Þjóðviljinn - 03.02.1979, Page 13

Þjóðviljinn - 03.02.1979, Page 13
Laugardagur 3. febrúar 1979 ÞJÓÐVXLJINN — StÐA 13 Hvernig fyndist þeim að láta setja málmhlut upp i tipp- ið á sér, með með- fylgjandi blæðingum og e.t.v. bólgnu tippi? Betri getnaðarvarnir, frjálsar fóstureyðingar, engar ófrjálsar ófrjó- semisaðgerðir. Þetta eru kröf ur sem settar verða á oddinn í ýmsum löndum á alþjóðlegum baráttudegi 31. mars. Meðal þessara landa eru Portúgal, Spánn, ítalía, Sviss, Frakkland, Holland, Belgía, England, írland, Ástralía, Kanada, Banda- rikin, Kólumbía, Porto Ríkó. Karlar með lykkjuna? Hvergi hafa konur fullkominn rétt til aö stjórna barneignum sinum. Getnaöarvarnir eru dýr- ar og ófullkomnar. Þaö má spyrja þeirrar spurningar hvort hægt væri aö bjóöa körlum upp á sömu meöferö og konum, hvaö snertir getnaöarvarnir. Er hægt að bjóöa karlmönnum aö éta hormónalyf daglega, þannig aö þeir geti átt á hættu að þjást af höfuöverk, vatnsmyndun i vefj- um, jafnvel láta lifiö sökum blóötappa? Hvernig fyndist þeim aö láta setja málmhlut upp i tippiö, meö meöfylgjandi blæöingum, og e.t.v. bólgnu tippi? Ætli þeir myndu gera sig ánægöa meö það svar læknisins, aö þeir skuli ekki vera aö hugsa mikið um þetta, þaö sé um venjulegar aukaverkanir aö ræöa? Hér er ekki veriö aö mæla með þvi, aö pyntingartækjum sem þessum sé troöiö á karl- menn. Þaö er einungis veriö aö benda á, aö getnaðarvarnir eru hvorki hættulausar né fullnægj- andi. Viö framleiöslu þeirra er ekki tekiö miö af hagsmunum kvennanna sem þurfa á þeim að halda, heldur sitja hagsmunir lyfjaframleiöenda i fyrirrúmi. „Unaður kynlífsins” eða barnaframleiðsla. Þar sem getnaöarvarnir fást ekki einu sinni, eru konur alger- lega ofurseldar þvi hlutverki sem þeim er ætlað: að fram- leiöa börn. Getnaðarvarnir eru bannaöar i mörgum kaþólskum löndum, þar sem sú skoöun er rikjandi aö kynlif kvenna sé einungis ætlaö til getnaöar. Þetta er mjög mótsagnakennd innræting, ef á þaö er litiö aö sums staöar er konum talin trú Umsjón: Guðrún Ögmundsdóttir Hallgerður Gísladóttir Kristín Ásgeirsdóttir Kristín Jónsdóttir Sólrún Gísladóttir KONUR RÁÐI EIGIN LÍKAMA Hver á annars að ráða? um aö „offjölgunarvandamál- iö” sé frjósemi þeirra aö kenna, — og þannig eru þær þvingaðar til ófrjósemisaögeröar. t báöum þessum tilvikum er konum meinað aö taka sjálfar ákvörö- un um lif sitt og likama. Tilhneigingin til aö lita á kyn- lif kvenna og barneignir sem eitt og hiö sama, kemur hvað skýrast i ljós i ýmsum Araba- og Afrikurikjum, þar sem konur eru hluti af eignum karla. Þar er reynt að koma i veg fyrir aö greinarmunur sé geröur á kyn- lifi og getnaöi. Snipurinn er skorinn af ungum stúlkum, eöa kynfæri þeirra limlest á annan hátt, til aö fyrirbyggja alla kyn- feröislega ánægju. Flestum er kunnugt, aö fóst- ureyöing er litil og nær hættu- laus aðgerö, sé hún framkvæmd viö góö skilyröi. Engu aö siöur hafa miljónir kvenna orðið fyrir limlestingum og dauöa, sökum þess aö þær hafa ekki átt kost á getnaðarvörnum eöa fóstureyö- ingum viö góö skilyröi. Hundruö kvenna sitja i fangelsi, dæmdar fyrir fóstureyöingu. Þúsundir kvenna eru rændar siöasta eyr- inum, er þær þurfa aö ferðast milli landa til aö fá fóstureyð- ingu, án þess aö hætta lifi slnu. Skapa konur þriðja heimsins offjölgun? Hin alþjóölega baráttuherferö fyrir frjálsum fóstureyöingum hófst i London i júni s.l. Vaxandi hreyfing kvenna i Evrópu um þessi mál hrinti herferöinni af staö. Upprunalega var mark- miöiö frjálsar fóstureyöingar og betri getnaðarvarnir. Seinna bættust I hópinn konur frá Portó Rlkó, Kólumbiu og flóttakonur frá Suöuramerikurikjum. Meö þátttöku þessarra kvenna bætt- ist viö nýtt baráttumál, sem er þvinganir til ófrjósemisað- geröa. t Portó Rikó hafa 35% allra kvenna á barneignaaldri veriö geröar ófrjóar. Hér er þetta svonefnda „offjölgunarvanda- mál”, - Þ.e. hungursneyö og ár- legur dauöi miljóna i þriöja heiminum — látið ganga út yfir þau réttindi