Þjóðviljinn - 20.01.1979, Side 11

Þjóðviljinn - 20.01.1979, Side 11
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. janúar 1979. Hér sér yfir athafnasvæöi Siippsins og Stálsmiöjunnar þar sem til greina kæmi aö sameinast um bráöa birgöaúrlausn meöan unniö væri aö uppbyggingu skipaiönaöarstöövar fyrir höfuöborgarsvæöiö. Ípí|V«Rl IISIÍÍI Mmmm ... j... ■ i j V Endurreisn skipaviö- geröaiðnaðarins i Reykja- vik og á höfuðborgarsvæð- inu og nýting mögulegra verkefna og atvinnutæki- færa næst ekki með að- geröum og endurbótum á svo afmörkuðu og þröngu athafnasvæði eins og á lóð- um Slippfélagsins og Stál- smiðjunnar við vestur- höfnina. Aðeins uppbygg- ing meirihát.tar skipa- iðnaöarstöðvár á mjög rúmgóðu athafnasvæði getur lyft skipaiðnaöar- greininni úr þeirri lægð sem hún er nú í á höfuð- borgarsvæðinu. ,,Allur frekari dráttur á ákvarðanatöku í þessu ef ni veldur áframhaldandi afturför og samdrætti i skipaiðnaði i Reykjavik og á höfuðborgarsvæðinu". Skipaiðnaðarstöð á höfuð- borgarsvæðinu brýn nauðsyn Ef ekkert verður að gert mun qjramhald verða á afturför og samdrætti í skipaiðnaði á þessu svæði Aðstaða og skipulag skipasmíða og skipavið- gerða í Reykjavík er eitt þeirra mála sem hafa ver- ið til umfjöllunar og um- ræðu um árabil. Nýlega, eða í október- mánuði s.l.,var lögð fram skýrsla í hafnarstjórn Reykjavikur, varðandi skipaviðgerðir í Reykja- vík. Skýrslan er úttekt og hagkvæmisathugun á skipaviðgerðum í Reykja- vik, unnin á vegum hafn- arstjórnar og hafnarstjór- ans í Reykjavík. Sagt hef- ur verið f rá skýrslunni og efni hennar í dagblöðum m.a. f grein eftir Birgi Isl. Gunnarsson, borgarfull- trúa,í Morgunblaðinu. Þjóðviljinn vill kynna núverandi viðhorf í þess- um efnum og snéri sér því til Guðjóns Jónssonar, for- manns Félags járniðnað- armanna og lagði fyrir hann nokkrar spurningar varðandi ástand og horfur í skipaiðnaöi f Reykjavfk. Bágborin aðstaða Fyrst inntum viö Guöjón eftir þvl hvort hann teldi aöstæöur til skipaviögeröa og meiriháttar breytinga á skipum viöunandi i Reykjavik. „Nei, fjarri þvi”, sagði Guöjón. „1 Reykjavík eru starfræktar þrjár stöðvar til viðhalds, viö- gerða og breytinga á skipum, þ.e. hjá Slippfélaginu I Reykjavik, Daniel Þorsteinssyni og Co., báð- ar i vesturhöfninni. og stöö Báta- nausts hf., er nýjust stöövanna, var byggð um 1946, þ.e. fyrir 32 árum. Dráttarbrautir Slippfélagsins i Reykjavik, hafa veriö heista við- halds- og viögeröarstöð islenska skipastólsins, einkum stærri fiskiskipanna. Ein dráttarbraut Slippfélagsins er talin vera fyrir skip sem eru allt að 2000 þunga- tonn, önnur fyrir 1500 þungatonn og þriðja er fyrir minni fiskibáta. Allar dráttarbrautirnar eru gamlar, einkum þær stærri og viö upptöku skipa hafa oröiö óhöpp eða bilanir sem orsakað hafa tjón á skipunum. Skipastæði i stöö Slippfélagsins eru mörg tak- mörkuð og verða skip oft að standa i dráttarbrautum. Þótt dráttarbrautir Slippfélagsins hafi áður fyrri dugað fyrir viöhald og viðgerðir á stærstu fiskiskipum, eru þær nú, og verða enn frekar á næstu árum, algerlega ó- fullnægjandi sem viðgeröarstöð nútfma fiskiskipa. Stærð og búnaöur Islenskra fiskiskipa hefur breyst og vaxið mikið á undanförnum tuttugu til þrjátiu árum og upptökubúnaöur Slippfélagsins hefur ekki þróast meö tilliti til stöðugt stærri og þyngri fiskiskipa. íslensk kaup- Hér er gömul mynd af Ægi á hliðinni I