Þjóðviljinn - 02.02.1979, Page 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. febrúar 1979
DIOÐVIUINN
Málgagn sóslalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Otgefandi: tJtgáfufélag ÞjóBviljans
Framkvæmdastjóri: EiBur Bergmann
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjóri: Vilborg HarBardóttir
Kekstrarstjóri: Olfar ÞormóBsson
GuB
AfgreiBslustjó
Blaöamenn:
urBardóttir
Margeirsson.
fréttamaöur:
Þingfréttamaöur
Ljósmyndir: E
Otlit og hönnu
Handrita- og p
Elias Mar.
Safnvöröur: E
: Filip W. Franksson
heiBur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sig-
'jón FriBriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur
Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. tþrótta-
Ingólfur Hannesson
: SigurBur G. Tómasson
nar Karlsson, Leifur Rögnvaidsson.
: GuBjón Sveinbjörnsson. Sævar GuBbjörnsson.
ófarkalestur, Blaöaprentsvakt: Andrea Jónsdóttir,
ólfur Arnason.
Auglýsingar: Rúnar SkarphéBinsson, SigriBur Hanna Sigurbjömsdóttjlr.
Skrifstofa: GuBrún GuBvarBardóttir, Jón Asgeir SigurBsson.
Afgreiösla: GuBmundur Steinsson. Kristin Pétursdóttir.
Sfmavarsla: ðlöf Halldórsdóttir, Sigrlfiur Kristjénsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún-BárBardóttir.
Húsmóöir: Jóna SigurBardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdðttir.
Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuBmundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slfiumdla 6.
Reykjavik, sfmi S1333
Prentun: Blaöaprent h.f.
Að blekkja og
svekkja
• Enda þótt ærin tilefni séu vegna innbyrðis deilna
stjórnarflokkanna gengur Morgunblaðinu illa að ná
áróðurstaki á ríkisstjórninni. Sjálfstæðismönnum geng-
ur ekki vel að telja landsmönnum trú um að þeir séu
blekktir, en öllum er hinsvegar Ijóst eftir fundarferð
þeirra um landið að forystumenn íhaldsins eru svekktir.
Líklegt má telja að sú sveif la sem óf ullkomnar skoðana-
kannanir benda til að átt hafi sér stað frá krötum yf ir á
íhaldið sé sprottin af heimilisböli hinna fyrrnefndu, en
ekki af frammistöðu þeirra síðarnefndu.
• Það er heldur ekki von á árangri þegar Morgunblað-
ið beitir hvað eftir annað augljósum fölsunum í mál-
flutningi sínum. Síðasta dæmið eru fullyrðingar um að
fundin hafi verið upp ný aðferð til vísitölufölsunar og
kaupráns með því að draga afgreiðslu á hækkunarbeiðn-
um opinberra stofnana og fyrirtækja f ram yf ir mánaða-
mótin, þannig að gjaldskrárhækkanir komi ekki til
hækkunar framfærsiuvísitölu 1. febrúar og verðbóta
samkvæmt henni 1. mars.
• Þessi tugga er margendurtekin í Morgunblaðinu í
fréttum og forystugreinum þrátt fyrir að forsætisráð-
herra hafi í svari við fyrirspurn Matthíasar Bjarnasonar
alþingismanns tekið skýrt fram að afstaða yrði tekin til
allra þeirra hækkunarbeiðna sem fyrir liggja frá opin-
berum aðilum áður en vísitalan verður reiknuð út og f ullt
tillit tekið til leyfðra hækkana við útreikning verðbóta-
vísitölunnar 1. mars n.k. Ölafur upplýsti einnig að for-
dæmi væru fyrir því að hækkanir hefðu verið leyfðar
eftir formlegan viðmiðunardag framfærsluvísitölunnar.
