Þjóðviljinn - 12.01.1979, Side 16

Þjóðviljinn - 12.01.1979, Side 16
Skipholti 19, R. simi 29800. (S linur Verslið í sérvershin. með litasjónvörp og hljómtæki Föstudagur 12. janúar 1979. Laumu- Éarþegarnir sömu leiö heim Allt bendir til aö strák- arnir tveir sem geröust laumufarþegar meö Bakka- fossi til Bandarikjanna veröi sendir heim sömu leiö, þe. meö skipinu til baka, þar sem þeir hafa hvorki vega- bréf né áritun til aö stlga á land þar vestra. Utanrlkisráöuneytiö hefur vísaö þvl til Eimskips aö ráöa framúr málinu og aö þvl er Jón Magnússon deildarstjóri skipshafnar- deildar sagöi Þjóöviljanum hafa umboösmenn Eimskips I Bandarikjunum veriö beönir aö tilkynna út- lendingaeftirlitinu þar hvernig málum er háttaö. Bjóst hann viö aö skipstjór- anum yröu sett skilyröi af þess hálfu t.d. um aö ábyrgjast aö drengirnir yfir- gefi ekki skipiö. Ef ætlunin væri aö fá þá heim meö flug- vél mundi Eimskip ekki ganga I þaö mál, sagöi Jón. Samkvæmt áætlun á Bakkafoss aö koma heim um 24. janúar. _vh Ljósmyndari Þjóöviljans, EIK, rakst á þessa sigarettubrjóta niöril miöbæ f hádeginu I gær. Les- endur sjá auövitaö einsog skot aö þarna eru þeir bræöur Haili og Laddi á ferö meö Brunaliöinu. Þetta fólk er einsog sjá má önnum kafiö viö aö veita göfugum málstai'' liö: meö þvi aö brjóta þessa risasigaréttu vilja þeir minna menn á reyklausa daginn, 23. janúar n.k. Þá eiga allir þjóöhollir Islendingar aö halda sig frá tóbakinu I heilan dag og gera eitthvaö þarfara viö peningana sina en aö horfa á eftir þeim þar sem þeir liöa Uti loftiö sem blár reykur, engum til gagns en ölium til ógagns og heilsutjóns. ih Nýja Arnar fellið komið 1 fyrrakvöld kom til landsins nýtt skip, sem Skipadeild StS hefur keypt. Skipiö heitir ARNARFELL og er hiö fyrra af tveimur skipum, sem skipa- deildin festi kaup á I nóvember s.l. Seinna skipiö er væntanlegt ti) landsins I febrúar. Bæöi skipin eru almenn flutningaskip. Seljandi er út- geröarfélagiö Mercandia I Kaup- mannahöfn. Þetta eru systurskip, smtöuö 1974 og ’75 hjá Fredriks- havn Værft og Tördok A/SÞ $1 Fredrikshavn, og er hvort um sig 3050 lestir aö buröargetu. Veröiö fyrir bæöi skipin er 16,8 miljónir danskra króna, og eru innifaldar I þvl breytingar, sem gera þurfti meö tilliti til aöstæöna I is- lenskum höfnum. Arnarfelliö kemur hingaö aö af- staöinni flokkunarviögerö, sem lögskipuö er á fjögurra ára fresti. Lestarrými skipsins er 134.250 rúmfet, lengdin er 78,50m., breidd 13m. og djúprista 5,74m. Skipiö er búiö 2000 hestafla Alpha dlsilvél og ganghraöi þess er um 13 sjó- milur. Þá er skipiö búiö þremur Liebherr framkrönum, meö Becker-stýri og skiptiskrúfu. Skipiö er afhent meö gámafest- ingum á dekki og hllföarlistum á hliöum. Skipstjóri á Arnarfelli er Bergur Pálsson og yfirvélstjóri er Jón örn Ingvarsson. Bergur á h.u.b. 30 ára skipstjóraferil aö baki, en hann var skipstjóri á gamla Hvassafellinu frá 1949. A Arnarfellinu er fimmtán manna áhöfn. Aöbúnaöur er góöur, aö sögn skipstjórans, sem Bergur Pálsson skipstjóri og Axel Glslason