Þjóðviljinn - 10.02.1979, Síða 3
Laugardagur 10. febrúar 1979. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3
Eirikur Asgeirsson forstjóri SVR
Fargjöld SVR
hœkka um 20%
Tapið :
Fargjöld SVR hækkuöu I gær
um 20% og kostar hvert einstakt
fargjald fyrir fulloröna nú 120
krónuren barnafargjöld hækkuöu
úr 30 krónum i 35.
Að sögn JEiriks Asgeirssonar
forstjóra SVR kosta þau fargjöld
sem mesterunotuð (stóru kortin)
nú 93.75, en verö á hverjum
barnamiða er 16.60.
Strætisvagnarnir fóru fram á
50% hækkun fargjalda og sagði
Eirikur að eftir þessa 20% hadck-
un væri ljóst aö borgarsjóður
þyrfti að greiða einn miljarð
krónameðvögnunum á þessuári.
Þetta er orðinn þungur róður
fyrir borgarsjóð, sagði Eirikur,
þvi með þessu móti greiöir hann
hvert fargjald niður um helming.
Þessi tregða verðlagsyfirvalda
að leyfa ekki umbeðna hækkun
stafar af þvi að fargjöld SVR
vega þungt inn i visitöluna en
allir hljóta að sjá hversu fráleitt
þaðer aö kaup manna úti um allt
land hækki þó strætisvagnar
hækki iReykjavik einni, sagði Ei-
rlkur. Ég tel að meö þessu séu
verðlagsyfirvöld að taka völdin af
kjörnum borgarfulltrúum ogtaka
af þeim ráðin með hvernig deila
eigi útsvarpspeningum Reykvik-
inga niður.
Eirikur sagðist hvergi ■. þekkja
til þar sem fargjöld almennings-
vagna væru ódýrari en hér á
landi. Auðvitaðværu alltaf skipt-
ar skoðanir um það hversu mikiö
ætti að greiða þessa þjónustu
niður og sumir vildu hafa ókeypis
i strætó, en menn hlytu að viður-
kenna að fargjöldin væru lág
miöaö við allt annað.
11 miljónir farþega
Strætisvagnar Reykjavikur
fluttu um 11 miljónir farþega á
siðasta ári. Föstu vagnarnir eru
46 talsins en bætt er inni auka-
vögnum á mestu annatimum. Til
stóð að hefja endurnýjun vagna-
flotans á þessu ári meö þvi að
kaupa 8 vagna, en síðast voru
vagnarnir endurnýjaðir 1968 i
sambandi við hægri umferðina.
Þetta er nú úr sögunni i bili, en
hver nýr vagn kostar um 40 milj-
ónir króna.
Menn verða að lita á það hversu
hagkvæmt það er þjóöhagslega
séð að reka strætisvagnaþjón-
ustu, sagði Eirikur, og þá kemur i
ljós að i rauninni er hér um smá-
pening að ræða. FIB hefur nýlega
reiknað út rekstrarkostnað
venjulegs fólksbils og miðað viö
meðalafskriftir er kostnaðurinn
viðhvern ekinn kilómeter um 100
krónur.
Ef þetta er lagt til grundvallar,
kostar þaö um 1000 krónur aö
keyra á einkabil frá Pósthús-
stræti upp i Breiðholt, en það eru
um 10 kílómetrar eða álika langt
og til Hafnarfjarðar. Ef afskriftir
eruekki teknarmeð i dæmiðkost-
ar það yfir 500 krónur, en bensin-
kostnaðurinn einn gerir um 200
krónur miðað við meðaleyðslu.
Minni vagnar
spara ekkert
— Hvað með smærri vagna t.d.
