Þjóðviljinn - 31.01.1979, Blaðsíða 13
Miövikudagur 31. janúar 1979 ÞJÓÐVILJINN StÐA 13
1 byrjun vetrarvertíðar á
nýju
Frá upphafi vega hefur vetrar-
vertlð fyrir suður-og vesturlandi
veriö einn gildasti þátturinn i
fsikveiðum okkar tslendinga. A
þessum árstima gengur þorskur-
inn, islands mesti nytjafiskur,
upp á grunninn til að hrygna.
Á meðan sjór var hér sóttur
eingöngu á áraskipum, úr ver-
stöðvum á suöur og vesturlandi á
vetrarvertið, þá komu sjómenn
viðsvegar aö af landinu til sjó-
róöra,sumir i sömu skipsrúm ár
eftir ár. Menn komu til verstöðv-
anna i flokkum, austan úr sveit-
um Arnes- og Rangárvallarsýslu,
norðan úr Skagafirði og Húna-
vafnssýslu og úr Borgarfirði og
frá vestur Mýrum. Flestir voru
verkamenn þá gangandi og al-
gengustu baggar sem þeir báru á
bakinu voru 25 — 30 kg að þyngd.
Þetta þótti ekki á þeim tima til-
tökumál, og ekki taliö ofvaxið
hverjum þeim sjómanni er sótti i
veriö. Menn voru þá ráðnir ýmist
fyrir hlut úr afla, eða fast kaup
yfir vertiðina. Þeir sem réöust
fyrir fast kaup nefndust þá út-
geröarmenn, þar sem útvegs-
bændur gerðu þá út, lögðu þeim
til fæði og skinnklæöi, en tóku svo
skiptahlut þeirra i aflanum.
Þó sjósókn á vetrarvertið væri
gildur þáttur i þjóðarbúskapnum
á tima áraskipanna, á meöan
bændasamfélagið var rikjandi
hér á landi, þá varð strax á þessu
mikil breyting með tilkomu þil-
skipanna á nitjándu öldinni, hins-
vegar leiddi útgerð vélbáta og
gufutogara I byrjun þessarar
aldar til afgjörrar þjóðfélagsbylt-
ingar á tslandi.
Eftir þessa byltingu i atvinnu-
háttum verður sjávarútvegur, út-
gerð og fiskvinnsla, mikilvægustu
þættirnir I Islenskum þjóöarbú-
skap, og viö getu þeirra þarf
fyrst og fremst að miöa eyösl-
una I landinu á hverjum tima.
Vetrarvertíd 1979.
Nú við upphaf vetrarvertiðar á
suöur- og vesturlandi þá tengja
menn vonir við þennan árstima
eins og jafnan áður. Samkvæmt
niðurstööum okkar fiskifræöinga
þá er hrygningarstofn þorsksins
ennþá i lægð, svo taka þarf tillit
til þess við sóknina I stofninn.
Þegar þannig stendur á, þá er það
eitt mikilvægasta atriðið aö fisk-
veiðunum sé hagað þannig, að sá
fiskur sem veiddur er veröi fyrsta
flokks hráefni, hvort sem hann er
seldur nýr á erlendum niörkuð-
um, eða unninn I markaðsvöru á
fiskvinnslustöövum I landi.
Það er ekki nóg að koma með
mikinn afla að landi, ef stór hluti
þess afla er gallaður fiskur, sem
ekki skilar fullu verðmæti, til
þeirra sem veiða hann. Hér þarf
að gera betur en gert hefur verið
á siðustu árum, og það er hægt, ef
allir leggjast á eitt, um að vanda
til meðferðar á fisknum, bæði við
veiðar og meðferð alla um borð i
skipunum, svo og við fisk-
flutninga á landi. Hér er hægt aö
gera betur en gert hefur veriö, og
það er kominn timi til að þessu
máli verði sinnt af alvöru og með
festu.
