Þjóðviljinn - 02.02.1979, Page 1
UOWIUINN
FÖstudagur 2. febrúar—27. tbl. —44. árg.
AÐGERÐIR HARÐNA
Ragnar Karlsson formaður Flugvirkja-
félagsins:
Góðar vonir um
að þetta takist
Flugvirkjar vilja láta 4% kauphækkun sína
renna til byggingar flugskýlis gegn jafn-
hárri upphæð frá Flugleiðum og ríkinu
Setuverkfall hjá Sókn
Sóknarkonur hefja
setuverkfall f dag til að
leggja áherslu á kröfu
sina um að hætt verði
við einhliða breytingu
atvinnurekenda á um-
sömdum vinnutima á
rikissjúkrahúsunum.
Fulltrúar Sóknar áttu fund me6
samstarfsnefnd rfkisstjórnarinn-
ar og verkalýðshreyfingarinnar I
fyrradag og var gert ráö fyrir
öðrum f gær eða amk. tilraunum
til sátta, en engin skilaboð höföu
borist Sókn er þar var haldinn
fundur f gærkvöld. Var þá ákveð-
iö að hefja haröari aögerðir og
byrja með setuverkfalli í öldrun-
ardeildinni, Hátúni 10B.
I gær var haldið áfram fyrri að-
gerðum og mættu starfsstúlkur á
Kleppsspitalanum eins og um er
samiö kl. 7.30 en ekki kl. 8 eins og
auglýst breyting gerir ráð fyrir.
Sams konar aðgerðir voru á
öldrunardeildinni í fyrradag eins
og skýrt var frá í Þjóðviljanum.
—vh.
Tvö ung börn
nærri köfnuð þegar
bifreið valt
Um hádegisbilið I gær vildi
það óhapp til á Reykjanesbraut-
inni að bifreiö rann til I
fljúgandi hálku og valt i Kópa-
vogslækinn. t bifreiðinni var
kona með tvö ung börn.
Bifreiðin hafnaði á hvolfi i
Kópavogslæknum og þar sem
flóö var um þetta leyti, fylltist
bifreiðin mjög fljótt af sjó. Kon-
unni tókst að komast út úr
bifreiðinni og skömmu siöar
náðust börnin tvö út og var þá
annað þeirra meövitunarlaust.
Mátti engu muna að verr færi,
enda voru þau orðin helköld
þegar þau náðust uppúr sjónum.
Þau voru bæöi flutt á Borgar-
sjúkrahúsið og lögð inná
gjörgæsludeild. Læknir þar
tjáði Þjóöviljanum að þau hefðu
veriö orðin mjög köld, en um
miöjan dag höfðu þau jafnaö sig
og voru úr allri hættu.
Mjög mikil hálka var á vegin-
um þar sem slysið átti sér stað
og má sem dæmi nefna að
bifreiö rann á lögreglubifreiö,
meöan lögreglan var að sinna
skyldustörfum á slysstaönum.
—S.dói
Það var lán að ekki hlaust af stórslys þegar bifreiðin valt I Kópa-
vogslækinn t gær. Hér er búið að draga bifreiðina uppúr vatninu
(Ljósm. Leifur)
Stjórn Flugvirkjafélagsins
sendi fyrir nokkru félögum sfnum
bréf, þar sem sú hugmynd er
reyfuð, að flugvirkjar gefi eftir
4% kauphækkun, sem þeir eiga aö
fá og að sú upphæð renni i
byggingarsjóð fyrir flugskýli á
Keflavíkurflugvelli, gegn þvl,
'aö Flugleiðir h.f. og rfkisstjórn
láti hvor um sig jafn háa upphæð
á móti.
„Við höfum rætt þetta mál við
ráðherra og forstjóra Flugleiða
h.f. og viðtökurnar hafa verið á
þann veg, aö ég er bjartsýnn og
hef góðar vonir um þaö þetta tak-
ist. Svör félaga okkár I Flug-
virkjafélaginu viö bréfinu sem
viö sendum út voru jákvæð og þvi
héldum við áfram með málið”,
sagði Ragnar Karlsson formaður
Flugvirk jafélagsins.
Sagði Ragnar það hugmynd
flugvirkja að Flugleiðir h.f.,
rikissjóður og Flugvirkjafélagið
ættu flugskýlið saman að jöfnu.
Þaö er kunnara en frá þurfi aö
segja, að aðstaöa til viðgerða á
flugvélum hér á landi er fyrir
Fjölmiðlakönnun
Leyndar-
mál fyrir
400
þúsund
SIA, samtök islenskra auglýs-
ingastofa, létu nýlega fram-
kvæma könnun til að komast að
raun um útbreiðslumöguleika á
auglýsingum. Hagvangur hf.
annaöist könnunina og kostaði
hún 4.8 miljónir króna.
Niðurstöðurnar keyptu 12 aðil-
ar, þeas. 8 auglýsingastofur,
Morgunblaðið, Visir, Dagblaöið
og útgáfufyrirtækið Frjálst
framtak.
1465 einstaklingar um allt land
fylltu út og endursendu spurn-
ingaeyðublöö i þessari „Fjöl-
miðlakönnun Hagvangs hf 1978”.
