Þjóðviljinn - 02.02.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.02.1979, Blaðsíða 7
Föstudagur 2. febrúar 1979 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 7 r Eg minnist þess ekki aö viö rannsókn fjárdráttar- eða þjófnaðarmála hafi verið getið sérstaklega um bága afkomu þjófanna Daníel Danielsson, læknir: „Stelirðu miklu og standirðu hátt 5? Loks liggur fyrir skýrsla nefndar, undir forsæti verðlags- stjóra, um rannsókn á innflutn- ingsverði. Raunar vantar enn mikið í þessa mynd, þar sem er könnun innkaupa á olium, bifreiðum og skipum. Upplýsingar þeirrar skýrslu, sembirthefur verið, eru i stuttu máli þær, að innflutningsverð á, vörum til íslands sé 14—19% hærra en til annarra landa. Tal- ið er, að eitthvað af þessum mismun liggi i háum fjár- magnskostnaöi og sérstööu landsins. Meginið er þó greinilega beinn fjárdráttur innflytjenda. Fram kemur ogað verulegum hluta þess, sem kallað er „um- boðslaun”,er bæði stolið undan við gjaldeyrisskil og framtöl, svo hinn raunverulegi f járdrátt- ur er mun meiri en tölur skýrsl- Minning Nokkur þakkarorð frá tengda- syni. Mig langar að leggja Ut af hug- takinu um hina fullkomnu (al- góðu) manneskju. Ég hefi lengi getað svarað án umhugsunar spurningunni: Hver er besta manneskja sem þú hefur kynnst? Það er hún tengdamamma. Hún liktist oft dýrlingi. Hún var móð- irin sem (Jorký skrifaði um, hún var amman hans Laxness, hún var þetta allt og miklu meira. Hún var það göfuga sem aðeins verðurtil i skóla lifsins i meðlæti og mótlæti. Æviatriði hennar rek ég ekki hér nema litillega, það munu aðr- ir gera. Þó vil ég geta þess að hún var i' hópi fyrstu fermingarbarna séra Bjarna \ Dómkirkjunni, það varhenni alla tið kær minning og frá Dómkirkjunni óskaði hún aö veröa jörðuð. Hún var i Kvennaskólanum i Reykjavik einn vetur. Fór svo meðföður sinum 16 ára gömul að Sandfelli i öræfum þar sem hann tók við prestakalli. Hann var heilsuveill og veikindi hans ágerðust svo fjölskyldan kom ekki austur og hann varð að segja af sér prestskap eftir fá ár og dó skömmu seinna. Hjá honum var hún ráðskona og h júkrunarkona í erfiðum veikindum hans til hinstu stundar. Hún giftist 23 ára gömul ungu efnis- og glæsimenni i sveitinni, Guðmundi Bjarnasyni á Fagur- hólsmýri. Skömmu seinna fluttu þau að Seli i Skaftafelli, bjuggu þar i félagsbúi með bræðrum hans i' 20 ár og hafa verið kennd við staðinn siðan. En árið 1939 fluttu þau til Reykjavikur. Bær þeirra er nú i þjóðgarðinum á Skaftafelli og er varðveittur sem eina fjósbaðstofubygging á Is- landi. Ekki hef ég heyrt getið um nokkurn mann sem ekki fór að virða Sigriði jafnvel eftir stutt samtal. Þeir sem meira þekktu hana dáðu hana og elskuðu. 1 þessu stóra húsi, Ljósvallagötu 32, þurftu þau Guðmundurog Sig- riður oft að taka leigjendur. Allir urðu þeir kærir vinir hennar, unnar gefa til kynna. En hverju ætli þessi verð- hækkun á innfluttum vörum (14—19%) nemi árlega, þegar á þær hafa lagst öll gjöld svo sem aðflutningsgjöld, tollar, söluskattur, álagning (i heild- sölu og smásölu) o.s.frv.? Hversu stórri upphæð er þannig stolið af neytendum þegar þeir kaupa vöruna með öllum þessum viðbótargjöld- um? Hversu stór þáttur er þetta i verðbólgunni á Islandi og þar með okkar efnahagsvanda? Okkar ágætu hagfræðingar verða naumast lengi að svara þessum spurningum. Nokkuð er athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum fjöl- miðla — og þá ekki sist dag- blaða — við þessum fregnum. Frá stjórnanda rannsóknarinn- hvort heldur þeir voru Islenskir, ameriskir, evrópskir námsmenn eða flugfreyjur úr ýmsum heims- hornum. Sigriður aflaði sér kunn- áttu með sjálfsnámi og las reip- rennandi ensku, þýsku ognorður- landamálin. Mest eigum við henni að þakka fyrir börnin okk- ar. Fyrir þau hafði hún alltaf tima, hún sagði þeim sögur, las með þeim þegar þau fóru að stauta oglas með þeim þegar þau fóru að læra tungumál. Inni hjá ömmu voru haldnir langir og strangir rökræðufundir. Það