Þjóðviljinn - 02.02.1979, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. febrúar 1979
Ungdom og
seksualitet
Ritgerö Asgeirs Sigurgestssonar sálfræöings „Ungdom og
seksualitet” (byggö á könnun meöal nemenda grunnskól-
anna í Reykjavik 1976) hefur veriö endurprentuö og fæst
nú aftur í Böksölu stúdenta og Bókabúö Máls og menning-
ar.
Auglýsing um umsóknir
til gengismunarsjóðs
1. Sjávarútvegsráðuneytið hefur skv. lög-
um nr. 95/1978 og reglugerð nr. 335/1978
skipað nefnd til að hafa umsjón með
ráðstöfun fjár úr gengismunarsjóði til
að hætta rekstri úreldra fiskiskipa.
2. Nefndin auglýsir hér með eftir umsókn-
um til styrkveitingar, og skulu þær
berast sjávarútvegsráðuneytinu,
Lindargötu 9, Reykjavik,fyrir 15. febr.
næstkomandi merkt: Nefnd til ráðstöf-
unar úreldingastyrkja.
3. Skilyrði styrkveitinga er, að útvegs-
menn séu reiðubúnir að hætta útgerð
skipa sinna, hvort sem er vegna aldurs
skipanna eða fjárhagslegra erfiðleika
eða vegna vanbúnaðar skipanna.
4. Umsóknum skal fylgja rekstrar- og
efnahagsreikningar útgerðarinnar fyrir
árin 1976 og 1977 ásamt tiltækum
rekstrarupplýsingum svo og yfirliti yfir
fjárhagsstöðu fyrir árið 1978.
Sjávarútvegsráðuneytið.
Khomeini erkiklerkur er kominn en hér veifa keisarahjónin til blaöamanna þegar þau voru i Egypta-
heim eftir fimmtán ára útlegö... landi.
Khomeini kominn heiin
TEHERAN, 1/2 (Reuter) —
Khomeini trúarleiðtogi kom til
Teheran í morgun. Flugvéí lenti á
Mehrabad-flugvelli viö Teheran
meö 150 blaðamenn innanborös
og um hálft hundrað aðstoðar-
manna klerksins. Tvær miljónir
manna fögnuöu heimkomu
Khomeinis. Herinn fylgdist meö
aö allt færi friðsamlega fram, en
haföi sig annars Htið I frammi.
Khomeini lagöi leið sina Ut i
Behesht-Zahra kirkjugarö og
minntist þar fjölda þeirra sem
látið hafa lifið I óeirðum undan
farinna mánaöa.
LONDON, 1/2 (Reuter) —Lands-
samband rfkisstarfsmanna I
Bretlandi boöaöi f dag fjögurra
klukkustunda verkfall starfs-
manna I eldhúsi barnaspítalans
GreatOrmond Street Hospital, en
hann er sá stærsti sinnar tegund-
ar I landinu. Þar eru 380 sjúkra-
rúm fyrir börn sem þjást af
ólæknandi sjúkdómum.
Sama landssamband boöaöi
sólarhringsverkfall frá miönætti
RÓM, 1/2 (Reuter) — Jóhannes
Páll páfi kom til Rómar I dag eftir
vikuferöalag til Rómönsku
Amerlku. Þar setti hann þriöja
þing biskupa álfunnar I Puebia I
Mexlkó.
Þegar páfinn ávarpaöi ráö-
stefnuna, hvatti hann kirkjuna til
aö standa meö fátæklingum án
þess þó aö styðja marxista.
Brennipunktur þingsins er hvort
kirkjan eigi aö blanda sér I
stjórnmálaátök eöur ei, og sýnist
þar sitt hverjum.
Aloisio Lorscheider kardlnáli
Hann ávarpaöi þjóöina og sagöi
aö Baktiar forsætisráðhera ætti
að segja af sér. Hann væri leik-
brúða Bandaríkjamanna sem
heföu ásamt Bretum fyrirskipaö
iranska hernum aö vernda völd
Baktiars. Þvi næst sagöi hann að
draga ætti keisarann fyrir dóm-
stóla og herinn skyldi snúast á
sveif meö fólkinu.
Iranska sjónvarpiö hóf beina
útsendingu frá heimkomu Khom-
einis, en skyndilega hætti sú út-
sending en mynd af keisaranum
birtist á skerminum. Þar næst.
á Ormond-sjúkrahúsinu og öörum
barnaspltala skiröum I höfuö
drottningarinnar.
James Callaghan forsætisráö-
herra ávarpaöi þingiö og sagöi
þaö óþolandi aö sjúkt fólk, á
barnsaldri sem fulloröins,* fengi
ekki mat eöa nauösynlega
umönnun.
Callaghan skoraöi á starfsfólk
spltalannað hverfa til vinnu
sinnar á ný.
frá Brasiliu er forseti þingsins.
Hann sagði aö listi meö 3000
manneskjum sem horfið hafa I
Argentlnu myndi veröa lagöur
fram á þinginu. Sagöi hann kirkj-
una hafa rétt til aö gagnrýna
valdhafa ef svo bæri undir.