Slippnum. Upptökubúnaðurinn er enn gamaldags og úr sér genginn skip hafa mjög sjaldan veriö tek- in upp i dráttarbrautum Slippfé- lagsins og þá eingöngu til bráöa- birgöa lagfæringa; viöhald og viö- gerðir á þeim eru framkvæmdar og keyptar erlendis að mestu eða öllu leyti. Astand dráttarbraut- anna i Reykjavik og aöstaða öll á þröngum athafnasvæðum þeirra virðist miðuð við aö þar fari ein- vöröungu fram hreinsun og mái- un skipa utanborðs. Gja Ideyrissóun Til að 'framkvæma greiölega meiriháttar viðgerðir og breyt- ingar á skipum, þarf meira en dráttarbraut eöa annan upptöku- búnað. Nauðsynlegt er aö at- hafnasvæði skipaiðnaðarstöðva séu yfú\,ggð a.m.k. að hluta, til skýlingar fyrir veðri: á svæöun- um þarf krana og lyftibúnaö fyrir a.m.k. 10 tonna þunga og hentuga og trausta vinnupalla. Ekkert af þessu er fyrir hendi á athafnasvæðum dráttarbraut- anna i Reykjavik. Hallandi drátt- arbrautir til að taka skip á land er nú talinn úreltur upptökubúnað- ur. Skipalyftur sem lyfta skipun- um á lárétt stæði er nýjasta tækni við skipa-upptöku. A láréttu at- hafnasvæði er frekar hægt að koma við lyíti- og flutningatækj- um til að auövelda og létta vinnu. Af þessu sem ég hef rakið er augljóst að aðstaöa til meirihátt- ar skipaviðgeröa er algerlega ó- viðunandi I Reykjavik I dag og hefur raunar verið svo um árabil. Þessi slæma aðstaöa til skipaviö- gerða á athafnasvæðum dráttar- brautanna i Reykjavik er notuð sem afsökun fyrir tilhneigingu tryggingafélaga og útgerðaraðila aö láta framkvæma viögeröir og breytingar á isl. skipum erlendis fyrir miljaröa króna I erlendum gjaldeyri.” 500 manna starfsgrein Þessu næst var Guðjón Jónsson að þvi spurður hvernig væri hátt- að skipulagi á skipaviðgeröar- vinnu i Reykjavik, „Mikið skipulagsleysi rikir varöandi viðhald og viðgerðir skipa I Reykjavik, hvort sem þau standa á svæðum dráttarbraut- anna eða liggja I Reykjavlkur- höfn. Greinilegast kemur skipu- lagslagsleysið fram i eftirfarandi atriðum: A) Skipaiðnaðarfyrirtækin eru dreifð viösvegar um Reykjavik og raunar um allt höfuðborgar- svæöið. Flutningar starfsmanna, tækja, verkfæra og efnis frá verk- stæöum að dráttarbrautarsvæð- um og skipum sem liggja I Reykjavikurhöfn, eru þvi tima- frekir og valda töfum á verk- framkvæmdum. B) Starfsmenn þurfa að fara langar leiðir'til að neyta matar og búa við mun lakari stafsmanna- aöstöðu heldur en annaö verka- fólk sem vinnur á fast-ákveönum vinnusvæöum eða vinnustöðvum. C) Samstarf milli skipaiðnað- arfyrirtækja þekkist varla. Plötu- smiöjur, vélsmiöjur, rafverktak- ar, innréttingaverkstæði, máln- ingarverktakar og viðgeröamenn rafeindatækja starfa meira og minna samtimis að viðhaldi, við- gerðum og breytingum I skipum, án samstarfs eöa heildarstjórnar. Enginn einn aðili tekur að sér aö taka viö viögeröa- og viðhalds- pöntunum. D) Stjórnendur skipaiðnaöar- fyrirtækja viröast áhugalausir fyrir þvi aö láta vinna út og nota afkastahvetjandi launakerfi i skipaiönaöi. Notkun afkasta hvetjandi launakerfa myndi krefjast skipulags á verkfram- kvæmdum. Orsök þessa skipu- lagleysis er aö Muta til hin slæma aöstaöa sem skipaiðnaö- urinn býr við og er lýst áöur. Bætt aöstaöa og skipulag viö skipaiönað á höfuðborgarsvæðinu er meginforsenda fyrir endur- reisn starfsgreinarinnar úr þeim öldudal sem hún hefur dregist niður I á siðustu 20 til 30 árum. Viðhaid, viögerðir og breyting- ar