Þjóðviljinn - 21.01.1979, Side 2
2 StÐA — bJóÐVILJINN Sunnudagur 21. janúar 1979.
Agamemmon i járnbrautarlest: feröalag gegnum timann.
Grískir alþýðuleikarar
á ferð í
tímanum
Yfirleitt hefur ekki
verið fjallað um kvik-
myndir Fjalakattarins
eftir á hér á síðunni/ þar
eð undirritaðri hefur þótt
mikilvægara að kynna
þær áður en þær eru
sýndar. En nú verður
gerð undantekning þar á.
Ferðaleikhúsið/ sem
sýnt var í síðustu viku, er
nefnilega einhver áhrifa-
mesta kvikmynd sem ég
hef séð í langan, langan
tíma.
Fram og aftur
i sögunni
Þaft veröur naumast sagt aö
griski leikstjórinn Thodoros
Angelopoulos hafi lagt sig i lima
viö aö auövelda áhorfendum
skilning á þeim boöskap sem
hann er aö koma á framfæri i
þessari maraþonmynd, sem á
frummálinu heitir O thiasos.
Sýningartiminn er hvorki
meira né minna en 230 minútur.
Myndin er mestöll tekin þannig,
aö leikararnir sjást úr nokkurri
fjarlægö, og lengi framanaf eiga
áhorfendur i basli meö aö
þekkja þá hvern frá öörum.
Sagan geist á timabilinu 1939-
1952, en ekki i réttri timaröö,
heldur er stokkiö fram og aftur i
timanum án nokkurs fynrvara —
stundum i sama „skotiö”. Þar
viö bætist aö persónurnar eru
fengnar aö einhverju leyti úr
griskri goöafræöi og forngrisku
leikhúsi.
Ætla mætti þvi, aö fólk þyrfti
aö vera mjög vel heima I sögu
og menningu Grikk'.ands tii þess
aö geta notiö myndarinnar.
Galdur
En þaö merkilega gerist: fólk
sem litiö veit um Grikkland
situr bergnumiö á trébekkjun-
um I Tjarnarbiói i fjóra klukku-
tima og lifir sig inn i myndina.
Galdurinn er kannski fyrst og
fremst fólginn I þeirri snjöllu
aöferö leikstjórans aö blanda
saman leikhúsi og raunveru-
leika: þetta tvennt fléttast
meistaralega saman alla mynd-
ina út I gegn. Veruleikinn ryöst
inn á leiksviöiö hvaö eftir
annaö, og stundum breytist
veruleikinn i leikhús þegar
minnst varir. Angelopoulos
kann þá list aö koma sifellt á
óvart.
Smátt og smátt dregst áhorf-
andinn inn I þennan sérkenni-
lega heim, þar sem ekkert er
einsog þaö sýnist vera, þar sem
vofeiflegustu atbuöir gerast
einhvernveginn þannig aö
maöur er aldrei viss hvort þeir
gerast eöa ekki.
Fortið og nútíð
Feröaleikhúsiö segir frá leik-
flokki sem feröast þorp úr þorpi
og sýnir alltaf sama leikritiö um
smalastúlkuna Golfo. Viö sjáum
aldrei allt leikritiö, en einstök
atriöi úr þvi fléttast inn i at-
buröarásina, og ef til vill má lita
á leikritiö sem tákn fyrir gamla
Grikkland: saklausa fortiö
sem fær aldrei aö vera I friöi
fyrir miskunnarlausum nútlma.
Leikflokkurinn er tengdur
fjölskylduböndum innbyröis, og
þessi fjölskylda er sótt I grisku
klassikina. Þarna eru þau syst-
kinin Orestes og Electra, faöir
þeirra Agamemmon og móöir
þeirra Klytemnestra.
í einu atriöinu ryöst Orestes
inn á leiksviö i miöri sýningu og
skýtur móöur sina og elskhuga
hennar til bana. Þá er hann aö
hefna fööur sins, sem svikinn
var I hendur Þjóöverjum og
tekinn af lifi á striösárunum.
Þannig blandast fortiö og nútiö
saman, og þegar Klytemnestra
og elskhugi hennar liggja dauö á
sviöinu kveöur viö dynjandi
lófatak — áhorfendur fagna
þessari óvæntu uppákomu I
leiksýningunni. Reyndar sjáum
viö aldrei þessa áhorfendur — '
þaö er einsog viö sjáum mynd-
ina þeirra augum og séum
þarafleiöandi partur af kvik-
myndinni.
