Þjóðviljinn - 21.02.1979, Qupperneq 7
Miðvikudagur 21. febrúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Orðaskipti um Islam
Hr. ritstjóri:
Vinsamlegast takiö eftirfarandi
til birtingar I Þjóöviljanum:
Ýmsir hafa á undanförnum
mánuöum fundiO sig tilknúna aö
skrifaum íran i tilefni þess mikla
vandræöaástands, sem þar rikir.
Meöal þeirra er AB, sem viöraöi
þetta efni fyrir nokkru I heilsiöu-
grein um „herskáa múhameös-
trú”. Ef leiörétta ætti aliar þær
fjarstæöur um tranog Islám, sem
Islensk blöö ein saman hafa birt
siöan um áramót, yröi þaö efni i
margar heilsiöugreinar, en þar
sem i grein AB fer saman meiri
hroki og minni skilningur en hjá
flestum öörum sem um þessi efni
rita, þykir mér hlýöa aö taka að-
eins upp hanskann fyrir Islám.
Væntanlega þýöir AB rétt upp
úr heimildum sinum, þegar hann
segir að Islám sé öðruvisi trúar-
brögð en „við” eigum að venjast
— en hvernig þá öðruvisi? Jú,
Islám er „fyrirmæli um rétt
líferni hér og nú I rikari
mæli en kristindómur ”, Nú
vill svo einkennilega til að öll
trúarbrögð eru fyrirmæli um
rétt liferni — Islám vegur
aðeins þyngra að þessu
leyti að Muslimir virðast taka
meira mark á trú sinni en t.d.
kristnir menn. Þannig er Islám I
sjálfu sér ekkert mikið ööruvisi
en önnur trúarbrögð — kjarni
þeirra allra er aö heita hinn
sami, þau hafa aðeins meiriáhrif
á játendur sina. Sá sem kynnir sér
sögu Islám mun komast að raun
um hversvegna. Fróðleik um
þessi mál má m.a. finna I bók
eftir Maxime Rodinson „Mu-
hammed”, sem fékkst I bókabúð
M&M til skammstima, en Max-
ime þessi er orþódox kommi og
verður ekki sakaður um óþarfa
undirlægjuhátt við Múhammeð.
AB notar hvað eftir annað orðið
„múhameöska”. Þetta merk-
ingarlausa oröskripi mun runnið
undan rifjum dr. Helga Pjeturs
og er að finna I einhverjum Ný-
alnum, en dr. Helgi hafði sem
kunnugter litlar mætur á negrum
og aröbum og gyöingum (hann
talar m.a. um „júðsku”). Allúr
tónninn i grein AB og I skrifum
um þessi mál yfirleitt ber vitni
þeirri skoðun, að múhameöskan
sé trúarbrögð af lægri gráðu en
„við” eigum að venjast. Þótt
hann leitaði meö logandi ljósi I
öllum trúarbókmenntunum, mun
hann hvergi finna eina einustu
röksemd þessu til stuðnings.
Þetta viöhorf á rætur aö rekja til
þeirrar vandræðalega áleitnu
skoðunar, að arabarnir séu ekki
einsmerkilegtfólk og ,,viö” hinir.
Þaðer undarlegt hvemönnum,
sem lifa á þvi að skrifa um póli-
tik, er gjarnt aö tala af miklum
drýgindum um hluti, sem þeir
bersýnilega hvorki þekkja né
skilja. AB vitnar I Kemal Ata-
turk, sem nefndi Islám „reglu-
gerð siðlauss Arabahöfðingja
Nú kann Atattírk að hafa verið
mikið átoritet um marga hluti
en hann hafði þó sannanlega
hvorki þekkingu né metnað til
að vera átoritet um Islám. Sann
leikurinn er sá, aö i Kóraninum er
að finna einhvern tignarlegasta
siðaboðskap, sem heimurinn
þekkir, karlmannlegan og þrótt-
mikinn.Löghans eruaftur á móti
sniðin að bóðþyrstum og hálfvillt-
um ættbálkum Arabiuskagans.
Boðskapur Kóransins sameinaði
fjölda þjóða og kynkvisla i eina
heild og af honum spratt ein
glæsilegasta hámenning, sem
heimurinn hefur augum litið —
arabarnir kenndu Evrópumönn-
um m.a. aö þvo sér og stofnuöu
fyrir þá fyrstu skóla álfunnar.
Hinu er auðvitað ekkiað leyna, að
á siðari timum sækir mikill
hrumleiki þessi merkilegu trúar-
brögð ekki sfður en kristindóminn
— en trúin finnur sér stöðugt nýj-
an farveg.