Réttinda
endur hæfðra
sé getið í
auglýsingum
A fundi Endurhæfinga sl. var
samþykkt eftirfarandi áskorun til
félagsmálaráöherra:
„Sextándu grein laga um
endurhæfingu lýkur svo: „Þeir
sem notið hafa endurhæfingar,
skulu að öðru jöfnu eiga for-
gangsrétt til atvinnu hjá riki og
bæjarfélögum”. Endurhæfingar-
ráð skorar þvi a félagsmálaráð-
herra aö sjá til þess að þessara
sérstöku réttinda verði getiö I öll-
um auglýsingum um störf hjá riki
og bæjarfélögum, ekki siður en
annarra lagaákvæöa, sem greina
frá skilyröum tii starfa”.
Yfirverkstjórinn i
ísbirninum:
Harmar
frávísun
blaðamanna
Sverrir Guðmundsson yfirverk-
stjóri I Isbirninum hringdi I Þjóö-
viljann i gær og harmaði hverjar
viðtökur blaöamenn Þjóðviljans
fengu I fyrradag er þeim var
visað frá húsinu. Vildi hann taka
það fram að heimsóknin hefði
getað farið á annnan veg ef komið
hefði verið aö máli við hann
persónulega. Taldi hann verk-
stjórann sem talað var viö hafa
verið á hlaupum og svarað út i
hött. —GFr
A slöasta ári fjölgaöi farþegum SVR um nær 70.000.
i SVR heill miljarður
á kvöldin? Má ekki spara veru-
lega með þvi að hafa vagnana
minni?
Nei, sagði Eirikur, Það er tómt
mál að tala um sparnaö i sam-
bandi við minni vagna.
Uppistaöan I rekstri hvers vagns
eru laun vagnstjórans og þau
lækka ekki þó vagninn sé minni.
Laun og iaunatengd gjöld eru um
60% af heildarkostnaði og oliu-
kostnaður tæl0%. Möinum finnst
það eðlileg sóun að sjá 40 manna
vagn keyra meö 2-3 farþega á
kvöldin, en minni vagn á þeim
tima vegur ekki upp á móti þvi aö
þurfa að hafa tvöfalt vagnácerfi.
— Hvað með annan sparnaö i
rekstrinum?
Þvi miður virðist ekki auövelt
að lækka útgjöldin nema meö þvi
aðminnka þjónustuna. Það hefur
verið farið rækilega ofan I saum-
ana á þessu undanfarin ár m.a.
með aðstoö erlendra sérfræöinga
og þetta er niðurstaöan. Við
minnkuöum þjónustuna meö þvi
að láta alla vagnana aka á hálf-
tima fresti á kvöldin i stað þess að
sumir voruá 20 minútna fresti og
þaö sparar 100 miljónir króna á
ári. Reynslanaf þvi er ekki slæm.
Ferðirnar eru áreiöanlegri og
skiptingar á Helmmi ganga
greiðlegar fyrir sig þegar allir
vagnarnir aka á sama timabili,
en þegar þaö var misjafnt. Far-
þegunum fækkaöi heldur ekki viö
þessa breytingu og i raun hefur
farþegafjöldinn aukist jafnt og
þétt undanfarin ár t.d. um tæp
70.000 á siðasta ári. Menn eru
farnir að átta sig á þvi að það er
ágætt að hafa svona ódýran
einkabilstjóra. _
Hlemmur-Fell
)
Ýmislegt ofsagt
en annað vansagt
segir Ólafur Jensson um greinargerö
læknaráös Landspítalans
Þjóöviijinn sneri sér tii ólafs
Jenssonar sem á sæti I yfirstjórn
mannvirkjageröar á Land-
spltalaióöinni og leitaöi álits hans
á greinargerö læknaráös Land-
spitalans sem sagt var frá i
blaöinu I gær.
„Ég er ekki sáttur við greinar-
gerðina og er ýmislegt ofsagt i
henni en annað vansagt. Ekki er
allskostar rétt að allt nýbygg-
ingarfjármagn spitalans hafi
farið i geðdeildina, þvi að um
tima var veitt fé til að ljúka við
byggingu kvensjúkdóma- og
fæðingadeildarinnar og auk þess
hefur verið veitt fé til byggingar
húsa fyrir meinafræði og sýkla-
deild. Stefnan I byggingarmálum
Landspitalans hefur hins vegar
lengi verið sú, að hafa eina
meginbyggingu I gangi I einu.