Margskonar túlkanir
Einsog öll góö listaverk býöur
Feröaleikhúsiö upp á margs-
konar túlkanir. Myndin veröur
enganveginn afgreidd I einni
setningu. Um hvaö er hún þá?
Hún er m.a. lýsing á afar erf-
iöu timabili i sögu Grikklands.
Svo margt gerist á þessu tíma-
bili, aö venjulegt fólk (þ.e. aöal-
persónurnar, sem tákna grisku
þjóöina) veit varla hvar þaö
stendur eöa hvar þvi er athvarf
búiö.
Heimsstyrjöid geisar, og
hvert útlenda hernámsliöiö
Leikhús og raunveruleiki blandast saman i þessu atriöi, þar sem
herfiokkur og leikflokkur mætast á ströndinni.
tekur viö af ööru. Uppreisnartil-
raunir eru baröar niöur,
borgarastyrjöld er háö og loks
er boöuö valdataka „sterks
manns” sem ætlar aö greiöa úr
öllum flækjum.
Hún er lika lýsing á einhverju
sem kalla mætti griska „þjóöar-
sál”. Sambærileg mynd um
islenska þjóðarsál myndi lik-
lega sýna persónur Islendinga-
sagna I nútimabúningi, vegna
þess aö þær hafa lifaö meö
okkur gegnum aldirnar á sama
hátt og Electra og hennar fólk
hefur lifað meö Grikkjum.
Feröaleikhúsiö er þó fyrst og
siöast voldugt listaverk, sem
lifir I vitund áhorfandans löngu
eftir aö ljósin kvikna á salnum;
fer kannski þá fyrst aö lifa
þegar móttakandinn gengur
hljóöur út I náttmyrkriö. Mynd-
irnar rifjast upp, hver af
annarri, og heil atriöi endur-
skapast i huga manns. Kannski
hefur maður ekki skiliö nema
brot af þeirri sögu sem sögö var,
en hér er ekki höföað eingöngu
til skilnings, myndina þarf
maöur fyrst og fremst aö
skynja.
Sterk atriði
Sum atriöi eru sterkari en
önnur og lifa þvi sennilega
lengst. Meöal þeirra hlýtur aö
teljast atriöiö þar sem Electru
er nauögaö af hópi grimu-
klæddra manna sem eru aö
reyna aö aö neyöa hana til aö
ljóstra upp um felustaö Orestes,
en hann er skæruliöi i borgara-
styrjöldinni. 1 beinu framhaldi
af þessu óhugnanlega atriði sjá-
um viö Electru liggjandi á
fljótsbakka. Hún ris allt 1 einu
Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar
upp, lagfærir á sér klæönaðinn
og gengur aö kvikmyndavélinni.
Siöan upphefur hún langt eintal,
frásögn af uppreisn kommún-
ista i Aþenu 1944, sem barin var
niöur af breskum hermönnum
eftir bardaga sem stóö i mánuö.
Þetta er enn eitt dæmiö um þá
aöferö leikstjórnas sem áöur
var nefnd og felst i þvi aö koma
áhorfandanum á óvart. Eintöl
einsog þetta eru samtals 3 i
myndinni, og öll mjög áhrifarik,
samhliöa þvi sem þau útskýra
atburöarásina og veita upplýs-
ingar.
Alltof langt yröi aö telja upp
öll „sterku atriöin” I myndinni,
en þau eru öll hlaöin táknrænni
merkingu sem ber snilld leik-
stjórans óumdeilanlegt vitni.
Sumsstaöar má greina áhrif
ungverska leikstjórans Miklos
Jancsó, eöa kannski væri rétt-
ara aö segja einhverskonar
samhljóm, fremur en áhrif.
Þetta á fyrst og fremst viö um
íormiö: Angelopoulos er hrifinn
af löngum „skotum” og hægum.