var eins og hún hefði ótakmarkaða þolinmæði, þar var rætt allt milli himins og jarðar, öfgar i pólitik ekki sist. Heimili þeirra hjóna á Ljós- vallagötu 32 var miðstöð allrar fjölskyldunnar sem fjölmennti hjá Sigguömmu ogafa þegar færi gafst. t mörg ár áttu þau saman anna- sama starfsæfi, siðan óvenju hamingjusama elli og héldu sitt eigið, fallega heimili og hjá þéim bjó Sveinn Bjarnason bróðir Guð- mundcu-. Sigriður varð alvarlega veik fyrst i september, Guðmundur hjúkraði henni af mikilli alúð og aðdáunarverðum dugnaði þar til hún fékk pláss á sjúkrahúsi i des- ember. Hún átti hreina og heiðrika trú sem við sjáum endurspeglast i börnum okkar. Það á enginn svo stóran þátt i barnaláni okkar sem hún. Sigriður og Guðmundur eignuð- ust fjórar dætur. Elsta dóttirin Þuriður Elin andaðist á besta aldri úr sama sjúkdómi og móðir hennar nú. Næst elst er Katrin, gift undirrituðum, svo Ragna Sig- rún ekkja Bjarna Runólfssonar, yngst Theódóra gift Ragnari Olafssyni. Barnabörnin eru ell- efu, öll uppkominogbarnabama- börnin orðin fimm. Hennar er sárt saknað af okkur öllum en sárastur er söknuður aldurhnigins eiginmanns hennar og nærri tiræðs bróður hans Sveins, sem verið hefur i skjóli þeirra um langan aldur. Söknuð- urinn er sár en þjáningarstriði ar, verðlagsstjóra, koma strax nokkrar afsannanir á þessu framferði heildsalanna. Minnist ég þess þá ekki fyrr þegar skýrt heftir verið frá niðurstöðum rannsókna fjárdráttar- eða þjófnaðarmála, að getið hafi verið sérstaklega um bága afkomu þjófanna og hver nauðsyn þeim hafi verið á þýfinu. Þá vekur og athygli að enn sem komið er a.m.k. minnist enginn á hugsanlega endur- greiðslukröfu þessarar fjár- töku, hvað þá heldur að heyrist nefndorð eins og atvinnuleyfis- svifting, sektir eöa tugthús. Hér mun um að ræða upphæð- ir, sem skipta einhverjum tug- um miljarða,og þá ánefa langt frá þvi, að enn séu öll kurl til grafar komin. Sú spurning hlýtur að vakna, hennar er lokið og hún er á guðs vegum svo sem hún var allt sitt lif. Ragnar Kjartansson Mér fannst að það hefði slokkn- að ljós þegar Sigriður Gi'sladóttir andaðist, en það var bara snöggv- ast, þvi birtan kringum nafn þessa yndislega persónuleika heldur áfram að lýsa jafnksært öllum sem báru gæfu til að kynn- ast henni, þó langri vegferð sé nú lokið. Þegar ég kom i atvinnu til Reykjavi'kur á striðsárunum, unglingur austan úr Vopnafirði, var ég i herbergi með Þorsteini bróður minum að Grettisgötu 16. Þar bjuggu þá systkini Sigriðar, Ragnhildur með dætrum sinum, Kjartan og Sigrún ásamt móður þeirra systkinanna, Guðbjörgu Guðmundsdóttur frá Háeyri, sem ég fékk að eiga iyrir Ommu það- an i frá. A fyrstu jólunum hér, var ég boðinn i hornhúsiö á Ljósvalla- götu og Hringbraut með öllum frændgarði húsráðenda og fjölda heimaganga, sem töfrar þessa fólks höfðu seitt að. Er ekki að orðlengja það, að i þessu jólaboði innvigðist ég i þetta merkilega samfélag og þarna á Ljósvalla- götu32 varmitt „Unuhús” alla þá vetur, sem ég vann i Reykjavik. Siðasta veturinn minn hér, áður en ég fór út i hinn stóra heim og settist siðan að i Vopnafirði, varð ég heimilismaöur þarna, og i minum augum er ekki meiri ljómi yfir öðru húsi hér i borg. Björtust þeirra sólna, sem þar ljómuðu, var húsmóðirin sjálf, og er þá mikið sagt, en hver sá sem leit i augu hennar fann þar þann kær- leika, mildi og göfgi, sem gefur öðrum ósjálfrátt svo óendanlega mikið. Sigriður var dóttir séra Gisla, sem kallaður var Skólasól á sin- um skólaárum vegna glæsileika, en hún var líka dóttir Guðbjargar frá Háeyri, hennar Ommu minn- ar, sem var stærð er ég hef aldrei treyst mér til að lysa. hver ástæða hafi verið til alls þess hávaöa, sem gerður hefur verið út af nokkurra tuga, eða hundraða miljóna króna fjárdrætti bankadeildarstjóra og skipafélagsframkvæmda- stjóra. En hugsum okkur nú þá hliðstæðu, að starfsfólk i mat- vöruverslunum S.S. teldi laun sin allt og lág. Gerum ráð fyrir að tilraunir þess til að fá