Þjóðviljinn - 03.02.1979, Page 20

Þjóðviljinn - 03.02.1979, Page 20
MOÐVIUINN Laugardagur 3. febrúar 1979 Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12 og 5 — 7 á laugardögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn bláös- ins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. 81333 Einnig skalbent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviijans i sima- skrá. Óttarr Möller hættir hjá Eimskip A stjórnarfundi f gær tilkynnti forstjóri félagsins, óttarr Möller aö af heilsufarsástæöum óskaöi hann eftir aö láta af störfum hjá félaginu frá og meö 1. ágúst næst- komandi. óttarr Möller réöist til starfa hjá félaginu 1. október 1938 og var ráöinn forstjóri þess áriö 1962. Hann hefur þvi starfaö hjá i '. Eimskipafélagi lslands i rúm *> Rætt um efna- hagsmálin Alþýöubandalagiö I Reykja- vík hélt félagsfund um efna- hagsmálin á Hótel Esju I fyrra- kvöld. A fundinum skýröi Svav- ar Gestsson viöskiptaráöherra frá þeim efnisatriöum sem ráö- herranefndin í efnahagsmálum hefur skilaö til rikistjórnar. Þá flutti Benedikt Daviösson for- maöur verkalýösmálaráös Alþýöubandalagsins ræöu um viöhorf verkalýöshreyfingar- innar til efnahagsráöstafana rikisstjórnarinnar til þessa og stööu mála I dag. Fundarstjóri var Jónas Sigurösson formaöur Alþýöubandalagsfélagsins i Reykjavík og fundarritari Kristján Valdimarsson, kenn- ari. —ekh Alþýöubandalagiö i Reykjavik hélt féiagsfund um efnahagsmálin á Hótel Esju i fyrrakvöld og er myndin tekin á fundinum sem var mjög vel sóttur „Kennaraháskóliim er óstarfhæfur JNemendur mótmæla brottrekstri bókavardar, kennaraskorti, húsnæöisleysi og tjársvelti „Þaö vantar tuttugu stööur til aö skólinn geti starfaö. Beöiö var um sex stööur á fjárlögum, en þær voru allar strikaöar út,” Húnaflói: T Meira um smárækju en undan- farin ár Viö erum orönir aliáhyggjufuil- ir út af þvi hve rækjan er smá I Húnaflóanum á þessari vertiö og miklu smærri en veriö hefur undanfarin ár, sagöi Jón Jónsson forstjóri Rækjuvinnslunnar á Skagaströnd i samtali viö Þjóö- viljann I gær. Frá Skagaströnd eru geröir út 5 rækjubátarog 1 bátur frá Djúpu- vik leggur upp til skiptis þar og á Blönduósiog Hvammstanga. Jón sagði aö afli væri svipaöur oröinn og i fyrra en erfiöara aö ná hon- um af fyrrgreindum orsökum. Vertlðin hófst um miöjan nóvem- berog hafa veriö sæmilegar gæft- ir en þó rysjótt á köflum. Þá lét Jón i ljós mikla óánægju meörækjuveröiö og sagöi þaö hafa hækkaö langt umfram gengis- fellinguna i haust þrátt fyrir aö veröiö erlendis heföi staöiö f staö. Sagöist hann ekki skilja for- sendurnar fyrir rækjuverös ákvöröuninniogekki sjá annaöen grundvellinum væri meö henni gjörsamlega kippt undan rækju- vin nslunni. —GFr Gód lodnu- veidi Góöloönuveiöivar i fyrrinótt og höföu 25 skip tilkynnt um afla siö- degis I gær, samtals 13.590 lestir en sólarhringinn á undan bárust rúmlega 9 þúsund lestir aö landi. Nær allir bátarnir fara meö afl- ann á Austf jaröahafnirnar, Seyöisfjörö, Neskaupstaö, Eski- fjörö og Reyöarfjörö. Heildaraflinn i gær var orðinn um 130 þúsund lestir, sem er um þaöbil helmingi meiri afli en var á sama tima i