Þegar hér var komið samningu
þessa þáttar, þá barst mér sú
frétt aö Sjávarútvegsráöuneytið
væri búið að setja nýja reglugerð
um framkvæmd þorskaneta-
veiöa, sem nú verður háö leyfum
til þeirra skipa sem þessar veiðar
stunda á vertiðinni.
Þessi reglugerð getur án efa
stuölaö aö bættri meðferð á fiski
viö veiðar meö netum, og veltur
þá aö sjálfsögðu á miklu um, að
haft verði gott eftirlit með þvi, aö
reglugerðin verði haldin.
Svo vel hefur til tekist nú fyrir
þessa vertið, aö fiskverð á botn-
fiski svo og loðnu liggur fyrir
strax við uppahf vertiðar. Hvor-
ugur aöilijkaupendur eða seljend-
ári
ur?mun þó vera ánægður með
verðákvörðunina. Kaupendur
telja verðið of hátt og enga vissu
fyrir þvl, að heimsmarkaðsverð
afurða geti borið uppi hráefnis-
verð. Útgerðarmenn telja aö
vegna hraövaxandi útgerðar-
kostnaðar, af völdum veröbólgu,
þá sé verðið of lágt. Þá telja einn-
ig sjómenn að þeirra hlutdeild I
aflanum sé ekki aö fullu bætt,
miðað við rikjandi verðbólgu á-
stand. Ákveðiö hefur nú verið að
lækka vexti af rekstrarlánum til
sjávarútvegsins, og hefði sú á-
kvörðun þurft að koma fyrr. Ekki
treysti ég mér til á þessu stigi
málsins að kveða upp dóm um
það, hvort vaxtalækkunin ein
nægir útgerð og vinnslu-
stöðvum á þessari vertið til aö
bera uppi skaölausan rekstur. Að
sjálfsögðu koma inn i það dæmi
mörg atriöi og eru tvö þeirra
stærst og áhrifamest. Það fyrra
er: Hvaða verö fæst fyrir islensk-
ar fiskafurðir á árinu 1979? Og
siðara atriðið er spurningin um
það, hvort islensku rikisvaidi
tekst á næstu mánuð-
um að þrýsta niður rikjandi verð-
bólgu I landinu, og ráða viö
stærsta þátt hennar sem er
heimatilbúinn og algjört Islenskt
fyrirbrigði. Að sjálfsögöu er þetta
erfitt verkefni, en alls ekki óleys-
anlegt ef samstaða næst um þaö.
Nú4 þegar boðuð hefur verið
hækkun á heimsmarkaösverði
oliu sem er einn stærsti þátturinn
i útgerð okkar fiskiskipa, þá er
eðlilegt að spurt sé, hvort verð-
lagning oliu sé hér með eölileg-
um hætti, samanborið við olíu-
verð I næstu löndum við okkur,
þar sem oliuverð hefur verið tals-
vert lægra. Hér er einn af hinum
utanaðkomandi veröbólguþáttum
sem skoða þarf mjög gaumgæfi-
lega sökum þess hve áhrifamikill
hann er. Hver er t.d. hlutdeild
sjálfs rlkisins I oliu-og bensin-
verði hér á landi? Og hver er svo
gróöi hinna þriggja oliufélaga
sem versla meö bensin og oliu,
ekki einungis við sjávarútveginn
einan heldur lika við öll sam-
göngutæki á sjó og landi, auk
þeirrar oliu sem notuð er til upp-
hitunar húsa? Þó ég taki hér sér-
staklega oliu-og bensinverð sök-
um þess hve áhrifamiklir verð-
bólguvaldar þetta eru I okkar
þjóðllfi, þá þurfum við samtimis
að skoða hvern þátt fyrir sig sem
óeðlilegri veröbólgu veldur i
landinu og vita hvort ekki finnast
ráð til verðlækkunar. Ég geri mér
grein fyrir þvi, að á sumum svið-
um,þar sem rikið sjálft stuðlar
beinlfnis að aukinni verðbólgu
meö óeölilegri hlutdeild i vöru-
verði, þar getur niðurfæsla dýr-
tiöar orsakaö tekjumissi fyrir
rikiö. En ef handhafar rikisvalds-
ins ætla sér I alvöru að ráða
niðurlögum óeðlilegrar veröbólgu
i landinu, þá verður að minu mati
tæplega hjá þvi komist, að endur-
meta tekjuöflunarleiðir rlkisins
og siðan hafna þeim leiðum sem
eru mest veröbólguhvetjandi.
