Þjóðviljinn - 09.02.1979, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 09.02.1979, Qupperneq 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. febrúar 1979 DIÚDVIUINN Málgagn sósialisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis l tgrfsndi. l'tKáfufélag Þjóbviljans Krumkvæmdastjóri: Kiftur Bergmann Kiutjórar. Arni Bergmann. Kinar Karl Haraldsson. FrótUKtjóri: Vilborg Harftardóttir Kekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphébinsson Afgreiöslustjóri: Filip W Franksson Blaöamenn: Alfheibur Ingadóttir. Einar Orn Stefánsson, Erla Sigurb- ardóttir, Guftjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir. Ingólfur Mar- geirsson. Magnús H Glslason. Sigurdór Sigurdórsson. Iþróttafrétta- maftur: Ingólfur Hannesson Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson. IJósmyndir: Einar Karlsson. Leifur Rögnvaldsson CJtlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson. Sævar Guöbjörnsson Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvörftur: Eyjólfur Arnason Auglysingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiftsla . Guömundur Steinsson, Hermann P Jónasson. Kristín Pét- ursdóttir. Sfmavarsla: ólöf Halldórsdóttir, Sigrföur Kristjánsdóttir Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóftir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir. Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Ctkeyrsla: Sölvi Magnússon. Rafn Guömundsson. Kitstjórn, afgreiftsla og auglýsingar. Slftumúla 6. Reykjavlk. tfmi 8 13 33 Prentun: Blaftaprent hf. Ný olíukreppa • Um nokkurt skeið hef ur það legið f yrir að verð á olíu og bensíni myndi hækka verulega hérlendis vegna verð- hækkana á alþjóðamarkaði. Nú eru hinsvegar fram- komnar upplýsingar um að verðið á þessari mikilvægu innflutningsvöru hafi þotið upp í janúar samkvæmt Rotterdam-skráningunni sem miðað er viðog er hér um stærðargráðu að ræða sem ekki hef ur verið reiknað með hingað til. Nýjustu skráningar á bensíni og gasolíu í Rotterdam þýða 90 til 100% hækkun f rá meðal innkaups- verði í fyrra og haldist verðið svipað eða hærra hefur það i för með sér þungar búsif jar fyrir þjóðarbúið. Sé miðað við kaupverð án f lutningskostnaðar og sama magn af olíu, bensíni og fuel-olíu og í fyrra er talið að hækkunin nemi ekki undir 20 miljörðum íslenskra króna á ári. • Sumir sérf ræðingar spá því að þessi verðhækkunar- þróun sé nú að stöðvast og von sé til þess að verðið lækki aftur. Aðrir hafa haldið því fram að Rotterdam skráningin sem innkaupsverð okkar á olíum frá Sovét- ríkjunum miðast við hlaupi upp og niður eftir verðurfari og markaðsástæðum í Evrópu og sé ekki eðlileg viðmið- un. I erlendum fagtímaritum hefur á hinn bóginn verið talsvert um spár að undanförnu þar sem sérfræðingar gera því skóna að iðnríkin séu að sigla inn í viðlíka olíu- kreppu og skall yfir í árslok 1973 í kjörfar útflutnings- banns Arabaríkjanna á olíu. • Viðskiptaráðherra hefur í blaðaviðtölum lýst yfir því að hér sé ekki lengur um að ræða mál sem leyst verði við borð verðlagsnefndar, heldur stórpólitískt mál sem allir stjórnarflokkarnir og ríkisstjórnin í heild verði að taka á.Hugmyndir hafa verið uppi um það hjá viðskipta ráðherra og verðlagsnefnd að breyta fyrirkomulagi á verðlagningu olíuvöru. Ætlunin var að bíða með að heim- ila verðbreytingar þar til fyrir lægi skýrsla frá verðlags- stjóra um olíuinnflutninginn og þær sjálfkrafa hækkanir sem yrðu samhliða verðhækkunum erlendis, en sú skýrsla verður fullgerð síðar í þessum mánuði. • Opinber gjöld, verðtollur, vegagjald og söluskattur, hafa verið milli 58 og 67% af útsöluverði bensíns hér- lendis síðustu ár. Verðtollurinn og söluskatturinn leggj- ast prósentvís ofaná innflutningsverðið og til álita kem- ur að breyta skattlagningu ríkisins á þann vea að opin; bera skattheimtan af bensíninnf lutningnum leggist á i krónutölu eða á hana verði sett ákveðið þak. # Hækkunarinnar á heimsmarkaðsverðinu gætir enn meira í gasolíuverðinu hér heldur en