fyrra. Sem stendur viröast þeir Bjarni Olafsson AK og Börkur NK berj- ast um efsta sætiö, en önnur góö aflaskip fylgja fast á eftir og toppurinn breytist frá degi til dags. —S. dór sagöi Gisli Asgeirsson nemandi i Kennaraháskóla islands i samtali viö Þjóöviljann i gær. Mikil ólga er nú meöal kennaranema vegna bágborins ástands i málefnum skólans, og á almennum fundi nemenda i K.H.I., sem haldinn var i fyrradag, voru samþykkt haröorö mótmæli gegn brottvikn- ingu bókavaröar úr starfi og sinnuleysi stjórnvalda um þarfir skólans. 1 ályktun fundarins segir: „Almennur fundur nemenda i KHi haldinn 1. febrúar 1979 mót- mælir harölega aöför rikisvalds- ins að námi okkar. Hvaö eftir annaö hefur fjár- málaráöuneytiö og menntamála- ráöuneytiöhundsaökröfurskólans um nýjar stööur, byggingar og frekari þróun kennaranáms. Nú er svo komiö aö eftir siöustu aö- geröir stjórnvalda geta kennara- nemar ekki sinnt námi sinu eöli- lega þar sem öörum bókaveröi skólans hefur verið vikiö úr starfi i sparnaöarskyni. Bókasafnið er þungamiöja i námi okkar og þvi kref jumst viö þess aö bókaveröinum „veröi skilaö” nú þegar og ekki aöeins sem lausráönum, heldur veröi hann fastráðinn (frekar tveir en einn) svo okkur veröi gert kleift aö halda námi okkar áfram. Einnig og ekki siöur krefjumst viö þess aö ráöuneytin sinni þegar I staö öörum kröfum Kennarahá- skóla Islands, þvi ella veröur hann óstarfhæfur meö öllu vegna langvarandi kennaraskorts, hús- næöisleysi og fjársveltis.” Gisli Asgeirsson sagöi aö skól- inn mætti heita óstarfhæfur núna, þvi búiö væri aö loka bókasafninu á þeim tima sem nemendur gætu notaö þaö. Hann sagöi aö þaö þjónaöi þvi engum tilgangi aö vera aö halda rekstri skólans áfram viö núverandi aöstæöur. „Þaö er búiö aö traöka á okkur Þorsteinn Jónsson sýnir Þjóöviljamönnum hiö nýja húsnæöi Listasafns alþýöu, sem nú er veriö aö innrétta. — Ljósm. Leifur Þorsteinn Jónsson safnfrædingur ráöinn forstöðumaður Þorsteinn Jónsson þjóöhátta- og safnfræöingur hefur veriö ráö- inn forstööumaöur Listasafns al- þýöiven auk hans sóttu um starfiö þau Hrafnhildur Schram list- fræöingur, Jón frá Pálmholti skáld og Jón Reykdal myndlistar- maöur. Hannibal Valdimarsson, for- maður stjórnar safnsins, sagöi i samtali vö Þjóöviljann I gær aö hér væri um hálft starf viö Lista- safniö aö ræöa og hálft viö Lista- skála alþýöu. Sagöi hann stjórn ina hafa átt góöra kosta völ þar sem flestir umsækjendur heföu veriö vel hæfir i starfiö en meiri hlutinn heföi greitt Þorsteini at- kvæöi þar sem hann hefur nám aö baki i almennum safnfræðum sem félli vel viö bæöi störfin. Nú er veriö aö innrétta nýtt húsnæöi fyrir safniö og veröur þaö á efstu hæö húss ASl viö Grensásveg. Sagöi Hannibal þó nokkurt starf eftir viö aö innrétta húsnæöiö og yröi þaö einmitt eitt af hlutverkum Þorsteins aö búa þaö i haginn fyrir safniö. —GFr nógu lengi og þvi ekki nema eöli- legt aö nemendur gripi til ein- hverra aögeröa gegn rikisvald- inu,” sagði Gisli. Hann sagöi aö fjárveiting til skólans heföi veriö stórlega minnkuð og ekki fengist nema brot af þvi sem beðið var um. Engin stefnumótun væri i stjórn skólans og