Þjóðviljinn - 10.02.1979, Síða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. febrúar 1979.
Gott að eiga góda granna
Hluti af rœöu Gils Guðmundssonar á Alþingi um samningana við Fœreyinga
Mér þykir bera helst til mikiö á
þvi, af hálfu þeirra þingmanna,
sem haröast hafa andmælt þess-
ari samningagerð, aö þeir eru aö
rugla saman tveimur óskyldum
málum. Þaö bar æöi mikiö á þvi i
máli þeirra flokksbræðra minna,
Lúöviks Jósepssonar og Garðars
Sigurössonar, aö þeir rugla þessu
saman.
Af langri viökynningu veit ég,
að þetta eru báöir bráöskýrir
menn og ég veit ekki hvernig á
þvi stendur aö þeir eru aö rugla
þarna saman málum. Astæðan
hlýtur aö vera sú, aö þeir hafa
ekki aö eigin dómi alvegnægilega
sterk rök fyrir ýmsum þeim full-
yröingum sem þeir koma fram
meö um þennan samning. En þaö
sem þeir eru aö rugla saman er
annars vegar sá samningur, sem
nú er hér til umræöu um gagn-
kvæmar veiöiheimildir Færey-
inga og íslendinga og hins vegar
annar samningur viö Færeyinga,
sem geröur var fyrir nokkrum ár-
um og er eins og tveir aörir hliö-
stæöir samningar meö 6 mánaöa
uppsagnarfresti. Þaöer vissulega
ástæöa til aö ræöa þaö, þegar litiö
er á stööu fiskveiöa okkar, hvort
nú sé svo komiö, aö ástæöa sé til
aö segja upp öllum þessum þrem-
ur samningum. En viö veröum aö
muna þaö, aö enginn þingmanna
hefur enn lagt fram tillögu um
þaö aö segja þessum þremur
samningum upp, sem þó veröur
aögera meö 6 mánaöa fyrirvara.
Þaöhafa verið um þetta umræöur
ogmennhafasagtýmsir: „þaöer
oröiðtimabærtog meira en tima-
bært aö segja þessum samning-
um upp”, en ég vek á þvi athygli,
aö enn er enginn tillaga fram um
þaö komin hér á Alþingi. Þess
vegna er alrangt aö vera aö tala
um þá samninga i tengslum viö
þetta mál.
Forsaga málsins
Þaö hefur nú veriö rakið af svo
mörgum hvernigþetta mál bar aö
i utanrikismálanefnd, aö ég sé nú
ekki ástæðu til þess að fara aö
endurtaka þaö aö ööru leyti en
þvi, aö ég villeggjaá það áherslu,
þegar menn hafa verið aö ásaka
eða telja, að nefndarmenn úr
ýmsum flokkum hafi ekki sinnt
þeirra skyldu sinni aö ræöa málin
innan flokkanna, þá var þaö ein-
faldlega þannig í minum huga, i
fyrstuum miöjan desember, þeg-
ar mest var aö gera i þinginu og
siöan i byrjun janúar eftir aö
þingmenn voru farnir i jólaleyfi
og ekki komnir til starfa aö nýju,
aö spurningin um þetta var aö-
eins: Átti aö neita aö tala viö
Færeyinga þótt þeir heföu til-
kynnt komu sina? Átti aö taka á
móti þeim ogneita aö ræöa viö þá
um nokkra samninga? Eöa átti aö
ganga til samninga og þá meö
einhver meginsjónarmiö i huga?
Þaö var i rauninni ekki hægt aö
leggja neitt annaö fyrir þing-
flokkana heldur en þetta.
Skiptar skóðanir
Mér var fullkunnugt um hvernig
mál stóöu i minum flokki. Þaö
voru um þaö skiptar skoöanir
eins og i fleiri flokkum, hvort átti
aö endumýja þessa gagnkvæmu
veiðiheimildarsamninga viö Fær-
eyinga eöa ekki. Ég ræddi þetta
mál viö nokkra flokksbræöur
mina áöur en siöari fundurinn i
utanrikismálanefnd var haldinn
um þetta mál i byrjun janúar og
skýröi þá frá þvi ásamt hinum
fulltrúa mins flokks i nefndinni aö
um þetta væru skiptar skoöanir i
okkar flokki, en þaö heföi ekki
unnist timi til þess aö leggja mál-
iö formlega fyrir. Enda var þaö
svo, aö áöur en gengiö var til
þessara samninga, gat ekki veriö
um neitt annaö aö ræöa fyrir
flokkana heldur en segja til um
þaö, hvortþeir vildu aö rætt væri
við Færeyinga eöa ekki. Það kom
svo i ljós, að enginn flokkur hafði
á þessum tima haft tök á þvi eöa
haföi tekiö formlega afstööu til
þess, hvernig ætti aö fara meö
þetta mál.
