Þjóðviljinn - 21.01.1979, Síða 4

Þjóðviljinn - 21.01.1979, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. janúar 1979. DIOBVIUINN Málgagn sóslalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandi: Otgáfufélag ÞjóÖviljans Framkvcmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg HarBardóttir Rekstrarstjóri: Olfar ÞormóBsson Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sig- uröardóttir, GuBjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson. Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. tþrótta- fréttamaöur: Ingólfur Hannesson Þingfréttamaöur: SigurBur G. Tómasson Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson. Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur, Blaöaprentsvakt: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Rúnar Skarphéöinsson, Sigrlöur Hanna Sigurbjörnsdóttjir. Skrifstofa: GuBrún Guövaröardóttir, Jón Asgeir SigurBsson. Afgreiösla: GuBmundur Steinsson. Kristln Pétursdóttir. Sfmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrföur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. HúsmóÖir: Jóna SigurBardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen JónsdótUr. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuBmundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: SIBumúla 6. Reykjavfk, sfmi 81333 Prentun: Blaöaprent h.f. Markmið nýrrar atvinnustefnu • I þeim tillögum um nýja atvinnustef nu og samræmda hagstjórn sem Alþýðubandalagið hefur lagt fram í ráð- herranefnd ríkisstjórnarinnar um efnahagsmál er meðal annars skilgreiot hvaða meginmarkmið þurfi að hafa að leiðarljósi við mótun heildarstefnu í efnahags- málum. Það sem meginmáli skiptir að mati f lokksins er þetta: • Að tryggja fulla atvinnu. • Að draga úr verðbólgu. • Að vernda þann kaupmátt launa sem samið var um í hinum almennu kjarasamningum árið 1977 og að bæta kjör launafólkseftir því sem efnahagsaðstæður frekast leyfa. • Að endurskipuleggja atvinnuvegi landsmanna með markvissri fjárfestingarstjórn og áætlanagerð og draga úr hvers kyns sóun á yfirbyggingu þjóðfélags- ins svo að umtalsvert svigrúm skapist fyrir bætt lífs- kjör og víðtækar félagslegar framfarir. • Að efla forræði fólksins yfir framleiðslutækjunum og treysta efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. • Þessi markmið eru í samræmi við samstarfsyfirlýs- ingu stjórnarf lokkanna,og séu full heilindi í samstarf inu ætti að vera hægt að ná samkomulagi um aðgerðir til þess að ná þeim fram, þótt mismunandi mat á stöðu og leiðum hl jóti að gera það að verkum að ekki náist saman á örfáum dögum. • I tillögum Alþýðubandalagsins er lögð höf uðáhersla á að nauðsynlegt sé fyrir alla aðila að hef ja sig uppúr óf rjóu og lamandi þrasi um vísitölu og kaupg jald, eins og þau atriði skipti sköpum í baráttunni gegn verðbólgunni, og snúa sér af alefli að hagræðingu í atvinnurekstri og endurskipulagningu atvinnuveganna. I vanmætti þeirra til þess að standa undir raunhæfum kjarabótum og félagslegum framförum felst rótin að því að ekki hefur reynst unnt að ná tökum á verðbólguvandanum. • Kjarni tillagna Alþýðubandalagsins er: — að auka framleiðni þýðingarmestu framleiðslu- greina þjóðarinnar — f iskiðnaðar og almenns iðnað- ar, um 10 til 15% á tveimur árum. Slík aukning skil- aði 20 til 30 miljörðum króna á ári í verðmætaaukn- ingu. —að spara i yfirbyggingarkostnaði hagkerfisins og rekstri ríkis og rikisstofnana með fækkun banka, fækkun vátryggingarfélaga