Þjóðviljinn - 03.02.1979, Síða 7
Laugardagur 3. febrúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Rauðsokkahreyfingin byrjaði sem breið samfylking,
en það kom fljótlega í ljós, að þessar konur áttu
ekki nema takmarkaða samleið í baráttunni.
Sólrún
Gisladóttir
Sóun á „dýrmætum
baráttukröftum”
Hlin Agnarsdóttir og Þórdis
Richardsdóttir hafa aðeins bor-
ið sig til við að stunda boltaleik
á siðum Þjóðviljans i vetur, eða
eins og þær segja sjálfar: „Við
erum i' boltaleiknum sem fjallar
um málefni kvennabarátt-
unnar”. Ekki vil ég taka þátt i
þvi að leika mér með málefni
kvennabaráttunnar, en hins
vegar er ég meira en fús til að
leggja minn skerf af mörkum I
umræðu um þessi efni ef það
mætti verða islenskri kvenna-
hreyfingu að einhverju gagni.
1 grein sinni þann 20. janúar
s.l. gera þær stöllur tilraun til að
varpa ljósi á hvernig kvenna-
hreyfingu þær vilja, en jafn-
framt benda þær lesendum á
„úttekt á stefnu og starfi
Rauðsokkahreyfingarinnar”
sem gerð er I Rauðliðanum
„fræðilegu og menningarlegu”
tímariti Eik (m-1). Fyrst þær á
annað borð minntust á þessa
„úttekt” þá sé ég mér ekki ann-
að fært en að leggja hana
nokkurnveginað jöfnu við grein
Hlinar og Þórdisar, enda eru
báðar greinarnar þvi marki
brenndar að reyna að gera
Rauðsokkahreyfinguna (Rsh.
héreftir) tortryggilega og kasta
rýrð á starf hennar og stefnu. I
Rauðliðanum er hins vegar slik
oígnótt af vanþekkingu, bulli og
rangfærslum að nægja myndi i
margar greina af gera ætti þvl
öllu skil. Ég mun þvi einungis
stikla á stóru i þessari grein.
Hugtakiö
„feimnismi”
Ekki er öll vitleysan eins, en i
sinni fáránlegustu mynd birtist
hún i f jandskap Eik-ara við hug-
takiö „feminismi”. t baráttu
sinni gegn þessu hugtaki leita
þeir viða vopna og er ekki við
þvi að amast, en hitt þykir mér
héldur klént að prjóna við heim-
ildir þegar þær þrýtur. Þeir sem
skrifa greinina I Rauðliðanum
segjast hafa leitaö i enska,
sænska og franska orðabók eftir
hugtakinu „feminismi” og út úr
þessum heimildum lesa þeir:
„feminismi þýðir ... bæði kven-
frelsishreyfing og stefna i
kvennabaráttu sem miöar að
þvi að ná sömu lagalegu og póli-
tisku réttindum fyrir konur til
móts við þau sem karlar hafa
þegar náð innan ramma
borgaralegs þjóðfélags,, (undir-
strikun min). Þessi skilgreining
Eik-ara er hreinn tilbúningur
þvi hugtakið þýðir einfaldlega,
bæöi samkvæmt orðabókum og
málvenju, kenning um og
barátta fyrir pólitisku, efna-
hagslegu og félagslegu jafnrétti
kynjanna, en ekkert mat er á
það lagt hvaða ramma þessi
barátta markar sér.
Baráttan fyrir jafnrétti
kynjanna hefur þins vegar allt
af runnið um tvo farvegi.
Annars vegar hafa verið hinir
s.k. „borgaralegu feministar”
sem telja aö með ýmsum
umbótum sé hægt aö ná jafn-
rétti kynjanna innan auðvalds-
þjóðfélagsins, enda afneita þeir
þvi að orsaka kvennakúgunar
j sé að leita I þjóðfélagsgerðinni.
Hins vegar eru „byltingarsinn-
aðir feministar” sem álita að
kúgun kvenna verði aldrei
afnumin nema ráðist sé gegn
rótum hennar, þjóðfélagsgerð-
inni. Þær byggja á marxlskri
skilgreiningu á þjóðfélaginu og
vilja taka þátt i baráttu verka-
lýðsins fyrir sköpun nýrra
þjóðfélagshátta þar sem allt
arðrán og kúgun er afnumið. Til
þessa hóps telja Rauðsokkar
sig.