Óheppileg málsmeðferð
Það er svo annaö mál, sem ég
ætla ekki aö fara langt úti' hér, aö
ég tel að þaö hefi ekki verið alls
kostarheppilegaáþessum málum
haldiöognokkuöööruvisien áöur
hefur verið gert I sambandi viö
mál af þessu tagi. Þau eru vitan-
lega viökvæm og mikils viröi, aö
sem mest samstaöa geti orðiö.
Hér á ég við það, aö svo viröist
sem máliö hafi harla litið verið
rætt i rikisstjórninni og eins og
fram hefur komiö, aö tveir
stærstu flokkar landsins höföu
enga fulltrúa i þessari samninga-
nefnd. Þetta hefur þegar verið
gagnrýnt meö nokkrum rökum.
Ég held, að i sambandi viö gagn-
kvæma samninga viö aörar þjóöir
um eins viökvæmt mál og fisk-
veiöilögsögumálin eru, þá eigi
ekki aö standa á þennan hátt að
samningagerð, heldur svipaö þvi,
sem löngum haföi tiökast áöur
meöan landhelgismáliö var i
brennidepli. Það tókst ekki ailtaf
að samræma sjónarmiðin, þaö
uröu átök á vissum stundum, en
þaö var þó alltaf reynt aö ná sem
viötækustusamkomulagi og mjög
oft tókst þaö. Þegar litiö er til
framtiöarinnar, þegar um slika
samningagerö er aö ræöa viö aör-
þingsjé
ar þjóöir, þá ber að hafa hina
fyrri aöferöina aö reyna aö ná
sem viötækastri samstööu eftir
þvi sem fært er.
Afstaðan til samning-
anna
Ég skal nú i stuttu máli gera
grein fyrir afstööu minni i þessu
efni. Ég lét hana koma fram á
fundi utanrikismálanefndar i
byrjun janúar og þá sagöi ég eitt-
hvað á þá leiö aö ég teldi, að það
ætti að ganga til samninga viö
Færeyinga. Ég talaöi fyrir mig
persónulega, og vissi aö um þaö
væru skiptar skoöanir i mi'num
flokki. Þingmenn sem væru svip-
aðs sinnis og ég og aörir, sem
væru algerlega andvigir. Eg
taldi, að með þremur skilyrðum
væri rétt aö ganga til þessara
samninga.
Þrjú skilyrði
1 fyrsta lagiþar sem það lægi
nú fyrir aö dómi fiskifræðinga, að
við kynnum að þurfa aö fara aö
takmarka eigin loönuveiöar og
heföum þegar raunar byrjaö þvi,
þá ætti þessi loönukvóti að
minnka nokkuö.
t ööru lagi ætti að nota þetta
tækifæri einsoggertvar ifyrra til
þessaöskera niður eða fá Færey-
ingana til þess að fallast á þaö aö
minnka til nokkurra muna þann
afla, sem þeim var leyfilegt aö
veiöa hér af þorski samkvæmt
sérstökum samningi.
1 þriöja lagi.aö gengiöyröi eins
rækilega frá þeim hnútum, að
sem fyllst eftirlit yrði með þeim
veiöum Færeyinga hér, þar sem i
ljós hefði komið, aö þaö sætti
verulegri gagnrýni, e.t.v. rök-
studdri, aö þaö eftirlit væri lélegt
eöa ekki nægilega fullkomiö.
Þess vegna hlyti þaö aö vera
mjög mikils viröi, ef sú gagnrýni
væri á rökum reist aö fá þarna
settar sem rammastar skoröur
viö. Þaö yröi meö þeim hætti aö
einnig kynni að vera hægt, án
þess aö biða i 6 mánuði samkv.
uppsagnarfresti að takmarka til
muna þessar þorskveiöar Færey-
inga, sem flestir telja aö sé i
sjálfu sér stærra mál heldur en
þessi gagnkvæmi samningur um
loönu og kolmunna.
Barátta íslendinga og
Færeyinga
Ég skal ekki fara langt út i þá
sálma, aö bera saman tsiand ann-
ars vegar i sambandi við baráttu
þess fyrir fiskveiöiréttindum og
fiskveiöilögsögu og svo Færeyjar
og baráttu þeirra.
En ég kemst ekki hjá þvi aö
vikja þó aö þvi atriði I örstuttu
máli, þar sem þaö hefur veriö
notað bæöi hér i umræðum og i
blaöaskrifum, að þaö væri ger-
samlega ástæöulaust aö vera aö
semja eða liöka á einn eða neinn
hátt til gagnvart Færeyingum,
vegna þess aö þeir leyföu þjóöum
Efnahagsbandalags aö veiöa
ákveðið magn á Færeyjamiöum.