kvenna að afla sér upplýsinga og taka ákvaröanir um lif sitt og likama. Offjölgun- arvandamálið á fyrst og fremst rætur aö rekja til þeirra lög- mála sem stýra framleiöslu og notkun verðmæta i heiminum i dag. Þessi lögmál hafa skapaö, og endurskapa frá degi til dags, þá neyö sem rikir meöal al- mennings I löndum þriöja heimsins. ófrjálsar ófrjósemis- aögerðir eru merki um kyn- þáttafordóma, og þannig kúg- unartæki i höndum heimsvalda- sinna. Þessu til sönnunar má upplýsa, aö i þessum löndum er læknum borgaö meira fyrir ófrjósemisaögeröir en fyrir upplýsingar um getnaöarvarn- ir. „Afbrotakonur” á írlandi og Spáni. Alþjóöleg samstaöa er for- senda þess aö árangur náist. 1 A hverri minútu deyr barn úr hungri i Suöur-Ameriku. Þrátt fvrir þetta neitar kaþóiska kirkjan þessum konum aögang aö getnaöar- vörnum. Suöur-Ameriku verður barattan gegn ófrjálsum ófrjósemisaö- geröum lika aö koma utanfrá. Nokkrir hópar i Bandarikjunum taka þátt i slikri baráttu. A Irlandi fóru fram aögerðir I nóvember, sem stefndu aö þvi að gera aögang aö getnaöar- vörnum frjálsan. Konur beittu sér gegn þeirri stefnu rikis- stjórnarinnar, aö þær skuli ekki einu sinni hafa rétt á þeim litla möguleika sem getnaðarvarnir gefa. Þær hafa ákveöiö aö koma af staö sölu á getnaöarvörnum, og eiga þvi á hættu aö lenda i fangelsi. Fyrir þessar konur er alþjóölegur stuöningur ómiss- andi. Þetta veröur tekiö fyrir á fundi undirbúningsnefndar 31. mars i Barcelona. Þessi fundarstaöur var m.a. valinn i ljósi þeirra erfiöleika sem spænskar konur eiga viö aö etja. Fjöldi þar- lendra kvenna situr i fangelsi, dæmdar fyrir fóstureyðingar, sem þar heyra undir refsilögin. Valdhafar skulu dæmdir. Fundur undirbúningsnefndar- innar 6. desember s.l. i Paris komst að þeirri niöurstöðu, að herferöin yröi aö vera fjölda- herferö, borin uppi af kvenna- hreyfingum. önnur pólitlsk samtök, stéttafélög og stúdenta- samtök skyldu hvött til aö styöja hana. 1 Belgiu styður verkalýös- hreyfingin og verkalýðsflokk- arnir ályktun um aö refsingar viö fóstureyöingum veröi felld- ar niöur. Þessi stuöningur er mikilvægur fyrir undirbúnings- starfið fyrir 31 mars, en þaö felst m.a. I þvi aö settir veröa á stofn i ýmsum borgum dóm- stólar til aö fjalla um fóstureyö- ingar. Dómstólar þessir gang- ast fyrir svipuöum réttarhöld- um og Russell-dómstóllinn setti á stofn um Viet-Nam. Form réttarhaldanna er, aö fólki meö vald eöa,,umboö” almennings er stefnt til fundar, þar sem ölium er heimilt aö rekja úr þeim garnirnar. Kvennahreyfingin i ýmsum löndum hefur oft not- fært sér þetta form til að skapa umræöu um ákveöiö mál. V erkalýðshreyfingin er með. Gott dæmi um samvinnu kvennahreyfingarinnar og verkalýöshreyfingarinnar er ráðstefna, haldin i Englandi i desember s.l. Undirbúninginn annaöist hreyfingin fyrir frjáls- um fóstureyöingum þar i landi (NAC), og nefnd skipuð af Verkamannaflokknum um. sama efni. Á ráöstefnuna mættu 400 fulltrúar frá kvennahreyf- ingunni og verkalýöshreyfing- unni, þ.e. 12 landssambönd, ýmsar staöbundnar deildir verkalýösfélaganna, og verka- mannaklúbbar i fyrirtækjum studdu málið. Verkalýöshreyfingin er það afl, sem getur sett vald aö baki kröfum kvennahreyfingarinnar. Þvi er ráðstefna sem þessi stór áfangi i starfsemi ensku kvennahreyfingarinnar. Hún opnar fyrir áframhaldandi bar- áttu fyrir réttindum kvenna inn- an verkalýöshreyfingarinnar, — meöal verkakvenna. Baráttureynsla kvenna viös vegar um heim hefur ómótmæl- anlegt gildi á Islandi. Þessi al- þjóblega herferö ætti aö geta skotið rótum i öllum löndum. Sérstaklega ætti hún aö geta borið árangur á Islandi, þar sem kvennahreyfingin hefur ekki siöur tengsl viö verkalýös- hreyfinguna en i öörum löndum. Látum reyna á þann styrk sem kvennahreyfingin og verkalýös- hreyfingin búa yfir, til þess aö krefjast réttarins til aö velja. Asa Jóhannesdóttir Sigurlaug S. Gunnlaugsdóttir Arósum /

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.