Þad er margt sem
færa þarf
til betri vegar.
Það veröur tæplega um það
deilt af vitibornum mönnum, að
sjávarútvegur, fiskveiöar og úr-
vinnsla aflans, er sú fjárhagslega
undirstaöa sem ber uppi islensk-
an þjóðarbúskap að meginhluta.
Af þessum sökum er það nauð-
synlegt að rekstrarskilyrði sjá-
varútvegsins séu viöunandi á
hverjum tima, frá hendi þjóð-
félagsins, og að störf fóiks viö
þennan höfuð atvinnuveg séu á
öllum timum metin sem for-
gangsstörf. A þessu sviði þarf
margt að færa til betri vegar svo
viöunandi geti talist. Iönvæöing
er hverju nútima þjóðfélagi nauð-
syn ef hal'da á uppi viðunandi lffs-
kjörum. Of háir vextir af
rekstrarlánum hafa að undan-
förnu unnið gegn eðlilegri fram-
þróun I fiskiðnaði á sumum svið-
um og stuölaö að sölu hráefnis á
mörkuðum I stað fullunninnar
vöru. Þessari þróun þarf aö snúa
viö. Þessi fráleita bankamála-
stefna er byggð á afleiöingu
Islenskrar verðbólgu, sem er or-
Jóhann J.E. Kúld
fiskimá!
skök þess að ekki er lagt inn nægi-
legt sparifé i innlánsdeildir bank-
anna.
A þessu sviði þykir mér skyn-
samlegri leiö Norömanna, en hún
er sú, að ákveðin upphæð af
sparifé einstaklinga,sem lagt er á
banka, er undanþegin opinberum
sköttum. Þetta er hægt þar, meö
góðum árangri, vegna þess aö
rikisvald og bankar hafa um það
samvinnu að halda verðbólgu i
skefjum.
Endurskoða þarf
uppbyggingu iðnaðar
og þróun
verslunar hér á landi.
Það fer ekkert á milli mála, að
nauðsynlegt er fyrir okkur sem
þjóð að gera áætlun um upp-
byggingu islensks iðnaðar, sem
siðan yrði stuðst við I megindrátt-
um. Leggja þarf sérstaklega á-
herslu á þær iöngreinar sem hafa
skilyrði til útflutnings auk innan-
lands markaðar.
Hinsvegar verðum viö að gera
okkur ljóst, að sökum smæðar
okkar þjóðfélags þá eru til iðn-
vöruflokkar, sem hljóta aö vera
miklu dýrari I framleiöslu hér, ef
þeir þurfa eingöngu að styðjast
við innanlands markað. Með
islenskri iönaðaráætlun yröi aö
velja úr verkefnum sem hag-
kvæmust væru á hverjum tima
fyrir þjóöarheildina, og þau verk-
efni látin hafa forgang um fram-
kvæmdina.
Islensk verslun kvarar nú yfir
ónógri álagningu og hafa sérstak-
lega háværar kvartanir komið frá
samvinnuversluninni i landinu.
Þetta gefur tilefni til sérstakra
hugleiðinga um Islenska inn-
flutningsverslun og endurskoöun
á fyrirkomulagi hennar.
