Þjóðviljinn - 20.01.1979, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. janúar 1979.
Af barnaári
Krakkar! Krakkar! Vitiði bara hvað? I ár er
árið okkar. Barnaárið. Og það er ekki bara
hérna/ heldur alls staðar, maður, alls staðar í
heiminum. Hjá hvítum mönnum, mongólum,
malæum, indíánum og blámönnum. Allir allan
tímann að hugsa um okkur börnin. Algert æði.
Sumir segja að þó búið sé að ákveða hvað eigi
að gera, þá sé ekki alveg klárt ennþá, hvernig
eigi að gera það, en auðvitað reddar f ullorðna
fólkið því eins og öllu öðru.
Það verður áreiðanlega alveg ofsalega
gaman hjá okkur krökkunum, þegar sér-
f ræðingarnir, sálf ræðingarnir, félags-
fræðingarnir, uppeldisf ræðingarnir, barna-
sálfræðingarnir, atferlisfræðingarnir, æsku-
lýðsleiðtogarnir, íþróttafrömuðirnir, skáta-
höfðingjarnir, umferðariögreglan, káeffú-
emmararnir og káararnir, giftir foreldrar,
ógiftir foreldrar, foreldrar í sambúð, einstæð-
ir foreldrar — bara bókstaflega allt fullorðna
fólkið —þegar allt þetta lið er endanlega búið
að koma sér saman um það hvað eigi nú að
gera fyrir okkur krakkana til að gera okkur
hamingjusöm.
Pabbi er einstætt foreldri (þegar mamma
eða einhver önnur er ekki hjá honum), og hann
er búinn að kaupa bók, sem heitir fslensk upp-
eldisfræði. Hann ætlar áreiðanlega að læra í
henni til þess að við krakkarnir verðum eins
og við eigum að vera. Og þegar við erum orðin
eins og við eigum að vera, þá erum við auðvit-
að hamingjusöm.
Égstalsttilaðkíkja íbókina, og greinin sem
ég rakst á hét „íslenskar uppeldisaðferðir":
Það á að strýkja strákaling,
sting'onum oní kolabing,
lok'ann útí landsynning
og lát'ann hlaupa allt um kring.
Það á að strýkja stelpuna,
sting'enni oní mykjuna,
lok'ana úti og lemj'ana,
og láta bola ét'ana.
Og svo kom um það hvernig á að svæfa börn:
Sofðu nú svíníð þitt
svartur i augum,
farð'oní fúlan pytt
fullan af draugum.
Svo er líka sagt f rá því hvernig börn eru hugg-
uð í Færeyjum:
Vil ikki barnið tiga, (þegja)
tak um legg,
slá í vegg,
svo skal barnið tiga.
Já.það var sannarlega kominn tími til að
hafa barnaár fyrir okkur krakkana. Það verð-
ur þá að minnsta kosti kannski hægt að berja
okkur. Hugsið ykkur bara. Það fyrsta sem
gert er við okkur, þegar við komum útúr
mömmu okkar, er að taka okkur upp á aftur-
fótunum og berja okkur þangað til við förum
að hágrenja. Svo er einhver prestur fenginn
tilað reyna að drekkja okkur, svo er haidið
áfram að berja okkur allan uppvöxtinn, og
síðast erum við barin til bókar. Haldið þið það
sé! Ég meina það.
Heima þarf maður að horfa uppá pabba
dauðadrukkinn draga mömmu á hárinu, en á
meðan syngur mamma einsöng, með glóðar-
auga á báðum, og gómurinn týndur, en Júlla
frænka og Hávarður á manntalinu framá
baði, og þau ætla sér greinilega að pissa bæði í
einu.
Svona er nú fullorðna fólkið. Og svo þegar
maður kemur í skólann, þá er strax farið að
kenna okkur að vera eins og f ullorðna fólkið.
Krakkarnir sem verða fyrst eins og litlir kall-
ar og litlar kellingar eru kallaðir „bestu börn-
in". Það er nef nilega algert f rat að vera barn.
