Þjóðviljinn - 10.02.1979, Síða 8

Þjóðviljinn - 10.02.1979, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. febrúar 1979. Umsjón: Guðxún Ögmundsdóttir Hallgerður Gísladóttir Kristín Ásgeirsdóttir Kristín Jónsdóttir Sólrún Gísladóttir HILDUR JONSDOTTIR Sömu laun fyrir sömu vinnu ætti ad vera krafa Sóknar Nú um skeiö hefur Sóknar- málið svokallaöa veriö nokkuö til umfjöllunar I blaöi þessu. Óánægja Sóknarkvenna meö kjör sin hefúr fariö hraövaxandi og kröfunni um jafnrétti á viö karlmenn innan BSRB sem vinnasömu störf, hefur ört auk- ist fy lgi á siöari árum. Þessi óá- nægja einskoröast ekki ein- göngu viö Sókn, heldur gildir einnig um félög verkakvenna út um land, sem vinna hjá ríki eöa bæ. Eftir samþykkt Jafn- réttislaga á árinu 1975, þóttust flestir þess fullvissir aö lausn þessara mála væri i sjónmáli, þvl rikisvaldið — atvinnurek- andi Sóknarkvenna — hlyti aö framfylgja eigin lagasetningu og leiörétta þaö misrétti sem iáglaunakonur hafa oröiö fyrir barðinu á. Aðrir töldu aö Jafn- réttislögin væru skripaleikur sem konum kæmi aö engu gagni, nema þær fylktu sér saman og berðust fyrir þvf.aö i kjölfar lagasetningarinnar kæmu efnahagslegar og félags- legar umbætur sem raunveru- lega leiddu til bættrar stööu kvenna i þessu þjóðfleagi. Svo viröist sem siöari hópur- inn hafi haft á réttu aö standa. Biðlund og mannúð Sóknar Eins og flestir vita. þá vinna stórir hópar Sóknarkvenna við hlið karlmannasem eruí BSRB. Þeir hafa hærra grunnkaup, hærra álag, eru yfirleitt á ööru vaktakerfi og hafa önnur félagsleg réttindi mun beturúti- látin en Sóknarkonur. Þetta er gróft og augljóst misrétti. Jafn- réttissinnar í Sókn hafa lengi barist fyrir leiöréttingu þessara mála. en hafa sifellt rekið sig á vegg i kerfinu og þvi hefur bar- átta þeirra verið árangurslaus til þessa. Sérhver aöili firrir sig allri ábyrgð og lokaniðurstaöan af barningi þessum er sú, aö ekkert muni gerast i málinu fyrr en rikisvaldiö verður knúiö til aö fara að lögum, af þvi afli sem felst i samtakamætti Sóknarkvenna, á vinnustaðeöa i félaginu i heild. Sókn hefúr sýnt þessu rétt- lætismáli ótrúlega biðlund, þrátt fyrir aö stór hluti Sóknar- kvenna hafi reynt aö koma þessum málum á hreyfingu. Fyrir nokkru haföi fulloröin kona samband viö Jafnréttissiö- una og vildi koma á framfæri óánægju sinni meö greinina „Allir i Travoltastellingu” sem birtist á siöunni. Sagöi hún aö sér fyndust þaö mjög eölileg viöbrögö hjá æsk- unni aö hrifast af þessari mynd. Hún sagði: „unga fólkiö þarf eitthvaö til aö skemmta sér viö og viö höfum haft gaman af svona myndum einhvern tim- Þesser skemmst aö minnastað formaður Sóknar sagði eftir félagsfundinn þann 20. des. s.l. að ekki þætti rétt aö fara í verk- fall „af mannúöarástæðum”. Hafa lágiaunakonur, sem margt annaö starfsfólk heilbrigöis- stofnana, oft veriö hart leiknar af „mannúð” viösemjenda þeirra, sem þeir viröast rfku- lega gæddir, en sem þvi miöur beinist ævinlega á vitlausan stað á vitlausum tima. Þykir mörgum sem „mannúö” for- ystu Sóknar ætti helst að beinast aö félagsmönnum sjálfum fyrst og fremst. Si'ðan hafa skipast veður i lofti vegna þess óvænta frum- kvæðis sem kom frá Akranesi. Forysta þeirra Akraneskvenna tók þá afstöðu aö styöja þær konur, sem áttu heimtingu á inngöngu i STAK, i jafnréttis- baráttu þeirra og lýsti yfir að þótt þeim þætti leitt aö missa konur út úr félaginu, þá væru stéttarhagsmunir þeirra æðri hagsmunum félagsins. Þessu viðhorfi ber tvimælalaust aö fagna. Nú þótti forystu Sóknar eðlilega ekki lengur fært að halda að sér höndum og boðaði til féiagsfundar þann 