Slíkar hækkanir hefðu alltar verið teknar inn í vísitöluna
og framkvæmdin aldrei sætt átölum f kaupgjaldsnefnd,
enda ekki hallað á launþega með þessum hætti. Þar með
væri samkomulagið við samtök launafólks um að verð-
hækkanir opinberrar þjónustu komi ekki til fram-
kvæmda nema síðustu lOdaga fyrir útreikning verðbóta-
vísitölu hverju sinni virt í raun.
• Skýrara getur þetta ekki verið og ber það raunar vott
um dæmalausa málefnafátækt að Sjálfstæðisflokkurinn
skuli telja sér hag af því að láta málgagn sitt bera á borð
augljósar lygar og útursnúninga sem pólitískt gilda vöru
fyrir landsmenn. Það blekkir ekki þjóðina, en svekkir
stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins þegar til lengdar
lætur.
• Engan þarf að undra þótt garmurinn Ketill gelti
undir þegar húsbóndinn á höfuðbólinu í Aðalstræti byrst-
ir sig. Á ritstjórastól á Vísi er nú sestur eftir áralanga
baráttu VL-ingurinn Hörður Einarsson og hefur tekið
upp virðingarheitið „kommúnisti" á Alþýðubandalags-
mönnum. Honum hefur verið falið að dansa á f lokkslínu
Sjálfstæðisf lokksins enda birtast nú nær daglega næst-
um samhljóða forystugreinar í Morgunblaðinu og Vísi.
Ekkert samkomulag
• I viðtali við Ragnar Arnalds f Þjóðviljanum sl. mið-
vikudag kom skýrt fram að ekkert samkomulag er um
breytingar á vísitölugrunninum í ríkisstjórninni eða ráð-
herranefnd hennar í efnahagsmálum, sem skilað hefur
af sér skýrslu um störf sín og hugsanleg samkomulags-
atriði við mótun efnahagsstefnu til lengri tíma.
• Ragnar benti á að endurskoðun vísitölunnar væri til
umræðu í sérstakri nefnd og mikið hefði verið rætt um
það í verkalýðshreyf ingunni hvort menn teldu sig tilbúna
til breytinga á verðbótavísitölunni. Þar er meðal annars
rætt um einhverskonar viðmiðun við viðskiptakjaravísi-
tölu, og úr röðum Alþýðubandalagsmanna hafa heyrst
raddir um að einhverskonar viðmiðun af því tagi væri
skynsamleg ráðstöfun.
• En eins og ráðherrann tekur fram stendur Alþýðu-
bandalagið ekki að samkomulagi um neina breytingu á
vísitölunni án þess að hafa fullt samráð við forsvars-
menn verkalýðshreyf ingarinnar og þessvegna er ut í
hött að halda því fram að samkomulag liggi fyrir um
þetta mál. Þau mál skýrast í f yrsta lagi um miðjan mán-
uð er vísitölunefndin skilar af sér, og ekki er hægt að
gef a sér það f yrirf ram að samkomulag verði um það við
verkalýðshreyfinguna að hnika til viðmiðun launa við
framfærsluvísitölu fyrir verðbótaútreikning nú.
—ekh
Virðum forráða-
menn barna!
Ekkert er nýtt undir sólinni og
nú hefur Ragnhildur Helgadótt-
ir alþingismaður tekiö aö sér aö
flytja þær umræöur sem staöiö
hafa um árabil annarsstaöar á
Noröurlöndum um pólitiska inn-
rætingu i skólum i frumvarps-
formi inn á Alþingi. Inn i máliö
blandast lika friöhelgi einkalifs-
ins þvi að félags- og sálfræðing-
ar eru farnir aö reka nefiö ofan i
hagi skólabarna og aöstandenða
þeirra.
Mestum tiðindum sætir fyrsta
grein frumvarps Ragnhildar
Ragnhildur: Sérþörfum for-
ráöamanna barna veröi sinnt.
Helgadóttur. Þar segir m.a.
,,Viröa skal rétt forráöa-
manna nemenda til þess aö
tryggja þaö, aö menntun og
fræösla gangi ekki gegn trúar-
ou lifsskoöunum þeirra”.
