Þjóðviljinn - 02.02.1979, Page 11
Föstudagur 2. febrúar 1979 >JÖÐVILJINN — SIÐA 11
íþróttir (2
iþróttír \7>\ iþrottir
■ Umsjón: Ingólfur Hannesson v J ■
SMOCK ER LÖGLEGUR
segir stjórn KKÍ
Blaðinu barst i gærdag yfirlýs-
ing frá stjórn Körfuknattleiks-
sambands íslands vegna deilna
um það hvort nýr leikmaður
Trent Smock, i liði stúdenta,væri
löglegur eöa ekki. Bréfiö er
svohljoðandi:
„Bréffrá t.S. dagsett31. janúar
1979, um umsókn fyrir erlenda
leikmanninn Trent R. Smock var
tekið fyrir á stjórnarfundi i dag.
Stjórn KKt litur svo á að
keppnisleyfi sem veitt var fyrir
erlendum leikmanni t.S. fyrir 15.
október 1978, gildi áfram út
keppnistfmabilið, fyrir Trent R.
Smock, fæddan 28.8 1 954, enda
sendi t.S. læknisvottorð fyrir 7.
febrúar 1979, um að Dirk Dunbar
sé ófær um að leika körfuknatt-
Ieik áfram.”
ÞessiyfirlýsingfráKKÍ mun að
öllum likindum verða stefnu-
markandi komi upp svipuð staöa
á næstu árum. Samkvæmt þessu
virðast keppnisleyfi erlendra
leikmanna ekki vera gefin út á
ákveðið nafn og þvi I neyöartil-
fellum hægt að yfirfæra leyfið á
annan leikmann. Undirrituðum
finnst sambað hinri nýi leikmaður
eigi að hafa dvalist i landinu i
ákveðinn tima t.d. lmán.áður en
hann fær keppnisleyfi. Þessi
regla gildir venjulega um félags-
skipti islenskra leikmanna.
IngH.
Maraþon-
handbolti
Nokkrir friskir strákar í 3.
flokki i H.K. hyggjast keppa i
maraþonhandknattleik og hefja
leikinn kl. 7 i kvöld i Kársnesskól-
anum.
Þeir hafa boðið Kópavogsbúum
áheitamiða til sölu og er það 100
kr. fyrir hver ja klukkustund sem
leikin er. Þegar hafa 600 af 700
útgefnum miðum selst, svo það
fara að veröa siðustu forvöð að
tryggja sér slikt áheitakort.
Vilja fá Bogdan sem
knattspyrnuþjálfara
Knattspyrnudeild Armanns
hefursettsig isamband við hand-
boltamenn Vikings með þaö i
huga að næsta sumar muni hinn
pólski handknattleiksþjálfari
Vikinga, Bogdan Kowalsky, taka
að sér þjálfun meistaraflokks
Armanns i knattspyrnu, en þeir
ieika I 3. deild.
Iþróttasiðan hafði samband við
Rósmund Jónsson, stjórnarmann
i handknattleiksdeild Vikings og
innti hann frétta af þessu máli.
Rósmundur sagði það rétt vera,
að Armenningarnir hefðu spurst
fyrir um þetta og þá væntanlega
vegna þess aö þeir Vikingarnir
hefðu mikinnáhuga á þvi að gera
tveggja ára samning viö Bogdan.
Færi svo, þyrfti að útvega honum
vinnu I sumar ogþ.a.l. hefði þessi
möguleiki komið upp. Einnig
hefði knattspyrnudeild Vikings
verið boöiö að nota starfskrafta
Pólverjans, en ekkert varð úr þvi
máli. Rósmundur sagði aö lokum
að þetta mál myndi væntanlega
skýrast á næstunni.
Þá hafði Þjv. samband við Þór
Ragnarsson, fyrrverandi
formann knattspyrnudeildar
Vikings, og spurði hann um þetta
mál. Þór sagði: „Það var nú
reyndar minnst mjög lauslega á
þetta viö okkur og þá einkum i
sambandi við meistaraflokkinn.
