Þjóðviljinn - 12.01.1979, Page 11

Þjóðviljinn - 12.01.1979, Page 11
Föstudagur 12. janúar 1979. —ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 íþróttir 0 íþróttir g) íþróttir Naumt tap gegn Pólverjum Umsjón: Ingólfur Hannesson Iþróttir á árinu 1978: Atyinnutilboöin settu mestan svip á knatt- spyrnuna Enn er tekinn upp þráö- urinn þar sem frá var horfið viö umfjöllun á þróttum ársins 1978. Vegna plássleysis hefur ekki veriö hægt að birta greinarnar fyrr. Nú er komið að körfuknatt- leiknum með allan sinn innflutning bandariskra leikmanna og knatt- spyrnunni/ hvaðan þeir bestu f lykkjast til stórliða Evrópu. Körfuknattleikur Körfuknattleikurinn viröist eiga slvaxandi vinsældum aö fagna hér á landi. Þetta er mikiB aö þakka þeim banda- risku leikmönnum og þjálf- urum, sem flykkst hafa til landsins hin seinni ár. Þessir menn hafa nokkra yfirburöi yfir nær alla okkar leikmenn og þannig dregiö aö sér áhorf- endur. Þá eru margir þeirra mjög liötækir þjálfarar og i yngri flokkunum er þaö ákaf- lega spennandi aö vera þjálf- aöur af útlendingi. Þaö er svo annaö mál, hvort þetta sé framtiöarþróun, en ‘víst er aö Kanarnir hafa hleypt nýju blóöi i körfuboltann og gert hann betri aö öllu leyti. Hér aö framan var minnst litillega á yngri flokkana, en eins og allir vita er gott meistaraflokkslið tilkomiö vegna þróttmikils starfs hjá þeim yngri. Þess vegna hefur þaö komiö undirrituöum nokkuö undarlega fyrir sjónir, aö hjá sumum félögunum eru yngri flokkarnir nánast látnir sitja á hakanum meöan starf i kringum meistaraflokkinn er gott. Þessu veröa þeir körfuknattleiksmenn aö huga aö, ætli þeir sinni iþrótt veglegri sess i islensku iþróttalifi hér eftir en hingaö til. Dómaramálin eru sifellt deiluefni i körfuboltanum og hefur sitt sýnst hverjum. Þó hafa umræðurnar mest snúist um þaö, hvernig góöir dómarar eiga aö vera, ekki hvaö sé helst til úrbóta i þessum málum, svo ekki sé nú minnst á aö láta hendur standa fram úr ermum. Islandsmeistarar 1978 varö liö K.R. og sigruöu þeir UMFN (Njarövik) i hreinum úrslitaleik 96-86. Bikarmeistarar uröu stúdentar (I.S.) og Valur sigraöi á Reykjavikurmótinu nú I haust. Hjá kvenfólkinu bar liö Í.S. nokkuö af og sigruöu þær I öllum mótum ársins, en K.R. var þeirra skæöasti keppi- nautur. Sjö landsleikir voru á árinu og þar af rúmur helmingur þeirra gegn Noregi eöa fjórir alls. Þrir sigrar voru i þessum lands- leikjum, Norömenn I tvigang og Danir einu sinni. Þaö viröist augljóst aö gera þarf mikiö átak i landsliösmálunum og gefa bestu körfuknattleiksmönnum landsins tækifæri á aö spreyta sig I keppni viö erlend landsliö. Knattspyrna Knattspyrnan viröist alltaf vera jafnvinsæl og engum blööum um þaö aö fletta, aö ekki er eins vel fylgst meö nokkurri Iþróttagrein og knattspyrnunni. Þaö er þvi í rauninni aö bera i bakkafullan lækinn, aö ætla sér aö fjalla um viöburöi ársins hjá þeim fótboltamönnum. Þó ætla ég aö minnast nokkrum oröum á þaö sem skeöi á liðnu ári. A árinu geröu nokkrir af fremstu knattspyrnumönnum okkar samninga viö erlend knattspyrnufélög og eru ekki nema gott eitt um þaö aö segja, og i þessu felst viss viöur- kenning fyrir gæöum iþróttar- innar hér á landi. Máliö á sér þó aöra hliö. Belgiska félagiö Lokaren sýndi fáheyröa ókurt- eisi og ruddaskap þegar þeir lokkuöu til sin tvo islenska knattspyrnumenn á miöju keppnistimabilinu og voru siöan meö tóman skæting á eftir. Vonandi