Einkennilegasti textinn er und-
ir mynd af Ayat’ulláh Khomaynl i
lótusstellingum, en þar segir:
„Khomayni er „ajatoDah” einn
þeirra helgu manna, sem eru
tákn um vilja Allah.”
Ekkert hefur komið fram sem
bendir til þess að Khomayni sé
heilagri en aðrir menn, og að
hann sé tákn um vilja Allah er
ekki annað en saklaus fyndni hjá
Le Nouvel Observateur, aðal-
heimildAB. Nafnið Ayat’ulláher
virðingartitill, sem manngarm-
urinn hefúr gefið sjálfum sér eða
fengið að gjöf, þegar hann út-
skrifaðist úr prestaskólanum.
’ulláh er eignarfallsmynd arab-
iska orðsins Alláh. Þetta nafn
ber ekki vitni um neina verðleika
i sjálfu sér fremur en t.a.m. séra.
Eövarð T. Jónsson, isafirði.
Athugasemd um
hrokann og karl-
mennskuna
Þetta bréf hefur af misgáningi
legið lengur óbirt en skyldi. En
vegna þess aö undirritaöur er
sakaður um „minni skilning og
meiri hroka” I skrifum um Iran
og múhameðstrú,Islam, en flestir
aðrir, þá er rétt aö hnýta aftan við
tilskrifið nokkrum athugasemd-
um.
Eðvarði T. Jónssyni þykja það
mikil firn að ég sagði I grein
minni að Islam væri „öðruvisi”
trúarbrögð en sú kristni sem við
eigum að venjast. Setningin sem
hann hefur i huga er þessi:
„Islam er fyrirmæli um rétt lff-
erni nú og hér i rikari mæli en
kristindómur treystir sér til aö
vera nú um stundir.” Siðari
hluta setningarinnar sleppir bréf-
ritari — ogskiptir hann þómestu i
þessu samhengi. Vitaskuld
geyma öll trúarbrögð fyrirmæli
um rétta eða æskilega hegöun.
Hér er enginn að deila um svo
augjósan hlut, heldur er því blátt
áfram slegið fram, að Islam og
stofnanir hans hafi sterkari stöðu
til að fylgja boðum sinum eftir i
múhameðskum heimi en kirkja á
Vesturlöndum. Mér er gjörsam-
lega óskffjanlegt hvernig slikur
samanburður á að bera vitni um
„fyrirlitningu” á Islam, eöa þá
skoöun sem bréfritari er að reyna
að gera mér upp: að ég telji aö
„arabarnir séu ekki eins merki-
legt fólk og „við” hinir”. Arabar
voru reyndar ekki á dagskrá I
grein minni, heldur fyrst og
fremst Persar, Tyrkir og Pakist-
anir.
Samantekt min byggði blátt á-
fram á þeim skilningi mála, að
Islam gerist nú um stundir veru-
legt pólitiskt afl, bæði vegna
þeirrar stöðu sem trúarbrögðin
hafa i reynd i múhameðskum
samfélögum, og vegna þess aö
þau viðhorf eru útbreidd I þessum
samfélögum að hvorki vestrænn
kapitalismi, sovéskur kommún-
ismi né „veraldleg” þjóðernis-
hyggja hafi risiö undir vonum,
leyst hin brýnustu vandamál. Og
þegar vitnaö var til niðrandi um-
mæla Kemals AtatÖrks um
Islam, þá á hver læs maður að
geta skilið, að það er gert til þess
eins að minna á það djúp sem
staðfest er á mflli þjóöernissinna
afhansskóla ogmanna á borð við
Khomeini hin iranska.
EðvarðT. Jónssonhefur komist
að þeim sannleika sem hann kall-
ar svo, aði Kóraninum sé aðfinna
„einhvern tignarlegasta siöaboð-
skap sem heimurinn þekkir,
karlmannlegan og þróttmikinn”.
Má vel vera. Heimurinn virðist
reyndar yfirfullur af tignarlegum
siðaboðskap. En að þvi er varöar
þróttinn og karlmennskuna, þá
getur ekki hjá þvi farið að menn
taki eftir þvi, aö þvi sterkari og
beinni áhrif sem fyrirmæli Kór-
ansins hafa á löggjöf og lffshætti i
múhameöskum rikjum, þeim
mun meiri kúgun sæta konur og
þeim mun grimmdarlegri eru
refsingar gegn þeim sem lög
brjóta. Dæmi má taka af
Saudi-Arabiu og nú siðast af
Pakistan. Ef sá sem er litið
hrifinn af slikri „karlmennsku”
er þar með oröinn sekur um kyn-
þáttafordóma, trúarlega fordóma
og guömávitahvaö, þá er sannar-
legaorðiö erfitt að Dfa og skrifa.