launa- hækkun fyrir atbeina stéttarfé- lagsins hafi engan árangur bor- ið. Hugsum okkur, að þetta fólk telji laun sin ekki hrökkva til þess að halda uppi rekstri „fyrirtækja sinna” —• heimilanna. Setjum nú svo, aö starfsfólkið komi sér saman um þá lausn á þessum málum, að hver starfe- Allt þetta fólk unni listum, og var listafólk fram i fingurgóma, þess vegna var þetta hús ekki aðeins hús góðleikans, heldur jafnframt hús lista og fegurðar. Ef til vill varsöngurinn i heiðurs- sessi þar, en náskylt söngnum er ljóðið, ogsprettur svo ekki mynd- list frá ljóðinu og myndrænni sagnahefð? öllu þessu fengum við, heimagangarnir i húsinu.að kynnast, og urðum rikari eftir. Ung að árum giftist Sigríður Guðmundi Bjarnasyni, bóndasyni austan úr öræfasveit, og þar bjuggu þau meðan dæturnar voru að fæðast og vaxa úr grasi. Sjálf- sagt var o ft búið við þröngan kost, en garpurinn Guðmundur atti kappi við höfuðskepnurnar og maöur hafi með sér daglega til vinnunnar dálitia innkaupa- skjóðu sem hann siðan fylli af varningi úr versluninni og hafi með sér heim aö kveldi. Hugsum okkur nú, að eftir að þetta hafi viðgengist um skeið, komist það upp við athugun á óeðlilegri vörurrýrnun. Og setj- um svo að við yfirheyrslur, sem liklegt er að fram færu, væru svör starfsfólksins einfaldlega þau, að léleg kjör hefðu knúiö það til þessa. Heldur þú, lesandi góður, að enginn mundi hér minnast á endurgreiðslu stolins varnings, brottvikningu úr starfi, sektir, fangelsi o.s.frv. — og heldur þú að Morgunblaðið mundi þegar næsta dag rjúka til og skrifa leiðara undir fyrirsögninni: „Gjaldþrot láglaunastefnunnar i verkalýðsmálum” — þar sem þvi væri af festu fram haldið, að það sem þetta starfsfólk hefði gert, væri eðlileg og sjálfsögð nauðvörn? Upplýsingar um þessa sjálfsvörn starfsfólksins væri sláandi dæmi um algjört skipbrot þeirrar stefnu i kaup- gjaldsmálum, sem hægri flokk- arnir hafi ráðið og fylgt hafi verið áratugum saman. Viðbrögð verkalýðssamtakanna hljóti þvi að verða krafan um frjálsa verðlagningu vinnunnar til handa öllum launþegum. Daniel Danielsson. sótti jafnt björg i ófæra kletta og brimgarð Atlantshafsins á sönd- unum undan SkaftafeUi, þar til fjölskyldan flutti til Reykjavikur rétt fyrir strið, og settist þar að. Ég spurði Guðmund vin minn aldrei að þvi, hvernig þaö bar til að prestsdóttirin unga settist þarna að, en fyrir rúmum áratug auðnaðist mér loksins aö komast á slóð þessa vinafólks mi'ns, og þegar ég stóð undir heiðum siðsumarshimni hjá Selinu á SkaftafeUstorfunni, þar sem þau bjuggu, fátæk og rik i senn, fannst mér að það v æri ekki eintóm tUviljunaðþessi glæsilegu hjón riktu si'n bestu ár i nábýli við einhverja þá mestu tign sem get- ur að lita ilandslagi hér, þar sem öræfajökull vex upp i himininn. Það er trú min að eitthvað af þessari tign hafi komið, og eigi eftir að koma fram i verkum þeirra efnilegu niðja, sem frá þeim eru komnir, og ég hef talið mig finna þess glögg merki, að náin tengsl miUi afabarnanna, ömmubarnanna og þeirra hafi fært þeim fyrrnefndu óvenjuleg- an þroska og þeim siðarnefndu ómælda gleði. Þessar linur áttu vist að berg- mála eitthvert brot af þakklæti eins af hinum mörgu heimagöng- um á LjósvaUagötu 32, til húsráð- enda á báðum hæðum og aUs skyldfólks þeirra, sem sýndi mér óverðugum vináttu og góðvild, en samúð min er óskipt með vini minum Guðmundi Bjarnasyni, sem hefur á þessari stundu misst svo mikið. Sigriður styður hann ekki lengur meðan ævikvöldið lið- ur hjá. En hún heldur þó áfram að vera ljós, sem aldrei slokknar. Gunnar Valdimarsson frá Teigi Lan ur liieyrissjodi A.S.B. og B.S.F.Í. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að veita lán úr sjóðnum til sjóðfélaga. Umsóknir þurfa að berast fyrir 15. febrúar ’79. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu sjóðsins Laugavegi 77 kl. 12-15, simi 28933. Sigríður Gísladóttir F. 20 júlí 1897 — D. 26. janúar 1979

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.