á islenska skipastólnum eru mikilsverð og þýöingarmikil verkefni fyrir Islenskt atvinnulif. Laugardagur 20. janúar 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 - Miklu betur þart ao bUa aO starfsmönnum I skipaiðnaöi á hofuöborgarsvæö inu. Margoft hefur verið gagnrýnt hve vinnuaðstaða er bágborin f Slippnum og öli hjálpartæki úreltog úr sér gengin, svo sem vinnupallar. Ef viögerðir og breytingar á is- lenskum skipum sem geröar hafa verið erlendis undanfarin ár væru framkvæmdar innanlands fram- vegis gætu um helmingi fleiri en nú starfað við þessa starfsgrein á höfuðborgarsvæöinu, þ.e. rúm- lega 500 menn, sem er álika margir og nú starfa við erlenda stóriðju i Straumsvik.” Fyrri umfjöllun Þessi mál, aðstaða og skipulag skipaiðnaðar I Revkjavik, hafa verið fyrr til umfjöllunar og Þjóð- viljinn bað Guðjón að rekja nokk- uð gang þeirrar umræðu. „Jú, vissulega. Umræöur um nauösyn þess að komið veröi upp fullkominni skipaiðnaðarstöö með fullnægjandi skipaupptöku- búnaði i Reykjavik, sem dyggði fyrir flest islensk fiski- og flutn- ingaskip eru ekki nýjar af nálinúi. Hugmyndir um uppbyggingu skipaiðnaðarstöðvar norðan Gelgjutanga i Elliöaárvogi munu fyrst hafa veriö settar fram þegar Vélsmiðjan Keilir og dráttar- braut Bátanausts fengu landrými við og á Gelgjutanga, á árunum 1942—1946. Guðfinnur Þorbjörns- son vélstjóri og Arsæll Jónsson kafari munu hafa skrifað blaða- greinar og hvatt til þess að reist yröi þurrkvi og skipaiðnaðarstöð noröan Gelgjutanga I Elliðaár- vogi m.a. vegna þess að þar væri nægtlandrými fyrir nýjar og hag- kvæmar byggingar skipaiðnaðar- fyrirtækja. Fyrsta formlega til- lagan um ákvöröun og staðsetn- ingu nýs athafnasvæðis fyrir skipaiðnaðarstöð og þurrkvf eða annan fullnægjandi upptökubún- aö var flutt af borgarfulltrú- um Alþýðubandalagsins i borg- arstjórn Reykjavikur I febrúar 1967. Siðar fluttu borgarfulltrúar Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks sitt I hvoru lagi tillögur sem voru efnislega samhljóða tillögu Al- þýðubandalagsins frá 1967. Fyrr- verandi borgarstjórnarmeirihluti visaði þessum tillögum til hafnar- stjórnar Reykjavikur. Hafnar- stjórn Reykjavikur hefur árum saman rætt um möguleika til að bæta skipaviðgeröir og skipa- smlðaaöstöðuna i Reykjavik e.t.v. vegna þessa tillöguflutnings m.a. Hafnarstjórinn i Reykjavik hef- ur á s.l. árum reynt með viöræð- um viö eigendur dráttarbrauta, skipaiðnaöarfyrirtækja og aðra aðila, aö koma á samvinnu þess- ara aöila um aðgeröir til að bæta aðstöðu og skipulag skipavið- geröa i Reykjavik, en án árang- urs. Nýlega var lögð fram I hafnar- stjórn skýrsla um ástand og horf- ur varðandi skipaviðgeröir I Reykjavik. Skýrslan er unnin að tilhlutan hafnarstjóra og á vegum hafnarstjórnar.” Nauðsynlegar úrbætur Þessi skýrsia er viöamikiö plagg og Þjóöviljinn baö Guöjón Jónsson aö rekja meginefni henn- ar fyrir lesendur blaösins. „1 skýrslunni er skýrt frá hag- kvæmisathugun eða úttekt sem gerð hefur verið varöandi að- stöðu, skipulag og verkefni I skipaiðnaöi I Reykjavik. Við úttektina kemur greinilega fram afturför og samdráttur skipaiðnaðar I Reykjavik á und- anförnum árum. Siðan er bent á I skýrslunni hvaða úrbóta er þörf á aðstööu og skipulagi, með hlið- sjón af mögulegum verkefnum. Af nauösynlegum úrbótum er m.a. talin bætt vinnuaðstaða, svo sem skýling fyrir slæmu veðri, flutnings- og