eiga atburöir sem þessir ekki eftir aö endurtaka sig. önnur hliö þessa máls er sú, aö furöulegt er aö Islensk (sem og aörar þjóöir I svipaöra aöstööu) knattspyrnuyfirvöld skuli ekki setja þaö sem skilyröi fyrir atvinnusamningum, aö leikmennirnir fái aö leika lands- leiki Islands, einkum þá sem eru i Evrópu- eöa heims- meistarakeppni. Gott dæmi um þetta var mismunurinn á þvi landsliöi Dana, sem lék gegn Islendingum s.l. sumar og þvi landsliði, sem lék gegn Eng- lendingum nú stuttu fyrir ára- mótin, en þaö var nær eingöngu skipaö atvinnumönnum. Sé slik klásúla I öllum samningum tryggir hún þaö, aö ætiö er hægt aö stilla upp þvi besta landsliöi sem völ er á og þá kemur hin raunverulega geta best I ljós. Ekki held ég aö þaö sé neinum vafa undirorpið, aö K.S.I. er best skipulagöa sérsambandiö innan l.S.l. og er þaö eflaust bæöi orsök og afleiöing vinsæida iþróttarinnar. Dómaramálin eru i mjög góöu lagi miöaö viö þaö sem gerist i öðrum iþrótta- greinum. Meira er lagt i starf- semi yngri flokkanna en hjá öörum samböndum og I mjög mörgum félögum er sérstök unglinganefnd, sem sér um allt þaö er viövikur þeim yngri. Merkilegast viö starf KSÍ er eflaust hve góöan grunn er búiö aö leggja aö fullnaöarmenntun þjálfara og stofnun sérstaks skóla i þvi sambandi, Knatt- spyrnuskóla KSI og er þaö tækninefnd, sem sér um rekstur hans. Þar á þó stærstan hlut aö máli Karl Guömundsson, iþróttakennari, sem manna mest hefur plægt þennan akur. Fimm landsleikir voru á árinu 1978 og vannst enginn sigur. Jafntefli var gert á móti Dönum og Bandarikjamönnum, en töp gegn Hollendingum, Pól- verjum og Austur-Þjóöverjum. Þrir siöastnefndu leikirnir voru I Evrópukeppni landsliöa og öngvir aular sem viö var átt. Úrslit landsleikjanna sýndu nokkra afturför frá árinu á undan, en ekki er ástæöa til þess aö örvænta, sérstaklega meö til- liti til þess, aö mjög margir isienskir knattspyrnumenn á erlendri grund njóta nú sömu aöstööu og þeir menn sem veriö er aö keppa viö I landsleikjun- um. K.R. sigraöi i Reykjavikur- mótinu, en tvö langbestu knatt- spyrnuliö landsins böröust um sigurinn i Islandsmótinu og bikarkeppninni, Valur og Akra- nes. Þau skiptu titlunum siöan bróöurlega á milli sin, Í.A. vann bikarinn og Valur Islandsmótiö. Þá tóku þessi liö þátt I Evrópu- keppnum og stóöu sig þar meö mikilli prýöi. Þriöja liöiö i þeim slag var IBV og komust þeir i aöra umferö og varö þar meö þriöja Islenska liöiö, sem nær þeim árangri. Nokkuö meira er nú um þaö, aö leikmenn skipti um félög en áöur og er ekki nema gott eitt um þaö aö segja. Þannig má búast viö góöri og fjörugri knattspyrnuvertíö næsta sumar. IngiH „Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu, sér- staklega hvað varðar sóknarleikinn. I fyrri hálf- leiknum var sóknar- nýtingin yfir 60%, sem telst ágætt og nýtingin í leiknum í heild var um 50%, sagði Arni Indriða- son, fyrirliði íslenska landsliðsins eftir leikinn í gærkvöld, en þá iéku Islendingarnir gegn Pól- verjum og töpuðu með tveggja marka mun, 22-20., íslenska liöiö haföi undirtökin allan fyrri hálfleikinn og léku strákarnir þá af miklum krafti og festu. Mestur var munurinn þrjú mörk okkar mönnum I hag 10-7, en staöan i hálfleik var 12-10 fyrir Island. I seinni hálfleiknum hélt sami barningurinn áfram og leiddi landinn meö 2-3 mörkum. Pól- verjarnir náöu siöan aö jafna 18- 18 þegar 7 min. voru til leiksloka og sigu fram