Þaö þarf ekki aö minna á baráttu
þessara tveggja þjóöa, íslend-
inga, sem nú eru um 200 þúsund,
en voru á sínum tfma aö þvi er
fróöustu menn telja komnir niöur
undir 30 þúsund aö tölu og Færey-
inga, sem nú eru 50 þúsund, en
voru aö fróöra manna sögn komn-
ir niður i 4-5 þúsund. Barátta
þjóöanna fyrir lifi sinu hefur ver-
ið ákaflega hörö og hún hefur ver-
ið barátta um þaö að mega hag-
nýta aöalauölind landanna, fiski-
miðin viö landiö. Viö þekkjum
okkar baráttu. Barátta Færey-
inga hefur veriö ákaflega svipuö
aö ööru leyti en þvi, að hún hefur
veriöenn þá haröari og er þaö enn
i dag.
Þaö erekki aðeins að þeir eru
þetta fámennari heldur en við,
heldur eru þeir i ákveðnum
tengslum viö Danmörku. Dan-
mörk er í Efnahagsbandalagi
Evrópu og Færeyingar uröu aö
horfa á þaö öldum saman, aö
Bretar, Þjóðverjar og fleiri út-
lendingar sóttu á þeirra miö og
skildu þannig viö þau, að Færey-
ingarurðu á siöustu áratugum 19.
aldar og fram eftir þeirri 20. aö
flýja bókstaflega af sinum miðum
ogá fjarlæg miö. Þannig var orö-
ið ástatt hjá þeim, að um það bil
4/5afþvisem þeir gátu aflað, var
tekiö á erlendum miöum og þetta
var aö sjálfsögöu af mjög brýnni
og sárrinauösyn.aö þeir leituöu á
þessifjarlægu miö. Þeir leituðu á
miöin við Island, viö Grænland og
svo á hinn bóginn I Noröursjó, við
Barentshaf og víðar.
Dæmið snýst við
Nú eru Færeyingar komnir
ótrúlega langt í þvi aö snúa þessu
dæmi viö. Allpiörg siöustu árin
hafa þeir getaö minnkaö veiöar
útlendinga á sinum heimamiöum,
en aukiö sínar eigin veiðar. Og ég
verö aö segja þaö, að þegar viö
litum á baráttu þessara tveggja
þjóða oghugsum til þess sem oft
hefur veriö bent á réttilega af
okkar hálfu og var ein aöalrök-
semd okkar í sambandi viö út-
færslu fiskveiöilandhelginnar og
baráttunnar viö Breta, aö viö
værum svo stórlega háöir fisk-
veiöum, aö ef viö ættum ekki
lagalegan þá a.m.k. siöferöilegan
rétt til þeirra fiskimiöa, sem
liggja hér umhverfis landiö, þá á
þessi röksemd viö I enn þá rikara
mæli heldur en hjá nokkurri ann-
arri þjóö, um Færeyinga. Og viö
eigum að minu viti að hiusta á
þessisömurök Færeyinga, þegar
þeir halda þeim fram eins og rök-
in, sem viö notuöum á sinum tima
meö hvaö bestum árangri gagn-
vart Bretum og fleiri þjóöum.
Og ég verö aö gerast nokkuö
stórorður og segja aö gefau til-
efni, aö framtiöarhagsmunum
okkar tsiendinga er vissulega
enginn greiöi geröur meö þvi aö
viö fáum meö réttu, ég tala nú
Gils Guömundsson.
ekki um ef viö fáum meö röngu á
okkur þann stimpil, aö viðværum
orðnir gráöugustu hákarlarnir i
Noröurhöfum, sem i engu sinnt-
um um þá nágranna okkar sem
enn þá fremur heldur en viö veröa
aö heyja sina lifsbaráttu hér á
þessum noröurslóöum og berjast
fyrir því að ná fullum tökum á
sinni efnahagslögsögu.
Eins og fyrr var sagt, þá eru
ekki ýkjamörg ár siöan Færey-
ingar urðu aö sækja meginhluta
sins afla áfjarlægmiö ogástæðan
til þess aö þeir hafa ekki enn þá
losnaö viö Efnahagsbandalags-
þjóöirnar af sinum heimaslóöum
er beinlinis sú, aö þeir eru enn
verulega háöir þvi að geta fiskað
á þeim miöum, sem nú eru meö
svo miklum siöferöilegum rétti,
sem þaö kann nú aö vera, kölluö
fiskimiö eöa höf Efnahagsbanda-
lags Evrópu. Þar á meðal eru
fiskimiðin viö Grænland.
