Þjóðviljinn - 20.01.1979, Side 13
Laugardagur 20. Janúar 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
um helgina
<Jr „Wildwechsel” eftir Fassbinder.
Mánudagsmynd
eftir Fassbinder
Næsta mánudagsmynd Há-
skólabiós veröur þýska myndin
Wildwechsel, eöa Vixlspor, sem
Rainer Werner Fassbinder
stjórnaöi áriB 1972.
Nokkrar myndir Fassbinders
hafa áöur veriö sýndar hér sem
mánudagsmyndir, og má þar
nefna Ávaxtasalann, Effi Briest
og Óttinn .tortfmir sálinni. Fass-
binder er einn þekktasti
nýbylgjumaöurinn i þýskri kvik-
myndagerö. Hann hefur gert yfir
30 myndir, margar þeirra fyrir
sjónvarp. Þetta eru allgóö afköst,
sérstaklega ef haft er i huga aö
fyrsta mynd Fassbinders var
frumsýnd áriö 1969.
Víxlsporer byggt á leikriti eftir
Franz Kroetz og fjallar um ástar-
samband tveggja unglinga og
ýmsar raunir sem pilturinn ratar
i vegna þess aö stúlkan er undir
lögaldri. Kynslóöabiliö fræga er
einnig til umræöu: pilturinn er af
kaldastriöskynslóöinni, en faðir
stúlkunnar er fyrrverandi nasisti.
Astleysi og tilfinningadauöi
hafa löngum verið Fassbinder
hugleikin viöfangsefni, og svo er
einnig i þessari mynd. Persónur
hans eru mjög oft fólk sem er á
móti ýmsu i þjóðfélaginu, en get-
ur ekki gert neitt i málinu og þjá-
ist af vonleysi og einmanaleika.
Vlxlsporverður sýnd á morgun
og næstu tvo mánudaga;
Hafsteinn Austmann meö eina af myndum sinum
Hafsteinn Austmann
opnar sýningu
Hafsteinn Austmann listmálari
opnar I dag sýningu I nýbyggöri
vinnustofu sinni aö Hörpugötu 8 i
Skerjafiröi.
A sýningunni eru 30 myndir,
unnar i oliu, acryl og meö bland-
aöri tækni. Hafsteinn segist lltiö
sem ekkert hafa málaö I hálft ár,
enda hafi hann staöiö I húsbygg-
ingu. Nokkrar myndanna eru frá i
fyrravor, en sú elsta hefur veriö i
bigerð allt frá árinu 1964.
I stuttu viötali viö Þjóöviljann
sagöist Hafsteinn ekki hafa
breyst mikiö, en óhætt væri aö
tala um „hægfara þróun til batn-
aöar”. Hann sagöi aö sér fyndust
möguleikar abstraktlistarinnar
alls ekki hafa verið tæmdir.
— Ég er ekki frá þvi, aö þegar
litiö veröur til baka, seinna meir,
þá veröi timabiliö 1950—60 álitiö
eitt besta timabilið i myndlist á
20. öldinni — sagöi Hafsteinn, —
en nú eru allir aö bölsótast út i
það.
Sýningin veröur opin dagana
20.-28. janúar, kl. 17—22 virka
daga, en kl. 14—22 um helgar.
Hún veröur opnuö kl. 14 i dag.
ih
„Sjálfsmorðssveitin” með tónleika
Þriöjudaginn 23. jan. heldur
„Sjálfsmorössveitin” tónleika i
Menntaskólanum viö Hamrahllö.
Sveitin sem er skipuö þeim Guö-
mundi Ingólfssyni (pianó),
Björgvin Gislasyni (gltar),
Pálma Gunnarssyni (bassi),
Siguröi Karlssyni (trommur) og
Lárusi Grlmssyni (synthesizer,
flautur) var stofnuö upp úr
hljómleikunum „Drög aö sjáifs-
moröi” og dregur nafn sitt af
þeim.