En hvað segir dcki sú góða bók
Kóraninn: „Hvern þann, sem ó-
hlýðnast Allah og Sendimanni
hans og brýtur boð Hans, þann
mun Hann láta i Eld ganga, og
mun sá dvelja þar um eilifð”
(Surah IV, 14).
Arni Bergmann
P.S. Það var reyndar ekki Le
Nouveí Observateur heldur þau
Spiegel og Guardian i samein-
ingu sem lugu þvi aö mér að
Ajatollah þýddi „tákn Allah”, eða
eitthvaö þessháttar. Sömu heim-
ildir vilja ljúga þvi aö okkur, að
ajatoDar séu, samkvæmt hug-
myndum Sjita, staðgenglar
siðasta Imamsins, en ímamir
bjuggu yfir yfirnáttúrlegum vis-
dómi meðan þeir voru og hétu og
voru frjálsir undan allri synd.
Þjóðtrúin segir, aö siðasti tmam-
inn sé reyndar enn á jörðunni og
muni birtast rétttrúuöum þegar
stundin er komin og stofna guðs-
riki á jörðu, jarðneska paradis.
Það er þá ekki nema von að mikl-
ar pólitiskar vonir séu bundnar
viö Khomeini.
100 braut-
skráðust
úr Tækni-
skólanum
sl. ár
100 nemendur brautskráðust á
sl. ári frá Tækniskóla tslands, en
alls stunduðu 381 nemandi nám,
við skólann, þaraf 22 á Akureyri
og 11 á tsafirði.
Af þeim sem brautskráðust frá
skólanum voru 16 útgerðartækn-
ar, 7 I fyrsta hluta raftæknifrasði,
9 I fyrsta hluta véltæknifræði og
náskyldum greinum, 29 raun-
greinadeildarprófsmenn (þaraf 6
á Akureyri og 3 á Isafirði), 19
meinatæknar, 12 byggingatækni-
fræðingar, 6 raftæknar og 2 vél-
tæknar.
Heildarfjöldi brautskráöra frá
Tækniskólanum er þar með kom-
inn uppi 954, að þvi er fram kem-
ur i yfirliti frá skólanum.
Afangakerfið, sem nú er orðið
þriggja ára gamalt veldur þvi, að
tvisvar á ári er hægt að ljúka
hvaða námsbraut sem er við skól-
ann. Enn um sinn amk. verður þó
algengast að brautskrá i desem-
ber byggingatæknifræðinga og
tækna i byggingum, rafmagni og
vélum. 1 mai verður aftur á móti
venjulegur endir námsbrauta i
útgerðardeild og i frumgreina-
deild (undirbúnings- og raun-
greinadeild). Þá lýkur einnig
fyrri hluta náms i rafmagns- og
véltæknifræöi. Meinatæknar eru
jafnanbrautskráðir Ibyrjun októ-
bermánaðar, en það helgast af
þvi hve langan tima verklega
námið tekur.
Afangakerfið sækir viða fram.
Dönsku tækniskólarnir, sem
Tækniskóli Islands hefur frá upp-
hafi haft samstarf við, eru nú á
fyrsta ári með nýtt áfangakerfi. I
þvi er margt frábrugðið kerfinu
hér, en snurðulaus skólaskipti
rafmagns- og vélamanna hafa þó
verið tryggð.
A árinu uröu ýmsar langþráðar
lagfæringar i skólanum, segir i
yfirliti rektors. Mötuneyti tók til
starfa, bókasafn er verið að
byggja upp og verður rekið sem
útibú frá Tæknibókasafninu viö
Iðntæknistofnun Islands, húsgögn
fengust I setustofu og viðar og
nokkur tæki fengust I tilrauna-
stofu véladeildar.
Aukin hafa verið stórlega
tengsl Tækniskóians við fjöl-
brautaskóla, en sem kunnugt er
tengdist Tækniskólinn frá upphafi
aðallega iðnskólunum.
— vh
• Blikkiðjart
Ásgarði 7, Garðabæ
Önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SIMI 53468
Tökum að okkur
viðgerðir og nýsmiði á fasteignum.
Smiðum eldhúsinnréttingar; einnig við-
gerðir á eldri innréttingum. (Jerum við
leka vegna steypugalla.
Verslið við ábyrga aðila
TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ
Bergstaðastræti 33,
simar 41070 og 24613