Þjóðviljinn - 20.01.1979, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 20.01.1979, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Laugardagur 20. janúar 1979. LÚÐVÍK JÓSEPSSON, FORMAÐUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS, UM EFNAHAGSTILLÖGUR FLOKKSINS: Vfljiim auka verðmæta sköpun og stöðva sóun ,,Já, þessar tillögur okk- ar Alþýðubandalagsmanna i efnahagsmálum eru í grundvallaratriðum frá- brugðnar þeim hug- myndum sem samstarfs- flokkar okkar í ríkisstjórn hafa sett fram nú og áður", sagði Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins í gær er Þjóðviljinn innti hann áiits á tillögugerðinni. „f tillögum samstarfsf lokk- anna hefur mest borið á því að rætt væri um að hemja vísitöluna með ein- hverjum hætti, láta hana mæla minna, eða að kaup sé ekki hækkað í samræmi við hækkandi verðlag. Þá hefur verið lagt til að með almennum ákvörðunum yrði dregið úr framkvæmdum, lán minnkuð og vextir hækkað- ir. Að mínum dómi er þetta höfuðeinkenni á þeirra til- lögugerð að þeir vilja kreista saman hagkerfið með ýmsum hætti. Oftast hafa slíkar aðgerðir áður annaðhvort leitt til meiriháttar árekstra eða beins atvinnuleysis. Tillög- ur Alþýðubandalagsins eru gjörólikar", sagði Lúðvík. Meira tll skiptanna Þjóöv.: 1 hverju liggur munurinn helst? Lúövik: „Við leggjum höfuð- áherslu á að auka framleiðslu- verömæti þjóðarbúsins, með auk- inni framleiðni og bættum vinnu- brögðum. Við leggjum einnig áherslu á að spara þar sem illa er fariö með fjármuni, t.d. þar sem fjármunum er sóað i óþarfa milli- liðastarfsemi, i margfalt dreif- ingarkerfi og alltof stórt banka- og vátryggingakerfi o.s.frv. Við viljum og nýta þau verðmæti sem við höfum aflaö betur en nú er gert. Okkar tillögur miöa þvi fyrst og fremst að þvi að við vinnum okk- ur fram úr erfiðieikunum með þvi að meira verði til skiptanna nettó. En tillögur stamstarfsflokkanna virðast miða meira i þá átt að ákveða hvernig skipta eigi þeim erfiöleikum sem verðbólguvand- anum fylgja milli þeirra sem laun taka, atvinnurekstrar og fjár- framlaga til félagslegra framkvæmda.” Þrjú meginmarkmið Þjóðv.: Hver eru meginmark- miðin sem stefnt er að með tillögu- gerð Alþýðubandalagsins? Lúðvik: ,,f þessum tillögum ger- um við glögga grein fyrir þeim meginmarkmiðum sem stefna ber að. Þau eru I fyrsta iagi aö tryggja atvinnu, I öðru lagi að draga úr verðbólgu og i þriðja lagi að vernda kaupmátt launa og auka hann slðan eftir þvi sem tök eru á.” Fjárfestingarstjórn Þjóðv.: Hver eru aðalatriöin I til- lögunum að þinu mati? Lúðvik: ,,Ég legg áherslu á að hér er um fjölmargar tillögur að ræöa á mörgum sviðum. A þær verður þvi að lita sem eina heild þvi hér er um samræmdar að- gerðir að ræöa þar sem gripiö er niður I efnahagskerfið á ýmsum stööum. Ég get nefnt hér nokkur aðalatriöi. Það er þá fyrst til að taka að gert er ráð fyrir að tekin verði upp fjárfestingarstjórn. Það er ekki aöeins lögð áhersla á að gerð sé sundurliðuð og allná- kvæm fjárfestingaráætlun fyrir þjóöarbúskapinn allan, heldur einnig hitt og ekki síöur það að reyna að búa þannig um hnútana, að áætlunin verði framkvæmd. Lögö er höfuöáhersla á að tryggja að allir þeir sem veita fjárfestingarlán geri það i samræmi við samþykkta fjár- festingaráætlun, þannig að öll lán til meiriháttar framkvæmda falli saman við áætlunargerðina.” Hefur nýst illa Þjóðv.: Hversvegna er lögö svona mikil áhersla á einmitt þetta atriði? Lúðvik: „Um það er ekki að villast, að á undanförnum árum hefur margt gengið úrskeiöis hjá okkur I fjárfestingarmálum. Oft hefur verið eytt miklu fé I fjár- festingu sem skilað hefur litlum árangri eða staðið ónotuð svo ár- um skiptir. Það skiptir afar miklu hvernig þeim f jármunum er variö sem þjóðarbúið I heild ráðstafar til fjárfestingarframkvæmda.” Hagræðing í atvinnurekstri Þjóðv.: t hverju felst það átak sem Alþýöubandalagiö leggur til að gert verði i atvinnumálum? Lúðvik: „Sú tillaga sem ég tel að sé einna þýöingarmest varðar hagræðingu i atvinnurekstri. 