Hann raöar atburöunum þannig
upp aö kvikmyndavélin geti
tekiö þá inn marga I einu. En
mér fannst þessi aöferð ná betur
tilgangi sinum hjá Angelo
poulos, og ég held að ástæöan sé
sú, aö hann ofnotar hana ekki
Ég verö a.m.k. alltaf mjög
þreytt aö horfa á myndir
Jancsó, sem eru svona frá byrj-
un til enda. Hér finnst mér hins-
vegar formið ekki gleypa inni-
haldiö á sama hátt og hjá Ung
ver janum.
1 lokin vil ég geta þess, fjala-
kettlingum til hróss, aö I
sýningarskrá þeirra er efni
myndarinnar og sögulegum
bakgrunni hennar gerö ýtarleg
skil. Mættu kvikmyndahúsaeig-
endur borgarinnar gjarna taka
þá sér til fyrirmyndar hvaö
snertir kynningu á þeim mynd-
um sem þeir bjóöa almenningi
upp á — jafnvel þótt kvik-
myndavalið sé látiö liggja á
milli hluta aö þessu sinni.
um kvikmyndir:
Sæsímastrengirnir:
Viðgerðir
hefjast í
næstu viku
Tilraun til viögeröar á sæsima-
strengnum ICECAN mistókst i
fyrradag. Akveöiö var aö
viögerðarskipiö Northern sigldi
þá frá Grænlandi til Færeyja, ma.
vegna þess aö vistirog oUubyrgöi
voru á þrotum. Skipiö hefur veriö
viö Grænland frá jólum.
Northern mun svo byrja aö.
glima viö sæsimastrenginn
SCOTICE um miöja næstu viku.
Póst- og simamálastjórnin hefur
fengið kanadiska viögeröaskipiö
John Cabot til viögeröa á ICE-
CAN, og veröur þaö komiö á
staöinn nk. miövikudag.
Tekist hefur aö sinna allra
brýnustu erindum og veita
neyðarþjónustu, sajði Jón Kr.
Valdimarsson deildartækni-
fræöingur hjá Pósti og sima, i
samtali við Þjóöviljann i gær.
Aðeins ein talrás er starfrækt
fyrir almenn simtöl milli landa,
ogbíöa menn 7 klukkustundir aö
jafnaði. Biötiminn mun þó
snöggtum styttri seint á kvöldin
og snemma morguns.
Réttarhöldin
i Washington:
Setti sprengju
í bíl Leteliers
samkvæmt
skipun
frá DINA
WASHINGTON, 19/1 (Reuter) —
Réttarhöld vegna morðsins á Or-
lando Letelier fyrrv. ráöherra i
stjórn AUendes, sem framiö var
fyrir tveimur og hálfu ári,standa
nú yfir.
Bandarikjamaöurinn Michael
Townley sagði fyrir rétti i gær aö
hann heföi komið sprengju fyrir i
bifreiö Leteliers. Heföi hann gert
það samkvæmt skipun DINA,
hinar illræmdu leyniþjónustu
Pinochets.
Townley hefur búiö i Chile i
tuttugu ár, en aö sögn hans sjálfs
gekk hann i leyniþjónustuna
DINA eftir aö stjórn Allendes var
bylt og hann myrtur.
Auk Leteliers lést bandaíiska
konan Ronni Moffitti, en hún var
aðstoöarmaður hans. Þau sátu
bæöi i' bifreiöinni þegar hún
sprakk.
Auk Townleys hafa þrir Kúban-
ir verið leiddir fyrir réttinn, en
þeir eru andstæöingar Kastrós.
Þrir hershöföingjar i Chile liggja
einnig undir sterkum grun, en
ekki hafa þeir fengist framseldir
til þessa. Einn þeirra er fyrrum
yfirmaður DINA. Stjórnvöld i
Chile neita nokkurri aöild að
morðunum.
Townley fékkst til aö leysa frá
skjóöunni gegn mildari dómi en
ella.
Sala á stríðs-
leikföngum
bönnuð
í Svíþjóð
STOKKHÓLMUR, — Strlösleik-
föng veröa bönnuö I Sviþjóö frá og
meö 1. desember á þessu ári.
Samkomulag þessa efnis náöist I
gær milli neytendasamtakanna
og bandalags leikfangakaup-
manna.
Herskip og bílar veröa þó leyfi-
leg til sölu. Striösleikföng nema
minna en einum af hundraöi
þeirra leikfanga sem seld eru i
Sviþjóö i dag.