NU hafa flest börn meö fékíö
kristilega fræöslu i skólum
landsins um árabil, sálma, siöa-
boöskap, trúarleg spakmæli og
bibliusögur og ekki oröið meint
af, þótt deilt hafi veriö um
kennsluaöferöir, enda er hér um
aö ræða hluta okkar siö-
menningar og arfleiföar.
Hins vegar hefur skólinn látið
sér i léttu rúmi liggja hvort
fræöslan hefur gengiö gegn
trúar- og lifsskoöunum foreldra
eöa forráöamenna barna, og
haldiö fast viö þessa meinlausu
lúthersk-evangelisku trú Þjóö-
kirkjunnar.
Sérþörfum verði
sinnt
Nú leggur Ragnhildur sem-
sagt til aö fariö sé aö sinna sér-
þörfum forráöamanna barna
veröandi trúarlegt og jafnvel
skoöanalegt uppeldi þeirra.
Enda mála sannast aö foreldrar
hafa litinn tima til þess aö sinna
þessum málum, — allir úti aö
vinna eins og Ragnhildur og
Þór.
Hitt verður þingmaöurinn aö
leggja betur út hvernig koma á
viö sérkennslu af þessu tagi.
Hugsanlega mætti bjóöa for-
eldrum úr hópi Votta Jehóva,
mormóna af siöustu daga heilög
um og maóista aö koma I skól-
ana og messa yfir heilu
bekkjunum. Þaö myndi þó
mæta andstööu vegna hættu á
óhollum áhrifum frá
Bahalforeldrum, Fylkingar-
foreldrum og fl.
í annan staö kærni til greina
aö skipta nemendum niöur I
hópa eftir trúarskoöunum og
pólitiskum skoöunum foreldra.
Þaö fengist varla samþykkt af
kostnaöarsökum nú á
sparnaöartlmum og hefur auk
þess þann ókost aö stundum
skarast lifsskoöanir i merking-
unni pólitisk viöhorf og trúar-
skoöanir hjá foreldrum og for-
ráðamönnum, eins og t.d. hjá
mörgum Alþýöubandalags-
manninum.
Til þess aö þessi stórmerka
tillaga Ragnhildar Helgadóttur
fái praktiskt gildi i skólakerfinu
hlýtur hún aö útfæra nánar fram-
kvæmd hennar á næstunni.
Barnaforráösmenn meö sér-
þarfir i trúar- og lifsskoöunum
bföa spenntir eftir þvi hvort
Ragnhildi Helgadóttur tekst aö
aflétta áralangri lúthersk-
evangeliskri innrætingu i skól-
um landsins.
Lúövik: Ætla þelr aö gefa til
baka?
Fá menn til
baka?
Lúövik Jósepsson formaöur
Alþýöubandalagsins sendir
„smákrötum” breiösiöu i Visi i
gær. Um lögbindingaráhuga
þeirra á hinum ýmsu þjóö -
hagsstærðum segir hann m.a.:
„Þeir flytja tillögur þessa
dagana um aö fastbinda i lögum
hvaö megi vera mikiö peninga-
magn f umferö áriö 1980.
Þeir vilja lika lögbinda aö
hvorki tekjur né gjöld rikisins
megi fara yfir 30% af þjóöar-
framleiöslu áriö 1980.
Nú vita allir, aö þjóöarfram-
leiösla getur aukist og hún getur
minnkaö. Hafi fjárlög i upphafi
árs gert ráö fyrir 30% markinu
ætti liklega aö skila álögöum
gjöldum aftur og neita aö bók-
færa gjöld, ef þjóöarframleiösl-
an yxi ekki jafnmikiö og áætlaö
heföi veriö”.
Lögfestum
verðbólguna!
Sama dag itrekar Vilmundur
Gylfason þaö sjónarmiö sem
Lúövik afgreiöir með oröunum
hér aö ofan i Dagblaöinu:
„Þaö veröur að ná verö-
bólgunni niöur. Tillögur okkar
gengu út á þaö aö lögbinda
helstu stæröir efnahagslifsins til
tveggja ára, ná samkomulagi
viö launaþegahreyfinguna inn-
an þess ramma og ná þar meö
mælanlegum árangri i viöur-
eigninni viö veröbólguna: 30 af
hundraöi fyrir árslok þessa árs
og 15 af hundraði 1980”.