1 þessari tillögu er við það miöað að fyrst verði hafist handa um ráðstafanir til að auka framleiðni i fiskiönaði og almennum iönaði, en þessar tvær greinar eru lang- þýðingarmestar fyrir islenskan þjóðarbúskap. Við leggjum til að útvegaðir verði þrir miljarðar króna til þessara framkvæmda og teljum að á þessu og næsta ári ætti auðveldlega að vera hægt að auka framleiðni i þessum greinum sem nemur 10 til 15 af hundraði.” 10 til 15 milljarðar Þjóðv.: Hvaða þýðingu hefði þetta átak ef vel til tækist? Lúövik: „Ég vil tildæmis benda á að ef tækist að koma framleiðslu allra frystihúsa i landinu á það stig sem nokkur þau bestu eru á nú mætti ná þessu marki og jafn- vel meiru en þvi. Sliktmyndi færa okkur, aðeins I fiskiðnaði, 10 til 15 miljarða króna i auknum verð- mætum. í almennum iðnaði landsmanna er framleiöni i dag ennþá minni en i fiskiðnaði. Þar ætti þvi ekki siöur að vera hægt að ná miklum árangri ef skipulega væri að unnið.” 20 til 30 milljarðar Þjóðv.: Samhliða þessu eru gerð- ar tillögur um stórfeildan sparn- að. Lúðvik: „Það er rétt að við ger- um tillögu um að knýja fram sparnað og hagræðingu varðandi yfirbyggingarkostnað þjóðfélags- ins, en með þvi á ég við rekstur rikis- og rikisstofnana og rekstur margvislegra annarra fyrirtækja og stofnana, svo sem banka, vátryggingarfélaga, oliufélaga, skipafélaga og innflutningsversl- unar. Að minu dómi leikur enginn vafi á þvi að á þessum sviðum só- um við nú allt of miklum fjár- munum. Þarna ætti að vera hægt að spara og draga þannig úr framleiðslukostnaði og dýrtið I landinu. Með samræmdum ráö- stöfunum á þessu sviði mætti spara 20 til 30 miljarða króna á ári.” Exfitt en nauðsynlegt Þjóðv.: Miðað við það að þessar tillögur eru svo frábrugðnar hug- myndum samstarfsflokkanna áttu þá ekki von á að erfitt muni reynast að fá þær samþykktar og framkvæmdar? Lúðvik: „Jú, ég efast ekkert um að þegar að þvi kemur að þarf að takast á við þann vanda að draga úr eyðslu, kostnaði og yfirbygg- ingu I þjóðfélaginu þá er komið við viökvæma punkta hjá ýmsum áhrifaaöilum I landinu. Þeir munu segja eins og áöur: Hjá okkur er ekkert hægt að spara. framhald á bls. 18 Sósíalísfct frædslustarf medal framhaldsskólanema á höfudborgarsvædinu 30 til 40 fundir á tveimur mánuðum Sé’mstarfshópur á vegum Æskulýðsnefndar Alþýðu- bandalagsins og Alþýðubandalagsfélagsins í Reykja- vík hefur að undanförnu unnið að skipulagningu fræðslustarfs i framhaldsskólunum á höfuðborgar- svæðinu. Er stefnt að því að halda á næstunni 30 til 40 fúndn sjö frámhaldsskólum á svæðinu, auk þess sem efnf verður til félagsmálanámskeiðs og menningar- vöku í lok f ræðsluherferðarinnar. 1 samstarfshópnum eru þeir Arthur Morthens, Einar Már Sigurösson, Arni Þ. Sigurðsson, Guðný Guömundsdóttir, Kristján Valdimarsson, Snorri , Stýrkársson, Björn Arnórsson og Lúövik Geirsson. Þjóðviljinn átti samtal við þann siðast- nefnda i gær og innti hann eftir undirbúningi að þessari fræðslustarfsemi sósialista i framhaldsskólum. Fundir í sjö skólum „Viö höfum sett upp áætlun I sambandi við þessar aðgerðir”, sagði Lúðvik „og er reynt að ná til allra framhaldsskóla á höfuðborgarsvæöinu með þessu fræðslustarfi. Ætlunin er aö halda þrjátiu