kranabúnaöur, end- urbætur á vinnupöllum og full- nægjandi starfsmannaaöstaða. Þá er gerð grein fyrir fjórum skipulagshugmyndum á lóöum Slippfélagsins og Stálsmiðjunnar við vesturhöfnina, og einnig skipulagshugmynd i Kleppsvik (Elliðaárvogi). Að lokum er i skýrslunni samanburöur þessara hugmynda og 'kostnaðar við framkvæmd þeirra. Helstu niöurstöður skýrslunnar eru settar fram á bls. 2 og 3 I skýrslunni og eru þessar: (Til- vitnun i skýrslu hefst.) Samvinna og endurskipulagning ,,A) Aætla má að um 250 manns hafi unnið beint við skipaviðgerö- ir I Reykjavik árið 1976 og um 225 árið 1977. Frekari samdráttur viröist fyrirsjáanlegur áriö 1978. Orsök þessarar hnignunar er harönandi samkeppni og betri þjónusta innlendra og erlendra aðila. B) Velta I skipaviðgeröum i Reykjavik var 1600—1800 milj. kr. árin 1976 og 1977 á verðlagi fyrri hluta ársins 1978. C) Miðaö viö endurbætta aö- stöðu á öllum sviöum má áætla að velta I skipaviðgerðum i Reykja- vik gæti oröið allt að 3500 milj. kr. með um 350 mannárum. D) Til þess að svo geti orðið er þörf úrbóta á ýmsum sviðum, en áherslu ber að leggja á: — Samvinnu og samræmingu milli fyrirtækja, annaöhvort und- ir sameiginlegri yfirstjórn er sæi um skipulag og viðgerðarþjón- ustu eða með stofnun nýs fyrir- tækis þ.e. viðgerðarstöðvar. — Aukningu vinnuafls I grein- um tengdum skipaviögerðum með aðgerðum sem bæta vinnu- skilyrði og gefa möguleika á betri kjörum með vinnuhagræöingu og auknum afköstum. — Endurskipulagning vinnuaö- stöðu. E) Lagt er til að miða upptöku- getu i slipp við 80 m. löng skip með 1500 tonna slippþunga. F) Settar eru fram 5 mismun- andi hugmyndir að skipulagi við- gerðarstöðvar með mismunandi staðarvali og hagræðingarstigi. Bent er á að efla megi hlutdeild Reykjavikur I skipaviögerðum að marki meö betri skipulagningu og samstarfi fyrirtækja án mikill- ar fjárfestingar. Veruleg aukning á markaðshlutdeild fæst hinsveg- ar ekki nema aö til komi tölu- verðar skipulagsbreytingar og þá jafnframt mikil fjárfesting. G) Kostnaðarmat hefur verið lagt á mismunandi skipulagshug- myndir. Fjárfesting miöað við þær hugmyndir eru á bilinu 1.8 til 3,0 miljaröar króna og er þó ýms- um kostnaöi sleppt. 1 sumum til- vikum er unnt að fá starfhæfa áfanga og þannig dreifa fjárfest- ingu á lengri tima. H) Það er mat þeirra, sem að skýrslunni unnu að ekki sé raun- sætt að leggja frekari vinnu i nán- ari útfærslu hugmynda án sam- starfs við væntanlegan rekstrar- aöila viðgeröarstöðvar.” (Til- vitnun lýkur) Ég tel að skýrslan sé staðfest- ing á ófullnægjandi skipavið- gerðaaðstöðu og skipulagi I Reykjavik, og aö vegna þess hef- ur verið og er afturför og sam- dráttur I starfsgreininni. Eins og áður var sagt er skýrsl- an unnin að tilhlutan hafnar- stjórnar Reykjavikur og þvi ein- vörðungu miðuð viö Reykjavlkur- borg, en ekki höfuöborgarsvæöið i heild, eins og nauðsynlegt hefði verið. Höfuðborgarsvæðið er eitt sam- fléttað atvinnu. og athafnasvæöi, þótt það skiptist i sex bæjarfélög. Uttekt á atvinnugrein, svo sem skipaiðnaðlog tillögur til úrbóta á óviöunandi ástandi verða nú og framvegis að miðast við hiö sam- fléttaða atvinnu og athafnalif alls höfuðborgarsvæðisins.” Skammtíma- og langtímalausn Hvað verður nú gert i fram- haldi af úttekt þessari og niður- stöðu skýrslunnar? „Nýlega hófust viöræður milli nefndar á vegum hafnarstjórnar Reykjavikur annarsvegar og