þar aö auki væru stjórnendur skólans svo yfirmáta hæverskir, aö þeir bæöu ekki um þaö sem skólinn þyrfti. Starf skól- ans byggöist á lausráönum kenn- urum að miklu leyti, og slfkt væri ófært til lengdar. Bókavöröurinn, sem var látinn hætta, haföi starfaö viö skólann i fimm ár, en lausráöinn allan tim- ann. Safnið er nú takaö eftir há- degi, og er nemendum þannig gert ókleift aö vinna i skólanum. „80% af vinnu nemenda hefur fariö fram á bókasafninu”, sagði GIsli, „en öll vinnan hefur fariö þar fram eftir hádegi, vegna þess aö nemendur eru I kennslustund- um fyrir hádegi. Og þegar þeir eru lausir úr timum, þá er safninu lokaö. Þaö sér hver heilvita maö- ur, aö svona ástand er algerlega óviöunandi.” Eins og kom fram I Þjóöviljan- um i' gær, eru nemendur K.H.Í. ónánægöir meö rektor skólans. Allir fulltrúar nemenda sem at- kvæöisrétt hafa i rektorskjöri, kusu Loft Guttormsson, en Bald- ur Jónsson var endurkjörinn með 22 atkv. af 38. Nemendum mun ekki hafa þótt sem Baldur sýndi nægilega hörku i samskiptum viö rikisvaldiö. Mikil óánægja rikir einnig með- al kennaranema vegna ákvöröun- ar menntamálaráðuneytisins um 10 vikna námskeiö fyrir réttinda- lausa kennara, sem vilja ná sér i kennararéttindi. „Meö þessu er einfaldlega veriö aö segja okkur, aö námiö hérna sé einskis virði,” sagöi Gisli. „Viö heföum eins get- aö sleppt því aö fara i skólann, en fariö aö kenna I staöinn og fariö svo I 10 vikna bréfaskóla eftir tveggja ára kennslu.” —eös Einar Skarphéöinsson Nýr auglýsinga- stjóri • r •1« Gunnar Steinn Pálsson hefur hætt störfum sem auglýsingastjóri Þjóöviij- ans. Hann hóf feril sinn hér á blaöinu sem biaðamaöur fyrir tæpum sjö árum. 1. maf 1977 hóf hann störf á aug- lýsingadeild blaösins og varö auglýsingastjóri I ársbyrjún 1978. Nýi auglvsingast jórinn heitir Rúnar Skarphéöins- son. Hann hefur unnið á augiýsingadeildinni f tæpt ár. Þjóöviljinn býöur Rúnar velkominn í þetta nýja starf um leiðogGunnari Steini eru þökkuð velunnin störf á liðn- um árum og honum óskaö velfarnaöar á nýjum vett- vangi. —Ritstj. Bændur selja hey tíl Færeyja A næstunni er væntanlegt til landsins færeyskt skip til aö sækja hey sem Búvörudeild Sambandsins hefur selt til Fær- eyja. Skipiö mun lesta hey I Þor- lákshöfn og á Reyöarfiröi, en hey- iö kemur frá bændum á Suður- iandi og Austurlandi. Þjóöviljinn haföi samband viö Agnar Tryggvason hjá Búvöru- deildinni og sagöi hann aö veröiö á heyinu væri 60 kr. fyrir kllóiö. Bændur yröu hins vegar sjálfir aö kosta flutninginn til skips og út- skipun, þannig aö reikna mætti með aö þeir fengju 45 — 50 kr. fyrir kilóið þegar upp væri staöiö. Sagöi hann aö þetta væri aöeins betra verö en fékkst fyrir það hey sem Búnaöarsamband Eyja- Til samanburöar má geta þess aö verö á heyi innanlands mun vera um 35 kr. fyrir kólóiö. Þegar Agnar var aö þvi spuröur hvort nóg væri til af heyi sagöi hann, að þetta væri ekki mikiö magn, en hins vegar yröu bændur aö fara varlega i það aö selja mikið af heyi úr landi, þar sem einhverjir bændur færu aö veröa heylitlir. isg Alþýðubandalagið i Reykjavik:

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.