Þaö kom einnig til tals að Bogdan
tæki að sér þrekþjálfun
strákanna, enYoutrii.kemur mjög
fljótlega og tekur það að sér.
Siðan lognaöist þetta mál útaf og
hefur ekkertverið meira um það
rætt.”
Þessmá geta f lokin að Bogdan
er mjög vel menntaöur fþrótta-
kennari eins og reyndar alhr þeir
þjálfarar sem frá Austur-Evrópu
koma. Það yrði vissulega feitur
biti fyrir þá Armenninga aö fá
slikan mann til starfa.
UMFN á toppinn
eftir sigur gegn Í.S. 101:87
„Það var stórkostlega gaman
að spila sinn fyrsta leik á tslandi,
en munurinn I lokin var of mikill.
Liöið hans Ted er mjög gott og
ekki auðvelt að eiga við þá. Ég
lofá ykkur að þetta verði betra
hjá okkur,” sagöi nýi leikmaöur
stúdenta, Trent Smock, eftir leik-
inn gegn Njarðvik i gærkvöldi.
Leikurinn var mjög jafn f upp-
hafi og voru stúdentarnir alltaf
heldur á undan, 8—4, 12—8, og
25—22. UMFN fór þá að siga á,
þeirnáðuað jafna og komast yfir,
35—35, 44—43 og þeir höföu for-
ystu i hálfleik 46—43.
Seinni hálfleikurinn var ekki
siður jafn en hinn fyrri, einkum
framan af. Um miðbik hálfleiks-
ins voru Í.S. menn allt i einu
komnir yfir 66—65, en sfðan hljóp
allt i baklás hjá þeim og sunnan-
menn tóku völdin I sinar hendur.
Munurinn smá-jókst, 80—74,
95—82 og lokastaöan varð 101—87
sigur UMFN.
Stúdentarnir komu á óvart i
þessum leik; þeir börðust eins og
ljón allan tímann, en léku samt af
skynsemi. Sóknarloturnar voru
langar og alltaf reynt aö stilla upp
áður en skotið var. Gisli Gislason
var „primus motor” í öllu spili
sem fyrr og ekki gott að segja
hvernig farið hefði ef hann hefði
ekki þurft að yfirgefa völlinn með
5 villur i upphafi seinni hálfleiks.
Jón Héðins og Bjarni Gunnar áttu
báöir mjög góðan leik, einkum sá
siðarnefndi, sem á hvern stórleik-
inn á fætur öðrum. Bandarikja-
maðurinn, Smock er greinilega
frábær leikmaöur, en er i fremur
lélegri æfingu.
Um Njarðvikinga þarf ekki aö
hafa mörgorð, þeir eru með lang-
besta liðið i úrvalsdeildinni núna
að mati undirritaös, hvergi veik-
an hlekk að f inna. A mánudaginn
kemur iljóshvortþessifullyrðing
hefur við rök að styðjast, en þá
leikur UMFN gegn K.R.
Stigin fyrir I.S. skoruðu: Smock
29, Bjarni Gunnar 22, Jón H. 16,
Gisli 14, Ingi 4 og Jón O. 2.
Fyrir UMFN skoruðu: Bee 30,
Gunnar 14, Geir 14, Arni 13, Guð-
steinn 10, Guöjón 9, Július 2 og
Jónas 1.
IngH
Hinn stæðilegiTrent Smock er hér i baráttu við Geir Þorsteinsson
Njarðviking, skæðasta varnarleikmann UMFN.
íslenska landsliðið
aftarlega á merinni
í athugun nokkurra íþróttablaða á styrkleika knattspyrnulandsliða
Evrópsk íþróttablöð gera
sér það oft til dundurs að
búa til lista hvar knatt-
spyrnuliðum Evrópu er
raðað niður eftir frammi-
stöðu á liðnu keppnistíma-
bili. I nýjasta hefti
Deutsche Sportecho eru
birtir nokkrir slíkir listar,
og er athyglisvert að skoða
hvar fsland lendir.
