið er strax.
Upplýsingar i sima 17825 eftir kl. 21.
F. 22.8.1909
D. 4.1. 1979
Kveðja frá Menningar- og
minningarsjóði kvenna.
Ragnheiður Möller var fædd á
Stokkseyri, dóttir Eövalds Möller
kaupmanns á Akureyri og konu
hans Pálinu Jóhannesdóttur. Hún
ólst upp á Akureyri og lauk þar
gagnfræðaprófi. 1938 giftist hún
Jóni Magnússyni, fréttastjóra,
sem látinn er fyrir almörgum ár-
um. Þau eignuðust 3 syni,
Magnús, Hrafn Eðvald og Friörik
Pál.
Ragnheiður Möller var ásamt 4
öðrum konum kosin i undirbún-
ingsnefnd til að semja skipulags-
skrá fyrir Menningar- og
minningarsjóö kvenna, en hann
var stofnaöur meö dánargjöf
Brietar Bjarnhéðinsdóttur að
upphæð kr. 2000,- sem börn henn-
ar afhentu Kvenréttindafélagi
tslands á 85 ára afmæli hennar
27. september 1941. Aðalmark-
mið sjóðsins er að styrkja
tslenskar konur til margs konar
náms og vlsindastarfa.
Þegar fyrsta stjórn sjóðsins var
kosin var Ragnheiöur ein af þeim
5 konum sem skipuðu hana og sat
hún sfðan I sjóösstjórninni til
dauöadags. Ein aðaltekjulind
Nguyen Cao Ky fyrrverandi forsætisráðherra I áfengisverslun sinni i
Kaliforniu.
Speki Ky frænda
Nguyen Cao Ky fyrrverandi forsætisráðherra Suður-Vietnam hefur nú
byrjaö nýtt og betra lif. Nú er hann kaupmaður og rekur áfengisverslun
I Kaliforniu.
Hann þvertekur þó fyrir það að hann sé oröinn ameriskur i hugsun og
háttum og segir þvi til stuðnings:
„Ég er ekki enn farinn að annast uppþvott.”
Blikkiðjan
Ásgarði 7, Garðabæ
Önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI53468