Siöasta meiriháttar bygging sem
reist var á Landspitalalóðinni er
kvensjúkdómadeildin og stóðu
um hana mikil átök á sinum tima.
Min skoðun er sú að bæði hún og
geödeildin hafi veriö þjóðfélags-
leg nauðsyn. Þaö stingur nokkuö i
augu i greinargerö læknaráösins
hversu mikla áherslu þeir leggja
á það, aö yfirstjórn mannvirkja-
gerðar á Landspitalalóðinni hefði
fengiö byggingu geðdeildarinnar I
„pólitiskan arf” svo notuð séu
þeirra orð. Heilbrigðismál eru
alltaf pólittsk sem sést best á þvi
aö það er ævinlega bitbein manna
hvernig fé i heilbrigðisþjón-
ustunni skiptist niður. Það eru
allir svangir þegar á að skipta
kökunni.
Mér finnst einn aðalgalli
Ólafur Jensson sem á sæti I yfir-
stjórn mannvirkjageröar á Land-
spitalalóöinni.
greinargerðarinnar vera sá,
hversu litið hún gerir úr þeim
byggingum sem Háskólinn er aö
reisa á Landspitalalóðinni. Ég er
ósammála þvi að bygging lækna-
deildar leysi engiri vandamál
sjúkradeilda eöa stoðdeilda
spítalans. Þegar hún er komin i
Framhald á 18. siöu
Fjölmiðlakönnun Hagvangs
Marktæknin dregin í efa
Skoöa ber niöurstööutölur úr
Fjölmiölakönnun Hagvangs
1978 af fyllstu varúö, segir Jón
Asgeir Sigurösson i grein 1 Þjóö-
viljanum nk. sunnudag.
„Ég rek ýmsar ástæður fyrir
þvi að efast ber um marktækni
könnunarinnar”, sagði Jón As-
geir i samtali við fréttamann.
„Könnunin gefur vissar vis-
bendingar, en það er af og frá aö
hægt sé að nota einstakar
prósentutölur einsog um staö-
reyndir sé að ræða”.
Tökum sem dæmi aldurshóp-
inn 60-67 ára. Hagstofan segir að
I þeim hópi séu 12.564 manns,
eða 9% af fólki á aldrinum 16-67
ára. Samtals voru I könnunar-
úrtaki Hagvangs 2599 manns, og
hefðu 234 menn á aldrinum 60-67
ára átt aö lenda i úrtakinu.
Reyndin varö hinsvegar sú, aö i
úrtakinu lentu 166 úr þessum
aldurshópi.
Aö jafnaði svöruðu 58,04% af
öllum sem lentu I Hagvangsúr-
takinu. Þetta gæti þýtt að 96
manns i aldurshópnum 60-67 ára
hafi tekið þátt i könnuninni.
Svona litill hópur gefur alls
ekki fulinægjandi upplýsingar
um heildarhópinn, þeas. 12.564
manns. Ef sagt er td. að Dag-
blaðið hafi 16% allra áskrifenda
i þessum aldurshóp, þá veröur
að geta þess að samkvæmt töl-
fræöilegum lögmálum gætu
þetta allt eins veriö 23,3% eða
8,7%. Sama gildir um önnur
blöð, og niöurstaöan verður sú
— ef svörin eru marktæk — að
liklega eru áskrifendur
Morgunblaðsins I þessum hóp
flestir, Timaáskrifendur
kannski næstflestir, en um
samanburð á hinum blöðunum
er ekkert hægt að segja. Meö-
fylgjandi súlurit skýrir þetta
nánar, og sýna skáletruðu flet-
irnir ónákvæmnisbil Hagvangs-
könnunarinnar (einnig sýnt I
prósentatölum).