Hjá pólsku blaði, Przeglad
Sportowy, erum við i 29. sæti, að-
eins Luxemburg er neðar. 1
France Football er ísland I 29.
sæti og þar er Luxemburg og
Kýpur fyrir neöan okkur. Þeir hjá
Sport Ztlrich hafa öll landsliö
heimsins á sinum lista og þar er-
um við I neðsta sæti. Þarna vekur
þaö eflaust athygli hve ofarlega
Túnis er, i 14. sæti og hafa skotiö
mörgum gamalgrónum knatt-
spyrnuþjóöum aftur fyrir sig
t.a.m. Júgóslaviu, Irlandi, Sovét-
rikjunum og Sviþjóö.
Loks taka þeir sig til hjá
Deutsche Sportecho og raða lönd-
unum niður i styrkleikahópa. Þar
erum við að sjálfsögöu I neðsta
hópnum ásamt Luxemburg,
Möltu og Kýpur.
A árinu 1978 lék tsland 6 lands-
leiki, fjögur töp og tvö jafntefli.
Markatalan er okkur mjög óhag-
stæð. Eitt skoraö mark, en feng-
um á okkur 11. Heima lékum viö
gegn Pólverjum (0:2), Dönum
(0:0) og USA (0:0). Ctileikirnir
voru gegn Hollendingum (0:3),
Austur-Þýskalandi (1:3) og
Pólverjum (0:3).
Þaö er e.t.v. eölilegt að við
skulum tapa fyrir þessum knatt-
spyrnustórveldum með 2-3 marka
mun, en hitt hlýtur aö vera
áhyggjuefni hve illa markaskor-
un gengur. Vonandi stendur þetta
til bóta þegar okkar efnilegustu
framlinumenn, Pétur Pétursson
og Arnór Guöjónssen hafa skólast
I atvinnumennskunni. IngH
Rangllsten anderer zum Vergleleh
_Prz«gled
Sportowy”, Wertduu
.France
Footbell”, Parla
.Sport“
Bcl^rad
(ElnteUung nach Leistungsgruppen)
1. Nlederlande
2. ItaUen
3. England
4. Frankrelch
5. BRD
6. Polen
7. österrelch
8. Spanlen
9. Portugal
10. Schottland
11. CSSR
L2. Schweden
13. DDR
14. Wales
15. Ungarn
16. UdSSR
17. RumMnien
18. Beltfien
19. Jugoalawlen
20. Nordirland-
21. Irland
22. Grlechenland
23. Schwedz
24. Bulgarlen
25. Dttnemark
26. Finnland
27. Norwegen
28. TUrkel
M. I.iland_
30. Luxemburg
1. Nlederlande 1. Niederlande l. Argentinlen
2. ILallen 2. Itallen 2. Braslllen
3. L'ngland 3. Niederlande
Polen 4. ItaUen
5. Spanlen 5. Polcn
Frankrelch 6. England , 6. österretch
7. BRD
8. österrelch 8. England
8. Frankrelch
10. Spanlen
12. Schottland ll. Ungam 11. Portugal
Schweden
Nordirland 14. Tuneaien 15. UdSSR
Belglen 17. DDR
18. Irland
19. Rumttnlen
20. Grlechenland
Jugoslawlen
22. Dfinemark
23. Ungarn 23. Grlechenland
24. Schwelz
25. Bulgarten
26. Flnnland
27. Norwegen
—a. ialAnd 2&. Jugslawien
30. Zypern
Luxemburg 31. Bulgarlen 32. Schwelz 33. Norwegen 34. TUrkei 35. Island
• In der WM-Finalrunda
dabeú — ln der EM mlt
gutan Anaxlchten:
• Aufachwung tn den
EM-Gruppenaplelen hler —
Abfall nach der WM dort:
• In der EM swar nlcht
auaalchtsloa, doch waltar
zu unbaatttndlg:
Nlederlande
BRD
österreich
Italien
PoVen
Portugal
Spanlen
CSSR
Nordlrland
Schottland
Schweden
England
UdSSR
Rumttnien
Wajes
DDR
Frankreich
• AnachluB nach oben
vorerat verloren — ateta su
Uberraachungen f&hlg:
• Im Fahratuhl nach oben
und nach unten:
• An Boden verloren —
hin und wledar mlt
Oberraschenden Reauttaten:
Ungam
Schwdx
Belclen
FJnnland
Grlechenland
JugoAlawlen
Ddnemark
Irland
Norwegen
irier
am Ende dar Bangliata:
Luxemburg
Malut
Zypem
Eitt
og
annað
Firmakeppni i hand-
bolta
Handknattleiksdeild KR
gengst fyrir firmakeppni i
handknattleik, sem hefst
föstud. 16. feb. 1979. Þátt-
tökutilky nningar ásamt
þátttökugjaldi kr. 20.000 og
nafni forsvarsmanns firma-
liðs ásamt simanúmeri send-
ist til:
Stefáns G. Stefánssonar,
Box 379
fyrir föstudaginn 9. feb.