og fækkun olíufélaga, hagkvæmari innflutningsverslun og ódýrari vöru- f lutningum að og frá landinu, og með víðtækum hag- ræðingaraðgerðum í opinberum rekstri. Með samræmdum ráðstöfunum á þessu sviði mætti spara aðra 20 til 30 miljarða króna á ári. —að hagnýta betur en nú er gert ýmsa framleiðslu- möguleika m.a. með aukinni fullvinnslu á framleiðsluvörum og með því að færa inn í landið ýmis framleiðslu- og þjónustustörf, sem nú eru unnin af útlendingum fyrir landsmenn. —*að stjórna betur fjármunum þjóðarinnar, ekki síst á sviði f járfestinga. • Við núverandi aðstæður hafa tillögur annarra flokka miðast við að hemja vísitölubætur á kaup, þrýsta niður kaupgjaldi í landinu og kreista saman hagkerfið með samdrætti á öllum sviðum. Einblínt er á hvernig skipta eigi herkostnaðinum vegna baráttunnar gegn verðbólgu milli launafólks, atvinnurekstrar og samdráttar í félagslegum framkvæmdum. • Tillögur Alþýðubandalagsins miða að því að benda á leið til þess að vinna sig út úr verðbólgu með því að auka framleiðsluverðmæti á mann, þannig að meira komi nettótil skiptanna. Að því miða einnig tillögur flokksins um stórfelldan sparnað og aukna hagkvæmni í yf irbygg- ingu þjóðfélagskerf isins. Þannig hef ur Alþýðubandalag- ið gert tillögur um sókn til betri lífskjara, sókn sem, er til lengdar lætur, er eina vörnin gegn verðbólguvanda Islendinga. —ekh Úr almanakinu Þegar þetta er ritað hefur blaðamaður haft það sér til dundurs nokkra stund að fletta tveimur nýlegum tíma- ritsheftum sem rekið hef ur á f jörur okkar hér á blaðinu. Og orðið margs vísari. Annaö timaritiö er sérhannaö fyrir konur, hitt er einkum ætlaö körlum. Annaö heitir Llf, hitt Samúel. Ég byrjaöi á Lifinu. Þaö er geysilega fallegt, næstum eins fallegt og útlensku blööin, enda prentaö I Banda- rikjunum. Framaná þvi er mynd af postulinsbrúöu meö rauöa slaufu I hárinu — en æ! Ekki er allt sem sýnist: þegar blaöinu er flett kemur I ljós aö þetta er sko enginn dúkka, heldur kaupmaöur viö Lauga- veginn. Af 84 siöum þessa gljáandi rits fann ég u.þ.b. 40 sem ekki veröa flokkaöar undir beinar auglýsingar. Þegar maöur les svona blaö er mjög erfitt aö gera sér grein fyrir þvi, hvaö er auglýsing og hvaö ekki. Tökum sem dæmi viötaliö viö Kristinu Waage — er þaö bara viötal, eöa er þaö lika auglýsing fyrir búöina sem hún rekur? Eöa mataruppskriftirnar? Þær eru flestar þannig aö hægt er aö lita á þær sem auglýsingar fyrir ákveöna matstaöi i bænum. Eigandi Kökuhússins viö Austurvöll sýnir hvernig á aö búa til kökuhús. Svo er þaö opna sem heitir „Fyrir og eftir”. Þar er sýnt hvernig tveimur sætum stelpum er breytt I gljátfkur, og ná- kvæmlega tilgreint hvar, hvernig og meö hvaöa meöulum stelpunum var breytt. Er þetta kannski ekki auglýsing? Að kaupa sér draum Tískan er aö sjálfsögöu fyrirferöarmest í þessu tisku- blaöi. Snyrting, fatnaöur, skemmtanalif, frásögn um lif sýningarstúlku, osfrv. Allt rennur þetta ljúflega saman viö auglýsingarnar. Og heima situr Neytandinn, sem hefur keypt ritiö á litlar 1490 krónur, og læt- ur sig dreyma. Fer svo og kaup- ir eitthvaö af þvl sem auglýst er, ef hann á aur. Annars veröa draumarnir aö duga. Viröulegt viötal viö sendi- herrafrú. Og ekki má gleyma menningunni. Aö vlsu er hún prentuö á verri pappir en aug- lýsingarnar. Og hvaö sé ég? Auglýsing frá Þjóöviljanum! Auövitaö hefur henni veriö val- inn rétti staöurinn: andspænis menningunni. Þaö er vegna þess aö menningarvitarnir lesa allir