Niðurstöðurnar munu þó aldrei
koma fyrir almenningssjónir, þar
eð þær eru i einkaeigu
kaupendanna 12. jás.
Yflrlit ráðherranefndarinnar aðeins efniviður
30 efnisatriði, —
26 athugasemdir
„ Það er langt því f rá að
búið sé að semja um
efnahagsmálin", sagði
Ragnar Arnalds fulltrúi
Alþýðubandalagsins í
ráðherranefndinni, sem
lagði fram skýrslu um
viðræður í nefndinni á
rikisstjórnarfundi í gær, í
samtali við blaðið. „Mikil
samningalota er nú af-
staðin og má segja að hún
sé fjórða meiriháttar
samningalotan frá því að
stjórnin var mynduð. I
þetta sinn hefur verið
fjallað um efnahags-
stefnuna til lengri tíma.
Það mál er allsekki út-
kjáð, langt því f rá", sagði
Regnar ennfremur.
Ráðherrann lagði áherslu á að
niðurstaða ráðherranefndarinn-
ar væri ekki frumvarp eins og
sumir virtust halda, heldur
yfirlit um efnisatriði sem ráö-
herrarnir teldu liklegt aö sam-
staða gæti náöst um, ásamt at-
hugasemdum þar sem einstakir
ráðherrar hefðu viljað ganga
lengra en geta þó fallist á niöur-
stöðuna I aðaltextanum. „Ég tel
rétt á þessu stigi aö birta þessi
efnisatriði vegna þess að málið
er enn á samningastigi, en ég
get upplýst að þessir efnis-
punktar eru liðlega 30 og at-
hugasemdir einstakra ráðherra
eru 26.”
Aöspuröur um framhaldiö
sagði ráðherrann að þetta væri
aðeins lyrjunin. 1. febrúar væri
enginn dómsdagur rikisstjórnar
innar og ekki hafi staðið til aö
sprengja neinar stórar bombur
á þeim ákveðna degi.
„Við erum búnir að kort-
leggja, þessi efnisatriöi sem
annarsvegar er hugsanlegt að
ná samstöðu um og hinsvegar
þau sem bersýnilega er ágrein-
ingur um. Nú er það flokkanna
að meta þennan efniviö og vinna
nánar úr honum undir forystu
rikisstjórnarinnar.” —ekh
Sjá baksíðu
neöan allar hellur, enda hefur
stór hluti viðgerðarþjónustunnar
hjá þotunum flust úr landi af
þessum sökum. Flugvirkjar hafa
um árabil barist fyrir þvi aö kom-
ið yrði upp viðunandi viögerðar-
aðstöðu hér á landi og verður ekki
annað sagt, en aö þessi slðasta
tillaga þeirra sé snjöll og sýnir
glöggt hve mikil alvara fylgir
þessari baráttu þeirra. —S.dór.
Borgarstjórn
samþykkti
ráðningu
Þóru
Borgarstjórn samþykkti á fundi
sinum I gær með 10 samhljóöa at-
kvæöum að ráða Þóru Kristjáns-
dóttur iistráðunaut Kjarvals-
staða.
Fulltrúar Alþýöubandalagsins
sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Guörún Helgadóttir tók fram,
aö þau hefðu ekkert við Þóru að
athuga, sem saklaus hefði dregist
inn I þessar umræður. Kvaðst hún
vænta hins besta af starfi Þóru
við Kjarvalsstaði sem og sam-
starfsins við hana.
Voðaskot
Það óhapp varð á Blönduósi i
fyrramorgun, að 19 ára piltur,
Már Sigurbjörnsson varð fyrir
riffilskoti og slasaðist talsvert.
Var hann aö handleika vopnið,
er skot hljóp skyndilega úr þvi I
öxlhans. Már var fluttur isjúkra-
húsið á Blönduósi en þaðan flug-
leiðis til Reykjavikur, þar sem
hann gekkst undir aðgerð. Var
liðan hans i gær eftir atvikum.
Nýjar úthlut-
unarreglur
hjá LÍN
Menntamálaráðherra befur nú
staðfest tillögu stjórnar Lána-
sjóðs Islenskra námsnranna um
nýjar úthlutunarreglur.
Eins og Þjóðviljinn gat um fyrir
skömmu, þá er helsta nýmæli
þessara reglna að nú verður tekið
tillit til fjölskyldu námsmanns við
útreikning námslána. Fær náms-
maöur þvi lán út á þau börn sem
hann hefur á framfæri sinu.
Nánar verður fjallaö um nýju
úthlutunarreglurnar i blaðinu á
morgun.
isg.
Atvinnu-
málanefnd
Atvinnumálanefnd Reykja-
vikurborgar var kjörin í gærkvöld
og er formaður hennar
Guðmundur Þ. Jónsson formaður
Landssambands iðnverkafólks og
borgarfulltrúi Alþýðubandalags-
ins.
Aörir I nefndinni eru: Þórunn
Valdimarsdóttir (A), Páll R.
'Magnússon (B), Magnús L.
Sveinsson (D) og Barði Friöriks-
son (D). Varamenn: Grétar
Þorsteinsson (G) Valtýr
Guömundsson (A), Kjartan
Stefánsson (B) Hilmar Guðlaugs-
son (D) og Haukur Björnsson
(D).
—AI.