Þjóðviljinn - 21.01.1979, Síða 10
10 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 21. janúar 1979.
Sunnudagur 21. )anúar 1979. ÞJOÐVILJINN — SIÐA 11
Sólhvarfasvipir
i-+
•* m
„Til lífs í eilífð látnir risa
upp" kvað heilagur Frans
frá Assisi í bæn sinni. En
hérna hvíla þeir undir raf-
Ijósum og lifandi Ijósum,
sem vinir hafa haglega bú-
ið í kirkjugarðinum fyrir
utan Stykkishólm.
Fullt tungl var 14. desem-
berog dansaði á Hvamms-
firði, fyrir Hrappsey. A
byggjunni bíður bjarg-
hringur í kassa yfir dekki.
Súgandisey gneyp.
3Bjartir draumar um stóra
sigra á sviðinu bærast trú-
lega í þessum litlu leikur-
um sem spreyta sig hjá St.
Franciskussystrum á litlu
jólunum. Signý tók mynd-
ina, fékk vélina lánaða.
Texti og myndir:
ÓLAFUR H. TORFASON
Verkfæri: Canon AE-l, Kodak TRI-X sem 1600 ASA.
Microphen. Veribrom. Dektol.
Undrið gerðist. ( fyrsta
sinn á ævinni hafði
fullorðinn Hólmari veður
og næði til að mæta endur-
komu sólargeislanna yfir
fjallgarðinn eftir vetrar-
sólhvörf. Varaði sýnin í 2
1/2 mínútu á Þorláksmessu
og kom í skarðið austan
Grímsf jalls. Hann gaf sér
samt tíma til að banka
uppá hjá mér þarna á hóln-
um og bjóða með í
gleðskapinn. Auðvitað er
þetta Jóhann Rafnsson.
Jón bóndi Bjarnason í
Bjarnarhöfn er heiðurs-
félagi í hinum norsku land-
búnaðarvísindasamtökum
„Det erotiske selskab",
sem m.a. hefur á stefnu-
skrá sinni að hamla á móti
tæknifrjóvgun. Hrúturinn
fæddist á afmælisdegi
kaupfélagsstjórans. Heitir
líka eftir honum. Ærin:
Númer 541.
6
Búðirnar fylltust af
karlmönnum á Þorláks-
messu. Þeir keyptu allt
sem heiti hafði. AAeira að
segja í matinn. Bragi veit
uppá hár hvað hann vill.
Inga sýnir honum hentuga
fæðu.
Nonni boðinn upp. Hann
kvaddi f yrir jólin þessi öðl-
ingur, faktorinn sem seldi
okkur löngum belgvett-
linga, hálsmen, ananas,
fúavarnarefni, málverkv-
og stigvél. Gvendur Sakk
fékk þessi á spottprís á
uppboðinu. Þau eru nr. 42.
Frjáls samkeppni innan
strangra takmarka.
Fleygðu hring yfir grip og
fáðu hann. Hringir mega
þó ekki skarast né hanga
losaralega. Jólamarkaður-
inn i Austur-Berlin.
Við Silfurgötu.
Mjöllin skrásetur
fáeina fleti.
Interhotel Stadt
Berlín, Alexander-
plaz. Upp með
mistilteininn.
Fyrir framan bar-
inn á 37. hæð. Jóla-
skraut.