Færeyingar og Islendingar eru
ekki einungis frændþjóöir og
vinaþjóöir og nágrannaþjóöir og
þaö er gersamlega ástæöulaust
aö segja slíkt i hæðnistón. En
þessar tvær þjóöir eru og veröa
nágrannar hér i Noröur-Atlants-
hafi, hvort sem mönnum likar
betur eða verr. Mér likar þaö
ágætlega og kysi mér ekki aðra
nágranna fremur heldur en Fær-
eyinga á aöra hliö og Grænlend-
inga á hina. Þaö má i rauninni
segja, að þegar viö erum aö fjalla
um þessi mál, má likja okkur Is-
lendingum og Færeyingum viö
bændur á tveim bújöröum. Þeir
hafa nú oröið náö og eru aö ná
eignarhaldi að fullu á stórri land-
areign, sem þeir höföu ekki full
yfirráö yfir áöur, og lönd jarö-
anna liggja saman og munu gera
þaö um ókomna framtiö.
Ég held, aö viö veröum þess
vegna aö læra það hér eftir i enn
þá rikari mæli en hingaö til, aö
þaöer nokkurs viröi aö eiga góöa
granna og viö hljótum sjálfra
okkar vegna að taka tillit hvor til
annars og vinna saman. Þaö
stýrði aldrei góöri lukku hér áður
fyrr og kann nú aö tiökast enn i
undantekningartilfellum, þegar
svo hart varö á milli gra-nna að
þeir, sem áttu jafnvel sameigin-
lega bithaga eða afréttir, siguðu
hundum sinum hver á annars bú-
fé. Slikt eigum við ekki aögera og
munum ekki gera og þaö mun
enginn mæla méöþvi hér á landi,
að slikt veröi gert gagnvart Fær-
eyingum, þaö er ég viss um.
Enda þótt ég heföi tilhneigingu
til þess aö hafa um þetta fleiri
orö, þá skal ég nú ekki gera það,
en meö tilliti jafnt til nútíðar sem
framtiöarhagsmuna þessara
tveggja þjóöa, sem hér eru aö
semja, íslendinga og Færeyinga,
þá taldi ég rétt, að gengiö yrði til
þeirra samninga um gagn-
kvæmar veiöiheimildir á loönuog
kolmunna, sem Færeyingar ósk-
uöu mjög eindregiö eftir. Og aö
uppfylltum þeim þremur atriö-
um, sem ég lagði megináherslu á,
takmörkun Ioönuaflans, tak-
mörkun þorskafla þess, sem
heimilaður er samkv. öörum
samningi og aö settar veröi
strangari reglur en áöur höföu
gilt um eftirlit meö þeim veiöum,
þá lýsti ég þvi yfir, aö slikum
samningi væri ég tilbúinn til þess
að greiöa atkvæöi mitt og svo
mun verða. Þetta náöist allt fram
ogég tel, aö þegar á þessa samn-
ingagerð er litiö, þá megi báðir
sæmilega við una og þá kannske
ekki siður Islendingar. Ég vissi
þaö, aö færeysku samningamenn-
irnir töldu, að hér væru nú um
býsna mikinn niöurskurð aö
ræða, en undu þó allsæmilega viö
sinn hlutogéghikaþviekkiviöaö
greiöa á sinum tima atkvæöi með
þvi, aö þessi samningur, sem hér
liggur fyrir, verði staöfestur.
Alþýöubandalagiö:
Benedikt Ragnar Eövarö
Aðalfundur verka-
lýðsmálaráðs
Vísitalan og efnahagsstefnan m.a. á dagskrá
Verkalýösmálaráöstefna Alþýöubandalagsins Ragnar Arnalds.mennta- og samgönguráöherra
veröur haldin sunnudaginn 11. febrúar aö Hótel og fulltrúi Alþýöubandalagsins i ráöherranefndinni
Esju i Reykjavfk og hefst kf. 10 árdegis. um efnahagsmál, hefur og framsögu um efnahags-
Raðstefnuna setur Benedikt Daviösson, formaöur stefnuna og stjórnarsamstarfiö.
stjórnar Verkalýösmálaráös Alþýöubandaiagsins, Siödegis kl. 13.30 veröa almennar umræöur og aö
og flytur skýrslu um störf ráösins. þeim loknum veröur kosin ný stjórn verkalýös-
Eövarö Sigurösson, formaöur Dagsbrúnar, og málaráðs Alþýöubandalagsins. Ráögert er aö ljúka
annar fulltrúa ASI i visitölunefndinni, hefur siöan fundi kl. 19 á sunnudag, en honum verður fram
framsögu um visitölumái. haldiö ef þurfa þykir.