Nánari upplýsingar veitir
Páll Asmundsson i sima
10121 eftir kl. 19.00
TBR-fréttir
Okkur hérna á Þjóöviljan-
um barst hressilegt blað
fyrir skömmu og nefnist það
TBR-fréttir. Ritstjóri og
ábyrgðarmaður er Sigfús
Ægir Arnason. Þettablaðer i
„Herópsbroti” eins og segir
á einum stað og einkum
helgað siðasta aðalfundi
TBR. Þessi útgáfustarfsemi
er til fyrirmyndar og mættu
önnur félög margt af þeim
badminntonmönnum læra.
tþróttasiðan ætlar að taka
sér bessaleyfi og birta
nokkrar örstuttar tilvitnanir
i blaðið:
Um þing ISI og IBR:
Þessar samkundur eru lang-
dregin, þunglamalegoghálf-
stirnuö fyrirbæri, sem fátt
merkilegt leiða af sér.
Næstu verkefni við TBR
húsið: Klára að klæða
iþróttasalinn að innan og
setja úpp loftræstikerfi. Láta
teikna félagsheimili og skrif-
stofuherbergi, sem koma
ofan á baðkjarna. Otiþarf að
girða og laga lóðina ásamt
þvi að gera varanleg bila-
stæði
Um enska gesti á Tropi-
cana-mótinu: Þeir Wallwork
og Bridge dvöldust á Islandi
fram á miðvikudags-
morgun og sýndu þeir
TBR-ingum listir sinar bæði
á mánudag og þriðjudag.
Þeir fengu aftur á móti að
sjá bestu hliöar þjóöarinnar
— fagrar konur á Sögu og i
Óðali — ásamt óspilltri
náttúrufegurð landsins.
Reykjavikurmót i
borðtennis
A sunnudaginn 4. febrúar
n.k verður haldiö Reykja-
vikurmeistaramót i borö-
tennis i Laugardalshöllinni.
Mótið hefst kl. 13 með keppni
i einliöaleik unglinga
Einliðaleikur oki boys hefst
kl. 14
Tvenndarleikur hefst kl. 15
Allir tviliöaleikir hefjast kl.
16
Einliðaleikur karla og
kvenna hefst kl. 18
Reykjavikurmótsnefhd.
Enn við sama
heygarðshornið
QPR - leikmaðurinn Stan
Bowles var þckktur vand-
ræðagemsi hér áður fyrr, en
hefur haft heldur hægara um
sig hin seinni ár. Þó komst
kappinn ( fréttirnar fyrir
skömmu þegar hann gaf út
þá yfirlýsingu I ensku blaði,
aö hann væri vanur að taka
inn örvandi lyf fyrir leiki.
Stuttu seinna komst það
upp að blaðið hafði greitt
Bowles 1000 pund fyrir aö
gefa út þessa „yfirlýsingu”.
Þá dró hann i land og sagöist
ekkerthafa vitað hvað hann
skrifaði undir. Já, gullkálf-
urinn kemur viða við.