til fjörutiu fundi i sjö skólum og hefjast þeir meö fundum I Fjölbrautaskólanum i Breiöholti i næstu viku. Pró- grammið mun standa fram und- ir miöjan mars. Samhliöa þessu eöa um miðjan febrú- ar hyggst Æskulýðsnefnd Alþýöubandalagsins standa fyrir félagsmá1anám- skeiði þar sem Baldur Osk- arsson verður leiðbeinandi. Þá er hugmyndin aö halda menningarvöku I lok mars þar sem vinstri sinnar I framhalds- skólanum verða boöaðar. Gert er ráð fyrir að fundaö verði I Fjölbrautaskólanum i Breið- holti, Flensborgarskólanum i Hafnarfirði, Menntaskólanum i Hamrahlið, Menntaskólanum viö Sund, Iönskólanum i Reykjavik og öörum verknáms- skólum og Menntaskólanum I Kópavogi.” Tvö vinstri félög stofnuð Þjóðviljinn innti Lúðvik Geirsson þessu næst eftir þvi hvernig undirtektir hugmyndir um fræðslustarf að þessu tagi hefðu fengið i skólunum. „Við höfum fengið mjög góöar undirtektir þar sem við erum þegar byrjaöir að undirbúa starfið. Ahuginn hefur alltaf verið tii i skólanum en Alþýðu- bandalagiö hefur vanrækt aö sinna þörfum vinstri sinnaðra námsmanna fyrir fræðslu um sósialiska fræðikenningu, sögu og starf sósialiskrar hreyfingar á islandi og erlendis. Hér er þvi óplægt land sem þarf að rækta. Sem dæmi þessu til sönnunar má nefna, að strax á fyrsta stigi undirbúnings fyrir þessa funda- herferö hefur komið til tals meðal nema i tveimur skólum að stofna ný vinstri félög, ann- arsvegar I Breiöholti og hins- vegar i Hamrahlið. Fyrir er Starfshópur til undirbúnings fræðslustarfseminni i framhaldsskólanum var að störfum á Grettisgötu 3 i gær. Frá vinstri Arni Þ. Sigurösson, Ltiðvik Geirsson og Einar Már Sigurðsson. Ljósm. Leifur. starfandi félagið Rööull, félag vinstri sinnaðra framhaldsskóla nema i Hafnarfiröi, sem Æsku- lýösnefnd Alþýðubandalagsins hefur náið samstarf við.” Fjölbreytt viðfangsefni Þjóðviljinn bað Lúðvfk að skýra stuttlega frá fyrirkomu- lagi fundaraðarinnar og við- fangsefnum hennar. „Fyrsti fundur i hverjum skóia mun veröa auglýstur rækilega með dreifiritum á veg- um Æskulýðsnefndar Alþýðu- bandalagsins og fylgismanna I viðkomandi skóla. Þar veröur kynnt áframhaldandi dagskrá og þeir valmöguleikar sem bjóöast i fræðslustarfínu af okk- ar hálfu. Viðfangsefnin sem valin hafa veriö eru þessi: A.) Andstæður auðvaldsþjóðfélagsins: Launa vinna og auðmagn. B.) Saga sósialiskrar hreyfingar á Is- landi og verkalýösbaráttu. C.) Verkamenn menntamenn: Samstaða andstaða. D.) Menntamál, skólamál: Hverjir eru möguleikar nema að hafa áhrif á stjórnun skóla. E.) Stefna og starfshættir Alþýðu- bandalagsins: Alþýðubandalag- ið I borgaralegri rikisstjórn. Kunnir fyrirlesarar Meöal fyrirlesara eru Björn Arnórsson, Einar Karl Haralds- son, Guömundur Ólafsson, Þröstur Olafsson, Einar 01- geirsson, ólafur R. Einarsson, Asgeir Blöndal Magnússon, Baldur óskarsson, Sigurður Magnússon, Tryggvi Þór Aðal- steinsson, Jónas Sigurösson, Höröur Bergmann, Loftur Guttormsson, Þór Vigfússon, örn Ólafsson, Pétur Gunnars- son o.fl. Einnig munu þing- menn, ráðherrar, sveitar- stjórnarmenn og félagar úr Æskulýösnefnd Alþýðubanda- lagsins mæta á fundum ef óskað er.” Lúðvik Geirsson kvaðst að lokum vonast til þess að liös- menn Alþýðubandalagsins og á- hugamenn um sósiallsk fræði i framhaldsskólunum tækju öfl- ugan þátt I þessari fræðslustarf- semi og legöu sig fram um að hefja skipulegt stjórnmálastarf. Lúðvik Geirsson er starfs- maöur Æskulýösnefndar og veitir hann nánari upplýsingar um fræðslustarfiö á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Grettis- götu 3, simi 17 500. —ekh.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.