bensínverðinu. Opinberu gjöldin eru miklu minni hluti af endanlegu neytendaverði gasolíunnar en bensínsins. Sé reiknað með núverandi verðskráningu á gasoliu og sömu notkun f iskiskipaf lotans og í fyrra má gera ráð fyrir að auka- kostnaður útgerðarinnar vegna hækkunarinnar nemi rösklegaó miljörðum króna á ári. Núverandi fiskverðer bundið því ákvæði að olíuverð haldist óbreytt út verð- ákvörðunartímabilið, og því er hér um mikið vandamál að ræða. í svipuðum tilfellum hef ur áður verið gripið til myndunar olíusjóðs með sérstöku útf lutningsgjaldi eða gjaldi á loðnuveiðar og hlýtur eitthvað af því tagi að koma til athugunar nú. • En hið stóra stökk í verði á olíuvörum hefur marg- vísleg áhrif á fleiri sviðum. Þeir sem olíukynda hús sín munu verða fyrir þungum búsifjum, slikar hækkanir hafa ávallt haft áhrif á kaup og kjör fólks i landinu, og síðast en ekki síst gætu áhrif in af olíuverðshækkuninni eyðilagt verðbólgubaráttu stjórnvalda. Þessvegna kem- ur ekki til mála að þessum verðhækkunum á olíuvöru verði hleypt út í verðlagið hér innanlands fyrr en teknar hafa verið pólitískar ákvarðanir um framhaldið og hvernig stjórnvöld ætlast til að verkanirnar dreifist í þjóðfélaginu. — ekh Ríkisgeirinn til umrœðu Lesendum þessa blaös ætti aö vera þaö vel kunnugt aö þjóö- nýting er i sjálfu sér ekki sálu- hjálparatriöi sósialistum. En sósialistar hafa engu aö siöur litiö svo á aö þaö væri næsta eölilegt hér á landi aö ýmislegur rekstur og framleiösla væri i höndum rikis eöa bæjarfélaga. Einkum vegna þess, aö mörg verkefni i atvinnuuppbyggingu og iönvæöingu hafa veriö leyst meö þvl aö riki og bæjarfélög hafa lagt fram eöa útvegaö þaö fé sem til þarf og er þá endan- lega af sameiginlegum sjóöum tekiö. Haröari stefna Sjálfstæöisflokkurinn hefur eins og kunnugt er litiö þennan fjárplógsmanna sem fram fór um veröbólgugróöann þá var sú aöferö notuö til aö efla einka- kapitalismann, aö „Kaninn” geröi þaö aö skilyröi aö stór- fyrirtæki eins og t.d. Sements- verksmiöjan og Áburöarverk- smiöjan yröu i einkaeign. Um þetta segir Einar siöan: „Rikisstjórn þar sem for- menn þessara flokka eins og Olafur Thors og Hermann Jónasson höföu úrslitaáhrif, þverneituöu aö gera Sements- verksmiöjuna aö einkafyrir- tæki. Hún skyldi vera rikiseign — og braskarakaninn varö aö beygja sig. „Sjálfstæöisflokkur- inn” var ekki sokkinn eins djúpt I hyldýpi fjárgræöginnar og undirgefninnar undir erlent vald og nú. Atökin um Aburöarverk- smiöjuna uröu ööruvisi, en lær- dómsrik fyrir þá aöferö, sem beitt var og nú mun vaka fyrir l U\I sTm *JÓÐ úí/.vN Ali opinbera rekstur hornauga og meira aö segja boriö á stundum nokkra blygöunarkennd vegna ábyrgöar sinnar á fyrirtæki eins og Bæjarútgerö Reykjavikur. Þaö er einkum yngri kynslóö flokksmanna sem vill teljast markaöstrúaöri en hin eldri, sem hefur kvartaö yfir þvi aö flokkurinn sé ekki nægilega trúr einkaframtakshugsjóninni. Þeir hafa haft vaxandi áhrif á stefnu flokksins og liklega þá einnig þaö aö á kosningaári i fyrra var þvi nokkuö á loft haldiö „aö rikiö léti af rekstri og eignaraö- ild ríkisfyrirtækja”. Meöal ann- ars var þá rætt um þann vilja flokksins aö færa rikisfyrirtæki; eins og Landsmiöjuna, Ríkis- prentsmiöjuna Gutenberg og fleiri fyrirtæki yfir I einkaeign, selja hlutabréf rikisins i m.a. Slippstööinni á Akureyri, Ala- fossi og fleiri fyrirtækjum. I framhaldi af þessu rifjar Einar Olgeirsson þaö upp i grein sem birtist fyrir nokkru i Rétti hvernig áöur hefur veriö tekist á um eigur þjóöarinnar. Hann tekur dæmi af árunum eftir striö þegar bandarisk umsvif fóru hér vaxandi. Þá hafi Marshalllánunum veriö beitt beinlinis i þvi skyni aö efla einkaauövaldiö i iandinu og þar meö þá aöila sem auöveldast yröu samstarfsmenn Banda- rikjanna i hermálum og öörum efnum. Saga af tveim verksmiöjum Fyrir utan þá eignatilfærslu til forystumönnum fégræöginnar i landi voru. Frumvarp rikisstjórnarinnar um Aburöarverksmiöjuna fól þaö skilyröislaust i sér (3.gr.) aö hún væri