A dagskránni er jass frá ýms-
um timum og stefnum. Tón-
leikarnir hefjast kl. 21.00 og eru á
vegum Tónlistarfélags MH.
Tónleikar
í
Norræna
húsinu
Annað kvöld, sunnudag kl.
20.30,veröa haidnir tónleikar
I Norræna húsinu. Þar koma
fram tveir bandariskir tón-
listarmenn, þeir Ronald
Neal fiöluleikari og Brady
Milhcan pianóleikari. Þeir
eru báöir fæddir i Texas.
Neal er prófessor og fo rmaö-
ur strengjadeildar við South-
ern Methodist University I
Dallas. Hann hefur haldiö
hljómleika i Bandarikjunum
og viðar og leikiö inn á
hljómplötur.
Millican vinnur aö dokt-
orsritgerö við háskólann i
Boston. Hann hefur komið
fram viöa f Bandarikjunum
og Englandi.
A dagskrá eru verk eftir
Brahms, Bach, Chopin og
César Frank.
ih
Háskóla-
tónleikar
helgaðir Árna
Björnssyni
Aörir Háskólatónleikar i
vetur veröa i dag kl. 17.00 I
Félagsstofnun stiidenta viö
Hringbraut. Aögangur er öll-
um heimill og kostar 1000.-
krónur.
A tónleikunum veröa ein-
ungis flutt verk eftir Arna
Björnsson. Fluttar veröa
tvær rómönsur fyrir fiölu og
pianó og f jögur islensk þjóö-
lög fyrir fiölu og pianó,
Guöný Guömundsdóttir leik-
ur á fiölu, Manuela Wiesler á
flautu og ólafur Vignir Al-
bertsson á pianó. Gisii
Magnússon leikur sónötu
fyrir pianó op. 3. Auk þess
syngur Sigriöur Ella Magn-
úsdóttir sex sönglög viö und-
irleik Olafs Vignis Alberts-
sonar. Tvö þessara sönglaga
veröa frumfiutt á tónleikun-
um.
Arni Björnsson er fæddur
aö Lóni I Kelduhverfi 23. des-
embo- 1905. Eftir aö hafa
veriö orgelleikari og kór-
stjóri fyrir norðan kom hann
til Reykjavikur 1928 og hóf
tónhstamám hjá dr. Páli Is-
ólfssyni og siban viö Tónlist-
arskólann. Hann lauk burt-
fararprófi þaðan 1936. Hann
lagði stund á pianóleik og
flautuleik og var flautuleik-
ari meö Hljómsveit Reykja-
vikur frá þvi hún var stofnuð
og siöan meö Sinfóniuhljóm-
sveit Islands. Einnig var
hann pianóleikari á Hótel
Borg 1939-1943. Arið 1944 hélt
hanntil Manchester til fram-
haldsnáms i f lautu- og pianó-
leik.tónsmiöum ogkammer-
músik og lauk prófi frá
Royal Manchester College of
Music áriö 1946. Eftir heim-
komuna geröist hann kenn-
ari viö Tónlistarskólann i
Reykjavik. Einnig lék hann
meö Sinfóniuhljómsveit Is-
lands og var aðstoöarmaöur
dr. Urbancic viö Þjóöleik-
húsiö. Viö þetta starfaöi
hann fram til ársins 1952, en
þá varðhannfyrirmiklu slysi
sem gjörbreytti lifi hans og
starfsferli. Nokkur undan-
farin ár hefur hann veriö
orgelleikari viö guösþjónust-
ur i sjúkrahúsum borgarinn-
ar. Hann hefur haldiö áfram
aö semja tónlist þrátt fyrir
veikindi sin, en þó i minna
mæli en áöur.
Blandaður kór
frá Bandaríkjunum
Annaö kvöld heldur stúdenta-
kór frá Coe College I Iowa,
Bandarikjunum, tónleika i Fé-
lagsstofnun stúdenta viö Hring-
braut, og hefjast þeir kl. 21.00.
