Þjóðviljinn - 10.02.1979, Síða 9

Þjóðviljinn - 10.02.1979, Síða 9
Laugardagur 10. febrúar 1979. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 9 Heysala tíl útlanda — framtiöaratvinna? Búnaðarmálastjóri hvctur til samdráttar í landbúnaðinum Haildúr Pálsson búnabarmála- stjóri kannar sauöfjárafuröir i sláturhúsinu i Borgarnesi. Frjáls leið bænda við samdrátt i landbúnaðar- framleiðslu, einsog þeg- ar þeir skáru niður kýrnar til að eyða smjörfjallinu, kemur varla að liði framvegis, sagði Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri á ráðstefnu búnaðarráðu- nauta, sem nú stendur yfir i Bændahöllinni i Reykjavik, en þar fjall- aði hann um offram- leiðsluna i landbúnaðin- um. Taldi búnaðarmála- stjóri eina ráðið til að minnka framleiðslu- magnið, að bændur breyti búskaparháttum með nýjum búgreinum, betri nýtingu hlunninda eða launuðum störfum meðfram búskapnum. Halldór Pálsson rakti þróun landbúnaðar undanfarna fjóra áratugi og kom fram, að heildar- framleiðslumagnið heftir meira en þrefaldast frá árinu 1940, en nærri sjöfaldast pr. mann i land- búnaði, sem sýnir, að starfandi fólki i landbúnaði hefur fækkað um meira en helming á sama tima. Virðisaukning eftir mann hefur tæplega fjórfaldast á þessum 38 árum, en það sýnir aftur, að að- föng eða aðkeyptur tilkostnaður við framleiðsluna hefur hækkað hlutfallslega meira en heildar- framleiðslumagnið á mann, enda hefur launahlutfall verðlags- grundvallar lækkað úr 88% 1943 i 56% 1978, en samkvæmt búreikn- ingum 1977 eru laun og vextir af eigin fjármagni 41% af veltu. Nýrri tölur og yfir styttra tima- bil, þ.e. 1960-1977, sem búnaðar- málastjóri vitnaði i, sýna mikla Vill breytta búskaparhœtti með nýjum greinum, nýtingu hlunninda og launuðum störfum meðfram búskap magn- og verömætisaukningu i nautgripaafurðum, einkum þó sláturafurðum, nokkru minni aukningu i sauðfjárafurðum, samdrátt i afurðum hrossa og kartaflna, gifurlega aukningu á alifuglakjöti, mjög mikla einnig i svihakjöti og tvöföldun á verð- gildi hlunninda. Veruleg offramleiðsla Nú er staðan sú, sagði hann, að veruleg offramleiðsla er á mjólk og dilkakjöti, svo að lögboðnar út- flutningsbætur nægja hvergi nærri til þess að bændur fái fram- leiðslukostnaðarverð fyrir þessar vörutegundir. Er þvi augljós nauðsyn þess að draga fremur úr framleiðslu þessara vörutegunda en auka hana, amk. i bili, hvort sem það tekst af frjálsum vilja bænda, með kvótakerfi eða með samningum við einstaka bændur um breytta búnaðarhætti. Frjálsa leiðin kæmi ekki að gagni, sagði hann, mest vegna hinnar miklu vélvæðingar og fjárfestingar i byggingum, mjólkurtönkum o.fl. Halldór Pálsson taldi, að sumir gætu dregið úr framleiðslu með hagræðingu án þess að nettótekj- ur lækkuðuað marki, þ.e. með að nota minni aðföng, t.d. kjarnfóð- ur. Þvi aðeins væri þó hægt að minnka framleiðslumagnið til muna, að bændur tækju upp breytta búskaparhætti. Aukabúgreinar úrræðið Hann minnti á að verðlags- grundvöllur sexmannanefndar- Framhald á 18. siðu 1960 1 977 Aukning smál. smál. % M jólk 103. 365 1 31. 532 27, 3 Nautgripakjöt 1. 360 2. 191 61, 1 Kindakjöt 11. 367 14.800 30, 2 Gærur 2. 420 3. 026 25, 0 Ull 1. 351 1. 590 17, 7 H ros sakjöt 908 630 4- 30,6 Hross, seld ur landi stk. 231 516 123,4 Svínakjöt 320 720 125, 0 Alifuglakjöt 50 500 900, 0 Egg 1.020 2. 