Að sjálfsögðu þarf innflutnings-
verslunin að fá borið uppi nauð-
synlegan kostnað viö innflutning
og dreifingu þeirrar vöru sem inn
er flutt. Hinsvegar verður það að
vera ófrávlkjanleg krafa frá
hendi almennings að allrar hag-
sýni sé gætt bæöi viö innkaup og
dreifingu. Það hlýtur að vera i
verkahring rlkisvaldsins aö
stuðla að þvi, aö svo geti oröið á
öllum timum, enda er þar um aö
ræöa veigamikinn þátt i barátt-
unni viö verðbólguna.
Hagsmunir verslunarfyrirtækjá
og almenningSjSem notar vöruna,
geta farið saman, en þeir gera
það heldur ekki alltaf. Fyrirtæki
jafnvel I félagseign geta verið I-
haldssöm og viljað halda I rótgró-
ið fyrirkomulag þó ekki náist meö
þvi sá árangur, sem hægt væri að
ná með breyttri tilhögun.
Með tilkomu stórmarkaðar i
smásölu i næstu löndum og einnig
hér I Reykjavik, þá hafa innkaup
smásölunnar orðið hagstæðari,
bæði vegna aukins vörumagns viö
innkaup svo og beinni viðskifta
viö framleiöendur vörunnar.
Reynslan af þessu breytta
verslunarfyrirkomulagi virðist
hvarvetna vera sú að erfitt reyn-
ist fyrir smásöluverslun,sem ein
sér kaupir vöru i smáum stil af
heildsölu, aö keppa um vöruverð i
smásölu við stórmarkaði. Þetta
hefur svo leitt til sameiginlegra
beinna innkaupa margra smá-
kaupmanna sumstaðar, sem með
þannig breyttri tilhögun hafa
haldið velli. ' Opinber yfirvöld
verða að hafa hliösjón af breyttri
tilhögun I verslun, þegar athuguð
er hæfileg álagning i smásölu. Og
tvimælalaust ber rikisvaldi meö
hjálp peningastofnana að stuöla
að þeirri þróun I versluninni sem
leiðir til betra vöruverðs fyrir al-
menning.
Aðhald í ríkisrekstri
og stöövun
á skuldasöfnun
erlendis aökallandi.
Engin þjóð getur orðið fullkom-
lega sjálfsæð, nema hún ráöi við
fjármál sin. A þessu sviöi stendur
islenska þjóöin I dag höllum fæti.
Til eru menn sem halda, aö or-
sök þessa sé sú, að Islenskum
verkamönnum á sjó og landi hafi
verið greitt of hátt kaupgjald.
Og leiðin til lagfæringar á
Islensku efnahagsástandi þurfi
þvi að liggja um skertan kaup-
mátt launa. A sama tima er
islenskt verkafólk eina verka-
fólkið I allri Vestur-Evrópu sem
ekki er nokkur leið til að geti lifað
af átta stunda vinnudegi einum
saman.
Þetta ástand hefur ekki skapast
vegna of litilla þjóðartekna, þó
þær þyrftu aö vera meiri. Heldur
vegna misskiptingar þessara
tekna, þar sem hinar raunveru-
legu framleiðslu starfsstéttir
hafa borið skarðan hlut frá borði.
Yfirbygging þjófélagsins með
sinu mikla skrifstofubákni, þar
sem Parkisenslögmáliö er alls-
ráöandi, hún er fyrir löngu oröin
of þung á herðum sjómanna og
verkafólks. Það er þetta sem er
aökallandi að verði lagfært, meö-
al anr.arra verkefna.
Orðsending til
umboðsmanna
Þjóðviljans
Umboðsmenn Þjóðviljans i kaupstöðum
og kauptúnum, sem ekki hafa enn sent
lokauppgjör fyrir árið 1978, eru vinsam-
legast minntir á, að greiðslur ásamt skila-
greinum eiga að berast fyrir 31. janúar. Sé
það af einhverjum ástæðum ekki hætt, eru
viðkomandi umboðsmenn beðnir að hafa
simasamband við skrifstofu blaðsins nú
þegar.
UOBnUINN