Kirkjan i Rómönsku Ameríku
er eflaust sú pólitiskasta I heim-
inum, en þar vinna margir prest-
ar gegn valdhöfum. En svo viröist
sem páfinn vilji halda I þá áköf-
ustu og þræöa hinn margumtal-
aöa gullna meðalveg, hver sem
hann er nú.
var útsending rofin. Ekki hafa
fullnægjandi skýringar fengist á
þessum útsendingatruflunum, en
þvl var fleygt aö stuöningsmenn
Khomeinis hefðu ruöst inn I sjón-
varpsbygginguna og truflaö gang
mála.
Búist er viö aö Khomeini fari til
heilögu borgarinnar Qom áður en
langt um líöur, en þar bjó hann
þar til honum var vísaö úr landi
áriö 1964.
Andreotti
reyni aftur
RÓM, 1/2 (Reuter) — Sandro
Petrini forseti Itallu hefur beðið
Andreotti forsætisráöherra (sem
sagöi af sér I gær) aö mynda nýja;
rikisstjórn. Forsetinn er sagöur
áhyggjufullur, en næsta stjórn
veröur sú 41. I aldarfjóröung á
Itallu. Hann mun ræöa viö
formenn allra þingflokka, þám.
sóslalista, en þeir studdu kröfu
kommúnista um aö fá sæti I sam-
steypustjórn.
Lögreglustjóri
í hasssmygli
RABAT, Marokkó, 1/2 (Reuter)
— Lögreglustjóri I Riffjöllum I
Norður-Marokkó viöurkenndi
fyrir rétti I gær aö hafa aðstoöað
viö smygl á hassi út úr landinu. 1
Riffjöllum stendur hassrækt I
miklum blóma.
Ali Belkacem Soudani heitir
maöurinn og býr i Torres. Hann
er I hópi 78 manna sem grunaðir
eru um að hafa átt aöild aö smygli
I amk. tuttugu tonnum at hassi.
Smyglvarningurinn var fluttur á
fiskibátum til Evrópu.
Soudani sagði dómstólum aö
hann hefði hjálpað smyglurum
meö þvi aö sjá um aö lögreglu-
menn væru ekki á leiö smyglar-
anna, hafa samband við báta i
gegnum talstöö og gefa ljósmerki
aö nóttu.
Sagt er aö lögreglustjórinn hafi
grætt 2,4 miljónir króna fyrir 23
smygltilfelli.
Bretland:
Starfsfólk barna-
spítala í verkfall
Páfinn kominn
heim til Rómar
Lokaorð um kjarna
málsins Frá Páli Bergþórssyni
Mikil ritdeila hefur nú staöið
milli okkar Markúsar A.
Einarssonar um fyrirkomulag á
lestri veöurfregna. Þvl miöur
hefur hún einkennst of mikið af
persónulegu karpi um annað en
aðalatriöi málsins. Ég get vel
tekiö á mig nokkra sök á þvl. Til
þess aö hrinda umræöunum af
staö sá ég mig tilneyddan að
gerast haröskeyttari en aö jafn-
aöi er æs kile gt, og s vo hló ð s njó-
boltinn utan á sig.
En nú hafa málin skýrst, og
þvi mun ég nú takmarka mig
við kjarna málsins.
Þaö er sýnilegt.aö hugmyndir
um aö koma þvi' til leiöar, að
veðurfregnir verði oftar endur-
skoöaöar fyrir útvarpslestur,
eiga fylgi aö. fagna hjá aöilum
eins og Farmanna- og fiski-
mannasambandinu, Sjómanna-
sambandinu og Stéttarsam-
bandi bænda, en fáir eiga meira
undir virkri og lifandi veöur-
þjónustu en þeir, sem á bak viö
þessi samtök standa. I öðru lagi
hefur útvarpsráö áréttaö þaö
skýrt og skorinort, að þaö vilji
eins og mögulegt er koma til
móts viö Veöurstofhuna I þessu
efni. 1 þriöja lagi hefur
samgönguráöherra Ragnar
Arnalds óskaö þess, aö veöur-
stofustjóri semji greinargerð
um þetta efni. í fjóröa lagi hef
ég sannfært mig um, aö veður-
stofustjórinn hefur hug á aö
setja fram þær tillögur, sem all-
ir veöurfræöingar ættu aö geta
taliö viöunandi til þess að þeir
geti endurskoöaö veöurfregn-
irnar rækilega fyrir hverja út-
sendingu. Hvort þetta veröur
alveg á næstunni eöa I sambandi
viö skipulagsbreytingar á
Veðurstofunni siöar á árinu,
finnst mér ekki meginatriöi.
Og þá er ekki annaö eftir en
þakka Markúsi A. Einarssyni
fyrir oröaskiptin sem hafa
varpaö svona miklu ljósi á þetta
mál, þrátt fyrir andstæöar skoö-
anir okkar. Og svona eins og til
aö undirstrika óllkt álit okkar
vil ég mótmæla þvl sem hann
heldur fram I seinustu grein
sinni, aö það leysi engan vanda,
aö málefni Veöurstofunnar
veröi blaðamatur með þessum
hætti!
Páll Bergþórsson