Þjóöviljann. Þarna er Megas hylltur fyrir aö vera oröinn býsna „prófessjónel sjóbissnesskall”. Oöruvisu mér áöur brá. Fjallaö er um glerkúnst, ballett, kvik- myndir og bókmenntir. Og aft- ast í blaöinu er svo smásagan Starfskraftur lætur af störfum (brot úr eldhúsróman) eftir Hafliöa Vilhelmsson. Sagan sú kemur einsog skrattinn úr sauöaleggnum inn I þetta fina blaö. Þar segir frá einstæöri móöur sem vinnur I fiski. Konan sú stingur mjög I stúf viö aörar kvenmyndir I blaöinu, og færir meö sér hressandi andblæ raun- Bílar, brask og fagrar konur y k w» •*» vi Þanniti þrífst frjðlst útvarp i Kanada SAMIÍEL skyggnist bak við einkamála veruleikans inn I þennan skrautlega gerviheim hinnar fá- nýtu neyslu. Bílar og brask Samúel er sem fyrr segir einkum hannaöur fyrir karlpen- inginn i þjóöfélaginu. Karlar hafa — sem kunnugt er — mest- an áhuga á bilum og sætum stelpum, enda er þessu tvennu gerö ýtarleg skil I blaöinu. Auk þess hefur Samúel fengiö orö á sig fyrir aö „fletta ofanaf svínariinu”. I þvi hefti sem ég er aö blaöa I er t.d. greinin Þannig svindluöu bilasalar. Þar er rætt um bllasölu- braskiö sem nýlega hefur kom- ist á allra vitorö hér i borg. Sagöar eru ljótar sögur af ljót- um köllum sem féfletta sak- lausa samborgara sina. Sem rannsóknarblaöamennska er greinin ef til vill ekki á mjög háu þróunarstigi, enda fátt um nýj- ar upplýsingar — flest hefur þetta sést á prenti áöur. Engu aö siöur er góöra gjalda vert aö vekja athygli á svindli. Skemmtilegasta efniö 1 blaö- inu finnst mér vera grein Auöar Haralds um einkamálaauglýs- ingar dagblaöanna: Hálft dlvanpláss til leigu — hiunnindi fylgja. Auöur hefur tekiö sig til og kannaö einkamálaauglýsing- arnar meö þvi aö hringja og jafnvel auglýsa sjálf. tit úr þvi kemur margt fyndiö. Mörgum ungum athafna- mönnum þykir súrt I broti aö fá ekki aö reka „frjálst útvarp” á Islandi. Þetta sjónarmiö er viöraö I Samúel i greininni Þannig þrifst frjálst útvarp I Kanada.Lýst er útvarpsrekstri I strjálbýlu héraöi þar vestra, og þær upplýsingar hljóta aö vera áreiöanlegar, þvl þær eru komnar frá „fréttaritara Samú- els I Kanada”. Sælutilfinning hlýtur aö hrislast um alla aödá- endur hins frjálsa framtaks þegar þeir lesa um dagskrá þessa útvarps: hún byggist á auglýsingum, fréttum, rabbi og „léttri tónlist”. Gaman væri aö vera útvarpsmaöur I Kanada: „McLeod er feykivinsæll meöal hlustenda, þvi hann reytir af sér brandarana, leikur vinsælustu lögin, og tekur upp á ýmsu til aö lifga upp á daginn. Hann getur varla gengiö um götur Lake Williams, þvi þá skrækja ung- lingsstúlkur yfir sig af hrifn- ingu og hrannast aö honum til aö fá aö snerta goöiö”. Filabrandarar, viötal viö poppara, kokkteiluppskriftir,' æsandi myndir og auglýsingar. Margt sameiginlegt Lif og Samúel eru ekki bein- lins lik blöö. En þau eru skrifuö fyrir sama hóp af fólki, og eiga þvi ýmislegt sameiginlegt. Hún les Lif, Hann les Samúel. Þau eru bæöi meö á nótunum. Þau vita bæöi hvernig þau eiga aö vera. Aöalatriöiö er aö Hann eigi rétta bilinn og Hún réttu fötin. Hvorugt blaöanna fer út fyrir almennt viöurkennd velsæmis- mörk. Samúel er auövitaö svo- litiö „djarfari”, en ekki mikiö. Þaö tilheyrir bara karl- mennskublænum. Bæöi eru blööin skrifuð á flötu og leiöin- legu máli, meö örfáum 'undan- tekningum. Eiginlega er stærsti munurinn fólginn I veröinu og útlitinu. Lif er miklu vandaöra blaö, enda rúmlega helmingi dýrara. ih Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.