Coe-kórinn er biandaöur kór
meö 52 söngmönnum. Stjórnandi
hans er dr. Allan Keller. Einnig
kemur fram á tónleikunum 17
manna hópur sem flytur létta tón-
list viö hljómsveitarundirleik.
Stjórnandi þess hóps er Richard
P. Hoffman.
Coe-kórinn hefur gert viöreist
um Evrópu aö undanförnu. Kór-
inn flytur bandarisk og evrópsk
verk frá ýmsum timum.
A tónleikunum annaö kvöld
mun Háskólakórinn taka móti
gestunum meðsöng. Aögangur aö
tónleikunum er ókeypis.
ih
SYNIR A MOKKA
Gunnar Asgeir Hjaitason sýnir
um þessar mundir 24 myndir á
Mokkakaffi viö Skólavöröustig.
Gunnar er fæddur 1920 aö Ytri-
Bakka við Eyjafjörö en fluttist til
Hafnarfjarðar 1952 og hefur búö
þar slðan. Hann stundaöi nám 1
teikniskóla Björns Björnssonar
og Marteins Guömundssonar
1933—1942 og tók einnig þátt I
nokkrum námskeiöum á vegum
Handiöaskólans. Gunnar hefur
haldiö einkasýningar i Hafnar-
firöi svotil árlega siöan 1964, og
einnig i Reykjavik og Vest-
mannaeyjum. Hann hefur einnig
tekiö þátt i mörgum samsýning-
um. ih
Fyrirlestur um
ævintýramann
t dag, iaugardag, kl. 16.00 held-
ur Kurt Johannesson, dósent viö
Uppsalaháskóla, fyrirlestur I
Norræna húsinu um sænska ljóö-
skáldiö Wivallius.
Kurt Johannesson er meöal
þekktustu ungra bókmenntafræð-
inga i Sviþjóö. Hann er einnig tón-
listarmaöur og hefur árum sam-
an kannab tónlist og skáldskap
Bellmans.
Lars Wivallius (1605—1669) var
einn sérkennilegasti ævintýra-
maður og svindlari i sænskri bók-
menntasögu. Hann var stúdent
frá Uppsölum, feröaöist um
Evrópu á dögum 30—ára striös-
ins, gekk til skiptis I lið með ófriö-
araöilunum og átti yfir höföi sér
dauðadóm, ef upp kæmist. Hann
skreytti sig meö hinu tigulega
aöalsnafni Erik Gyllenstierna, og
tókst aö leika á aöalsfjölskyldu á
Skáni, sem þá tilheyröi Dan-
mörku, og eignaöist aöalsfröken
aö konu. Upp um hann komst og
hann var settur i fangelsi, en
siapp til Sviþjóðar, þar sem hann
haföi svindlað alveg jafnmikiö,og
aftur var hann gripinn og dæmd-
ur. Og enn á ný tókst honum aö
brjótast út úr fangelsinu. Hann
féll þó aö sföustu i hendur réttvis-
inni og sat árum saman i sænsku
rikisfangelsi i Finnlandi. Þrátt
fyrir þetta varö hann ákaflega
vinsælt skáld I Sviþjóö, og eru ljóö
hans mikils metin enn þann dag I
dag.
Þriöjudaginn 23. jan. kl. 20.30
talar Kurt Johannesson um
skáldskap og tónlist Bellmans, og
kynnir hljómplötur meö verkum
þessa fyrsta sænska stórtrúba-
dúrs.
Kurt Johannesson, dósent viö
Uppsalaháskóla
Erindi Stefáns
Snævars frestað
Félag áhugamanna um
heimspeki vill vekja athygli
á þvi aö erindi Stefáns Snæ-
varrs um heimspeki Karls
Poppers, sem boðaö var
sunnudaginn 21. janúar, hef-
ur veriö fært fram til
sunnudagsins 4. febrúar.