Þjóðviljinn - 09.02.1979, Qupperneq 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. febrúar 1979
Út er komin greinargerö frá
Læknaráöi Landspitalans og
Rannsóknarstofu Háskólans um
hlutverk Landspitalans i heil-
brigöisþjónustunni, rekstur hans,
byggingaráætlun, húsnæöis-
vandamál og áform um samnýt-
ingu á hinni nýju geödeiidarbygg-
ingu. A miövikudaginn kallaöi
iæknaráö Landspitalans blaöa-
menn á sinn fund til aö kynna
greinargeröina og þaö ófremdar-
ástand sem rfkir á Landspltalan-
um vegna húsnæöisskorts.
Landspitalanum er ætlaö aö
veita landsmönnum öllum sér-
hæföa læknisþjónustu á flestum
sviöum læknisfræöinnar. Telur
læknaráö Landspitalans aö þessi
þjónusta geti fyllilega staöist
samanburö viö þá þjónustu sem
veitt er erlendis, ef eölilega er bú-
iö aö starfseminni. Nú er hins
vegarsvo komiö aö mörgum þátt-
Læknaráö Landspítalans á fundi meö blaöamönnum (Ljósm: Leifur).
Sérhæfðri læknaþj ónustu
stefnt 1 voða r ~
og engin lausn í sjónmáli
120
100 _
80
60
W
20
GtDD.
LSP.
FERMETRAFJÖLDI/SJUKRARUM
MEDTALDAR SKURDSTOFUR OG
GONGUDE1ldir en ekki
rannsoknarstofur, röntgen-
DEILDIR O.FL, SAMEIGINLEGAR
DEILDIR.
ADAL"
BYGG .
LSP.
BORG- LANDA- 0LDR'
ARSP, KOTS- DEILD
FOSSV. SP‘T' HÁTÚNI
um þessarar þjónustu er stefnt I
voöa vegna húsnæöisskorts og
hefur hann leitt til stöövunar
eölilegrar þróunar ýmissa sér-
deilda spitalans.
Bygging geðdeildarinnar
tefur byggingaráætlun
Lsp.
Höfuö ástæöuna fyrir þessu tel-
ur læknaráöiö vera, aö frá árinu
1972 hefur allt nýbyggingarfjár-
magn Landspitalans runniö til
geödeildarinnar. Byggingu sér-
staks geödeildarhuss var á sinum
tima mótmælt harölega af lækna-
ráöi Landspitalans sem töldu aö
hún myndi tefja byggingaráætlun
Landspitalans um ófyrirsjáan-
lega framtiö og skapa mikil
vandamái á öörum deildum hans.
Svörin sem ráöamenn á þeim
tima gáfu voru þau, aö sérstök
fjárveiting yröi til Geödeildar-
hússins og þvi myndu aörar
framkvæmdir ekki tefjast. Raun-
in hefur hins vegar oröiö önnur.
A árinu 1971 var fengin aöstoö
bresks arkitektafyrirtækis til aö
vinna aö byggingaráætlun Land-
spitalans og áriö 1972 lá fyrir
mjög itarleg áætlun um þróun
Landspitalans, sem vel búins 700
rúma kennslusjúkrahúss. Þessi
áætlun hefur siöan legiö uppi á
hiilu og ennþá hefur ekki veriö
hafist handa um neinar fram;
kvæmdir viö hana.
Illa búið að rannsókna-
deildum
A Landspitalanum eru nú 508
rúm og eru reknar þar allar sér-
greinar læknisfræöinnar nema
heilaskurölækningar og augn-
lækningar sem eru á öörum
spitölum. Hjartaskurölækningar
eru enn sem komiö er ekki fram-
kvæmdar hér á landi, og enn-
fremur þarf aö senda utan nokkra
krabbameinssjúklinga til geisl-
unar, vegna ófullnægjandi aö-
stööu hérlendis. A fundinum kom
það fram aö læknarnir telja þaö
„þjóðhagslega óhagkvæmt” aö
senda sjúklinga utan þar sem
daggjaldakostnaður á sjúkrahús-
um i Kaupmannahöfn og London
er á bilinu 88.900-119.000 kr. en
einungis 36.700 kr. á Landspital-
anum.
En þaö er ekki skortur á
sjúkrarými sem fyrst og fremst
stendur Landspitalanum fyrir
þrifum, heldur er þaö hinn slæmi
aðbúnaður að' rannsóknadeildum
spitalans. Þrengsli á þessum
deildum skeröa aö nokkru leyti
nýtingu sjúkrarúma, sem þegar
eru á spltalanum og koma i veg
fyrir nýja þjónustu s.s. aukna
göngudeildarstarfsemi. Aö mati
læknanna mun opnun væntan-
legrar geödeildar enn auka á
þessi vandamál þar sem rann-
sóknadeildirnar veröa einnig aö
sinna henni.
Krabbameinslækningar
Ein rannsóknadeildin sem
mjög illa er búiö aö er geisla- og
röntgendeildin, en þar eru staö-
sett einu geilsalækningatækin i
iandinu og þangaö leita m.a. allir
þeir krabbameinssjúklingar sem
þurfa á geislameöferö aö halda.