Þegar maður er barn þá má maður ekki vera
eins og maður er, heldur eins og maður á að
vera. Alger skítalykt.
Og þessvegna ákveða áreiðanlega
fræðingarnir, sem ég taldi upp áðan, að það
langbesta, sem hægt sé að gera fyrir börnin,
sé að koma i veg fyrir að þau fæðist nokkurn
tímann. Svo framleiða jáeir bara smokka,
lykkjur, hettur, stauta, froður og sprei og eins
og fræðingarnir sjálf ir segja, svo skringilega:
„stuðla þannig að líkams- og sálarheill barns-
ins á barnaári".
Nú eru börn víst að mestu hætt að fæðast í
Rússlandi, eða það var að minnsta kosti í
fréttunum um daginn að Rússar ætluðu að
fara að telja hvað þeir væru margir. Þarna
sjáið þið bara. Rússar eru nefnilega betri við
börn en aðrar þjóðir, hvað sem hver segir.
Þeir eru bara hræddir um að þjóðin sé að
deyja út vegna getnaðarvarna og stjórnmála-
skoðana.
Og það get ég sagt ykkur, að við krakkarnir
þurfum enga kynferðisfræðslu í skólunum.
Við strákarnir gleypum bara smokk áður en
við förum í geim, en stelpurnar leggja pilluna
bara milli hnjánna á sér og halda henni þar á
meðan þær standa í stórkeleríum.
Og svo skal ég leyfa ykkur að heyra síðasta
kaflann í kynfræðinni, sem afi lærði, en núna
er búið að banna:
Viljirðu ekki eiga börn,
öruggt ráð ég þekki:
Góð er talin getnaðarvörn
að gera það bara ekki.
Flosi
OPIÐ BRÉF TTL STARFSBRÆÐRA
Viö undirritaöir félagar I Rit-
höfundasambandi tslands höfum
fengiö bréf meö svofelldri
kveöju: „Vonumst til þess aö
heyra frá þér sem allra fyrst.
Meö vinsemd og viröingu,
Samtök herstöövanandstæö-
inga”
1 bréfinu erum viö ávarpaöir:
„Kæri félagi.” Og er bréfiö undir-
ritaöaf sjöstarfsbræörum okkar i
rithöfundasamtökunum. Um leiö
og viölýsum því yfir, aö viö fögn-
um því að eiga samleiö meö þess-
um „félögum” okkar i faglegri
baráttu islenskra rithöfunda i
Rithöfundasambandi Islands og
styöjum af alhug þaö markmiö
samtakanna aö efla rithöfunda til
aöbæta aöstööu þeirra i hvivetna,
mótmælum viö þvi harölega, aö
við séum ávarpaöir eins og viö
ættum aöild aö Samtökum her-
námsandstæöinga, og skiljum
ekki, hvernig fyrrnefndum sjö
starfsbræörum okkar i Rithöf-
undasambandi tslands dettur i
hug aö gera okkur aö eins konar
taglhnýtingum þessara umdeildu
samtaka. 1 bréfinu er þess fariö á
leit við okkur, aö viö ieggjum
fram skerf okkar til auglýsinga-
messu herstöövaandstæöinga
vegna 30 ára afmælis aöildar Is-
lands að Atlantshafsbandalaginu,
eða eins og komist er aö orði i
bréfinu: „Nú viljum viö, kæri fé-
lagi.fara þessá leit við þig, aöþú
leggir hönd á plóginn...” Siöan er
sagt i lokin, aö áriðandi sé, aö
„þátttakendur láti heyra frá sér
sem fyrst”. Til aö veröa viö þess-
ari siöastnefndu áskorun höfum
viö ritaö nöfn okkar undir yfirlýs-
ingu þessa.
Aö visu teljum viö aö allir aörir
en herstöövaandstæðingar ættu aö
halda upp á 30ára afmæli aöildar
tslands aö Atlantshafsbandalag-
inu, enda hafa samtökin ávallt
barist hatrammlega gegn henni
ognúverandi skipan öryggismála
landsins i samstarfi viö vestræn-
ar lýöræöisþjóöir, þ.á m. tvær
Noröurlandaþjóöir.