Grundvöllur „feminismans”
var ekki eingöngu lagður af
konum úr borgarastétt eins og
Eik-arar viija vera láta. Eftir
iðnbyltingu skapaðist grund-
völlur fyrir byltingarsinnaðan
femínisma og á fyrsta skeiði
hennar komu útópisku sósialist-
arnir fram með kenningu, að
vfeu ófullkomna, um frelsun
konunnar. Þessi kenning er
siðan tekin upp af Engels og hún
þróuð áfram innan hinnar
sósialisku hreyfingar, án nokk-
urrar feimni við að nota hugtak-
ið „feminismi”.
Fjölskyldupólitík
Rauðsokka-
hreyfingarinnar
1 stefnugrundvelli Rsh.
stendur m.a.: „Kúgun kvenna
er efnahagslegs og kynferðis-
legs eðlis. Húner liður i þvi' mis-
rétti sem þjóöfélagsskipan okk-
ar byggist á. Félagslegar og
efriahagslegar aðstæður kvenna
gera þeim ekki kleift að standa
jafnfætis körlum. Undirrót
þessa er það hlutverk sem kon-
ur hafa gegnt og gegna I
fjölskyldunni.” Þessa klausu
hafa Eik-arar löngum einblint á
sem órækt dæmi um kvenrembu
Rsh. og borgaralegar tilhnei-
ingar hennar. I Rauðliðanum er
langsótt útlegging á þessu en
hún hljóðar svo:, Það er s .s. ekki
lengur auðvaldsskipulagið
heldur fjölskyldan sem er aðal-
meinsemdin samkvæmt stefnu
Rsh. og þvi berjast þær gegn
f jölskyldunni.” Jafnframt
upplýsa þeir okkur fávisa
lesendur um það, að afstaða
Rauðsokka til f jölskyldunnar sé
alröng.
Það verður að segja hverja
sögu eins og hún er, og Eik-ur-
um og öðrum áhugamönnum
um Rsh. til fróðleiks skal það
upplýst að fjölskyldupólitik
Rsh. er ekki ýkja fyrir ferðar
mikil. Hún kemur fyrst og
fremst fram I kröfunni um
minnkað vinnuálag á fjölskyld-
una, sem felst I þvi að flytja
hluta af þeim þjónustustörfum
sem unnin eru á heimilunum út
fyrir þau. Sem sagt, þaö er kraf-
an um aukna samneyslu og
fleiri valkosti (s.s. góð og ódýr
mötuneyti, almenningsþvotta-
hús o.fl.) sem hægt er að kaíla
fjölskyldupólitik Rsh. og ég á
bágt með að trúa öðru en að
„baráttusinnarnir” i Eik (m-1)
geti tekið undir þessar kröfur.
Þær konur sem eingöngu
sinna húsmóðurhlutverkinu eru
félagslega og efnahagslega
ósjálfstæðar ogef konan vinnur
utan heimilis þá þýðir þaö
aukið vinnuálag á fjölskylduna,
sem i flestum tilfellum lendir á
konunni. Samfélagsleg þjónusta
við heimilin hefur ekki vaxiö i
samræmi við aukna atvinnu-
þátttöku kvenna, enda sam-
rýmist það ekki gróðasjónar-
miðum kapitalismans. í dag er
fjölskyldan bundin á klafa vinn-
unnar, félagslegt samneyti er i
lágmarki og litill timi til þátt-
töku i félags- og stjórnmálum.
Til þess að þetta megi breytast
þarf margt að koma til s.s.
stytting vinnutimans, en jafn-
framt þarf hin samfélagslega
þjónusta að aukast.
Um þaö sem hér hefur verið
sagt um fjölskylduna eru allir
Rauðsokkar sammála, en hins
vegar eru þeir alls ekki á eitt
sáttir um það hvort fjölskyldan
eins oghún er i dag er heppileg-
asta sambýlisformið eða ekki.