eig- enda og stjórnenda Slippfélagsins I Reykjavik og Stálsmiöjunnar hinsvegar, um það hvort fyrir- tækin vilji sameiginlega hefjast handa um uppbyggingu eða end- urbætur á upptökubúnaöi og skipaviögerðaaðstöðu á lóðum sem fyrirtækin eiga eða hafa ráö á við vesturhöfnina. Lóðir fyrirtækjanna liggja saman. Mögulegt mun vera að bæta skipaiönaðaraðstöðu á lóð- um þessara fyrirtækja, ef lóðirn- ar eru hagnýttar saman; erfiðara mun vera meö uppbyggingu eða endurbætur á annarri hvorri lóð- inni eingöngu. Staösetning skipaiðnaðarstöðv- ar á lóðum þessara fyrirtækja við vesturhöfnina er ekki hagkvæm meö tilliti til dreifingar járniön- aöar og skipasmiðafyrirtækja um allt höfuðborgarsvæðið. Athafnasvæöið er nú þegar of litið og stækkunarmöguleikar að- eins meö uppfyllingu fram i höfn- ina. Hinsvegar tel ég þörfina á betri og öflugri upptökubúnaöi og bættri skipaviðgerðaaðstöðu svo brýna að ef Slippfélagiö og Stál- smiðjan eru reiðubúin aö hefjast handa strax með uppbyggingu bættrar skipaiðnaðaraðstöðu á lóðum sinum, sem dygði i nokkur ár, beri að athuga slikt sem skammtimalausn vandamálsins á meðan uppbygging á nýju at- hafnasvæði stæði yfir. Akvöröun um þetta þyrfti að taka nú sam- hliöa þar sem uppbygging fram- tiðaraðstöðu hlyti óhjákvæmilega að taka nokkurn tima. Endurreisn skipaviðgeröaiðn- aöarins I Reykjavik og á höfuö- borgarsvæðinu og nýting mögu- legra verkefna og atvinnutæki- færa i skipaiðnaöi I framtiðinni, næst ekki með aðgerðum og end- urbótum á svo afmörkuöu og þröngu athafnasvæöi eins og á lóðum Slippfélagsins og Stál- smiðjunnar viö vesturhöfnina. Aöeins uppbygging meiriháttar skipaiðnaðarstöðvar á mjög rúm- góðu athafnasvæði getur lyft skipaiðnaðargreininni upp úr þeirri lægð sem hún er nú i á höf- uðborgarsvæðinu. Hefjast veröur handa strax Undirbúa og skipuleggja ber uppbyggingu slikrar skipaiönað- arstöðvar þannig að hún nýtist og nægi skipaiðnaðinum og verkefn- um hans um langa framtið. Stað- setningu stöövarinnar þarf að miða við samfléttaö atvinnu- og athafnalif alls höfuöborgarsvæð- isins. Gera veröur ráð fyrir viö skipulagningu landssvæðis stööv- arinnar aö þar risi upp hverfi hagkvæmra og rúmgóöra iönaöar og verkstæöisbygginga fyrir skipaiðnaðarfyrirtæki. Uppbygg- ing meiriháttar skipaiönaöar- stöðvar tekur nokkur ár og bygg- ingarhraðinn ákvarðast af fjár- mögnunarmöguleikum. Ég tel að borgarstjórn og hafn- arstjórn Reykjavikur þurfi sem fyrst að taka ákvörðun um staö- setningu svæðis fyrir meiriháttar skipaiðnaðarstöö og leita siðan eftir samvinnu viö iðnaðarráöu- neyti, bæjarstjórnir annarra bæj- arfélaga á höfuöborgarsvæðinu, skipaiðnaðarfyrirtæki, trygging- afélög, útgerðarfélög og verka- lýðsfélög um uppbyggingu full- kominnar skipaiönaðarstöðvar, sem t.d. væri staösett noröan við og á Gelgjutanga við Elliðaárvog. Að lokum vil ég segja þetta,” sagði Guðjón Jónsson; „Allui frekari dráttur á ákvarðanatöku i þessu efni veldur áframhaldandi afturför og samdrætti i skipaión aði I Reykjavík og á höfuöborgar svæðinu”. Ef viögerðir og breytingar á íslenskum skipum sem gerdar hafa veriö erlendis undanfarin ár væru framkvæmdar innanlands framvegis gætu um helmingi fleiri en nú starfaö viö þessa starfsgrein á höfuðborgarsvæöinu, þ.e. rúmlega 500 menn, sem er álika margir og nú starfa vid erlenda stóriöju i Straumsvik i i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.