Aö sjálfsögöu erum viö and-
stæöir heimsvaldastefnu og
striðsrekstri, en teljum aö örygg-
issamstarf lýöræöisþjóöanna i
Evrópu hafi orðið til þess aö hefta
útbreiöslu heimsvaldastefnu i álf-
unni, án þess aö til átaka eöa
styrjalda hafi komiö. Sovétrikin
hafa framkvæmt heimsvalda-
stefnu sina af meira kappi en
nokkru sinni — og þá ekki slst á
noröanveröu Atlantshafi eins og
alkunna er. Við skorum á fslensku
þjóöina aö vera vel á veröi og
gefa þessari útþenslustefnu
gaum. Atlantshafsbandalagiö var
stofnaö eftir valdarán i Tékkósló-
vakiu ogviöar og varnarliöiö kom
hingaö meö samþykki mikils
meirihluta Alþingis íslendinga
vegna ófriöarástands i heimin-
um. Hætta á styrjöld er þvi miöur
enngeigvænlegogþvitelium viö,
aö nauösynlegt sé aö vestræn-
ar þjóöir slaki ekki á vörnum
sinum heldur efli ölyggi sitt
með nánu samstarfi eins og
veriö hefur. En vonandi er
núverandi hættuástand
timabundiö. Vonumst viö til
þess meö „félögum” okkar i
Rithöfundasambandi íslands, aö
sá timi komi sem fyrst, aö varn-
arliöið geti fariö úr landi án þess
að öryggi Islands verði þar meö
teflt i tvisýnu. Sú stund er aö okk-
ar mati þvi miöur ekki upp runn-
in. Viö lýsum yfir stuöningi viö
aöild Islands aö Atlantshafs-
bandalaginu og teljum, aö sögu-
leg þróun hafi sýnt, aö hún hafi
veriö rétt ákvöröun á sinum tima.
Auk þess sem viö teljum, aö dvöl
varnarliðsins á Islandi nú sé
„söguleg” nauösyn, meðan svo
ófriölega horfir sem raun ber
vitni. Viö styöjum þvi stefnu nú-
verandi rikisstjórnar i öryggis- og
utanrikismálum, en hún er einnig
stefna stjórnarandstöðunnar,
eins og kunnugt er.
Viö skorum á listamenn i land-
inuaö standa vörö um öryggi ís-
lands og sjálfstæöi. Meö fullri
viröingu fyrir pólitiskum skoöun-
um „félaga” okkar I Rithöfunda-
sambandi Islands og sjálfs-
ákvörðunarrétti þeirra óskum viö
þess, aö þeir unni okkur hins
sama og hvetji einnig skoöana-
bræöur sina til þess aö leyfa okk-
ur I friöi og án þrýstings aö
ákveða, hvaöa samtökum viö
fylgjum. En um þaö eigum viö
ekki viö aöra en sannfæringu okk-
ar og samvisku.
Viö sendum kúguöum starfs-
bræörum okkar, rithöfundum i
fangelsum, geöveikrahælum og
þrælabúðum, baráttukveöjur og
heitum á alla góöa Islendinga aö
leiöa hugann aö örlögum þeirra
og allra annarra sem hafa oröið
ófrelsi og einræöi aö bráö.
Davið Oddsson,
fyrrv. form. framkvæmdastj.
Listahátiöar.
Guömundur Danielsson,
fyrrv. form. Fél. isl.
rithöfunda
Indriöi G. Þorsteinsson,
fyrrv. form. Fél.Isl.
rithöfunda og Rithöfunda-
ráös tslands.
Jónas Guömundsson,
fyrrv. form. Fél. Isl.
rithöfunda
Matthias Johannessen,
fyrrv. form. Fél. isl.
rithöfunda,
RithiXundasambands Islands og
Rithöfundaráös Islands.
Heilsu-
vernd
<jt er komiö 6. hefti 33. árg.