framkvæmdastjóri Skipa- deildar StS I brúnni á nýja Arnarfellinu. sýndi blaöamönnum skipiö I gær. Mennirnir hafa allir einstaklings- herbergi meö snyrtiklefa. Tveir borösalir eru um borö og setu- stofa aö auki. Arnarfelliö kom til alndsins meö fullfermi af kornvörum og stykkjavöru frá Svendborg I Dan- mörku. Skipiö losar þennan farm I Reykjavik og á 6 höfnum annarsstaöar á landinu, en siöan mun þaö taka upp fastar áætlunarsiglingar á milli Islands og Rotterdam, Antwerpen og Hull. Arnarfelliö fer frá Reykja- vlk I kvöld. Haraldur Uppsagnirnar í Liverpool Okkur var sagt ad vera rólegar Eins og skýrt var frá I Þjób- viljanum 29. desember s.l. var 6 starfsmönnum KRON I Liver- pool viö Laugaveg sagt upp störfum frá og meö áramótum vegna þess aö verslunin var lögö niöur. Ástæöan var sú, aö leigusamningur fékkst ekki endurnýjaöur og var ákvebib aö flytja alla verslun meö búsá- höld I Dómus og aörar KRON verslanir. 1 uppsagnarbréfi til þeirra 6 kvenna sem I hlut eiga, segir aö „endurráöning komi ef til vill til greina”, og aö sögn Sigrúnar Hjartardóttur, einnar þeirra sem sagt var upp, áleit starfs- fólkiö aö uppsögnin væri aöeins formsatriöi, en ekki aö hún heföi endanlegt gildi sem uppsögn. „Okkur var sagt aö vera al- veg rólegar”, sagöi Sigrún, „og var þannig gefiö loforö um end- urráöningu allt fram I endaöan desember, þegar loks var tekiö af skariö og okkur sagt hreint út aö KRON heföi engin störf fyrir 'okkur.” segir Sigrún Hjartardóttir, ein þeirra sem sagt var upp „Allan þennan tlma gengum viö aö þvl sem vlsu aö viö yröum fluttar I einhverja aöra KRON verslun, sérstaklega þar sem nýlega var opnaöur Stórmark- aöur KRON I Kópavogi þar sem 20-30 manns vinna. Engin fór þvl á stúfana til aö leita sér aö vinnu fyrr en eftir áramótin og aöeins ein okkar, sú sem unniö hefur styst hjá KRON hefur ver- iö endurráöin inn I Dómus. Viö hinar erum atvinnulausar. Sigrún og önnur kona hafa veriö starfsmenn KRON I 15 ár, ein hefur unniö hjá KRON I 20 ár, tvær 17 á og sú sem var end- urráöin I 1 ár. Sigrún sagöi augljóst aö KRON vildi meö þessum hætti losa sig viö þá starfsmenn sem komnir væru um eöa yfir fimm- tugt og hafa áunniö sér fyllstu réttindi skv. kjarasamningum meö löngum starfsferli en rába I staöinn yngra fólk á lægri laun- um meö minni friöindi. „Þaö er ekki auövelt að sækja um vinnu eftir aö vinnuveitandi sem maöur hefur veriö hjá i 15ár vill ekki nota mann leng- ur,” sagði Sigrún, „og enn siöur eftir aö maöur er orðinn at- vinnulaus. Hreinlegast heföi verið aö segja strax aö viö yrö- um ekki endurráönar, þvl þá hefðum viö haft þrjá mánuöi til þess aö leita okkur aö vinnu og þyrftum ekki aö mæla göturnar núna.” Sigrún sagöi ennfremur aö hér væri ekki um persónuleg sárindi sln aö ræöa, heldur einn- ig þaö aö KRON, sem á sinum tlma heföi verið stofnaö af verkafólki fyrir verkafólk léti sér sæma aö visa starfsmönnum slnum eftir áratuga starf út á gaddinn. „Þaö svlöur sárast,” sagöi hún. Ingólfur Ólafsson forstjóri KRON sagbi i samtali viö Þjóö- viljann I