úr lokamínúturnar og sigruöu 22-20. Allir strákarnir stóöu sig vel, einkum þeir sem litiö höföu fengiö aö spreyta sig fram aö þessu. Jens Einarsson varöi markiö af mikilli prýöi mestan leikinn og Axel Axeísson var drýgstur viö markaskorunina. Mörkin fyrir Island skoröuö: Axel 8, Páll 4, Þorbjörn G. 3, Bjarni 2, Ólafur Jónsson 1, Stefán 1 og Ólafur E. 1. I gærkvöldi voru einnig þrir aörir leikir á dagskrá Baltik keppninnar. Sviar unnu B-lið Dana 20-14, Austur-Þjóöverjar' sigruöu Rússa 20-19 og Danir og Vestur-Þjóðverjar geröu jafntefli 13-13. ísland leikur þvi á laugardag- inn gegn Svium og spurðum viö Arna hvernig sá leikur legöist i hann: „Leikurinn leggst vel i mig. Viö höfum aldrei sigraö Svi- . ana og er þvi öll statstik á móti okkur. Þaö veröur spennandi aö vita hvernig sú viðureign fer.” IngH Axel Axelsson lék meö aö nýju I gærkvöld og átti snjallan leik. Valur — ÍS 94:90 Þeir áhorfendur, sem lögöu leiö sina I iþróttahús Kennaraháskól- ans i gærkvöld á ieik Vals og l.S. bjuggust viö næsta auöveldum og öruggum sigri Valsmanna. En stúdentarnir voru staöráönir I aö láta ekki sinn hlut fyrr en I fulla hnefana og veittu þeir Val haröa mótspyrnu. l.S. tók forystuna strax I upphafi leiksins, 6-3, 18-11 og 24- 19. Valsmenn sóttu nú mjög á og tókst aö komast yfir 25-24 og hélst þessi jafni leikur allt til hálfleiks, en þá var staöan 42-40 fyrir Val. Valsararnir mættu mjög ákveönir til seinni hálfleiksins og“ náöu fljótlega öruggri forystu 63- 54. l.S. tókst aö minnka muninn niöur i 3 stig, 75-72, en nær komust þeir ekki. Eftir nokkurn spenning sigruöu Valsmenn meö fjögurra stiga mun 94-90. Vörn stúdentanna er þeirra höfuöverkur um þessar mundir, en hins vegar viröist sóknin veröa liflegri meö hverjum leik. Bjarni Gunnar átti sinn besta leik i vetur og skoraöi grimmt. Dunbar var aöeins meö seinni hálfleikinn og var þá iöinn viö aö koma knett- inum i körfuna. Ekki er gott aö segjá, heföi hans einnig notið viö i fyrri hálfleiknum. Þá voru þeir Gisli og Steinn sprækir. I liöi Vals var Tim Dwyer yfir- buröamaöur og hefur sjaldan veriö betri. Þórir hitti mjög vel I fyrri hálfleiknum. Annars veröa Valsmenn að taka sig saman i andlitinu ætli þeir sér aö veröa meö i toppbaráttunni. Fyrir Í.S. skoruöu mest: Bjarni Gunnar 26, Dunbar 18, Jón H. 16 og Steinn 14. Fyrir Val skoruöu mest: Dwyer 39, Torfi 16, Kristján 11 og Þórir 10 IngH Sjúkrahús Keflavíkur- læknishéraðs Tilboð óskast i að fullgera siðari áfanga nýbyggingar við sjúkrahús Keflavikur- læknishéraðs, útboðsverk II. Verkinu skal að fullu lokið 28. febrúar 1981. Áætlað er að 2. hæð hússins verði tilbúin til notkunar 15. febrúar 1980. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykjavik, gegn 40.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 6. febrúar 1979, kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur Athygli samlagsmanna skal vakin á þvi að Ásgeir Karlsson læknir hefur látið af sér- fræðingsstörfum fyrir samlagið frá og með siðustu áramótum. Reikningar hans eru þvi ekki lengur end- urgreiddir af hálfu S.R. Sjúkrasamlag Reykjavik. Sjúkraliðar sjúkraliðar Athugið að skrifstofan er flutt af Klappar- stig 27 i Félagsmiðstöð BSRB, Grettisgötu 89. Blaðberabíó Varist vætuna. Aðalhlutverk Jaekie Gleason. Sýnd kl. 1. eh. i Hafnarbiói, laugardaginn 13. jan. Þjóðviljinn, Siðumúla 6. simi 81333.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.