Fjölskyldan
og kapítalisminn
1 minum huga er fjölskyldan
engin heilög belja né heldur
óbreytanleg félagsleg eining
sem standa mun um aldur og
ævi. Fjölskyldan er afsprengi
stéttaþjóðfélagsins og I
auðvaldsþjóðfélagi gegnir hún
m.a. þvi hlutverki að bera al-
gera ábyrgð á uppeldi nýrra
þjóðfélagsþegna og skila þeim
siðan út i samfélagið i' formi
góðs vinnuafls. Sú lélega
marxiska skoðun virðist vera
rikjandi I herbúðum Eik-ara að
lita á kapitalismann sem
afmarkað fyrirbæri, en ekki
margþætt og flókiö. Kapitalism-
inn styðst viö ýmsar stofnanir
sem endurspegla og viðhalda
hugmyndafræði rikjandi stétta,
og fjölskyldan er ein þeirra. 1
fjölskyldunni er völdunum mis-
skipt og hún er vel til þess fallin
aðmiðla afturhaldssömum hug-
myndum sem kenna einstak-
lingunum að hlýða þeim sem
valdið hafa. 1 fjölskyldunni (og
skólum) fer hugmyndafræðilegt
uppeldi barnanna fram og þar
er stúlkum kennt að húsmóður-
hlutverkið sé örlög þeirra, og
enginn má sköpum renna.
Siðfræði fjölskyldunnar sem
stofnunar er byggð á siðfræði
stéttaþjóðf élagsins sem
útleggst þannig að menn verði
að bera harm sinn i hljóði og
þreyja þorrann og góuna.
Fjölskylduformiö er mun betur
til þess fallið að framleiða
óvirka einstaklinga heldur en
byltingarsinnaða baráttumenn.
Um
samfylkingar
f langri grein Hlinar og Þór-
dfear eru fáir bitastæðir punkt-
ar, en þó var einn að finna sem
heldur vafðist fyrir mér að
koma heim og saman. Þær fara
mörgum orðum um hvernig
heppilegast sé að fylkja fólki
saman til baráttu um ákveðin
málefni, en ^ð lestrinum lokn-
um verður manni óneitanlega á
að spyrja, heppilegast fyrir
hvern?-
Þær telja það galla á Rsh. að
hún er vettvangur fólks með
sósíallskar skoðanir sem tekur
afstöðu á grundvelli þeirra
skoðana. Þannig á samfylking
ekki að vera samkvæmt þeirra
uppskrift sem er svohljóðandi:
„Við álitum að samfylking
kvenna eigi ekki að sameina fé-
laga sina og stuðningsmenn á
sósialfekum grundvelli þ.e. gera
sósialiska afstöðu að skilyrði til
þátttöku eða að hafa sósialisma
á stefnuskrá sinni, heldur eigi
samfylking að sameina þá um
ákveðnar kröfur og baráttumál
sem konurgeta fylkt sér undir
og samþykkt án tillits til ann-
arra skoðana þeirra á mönnum
og málefnum” (undirstrikun
min). Það eru sem sagt konur
sem ein heild sem eiga aö fylkja
sér saman um einhverjar ótil-
teknar kröfur. Nú veit ég að
Hlin Agnarsdóttir og Bessi
Jóhannsdóttir hafa ólikar skoð-
anir á ýmsum mönnum og mál-
efrium, en sem konur gætu þær
kannski fundið sér einhverjar
sameiginlegar kröfur til að
berjast fyrir.
Þetta mun þó ekki vera ætlun
Hlinar og Þórdisar heldur segja
þær eitt og meina annað. Hin
ósóáialiska samfylking á nefni-
lega að skilgreina orsakir
kvennakúgunarinnar og niður-
staða hennar má ekki verða
nema á einn veg. Þær stöllur
klykkja út með þvi að segja :
„Þetta þýðir i reynd að heyja
veröur kvennabaráttu með
vopnum stéttabaráttu og um
leið er viðurkennt að megin-
orsök kvennakúgunar sé sprott-
in upp úr misrétti stétta-
þjóðfélagsins þar sem ákveðin
stétt fer með völdin, i' okkar
þjóðfélagi borgarastéttin sem
kúgar verkalýð og vinnandi
alþýðu.” Mér er spurn, hverjir
gætu fallist á þessa skilgrein-
ingu aðrir en sósialistar og
hvers vegna I ósköpunum þarf
þá aö pukrast með hugtakið
sósialismi eins og þjófur meö
ránsfeng sinn?
Rauðsokkahreyfingin byrjaði
sem breiö samfylking kvenna
sem tóku höndum saman um
ákveðin baráttumál án tillits til
skoðana á öörum málefnum.