25. janúar s.l. um kjaramál. A þeim fundi voru fundarsköp þverbrotin og öll meðferð mála i hæsta máta ólýðræöisleg. Verður fundurinn ekki rakinnhéri smáatriðum.en lesendum til glöggvunar bent á Opið bréf frá hluta þess hóps er gekk út af fundinum,sem birtist i Þjóöviljanum 31. jan., grein um fundinn i 5. tbl. Stéttarbar- áttunnar ogennfremur á grein i Neista sem út kom 30. jan., en sú grein rekur gang mála á fundinum ýtarlega. Viðhorfin innan Sóknar Þau viöhorf sem hafa átt fylgi að fagna innan Sóknar eru aöal- lega þrenns konar. t fyrsta lagi ber að nefna þá sem hafa stutt kröfuna um 180 þús. króna lág- markslaun. 1 öðru lagi eru þeir sem vilja stefna beint á ná- kvæmlega sömu launog réttindi og BSRB-félagar hafa sem vinna sömu störf. I þriöja lagi eru þeir sem halda þvi fram að Sókn beri ekki aöeins að stefna á sömu laun og réttindi og BSRB-menn hafa, heldur einnig að berjast fyrir inngöngu i BSRB, fyrir fullkomnu afnámi allrar mismununar á kynjum, fyrirþvi að allt ófaglært starfs- fólk þeirra stofnana sem eru á félagssvæöi Sóknar séu i sama an.” Hún taldi þessar Travolta- myndir ekkert meiri sölu- mennsku en hvað annað i þessu þjóöfélagi og þaö væri ekki allt af hinu illa. Hún sagöist jafn- framt vilja biöja okkur um aö gagnrýna ekki eingöngu, heldur benda lika á eitthvað sem gæti komiö i staöinn. Jafnréttissíöan vill þakka þessar ábendingar og væri vel ef fleiri létu I sér heyra um efni siöunnar. félagi, með sömu laun og rétt- indi og berisama starfsheiti án tillits til kyns. Þær rökstyðja mál sitt þannig að á meðan kon- um og körlum sé haldiö i mis- munandi stéttarfélögum verði grundvöllur fyrir misrétti ævin- lega fyrir hendi i einni eða ann- arri mynd og hægur leikurinn fyrir rikisvaldið að snúa þróun- inni viö með þvi að afmarka starfssviö þessara hópa og skapa þannig möguleika til að réttlæta misréttið. Nú þegar er orðið ljóst, að engin fyrirstaða er af hálfu BSRB fyrir að taka Sóknarkon- ur inn I sinar raðir, aö sögn for- mannsBSRB. Þeir hafa itrekað það að frumkvæðið verður að koma frá Sóknarkonum sjálf- um, með stuðningi félagsins i heild, en að þvi fengnu myndi þessi hópur fá sömu stöðu og aðrir hópar' bandalagsins. Það er augljóst að veldi Sókn þessa leið, væru hagsmunir verka- kvennanna, laun og réttindi, betur á veg komnir en nú er. Kröfugerðin Þau undur gerðust hins vegar á félagsfundinum 25. jan., þrátt fyrir þær raddir sem hafa verið yfirgnæfandi innan félagsins, að formaður Sóknar opinberaði að hún hefði fengið tvo „indælis menn” frá ASl til að gera með sér kröfugerð fyrir félagið. „Með okkur”, leiðrétti hún reyndar. Sú kröfugerð væri til- búin, að visu ekki fjölrituð, „kröfugerð sem hagdeild ASf heföi stimpilinná, sem þeir ættu jafn mikinn heiður af og við,” svo notuð séu orð formannsins. Þessi kröfugerö er langt fyrir neðan þaö sem Sóknarkonum ber, bæöi i siðferðilegum og lagalegum skilningi. Þessi kröfugerð er eins og skrattinn úr sauðarleggnum miðað við þær stefnursem hafa veriö inn- an Sóknar. Henni var þrýst i gegn i'snarhasti á fundinum og er vafasamt að atkvæðagreiðsl- an um hana geti talist lögleg. Kaupliðir kröfugerðarinnar eru: Byrjunarlaun 168.815 kr. eftir 6 mánuði 175.636, eftir 1 ár 182.681, eftir 3 ár 189.936, eftir 4 ár 200.985 og eftir 5 ár 207.934. Formaður Sóknar sagði að endar væru lausir, þetta ætti eftir að breytast, þannig gengi það i samningum. Hún sagði ennfremur að áherslan væri lögð á „stabfia vinnukraftinn”, ekki væri verið að stila upp á „þær sem gripa inni,” eins og fleiri liðir kröfugerðarinnar bera með sér. Aðrir liðir hennar eru um