800 1 74, 5 Minkaskinn stk. 0 28. 267 Allt Kartöflur 12.000 9. 500 4- 20, 8 G róðurhúsaafurÖir 631 831 31.7 Aukning búvörumagnsframleiðslu 1960 — 1977 196 0 1977 Aukning millj. kr. millj. kr. % Mjólk 1. 177. 3 1. 544. 4 31.2 Sláturafurðir nautgripa 92,2 1 33, 4 44, 7 SauÖfjáraf urðir 1.214,8 1.465.3 20, 1 H ros saafu rðir 41,6 38, 9 -i- 6,5 Aðrar bufjárafurÖir 120, 8 387, 0 220,4 (SvTnakjöt) ( 30,4 68, 4 125, 0 ) (Alifuglakjöt) ( 3,5 35, 0 900, 0 ) Garð og gróðurhusaafurðir 208, 8 211,0 1, 1 Hlunnindi, alls 61,4 128,6 109,4 Breyting á verðmæti búvörumagnsframleiðslu frá 1960-1977 á verðiagi 1969. Loðdýrarækt er meöal aukabúgreina sem búnaðarmálastjóri fjallaöi um. Sjónvarpið með námskeið fyrir rit- höfunda og aðra sem áhuga hafa að kynna sér handritagerð Sjónvarpið hefur auglýst nám- skeið fyrir rithöfunda i gerö sjón- varpsleikrita. Er ætlunin að rit- höfundar geti kynnt sér mögu- leika islenska sjónvarpsins og lært handritagerð fyrir þennan fjölmiðil. Þjóöviljinn sneri sér til Hrafns Gunnlaugssonar leiklista ráðunautar sjónvarpsins og spurði hann nánar um þetta fyrir- hugaða námskeið. „Þetta er námskeið i tveimur hlutum,” sagöi Hrafn. „Fyrra námskeiðiö verður haldið dagana 3.-17. mars og kennt mánudaga, miövikudaga og föstudaga frá i 17—19, og laugardaga frá 14—18. Alls verða teknir 12 rithöfundar inn á fyrri hluta, en sex þeirra munu svo halda áfram á siðari hluta sem hefst skömmu eftir að fyrri hluta lýkur og verður svip- aður að lengd. I siðari hluta verður hver höf- undur með ákveðinn leiðbein- anda, og fullgert verður handrit til myndatöku. Tilgangur þessa námskeiðs er fyrst og fremst að gefa rithöfundum og öörum, sem óska að skrifa fyrir sjónvarp, tækifæri til að kynna sér mögu- leika islenska sjónvarpsins og leiöbeina þeim við handritagerð. Námskeiðið verður opið fyrir alia og þátttakendum að kostnaðar- lausu.” Yfirumsjón með námskeiðinu hefur Hrafn Gunnlaugsson en leiðbeinendur verða allir dag- skrárgerðarmenn sjónvarps og Agúst Guðmundsson kvikmynda- gerðarmaöur. Þeim, sem hafa áhuga að sækja um þetta nám- skeifver bent á að senda inn skrif- lega umsókn til sjónvarpsins fyrir þ. 20. þessa mánaðar. Umsóknin merkist „Samvinna um handrita- gerð”. Nánari upplýsingar veitir Hrafn Gunnlaugsson i síma sjón- varpsins milli 17—18 næstu daga. Það skal tekið fram að lokum að útvarpsráð tekur ákvöröun um þátttakendur á báðum hlutum námskeiðsins. —im Bæjarstjórn Siglufjaröar ályktar um verð- jöfnunargjald A fundi hjá Bæjarstjórn Siglu- fjarðar þann 26. janúar s.l. var samþykkt að krefjast þess, að sanngjarn og réttmætur hluti verðjöfnunargjalds veröi greidd- ur Rafveitu Siglufjaröar. I samþykkt bæjarstjórnarinnar segir m.a.: „Kröfur slnar byggir bæjar- stjórn á þvi, að Rafveita Siglu- fjarðar hefur nýlokið við viðbót- , arvirkjun Neðri-Skeiösfoss, og þvi þungar greiðslubyrðar vegna afborgunar og vaxta gengis- tryggðra lána og visitölubundins láns fyrstu árin. Verði ekki faliist á þessa kröfu bæjarstjórnar, sér bæjarstjórn Siglufjarðar engar frambærilegar forsendur til að krefja Rafveitu Sigiufjarðar um verðjöfnunargjald með tilliti til fjárhagsstöðu Rafveitunnar.” isg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.