þjóöareign (sjálfs- eignarstofnun undir yfirstjórn Alþingis eins og rfkisbankarn- ir). En viö 2. umræöu i siöari deild, fær heildsali úr Reykjavik skotiö inn 13. gr., þar sem ákveöiö er aö verksmiöjan skuli „rekin sem hlutafélag”. Var svo stofnaö hlutafélag: 10 miljón króna hlutafé, hvar af rikiö átti 6 miljónir. Siöan komu aöferöirnar sem vafalaust yröu fyrirmynd nú ef ihaldiö og fjárplógsmenn Fram- sóknar fengju aö ráöa: 1. Fyrst lýstu táöherrar yfir þvi aö Aburöarverksmiöjan væri eign hlutafélagsins 2. Siöan fékk fulltrúi Amerik- ana á íslandi, stjórnandi Fram- kvæmdabankans, sem Kaninn lét stofna hér, þaö fram 1 löggjöf frá Alþingi aö hlutabréf rikisins I Áburöarverksmiöjunni yröu seld einkaaöilum á nafnveröi (þ.e. aö eign sem var þá a.m.k. 180 miljóna kr. viröi kæmist i hendur einkaaöila fyrir 6 milj- ónir króna, er þeir llklega fengju aö láni i rikisbönkunum). Sósialistaflokkurinn mót- mælti strax á Alþingi bæöi yfir- lýsingum ráöherranna og fyrir- ætlunum Framkvæmdabank- ans. En i um 20 ár stóö baráttan um aö hindra þaö aö „einkaaöil- ar” sölsuöu undir sig fyrirtæki, er kostar nú mörg hundruö milj- ónir króna, fyrir svo aö segja ekki neitt. En þaö tókst aö lok- um aö hindra rániö.” ■1 I Eitt stykki slippstöö Einar segir aö þaö séu dæmi af þessu tagi sem menn eigi aö hafa I huga þegar hugsaö er til áforma Sjálfstæöismanna á hin- um seinni misserum. Talar hann i þvi sambandi sérstak- lega um Slippstööina á Ak- ureyri. Um þaö segir hann m.a.: „Fyrir nokkrum árum „átti” einkareksturinn þetta fyrirtæki og setti þaö á hausinn meö sin- um alkunna „dugnaöi og fram- takssemi”. Rikiö varö aö taka viö þvi til aö tryggja I senn at- vinnu og þjóöhagslega fram- leiöslu. Og nú er Slippstööin I höndum rikisins, dugandi stjórnenda og starfsmanna, oröin gott fyrirtæki”. En nú teygja ránsklær sig i þetta fyrirtæki og fleiri, segir Einar, og skyldu aöferöirnar ekki veröa svipaöar og áöur ef ihaldiö mætti ráöa. Hann segir siöan: „Slippstööin á Akureyri er nú fyrirtæki sem ætla má aö sé a.m.k. 600 miljóna króna viröi. Hlutaféö er hins vegar tæpar 83 miljónir kr. Af þvi á rikiö meirihlutann eöa 45 milj. kr. Skyldi Ihaldinu ekki finnast heillaráö, ef þaö réöi, aö „selja” góöum framtakssömum gæö- ingum hlutabréf rikisins I Slipp- stööinni á nafnvirðl „Einka- framtakiö” fengi þá vænan bita fyrir litiö, — og þetta „litla” máske lánaö I rikisbönkum — til aö borga rlkinu smátt og smátt — og svo yröi gengiö lækkaö, „lániö” afskrifaö smátt og smátt. Væri þá ekki allt full- komnaö? Þannig gæti brask- araklika Ihaldsins stoliö hverju rikisfyrirtækinu á fætur ööru, unsdraumurinnrættist: einræöi nokkurra einkabraskara yfir at- vinnullfi landsins. Þegar þessir siblönku en forriku braskarar væru aö sölsa þetta undir sig, ef þeir heföu pólitisku völdin, þá létu þeir bara rikisbankana sem þeir þá réöu veröa þjófalykil sinn aö eignum þjóöarinnar og tækju þar aö auki útlend lán til aö láta rikiö lána sér og afskrifa siöan meö viöteknum hætti.” Þjófnaöur hér og þar Blöö sýna jafnan mikinn áhuga á fjárdráttarmálum sem svo eru nefnd — þegar embætt- ismenn eöa forstjórar hafa dregiö sér nokkra tugi miljóna og faliö á góöum stööum. En þaö er og hefur veriö i gangi marg- háttaöur þjófnaöur annar sem vekurminniathygli, m.a. vegna þess aö hann er siöur bundinn viö nafnkennda menn. Sumpart er hér um veröbólgubrask aö ræöa, en sumpart um misnotk- un á afskiptum hins opinbera af atvinnuuppbyggingu: þaö sem breskur ráöherra úr Verka- mannaflokkinum hefur (einn af átján) kallaö aö þjóönýta töpin en halda gróöanum i einkaeign. Og hinar öflugustu alþjóölegar fjármálastofnanir, eins og Al- þjóöabankinn og þeir sem hans • ráöum hlita, eru nú sem á dög- um Marshalllána, dyggir bandamenn og herstjórar fyrir þá sem ekki aöeins vilja halda óbreyttu ástandi I þjóöfélaginu, heldur sækja I auknum mæli i þær eignir sem þjóöin hefur skapaö meö tilstyrk sameigin- legra sjóöa. - áb.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.