Heilsuverndar, rits Náttúru-
lækningafélags tslands.
Ritiö hefst á þætti úr endur-
minningum Jónasar Kristjáns-
sonar, læknis. Sr. Kristján
Róbertsson ritar jólahugleiöingu.
Kröpp voru lifskjör sjómanna,
nefnist grein eftir Valgarö L.
Jónsson. Birt er erindi, sem Guö-
finnur Jakobsson garöyrkju-
stjóri flutti á ■ náttúrulækninga-
degi 24. sept. sl.: Biodynamisk
ræktun grundvöllur hollrar fæöu.
Egill Ferdinandsson segir frá
Náttúrulækningadeginum 1978.
Marinó L. Stefánsson greinir frá
Matreiöslunámskeiöi NLFR 1978.
Sagt er frá fundum I félaginu og
birtar mararuppskriftir eftir
Pálinu R. Kjartansdóttur, hús-
mæörakennara. Loks er þáttur-
inn A viö og dreif.
Ritstjóri og ábyrgöarmaöur
Heilsuverndar er Björn L. Jóns-
son, læknir. —mhg
Stárfshópur um „stoma’-aðgerðir
Hér á landi er ailstór hópur
fólks á ýmsum aidri, sem þurft
hefur^aö gangast undir svo-
nefndar „colostomy ”, „ileo-
stomy” og „urostomy” skuröaö-
geröir vegna sjúkdóma 1 melt-
ingarfærum og þvagfærum.
Nokkrir einstaklingar, sem eiga
beinna hagsmuna aö gæta i þessu
sambandi, eöa viija stuöla aö vel-
ferö þessa fólks, mynduöu starfs-
hóp f Reykjavik haustiö 1977.
Sföastiiöinn vetur voru haldnir
samtals sex umræöufundir og
naut hópurinn góös stuönings
ýmissa aöila úr heiibrigöis-
stéttunum. Aöstööu til funda-
halda hefur Krabbameinsfélag
Isiands látiÖ i té.
Starfsemin hófst aftur i haust
og er ráögert aö halda henni
áfram. Nokkrir úr hópnum hafa á
liönu ári setiö fundi um ýmis
hagsmunamál I Trygginga-
stofnun rikisins, Lyfjaverslun
rikisins og Heilbrigöis- og
tryggingamálaráöuneytinu. Lögö
hefur veriö sérstök áhersla á aö
tryggö veröi og auövelduð
útvegun þeirra hjálpartækja, sem
þessu fólki eru nauðsynleg, en þar
er verulegra úrbóta þörf. Auk
þess er leitast viö aö dreifa
upplýsingum um þessi efni i
samráöi viö starfsf. heilbrigöis-
mála, en mikill skortur er á
fræöslustarfsemi á þessu sviöi.
Hópurinn hefur smám saman
veriö aö eflast, og stööugt bætist
nýtt fólk i hann. Er taliö aö starf-
semin hafi sannað gildi sitt, en viö
skipulagningu hennar er
nauðsynlegt aö komast i samband
viö sem flesta, er hafa gengist
undir ofangreindar aögeröir,
bæöi hér á landi og á erlendum
spltölum, eöa aðstandendur, t.d.
þegar um böjrn eöa lasburöa fólk
er aö ræöa. Þeir, sem áhuga hafa
á þessari starfsemi,eru vinsam-
legast beönir aö gefa sig fram
skriflega, þ.e.a.s. senda nafn,
heimilisfang og simanúmer og
geta um tegund aögeröar. Utaná-
skriftin er:
Starfshópur CIU (trúnaöar-
mál)
Pósthóif 523
121 Reykjavik
Þá er sérstaklega vakin athygli
á aö þriöji umræöufundur vetrar-
ins veröur haldinn fimmtudaginn
25. janúar 1979 kl. 5 siödegis
(17.00) aö Suöurgötu 22 i
Reykjavtk. Siguröur Bjömsson
læknir mun mæta á fundinum og
er allt áhugafólk velkomiö.