vaktaálag, um veikinda- daga og um orlof. Um aukið fæðingarorlof sagði hún að- spurð, að það væri að visu ekki i kröfugerðinni, en kannske yrði það tekið upp i samningagerð- inni, „við gætum fengið þaö fyrir eitthvað annað.” Mörgum þykir þessi kröfu- gerð i hæsta máta undarleg og velta þvi fyrir sér hvaö að baki henni kunni að búa. Þeir spyrja hvi i ósköpunum Sóknarkonur krefjast ekki tvimælalauss rétt- ar sins, sem er sömu laun fyrir sömu vinnu og fullkomins af- náms á þvi kynjamisrétti sem þær hafa manna harðast orðiö fyrir barðnuá. Er súverkakona til innan Sóknar sem litur svo á að konum beri lægri laun fyrir vinnu sina en körlum i sömu störfum? Þessi kröfugerð leiðir okkur i' sannleika um það, að þeir sem sömduhana a.m.k. eru þeirrar skoðunar, þ.e. formað- urinn sjálfur og þeir tveir in- dælismenn frá ASl sem veittu henni liðsinni sitt. Og yfir öllu saman er „stimpill ASI”! Má undirrituð minna á, aö þessi sami formaður hélt eftirtektar- verða ræðu þann 24. október 1975, ræðusem fjölmargir muna eftir þó ræðumaðurinn sjálfur hafi kannske gleymt henni. Hvað býr að baki? Eins og áður sagði, þá velta margir því fyrir sér hvað að baki þessari kröfugerð býr. Margar kenningar hafa komið fram um lausn þessarar gátu og ein þeirra liklega haldbest. Hún er svohljóðandi: Hin hefð- bundna spenna sem rikt hefur milli ASI og BSRB hefur mikil áhrif á þessi mál. Ef Sóknar- konur fá jafnrétti á við starfs- félaga þeirra i BSRB munu byrjunarlaun þeirra liklega verða i kringum 172 þúsund krónur, en þaö eru þau grunn- laun sem t.d. gæslumenn á Kleppsspitala fá. Dagsbrúnar- menn ásamt fleiri aðilum innan ASI myndu þá fljótlega fara að hugsa sér til hreyfings, en nú er dagvinnukaup Dagsbrúnar- verkamanns sem vinnur viö höfnina 146.720 kr. fyrir fjórar vikur, sem sagt langt fyrir neð- an framf ærslukostnað. Ef hreyfing skapast i Dagsbrún er liklegt að óróinn breiðist út og nái vitt og breitt um verkalýðs- hreyfinguna. Það má hinsvegar ekki fyrir nokkramuni ske þvi það kemur sér illa fyrir rikis- stjórnina, nú þegar hún þarf á spekt vinnumarkaðarins að halda. Þ.e.a.s. Sóknarkonur mega alls ekki fá þann rétt sem Jafnréttislöggjöf rikisvaldsins á að veita þeim, þvi þegar endir- inn er skoðaður þá gæti það haft erfiðleika fyrir rikisstjórnina i för með sér, rflrisstjórn verka- lýðsflokkanna. Laglegt er það. Er það hugsanlegt að þeir ASl-menn og formaður Sóknar hafi haft þetta til hliðsjónar þeg- ar hin hóflega kröfugerð var samin? Þetta er haldgóð kenning. Konur! Viö megum ekki sjálfar standa i veginum fyrir afnámi kynjamisréttis. Berj- umst fyrir kröfunni um sömu laun fyrir sömu vinnu! Aðlokum: Þaðskýtur skökku við þegarÞjóðviljinnslærupp á forsiðu túlkun formanns Sóknar á „sigri” þeirra Sóknarkvenna inni I Hátúni, sem fóru I setu- verkfall til að mótmæla þeim lúalegu árásum sem gerðar voru á kjör þeirra. „Sigur” þessi átti að felast i þvi að sam- komulag tókst um 6 vikna aö- lögunartima á kaupskerðing- una. Samstaöa Sóknar var um að hrinda þessari árás alger- lega, ekki að fá tima til að að- lagast henni. Siðan hefði einnig verið hægt að setja fram kröfú um enga kaupskerðingu þó vinnutimi yrði styttur um 30 minútur. Kappræðufiindur Fimmtudaginn 15. febrúar munu Rauð- sokkahreyfingin og Eik (m-1) kappræða um efnið „Hvernig skal byggja baráttuhreyfingu kvenna”. Fundurinn verður haldinn að Hótel Esju og hefst kl. 20.30. Er ekki að efa að hann verður hinn fróðlegasti,og eru allir áhugamenn um kvennabaráttuna hvattir til að mæta. Eðlileg viðbrögð hjá æskunni

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.