Það kom hins vegar fljótlega i
ljós að þessar konur áttu ekki
nema takmarkaða samleið i
baráttunni og nú eru einungis
innan hreyfingarinnar konur
sem vilja berjast kvenna-
baráttu með vopnum stétta-
baráttunnar. Hreyfingin hefur
slitiö barnaskónum og er löngu
hætt þeim feluleik sem Þórdis
og Hlin vilja hefja. Rsh. er
„hreyfing” og hversu mjög sem
Eik-urum er i nöp viö uppruna
hennar þá geta þeir ekki gagn-
rýnt hana árið 1979 á þeim
forsendum. Rsh. er stöðugum
breytingum undirorpið eins og
önnur félagsleg fyrirbæri og ef
Eik-arar kæra sig um að vera
heiðarlegir i gagnrýni sinni þá
verða þeirað koma sér framyfir
ártalið 1976.
Stéttasamvinna
og ein-
angrunarstefna
Það er vinsæl iðja meðal
Eik-ara og fylgifiska þeirra, að
brigsla öðrum vinstri hreyfing-
um um stéttasamvinnu. Rsh.
hefur ekki farið varhluta af
þessuog er það gjarnan haft til
marks um hina örgustu stétta-
samvinnu að i stefnugrundvelli
hennar er það talið eitt af hlut-
verkum hennar „að starfa með
verkalýðshreyfingunni og öðr-
um að sameiginlegum mark-
miðum”. Verkalýðshreyfing
og verkalýðsforysta ereittoghið
sama i augum Eik-ara og
verkalýðsforystan hefur stétta-
samvinnueðli samkvæmt þvi
sem segir I Rauðliðanum. Að
starfa með verkalýðshreyfing-
unni er þar af leiðandi stétta-
samvinna samkvæmt hunda-
lógik þeirra. Ekki virðist heldur
annað hvarfla að rökfræðingum
Eik (m-1) en að það sé verka-
lýðshreyf ingin sem ákveði
hvaða markmiö hún og Rsh. eigi
sameiginleg enekki öfugt. Þeim
tilglöggvunarskal á þaðbent að
Rhs. hefur ekki látið
ákvörðunarréttinn I málum sin-
um I hendur verkalýöshreyf-
ingarinnar. Rsh. ákveður sjálf
hvaðamarkmiðhún á sameigin-
lega með hverjum.
Rauðsokkahreyfingin er alls
ekki fullkomin og við sem störf-
um innan hennar erum ekki
alltaf fýllilega ánægðar með
hana og finnst að henni hafi ekki
alltaf tekist upp sem skyldi. Við
álitum hins vegar að starf henn-
ar og sigrar markist fyrst og
fremst að þvi' að við leggjum
saman krafta okkar og beitum
þeim rrarkvisst. Við erum ekki
alltaf sammála um hvernig
haga skuli baráttunni i hvert
skipti en við teljum það heldur
ekki eftir okkur að berjast fyrir
skoðunum okkar innan hreyf-
NÍngarinnar. 1 okkar augum er
baráttuhreyfing kvenna ekki
svo léttvæg að við getum leyft
okkur að renna af hólmi um leiö
og til einhvers skoðana-
ágreinings.
Hlin og Þórdis vildu ekki sóa
„dýrmætum baráttukröftum”
sinum áhreyfmgunaogyfirgáfu
hana þess vegna (mér er það a ð
vfeu hulin ráðgáta hvar þær
hafa nýttþá undanfarintvö ár).
Þessa skýringu þeirra get ég
ekki tekið góða og gilda, en held
að orsakanna sé fremur að leita
i einangrunarstefiiu Eik(m-l)
sem hefur dregið sig út úr
hverri samfylkingunni á fætur
annarri ogreynt að stofnaaörar -
til höfuðs þeim. Þeir hafa sóað
„dýrmætum baráttukröftum”
sinum i að ber jast gegn öðrum
vinstri hreyfingum en gleyma
höfuðandstæðingnum, auðvald-
inu. Það er alltaf leitt til þess aö
vita að mönnum skuli förlast
svo sýn aö þeir hætti að sjá
skóginn fyrir trjám.
Sólrún Gisladóttir.
Fjölskylduformið
mun betur
til þess fallið að
framleiða
óvirka
einstaklinga
heldur
en
byltingarsinnaða
baráttumenn