gær, að uppsagnirnar heföu veriö lögmætar og meö venjulegum 3ja mánaöa fresti. „I uppsagnarbréfinu var ekki verið að gefa undir fótinn meö endurráðningu, en viö vildum ekki útiloka þaö ef eitthvað kæmi upp”, sagöi hann. Viö höfum þurft aö segja upp starfsfólki vlöar þannig aö þetta er ekkert einsdæmi,” sagöi Ingólfur. „Samdrátturinn hefur t.d. bitnaö á fólki I Domus og llka I Stórmarkaöinum. Þaö er ekki rétt aö konunum hafi veriö lofaö endurráöningu, — þarna erum viö aö leggja niöur heila verslun án þess aö nokkuö annaö komi I staöinn auk al- menns samdráttar nú um ára- mótin. Þaö er vissulega hart að þurfa aö lenda i þvi aö segja upp fólki, en þaö skeöur viöar, m.a.s. á Þjóöviljanum,” sagöi Ingólfur aö lokum. — AI Steinþórsson framkvstj. BSRB: V onumst eftir tilboði í dag A morgun er rlkisstjórnarfund- ur og viö vonumst fastlega eftir tilboöi rikisstjórnarinnar til BSRB um breytingar á samning- um og lögum um samningsrétt opinberra starfsmanna eftir þann fund. Viö þurfum aö fara aö fá svör, sagöi Haraldur Steinþórsson framkvæmdastjóri BSRB I sam- tali viö Þjóöviljann I gær. Ekki náöist I Tómas Arnason fjár- málaráöherra til aö spyrja hann hvort mál BSRB eru á dagskrá rikisstjórnarfundar og Magnús Torfi Ólafsson blaöafulltrúi sagöi. aö ekki væru geröar dagskrár fyrir fundina og gæti hann þvi ekki upplýst hvort svo væri. — GFr Deila Verslunarmanna- félags Reykjavíkur: Fyrsti sátta- fundur í dag Eins og kunnugt er hefur Versl- unarmannafélag Reykjavlkur sagt upp samningum og hafa ver- iö haldnir fjölmargir fundir meö atvinnurekendum aö sögn Magn- úsar Sveinssonar I samtali viö Þjóöviljann I gær. Hinn 27. des. s.l. vlsaöi Verslunarmannafélag- iö einhliöa til sáttasemjara og hefur hann boðað til fyrsta sátta- fundar I dag. — GFr Tuttugu árekstrar í Reykjavík í gær Nokkuð annasamt var hjá um- ferðadeild lögreglunnar I Reykja- vlk i gær. Engin stór óhöpp uröu I umferöinni en tuttugu árekstrar flestirsmáir og engin meiriháttar meiðsl á fólki. Færö er fremur góö amk. fyrir bila en víöa er nokkuö hált. Gangandi fólk á I nokkrum erfiðleikum meö aö komast leiðar sinnar, þótt snjór- inn sé viöa farinn aö troöast. Hætt er við aö göngufæri verði slæmt ef hlánar. — sgt Ohapp hjá Cargolux A föstudaginn var hlekktist vél frá Cargolux, dótturfyrirtæki Flugleiöa, á I aöflugi aö flugvell- inum i Lagos i Nigeriu og munaöi litiu aö illa færi. Vélin kom of lágt inn I aöflugi og sieit annar hreyf- illinn á hægri væng vélarinnar háspennulinu. Flugstjóranum tókst aö hækka flugiö á ný og lenda slöan vélinni áfallalaust. Ekki veröur hægt aö segja neitt ákveöiö um orsök óhappsins fyrr en „svarti kassinn" svokailaöi hefur veriö kannaöur hjá fram- leiöenda. Vélinni sem er af gerð- inni DC-8 flaug bandarisk áhöfn. Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 —12 og 5 — 7 á laugardögum. Utan þessa tlma er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blaös- ins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. DIOÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.