Deildin þjónar ekki eingöngu
þeim sjúklingum sem liggja á
spitalanum heldur er hún einnig
göngudeild og þangaö koma um
40 manns á dag i meöferö og eftir-
lit. Á siðasta ári komu alls 6500
sjúklingaheimsóknir á deildina
en þaö húsnæöi sem hún hefur
yfir aö ráöa er um 200 ferm. Eru
þrengslin þaö mikil aö ekki er
unnt aö koma þar fyrir þeim
tækjabúnaöi sem þarf til aö deild-
in standist þær kröfur sem gera
verður til fyrsta flokks geisla-
deildar.
700 á biðlista skurðlækn-
ingadeilda
Skurödeildir spitalans eiga
einnig viö sin vandamála aö
striöa, sem stafa bæöi af þvi aö
skuröstofur eru of fáar og óhag-
kvæmar og einnig eru sjúkrarúm
of fá. A undanförnum árum hafa
oröið miklar framfarir I bæklun-
arskurðlækningum og er nú t.d.
hægt aö skipta um mjaömaliöi og
hnjáliöi og hjálpa þannig fjölda
einstaklinga sem áöur voru þvi
sem næst ósjálfbjarga. Nú eru á
biölista 145 sjúklingar sem biöa
eftir slikri aögerö og er biötiminn
2-3 ár, en alls munu 573 sjúklingar
vera á biölista bæklunarlækn-
ingadeildar. A biölista annarra
skurölækningadeilda eru nú um
700 sjúklingar.
Gervinýra og endurhæfing
Undanfarin 10 ár hefur blóösfun
i gervinýra veriö beitt á Land-
spitalanum og hefur meö henni
verið haldiö lífi i mörgum sjúk-
lingum meö ónýt nýru. A spital-
inn nú 5 starfhæfar nýrnavélar og
eru 4 þeirra fullnýttar 4 daga i
viku en sú fimmta kemst ekki
fyrir vegna plássleysis. Á blaða-
mannafundinum kom fram aö
heilbrigöiseftirlitiö hefur dæmt
aöstööu blóðsíunnar allsendis
ófullnægjandi og raunar lagt til,
aö deildinni veröi lokaö. Ekki
mun nein lausn á vanda blóösi-
unnar vera i sjónmáli.
Endurhæfingadeild Lsp. er i
mjög þröngum og óhagkvæmum
húsakynnum, þar sem öll umferö
innanfrá spitalanum á göngudeild
hans þarf aö fara I gegnum
endurhæfingadeildina. Aöstaöa
til ^öjuþjálfunar er mjög slæm og
rými vantar fyrir einstaklings-
meöferö og æfingarmeöferöir
barna. Þá vantar ennþá hina
margumtöluöu sundlaug og verö-
ur aö fara með sjúklingana I sund
út i bæ.
Bannað að skoða geðdeild-
ina
Það er kannski ekki á færi leik-
manns að dæma um húsnæöis-
skortLandspitalans, en viö fyrstu
kynni viröist hann mjög mikill.
Telur læknaráö Landspítalans
einu varanlegu lausnina á honum
vera framkvæmd byggingaráætl-
unarinnar frá 1972 og að hún hefj-
ist án tafar. Þangaö til sú lausn
fæst, álitur læknaráöiö nauösyn-
legt aö sá hluti geödeildarbygg-
ingar, sem ennþá er ófrágenginn,
veröi tekinn til mun viötækari
samnýtingar en i upphafi var
ákveöiö. Telja læknarnir aö for-
sendurnar fyrir byggingu geö-
deildarhússins séu hæpnar, og
ekki hafi verið gerö nein könnun
til aö meta raunverulega þörf
fyrir geösjúkrarými. Jafnframt
finnst þeim óeölilegt að ætla 112
ferm. fyrir hvert sjúkrarúm á
geðdeild þegar einungis eru 37
ferm. ætlaðir á Landspitalanum.
Var þaö ætlun læknanna aö sýna
blaöamönnum geödeildarbygg-
inguna, en á siöustu stundu var
leyfiö afturkallaö af stjórnar-
nefnd byggingarinnar og þótti
ýmsum það undarleg ráöstöfun.
Allt siöastliðiö sumar stóöu yfir
samningaumleitanir um samnýt-
ingu á geödeildinni milli lækna-
ráös Landspitalans annars vegar
og yfirstjórn mannvirkjageröar á
Landspitalalóöinni og læknaráös
Kleppspitalans hinsvegar. Engin
viöunandi niöurstaöa fékkst úr
þeim aö mati læknaráös Landspi-
talans, og sjá þeir þvi ekki fram á
neina lausn á húsnæöisvandræö-
um spitalans. Þaö mun hins veg-
ar vera á valdi heilbrigöisyfir-
valda á hverjum tima aö ákvaröa
hvernig húsnæöiö skuli nýtt en
viöræður læknanna viö þau hafa
ekki boriö neinn árangur. is8
Eina iöjuþjálfunaraöstaöan á stærsta sjúkrahúsi landsins (Ljósm:
Leifur).
t þessu herbergi fer blóösiun meö gervinýra fram (Ljósm: Leifur).