Þjóðviljinn - 21.01.1979, Blaðsíða 19
Sunnudagur 21. janúar 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19,
kompan
Myndasaga eftir Unu Strand Viðarsdóttur
Ditta litla er á leiðinni út i bú6. Hún á aö kaupa einn pakka af kaffi.
Ditta ætlar aö vera fljút af þvi aö mamma og pabbi blöa eftir kaff-
inu. Hún gleymir aö gá aö þvi hvort þaö er grænt ljós áöur en hún
hleypur út á götuna og sér ekki bilinn sem kemur brunandi.
Billinn ekur á hana. Hún kastast i götuna og liggur þar. Fjöidi fólks
kemur til aö sjá hvaö er um aö vera. Mamma og pabbi sjá út um
giuggann hvaö hefur gerst. Mamma fer aö gráta, þegar hún sér
Dittu liggja meö lokuö augun. Bflstjórinn flýtir sér strax I næsta
simakiefa og hringir á sjúkrabil. Enginn þorir aö hreyfa Dittu. Hún
er kannski mikiö siösuö.
SLYS
Höfundur myndasögunnar
Una Strand Viðarsdótt-
ir er sjö ára en hún verður
átta ára 19. febrúar. Uná
á heima í Gautaborg í
Svíþjóð. Þar gengur hún í
skóla og það eru 22 krakk-
ar í hennar bekk. Henni
finnst mest gaman að
læra kristinfræði í skól-
anum. í Gautaborg er
geysistórt og gott bóka-
safn. Þangað fer Una oft
með Æsu systur sinni og
foreldrum sínum. Hún les
mikið bæði á sænsku og
islensku og fær margar
bækur lánaðar í bóka-
safninu í hverri viku.
Núna um jólin heimsóttu
þær systurnar afa og
ömmu á (slandj, og einn
daginn þegar veðrið var
vont teiknaði Una þessa
myndasögu handa Komp-
unni.
Sjúkrabfllinn kemur fljótt. Sjúkraliöarnir láta Dittu á börur og setja
hana i bilinn. Svo aka þeir meö hana á sjúkrahús.
Palli: Ég vil ekki fara
aftur í skólann.
Mamma: Hvað er að
heyra þetta, barn? Og
hvers vegna eiginlega?
Palli: Kennarinn er
asni. A mánudaginn sagði
hún að 4 og 4 væru 8. Á
þriðjudaginn sagði hún að
6 og 2 væru 8. I dag sagði
hún að 7 og 1 væru 8. Mér
dettur ekki í hug að fara
aftur í skólann — í það
minnsta ekki fyrr en hún
er búin að komast að
niðurstöðu.
Svertingi sagði, þegar
hann sá hjólað í fyrsta
skipti:
,,0, letingjarnir hvítu,
þeir sitja meðan þeir
ganga."
Lausn á krossgátu í síðasta blaði
Þessi fagra dama, Svínka, er GRIS.
Ditta þarf aö vera á sjúkrahúsinu I tvær vikur. Vinstri fóturinn
brotnaöi og hún var saumuö á enninu og fékk lika piástur á kinnina.
Umsjón:
Vilborg
Dagbjartsdóttir
Sköpunar-
saga
huldu-
manna
Einhverju sinni kom
guð almáttugur til Adams
og Evu. Fögnuðu þau
honum og sýndu honum
allt sem þau áttu inn-
anstokks. Þau sýndu hon-
um líka börnin sín og þótti
honum þau efnileg. Hann
spurði Evu hvort þau ættu
ekki fleiri börn, en þau
sem hún var búin að sýna
honum. Hún sagði nei. En
svo stóð á að Eva hafði
ekki verið búin að þvo
sumum börnun og fyrir-
varð sig því að láta guð
sjá þau og skaut þeim
fyrir þá sök undan. Þetta
vissi guð og segir:
„Það sem á að vera
hulið fyrir mér skal verða
hulið fyrir mönnum,
Þessi börn urðu nú mönn-
um ósjáanleg og bjuggu í
holtum og hæðum, hólum
og steinum. Þaðan eru
álfar komnir, en menn-
irnir eru komnir af þeim
börnum Evu sem hún
sýndi guði. Mennskir
menn geta aldrei séð álfa
nema þeir vilji sjálf ir, því
þeir geta séð menn og lát-
ið þá sjá sig.
(Þjóðsögur Jóns
Árnasonar.)
GÁTA
Þrír menn komu á bæ
og báðust gistingar
Þegar þeir voru spurðir
að heiti sagði sá fyrsti:
„Ég heiti það sem ég
var."
Annar sagði:
„Ég heiti það sem ég
er."
Þriðji sagði:
„Ég heiti það sem ég
verð."
Hvað hétu mennirnir?
ÚGG
Eftir Kjartan Arnórsson