Þjóðviljinn - 31.01.1979, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 31.01.1979, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN 'MiOvikudagur 31. janúar 1979 íþróttir[3 íþróttirg) íþróttír Óskar Sigurpálsson kjörinn íþróttamadur ársins í Eyjum óskar Sigurpá Isson/ lyftingamaðurinn góð- kunni var fyrir nokkru kosinn íþróttamaður ársins i Vestmannaeyjum. Af þessu tilefni sendi frétta- ritari Þjv. í Eyjum/ Þórar- inn Magnússon, okkur stuttan pistil og fer hann hér á eftir: „Rotaryklúbbur Vestmanna- eyja hefur tekiö upp þá nýlundu, aö velja besta iþróttamann árs- ins i Eyjum. Fimmtudagin 18. jan. s.l. var boðað til kaffisam- sætis hjá Rotary af þessu tilefni. 1 samsætinu var tilkynnt hver hefði verið kjörinn en það kom i hlut Ólskars Sigurpálssonar, hins fræga lyftingameistara. Var hon- um afhentur mjög fallegur farandbikar eða farandgripur og annar minni til eignar. Oskar Sigurpálsson varð Islandsmeistari, bæði i lyftingum og kraftlyftingum og setti þá íslandsmet i hnébeygju. Hann hefur á árinu 1978 sett samtals 15 tslandsmet og varð fyrstur til þess að lyfta samanlagt 800 kg. hér á landi. A árinu keppti hann á þremur stórmótum erlendis. Siðastliöið vor keppti hann á Norðurlanda- móti lögreglumanna, sem haldið var i Malmö og varð þar nr. 2. I Skiðagöngumaðurinn hér á myndinni ætti að minna okkur á aö nota hið góða sklðafæri sem er þessa dagana. haust keppti hann á Norðurlanda- meistaramóti i kraftlyftingum, sem haldið var i Finnlandi og varð þar nr. 4. Þá keppti hann á Heimsmeistaramótinu I Turku i Finnlandi nú i október og varð þar i 6. sæti. Óskar stjórnar hér lyftingaráöi IBV þar sem margir ungir og Knattspyrnusamband Evrópu hefur sektað enska knattspyrnu- félagið Ipswich Town um 1.200 pund eða tæplega eina miljón isl. kr. vegna framkomu liðsins og á- hangenda þess i Innsbruck I nóvember, en þá fór fram leikur milli þessara liöa i Evrópu keppni bikarmeistara. Ipswich Town hefur beöið enska knattspyrnusambandið umy að krefjast skýringa frá Evrópu- sambandinu, en hefur þó ekki i hyggju að áfrýja þessum dómi. Þetta mál er nokkuð fróðlegt með tilliti til dómsins yfir Viking- um, en Wadmark o.fl. hafa einatt vitnað til hliðstæðna i knattspyrn- unni. Laugardaginn 6. janúar s.l. áttu Wrexham og Stockport County aö leika í 3. umferð ensku bikar- keppninnar, en fresta varð leikn- um vegna veðurs. Aftur átti að reyna þriðjudaginn 9. janúar en án árangurs. Mánudaginn 29. janúar var gerð 9. tilraun til þess efnilegir drengir hafa náö góðum árangri og undir hans stjórn sett m.a. íslandsmet unglinga og orð- ið tslandsmeistarar i slnum þyngdarflokkum. Oskar hefur þannig safnað að sér flokki ungra og hraustra pilta, sem eyða fristundum sinum i að þjálfa holla Iþrótt.” (ÞM) að koma leiknum á eftir að 200 sjálfboðaliðar höfðu unnið alla helgina við að sópa völlinn I Wrexham, sem er námubær norð- arlega I Wales skammt frá ensku landamærunum. Dómarinn úr- skurðaði, að leikvangurinn væri ónothæfur, svo að skammt er að bíða þess, að til leiksins verði boðað I 10. sinn. Plássleysi Vegna þess hve mikiö var um að vera á Iþróttasviöinu um helgina var ekki pláss ' fyrir allt þaö, sem undirrit- aöur hefði viljað fjalla um. Þá má geta þess, aö öröugt reyndist aö koma viö svo- kölluðum „siðustrekkjara”, sem er vist meö vinsælli tól- um hér á blaöinu. IngH Óskar ásamt konu sinni, Sonju Karlsen, en henni var afhent blóma- karfa frá klúbbnum af þessu tilefni. TVEIR STUTTIR ÚR ENSKA BOLTANUM Úr einu í annað Aöalfundur TBR Aðalfundur Tennis- og Badmin- tonfélags Reykjavíkur verður haldinn á Hótel Esju, miðviku- daginn 31. janúar n.k. og hefst fundurinn stundvislega kl. 20.30. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar og reikn- ingar 2. Kosin stjórn og fastar nefnd- ir 3. önnur mál Meistaramót unglinga i frjálsum Meistaramót yngstu aldurs- flokkanna innanhúss fer fram I Iþróttahúsinu á Selfossi sunnu- daginn 4. febrúar n.k. og hefst kl. 14.00. Keppnisflokkar eru: Piltar og stúlkur f. 1965 og 1966 og strák- ar og stelpur f. 1967 og slðar. Keppnisgreinar I öllum flokkum eru: Hástökk með atrennu og langstökk með atrennu. Þátttökutilkynningar skulu hafa borist til skrifstofu HSK, Eyrarvegi 15, Selfossi eða til Helga Stefánssonar I sima 99-6388 ásamt þátttökugjaldi (100 kr. fyrirhverja grein) I siöasta lagi I dag miðvikudaginn 31. janúar. Staöan í boltaíþróttunum Um helgina var mjög mikið um að vera á Iþróttasviöinu og hart barist I öllum greinum. Það er þvi ekki úr vegi að athuga stöðuna I boltagreinunum eftir þessa miklu törn. 11. deild handboltans varð nán- ast engin breyting vegna þess að efstu liðin, Valur og Vlkingur, léku ekki, en minni spámennirnir voru iðnir við jafnteflin. Valur 7 6 1 0 137-111 13 Víkingur 8 6 1 1 189-162 13 FH 9 5 1 3 180-170 11 Fram 9 4 1 4 171-183 9 Haukar 9 3 2 4 182-181 8 Fylkir 9 1 3 5 164-175 5 1R 9216 159-173 5 HK 8 1 2 5 145-172 4 I úrvalsdeild körfuboltans hafa Valsmenn tekið góða forystu eftir sigur á erkifjendum, K.R. UMFN er skammt undan og verður gam- an að sjá hvernig viðureign þeirra og K.R. á þriðjudaginn I næstu viku fer. Heyrst hefur að K.R.-ingarnir ætli að leigja Höll- ina undir þennan leik þvi íþrótta- hús Hagaskólans er of litið fyrir stórleikina. Valur 14 10 4 1229-1225 20 KR 13 9 4 1181-1031 18 UMFN 13 9 4 1325-1197 18 IR 14 7 7 1261-1221 14 1S 13 3 10 1114-1196 6 Þór 13 2 11 1038-1276 4 1 blakinu virðast Þróttarar svo gott sem vera búnir að tryggja sér Islandsmeistaratitilinn. Þó er aldrei að vita hvað getur gerst. Þróttur Laugdælir 1S UMSE Mímir 10 9 1 29-9 18 10 7 3 22-17 14 853 19-14 10 8 1 7 9-23 2 808 8-24 0 Reykjavíkurmót í borðtennis Reykjavikurmeistaramótið I borðtennis verður haldið I Laugardalshöllinni sunnudaginn 4. febrúar n.k. Keppt verður I öll- um aldursflokkum (yngri en 13 ára, 13 — 15 ára, stúlknaflokki yngrien 17 ára, flokki fullorðinna og „old boys”). Keppt veröur i einliða-, tvlliða- og tvenndarleik. Þátttaka tilkynnist forráða- mönnum borðtennisdéilda félag- anna i Reykjavlk eða á skrifstofu IBR I slma 91-35850. Skráningu lýkur á n.k. föstudagskvöld 2. febrúar. Verður kært eða ekki? Lið stúdenta I körfuknattleik varð fyrir þvi óláni að Banda- rikjamaður liösins, Dirk Dunbar meiddist I vetur og er nú farinn af landi brott. Þeir I.S.-menn dóu ekki ráðalausir og hafa nú fengið annan Kana til liðs við sig, Trent Smock og leikur hann fyrsta leik sinn með liðinu á morgun gegn UMFN. Nú er málið ekki svo einfalt þvi reglur KKl kveða svo á um að erlenda leikmenn veröi að vera búið að tilkynna fyrir 15. okt. Auk þess er til einhver undanþágu- heimild fyrir KKI I neyðartilfell- um. Einn forráðamanna liðs i úr- valsdeildinni sagði við undirrit- aðan, að ekkert vafamál væri að þessi leikmaður væri löglegur og ef að hans lið tapaði fyrir stúdent- um (ásamt Trent) yrði umsvifa- laust kært. Það verður fróðlegt að fylgjast meö framgangí þessa máls, ekki slst vegna þess að Armenningar eru nú isvipaöri aðstöðu og stúdentarnir. 