Vilmundur: Veröbólgan niöur i
15% eins og hjá Geir.
Réttast væri aö fara aö tillögu
kratanna og binda þaö einnig i
lög aö veröbólgan eigi aö fara
niöur i 30% á árinu og 15% á þvi j
næsta. Fariengu aö siöur svo aö |
ekki veröi meira úr 15% mark- ■
inu en hjá Geir Hallgrimssyni I
sem lofaöi 15% veröbólgu en |
skildi eftir sig 55% gæti Alþýðu- |
flokkurinn snúiö sig út úr lög- ■
brotinu meö „Egilsstaöasam- I
þykkt”. Líkt og Framsóknar- I
flokkurinn sem samþykkti aö |
Jónas frá Hriflu væri ekki geö ■
veikur og fjárlögin væru halla- I
laus, gætu smákratarnir sam- I
þykkt aö veröbólgan væri 15% |
og sett fyrirvara um stjórnarslit ■
ef hinir flokkarnir féllust ekki á I
samþykktina.
Miðvikudags-
bylting i FUF |
Hin árvissu umbrot I Félagi ■
ungra Framsóknarmanna i |
Reykjavik eru nú afstaðin. Jó-
steinn Kristjánsson var kjörinn |
formaöur FUF á miðvikudags- ■
kvöldiö meö 114 atkvæðum en I
Kjartan Jónasson fékk 54 at- I
kvæöi.
Alfreö: Sigurvegarinn I Félagi
ungra Framsóknarmanna.
Alfreö Þorsteinsson er ekki
dauöur úr öllum æöum. Meö
mikilli smölun áriö 1971 tókst
honum aö gera laugardagsbylt-
ingu I FUF gegn Ólafi Ragnari
og Baldri óskarssyni. Nú tekst
honum meö svipuðum aöferöum
aö skáka bæöi Eiriki Tómassyni
og nýjum hópi „Mööruvellinga”
meö vel heppnaöri miöviku-
dagsbyltingu. Ekki færri en 90
félögum var smalað inn i FUF
og þeir teknir inn i félagiö sl.
föstudag og mun þaö liö hafa
riöiö baggamuninn i kosning-
unum á aöalfundinum.
Breiöholtsdeildin undir for-
ystu Alfreös Þorsteinssonar og
ýmsir óánægöir Framsóknar-
menn ráöa nú lofum og lögum i
FUF og má þvi gera ráö fyrir aö
stærsta félaginu i Sambandi
ungra Framsóknarmanna veröi
óspart beitt gegn „hreinsunar-
mönnunum” fyrrverandi i
stjórn sambandsins, Eiriki
Tómassyni, formanni, og Birni
Lindal, sem stjórnaöi kosninga-
baráttunni i Reykjavlk sl. vor
aöallega meö skömmum um
„góöa og gilda” Framsóknar-
menn.
Athyglisvert er aö óánægjan
innan FUF beinist sérstaklega
gegn Eiriki og hafa báöir for-
mannsframbjóöendurnir keppst
um aö sverja af sér tengsl við
hann opinberlega. Alfreösmenn
héldu þvi stift fram aö Eirikur
stæöi aö baki framboðs Kjart-
ans Jónassonar, og varö þaö
honum ekki til framdráttar. Aö
framboöi hans stóö hinsvegar
hópur ungra manna sem telja
sig ekki hafa nein tengsl viö aö-
stoöarráöherrann, og hyggjast
bjóöa fram nýjan „vinstri” lista
i FUF á næsta aöalfundi. Þaö er
þvi ekki friövænlegt á Fram-
sóknarheimilinu i Reykjavlk
þegar „ungu menninrnir” eru
orönir þriklofnir.
—e.k.h.