1X2 — 1X2 — 1X2 — 1X2 — 1X2 — 1X2 — 1X2 — 1X2 ^f^Getraunaspá IngH Á laugardag átti 4. um- terö ensku bikar- keppninnar að f ara f ram, en aðeins 5 leikir fóru fram, hinum 11 varð að fresta, en einum var þó f restað, þar eð leik Wrex- ham og Stockport úr 3. umferð er enn ólokið ef tir 9tilraunir. Þááttuó leikir í 1. og 2. deiid að fara fram á laugardag og var öllum frestað. í 4. deild fór fram einn leikur og fjórir í 3. deild, svo að þetta hefur verið með svörtustu dögum enskrar knattspyrnu. Alls komu fram 6 raöir með 11 réttum og nam vinningur fyrir hverja kr. 145.500.- en með 10 rétta voru 52 raðir og vinningur- inn kr. 7.300.-. Getraunaspáin var ekki beys- in síðast, aöeins 4 réttir. Ekki þýöir samt aö gefast upp og ætti þaö að veravæntanlegumtippur- um hvati hve næsti seðill er spennandi, mikil barátta topp- liða og botnliða innbyrðis. Og þá er það „spáin ”: Aston Villa — QPR I Aston Villa er mikiö jafn- teflislið á heimavelli, hefur gert 6 sllk það sem af er keppnis- timabilinu. QPR er hins vegar svo afspyrnulélegt lið að ekki á að vera annar möguleiki fyrir Villa en sigur. Bristol C. — Ipswich X Bristol tapaði mjög hlálega 3—0 fyrir Crystal Palace i vik- unni I bikarnum. Ipswich er heldur að rétta úr kútnum og spái ég jafntefli þó möguleikar heimaliösins séu öllu rneiri. Chelsea — B'ham 1 Hér er botnbaráttan I algleym ingi, tvö neöstu liöin bitast um stigin. Liklegt er að heima- völlurinn verði þungur á voga- skálunum og að Chelsea takist að næla i sinn þriðja sigur I vet- ur. Leeds — Coventry 1 Leeds er nú sem stendur i fimmta sæti deildarinnar og hefur átt undraverðri velgengni aö fagna siðustu mánuðina. Hins vegar byrjaði Coventry vel I haust, en hefur dalað mikið siðan. Heimasigur. Liverpool — WBA 1 Þetta er leikurinn, sem allir áhugamenn um ensku knatt- spyrnuna hafa beðið eftir. Ég er ekki I nokkrum vafa um það, aö Liverpool sigrar, likt og þegar þeir sigruðu Nott Forest fyrr i vetur. Hérna skiptir keppnis- reynslan mestu máli og það er einmitt veiki punktur WBA, en sterka hlið Liverpool. Man. Utd. — Arsenal I Þó að Manchester U. hafi tapað fyrir WBA og Liverpool fyrirskömmu á Old Trafford er ekki þar með sagt, að Arsenal takist að stelast i burtu með tvö st. ManchesterUnitedereinfald- íega einum of gott lið tií þess að láta slikt koma fyrir. Heimasig- ur. Middlesbro— N. Forest 2 Boro er hættulega nálægt botnliðunum og má segja, að þeir séu I fallbaráttu. Til að bæta gráu ofan á svart seldu þeir helsta markaskorara sinn, Mills, til WBA fyrir skömmu. Gegn vörn Forest duga öngvir miölungsmenn. Otisigur. Norwich — Bolton 1 Bæði þessi lið eru i slakari hluta deildarinnar og Bolton sýnu lélegra. Norwich hafa alltaf verið mjög skeinuhættir á heimavelli, t.a.m. gert Liver- pool marga skráveifuna og ættu þvl aö leggja Bolton aö velli. Southamton — Derby 1 Vegna einstaklega laklegs árangurs Derby á útivöllum (1 sigur, 2 jafntefli og 8 ósigrar) I vetur er bókstaflega ekki hægt annað en að spá þeim ósigri þó að mótherjarnir séu ekki sér- lega sterkir. Tottenham — Man. C. 1 Þetta eru þau tvö liö 11. deild, sem hafa hvað mestum von- brigðum valdið slðustu vikurn- ar, einkanlega Manchester City, sem lét 4. deildarlið Shrewsbury slá sig útur bikarnum á laugar- daginn. Tottenham ætti aö sigra hér. Wolves — Everton 2 Everton er ennþá með I topp baráttunni af fullum krafti og engin ástæða til þess að afskrifa þá. úlfarnir eru hins vegar að berjast fyrir tilverurétti slnum I 1. deild og munu þvi berjast eins og ljón. Hvað um þaö, úti- sigur. Shef f. Utd.— West Ham 2 Að lokum er þaö leikurinn úr 2. deild, barátta toppliðs og botnliös. Ég veðja á WH, en Sheffield U„ undir stjórn Jackie Charlton gæti þumbast og þvælst fyrir, en ég læt útisigur- inn standa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.