Þjóðviljinn - 21.02.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.02.1979, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 21. febrúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 MINNING: Sveinn Benediktsson, fr amkvæmdarst j óri Fæddur 12. maí 1905 - Dáinn 12. febrúar 1979 Hinn 12. febnlar s.l. lést i Landakotsspitala Sveinn Bene- diktsson framkvæmdastjóri, á 74. aldursári. Sveinn hafði á siðari árum btiiö viðskerta heilsuogvar mjög hætt kominn fyrir allmörgum árum. Honum tókstþóað sigrast á sjúk- dómi sinum að mestu, enda kjarkurinn og viljafestan með eindæmum. SjúkrahUsvist hans að þessu sinni var ekki löng og var banamein hans hjartabilun. Sveinn Benediktsson var fædd- ur i Reykjavik 12. mai 1905 og voru foreldrar hans Benedikt Sveinsson, ritstjóri Ingólfs og sið- ar alþingismaður og kona hans Guðrún Pétursdóttir, bæði þjóð- kunn að skörungsskap og fyrir af- skipti sin af félagsmálum og stjórnmálum. Benedikt Sveinsson var i fremstu röð þeirra Islendinga er iengst og djarfast sóttu fram i sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Stefna hans var skýr og ótviræð: ,,aö Island sé fyrir Islendinga og hér búi frjálsir menn í frjálsu landi”, eins og hann komst sjálfur að orði, er hann tók viö ritstjórn Ingólfs, 8. janúar 1905, nokkrum mánuðum áöur en Sveinn fæddist. Frá þessu markmiöi hvikaöi Benedikt Sveinsson aldrei á löng- um stjórnmálaferli og i andrúms- lofti þessarar baráttu hlaut Sveinn mótun sina og uppeldi. Með Sveini Benediktssyni er fallinn frá ein svipmesti atorku- maður okkar samtlðar. Það sóp- aði að honum hvar sem hann fór og I tvennskonar skilningi. Hann var harðsækinn ogumsvifasamur I atvinnurekstri sinum og allri þeirri margvislegu umsýslu er hann hafði með höndum um dag- ana. Það var sjaldan logn I kring um hann. Hann var einnig höföi hærri en allur fjöldinn og sam- svaraði sér vel og fas hans allt bar vott um sterkan hug og mikla viljafestu. Sveinn hlaut þvi hvar- vetnaaðvekja athygli og eftirtekt samferöamanna, enda var hann ótrúlega viða kvaddur til trúnaö- ar- og forystustarfa. Starfsvettvangur Sveins Bene- diktssonar var fyrst og fremst á sviði atvinnulifsins ogþá sérstak- lega Isjávarútvegiogfiskvinnslu. Hann rak lengi eigin fyrirtæki i útgerðog sildarvinnslu og gegndi um langt skeið mikilvægum for- ystustörfum i samtökum útvegs- manna og fiskframleiöenda. En honum voru einnig falin um- fangsmikil og vandasöm opinber trúnaðarstörf, svo sem stjórnar- forysta I Sildarverksmiöjum rik- isins, en I stjórn þeirra sat hann nær hálfa öld, og formennska i Útgeröarráöi Bæjarútgeröar Reykjavikur um langa hrið. Þá átti hann lengi sæti i SQdarút- vegsnefnd og fulltrúi á Fiskiþingi var hann áratugum saman. Hann var oft kjörinn til samningsgeröa erlendis um sölu á fiskafurðum okkar. ötal fleiri trúnaöarstörf- um gegndi Sveinn, einkum á sviöi atvinnumála og viðskipta, þótt þau verði ekki tilgreind hér. Kynni okkar Sveins Benedikts- sonar hófust fyrst að marki I út- gerðarráði Bæjarútgerðar Reykjavikur, en þar áttum við samstarf um aldarfjórðungs skeið. Við vorum þar fulltrúar andstæðra flokka og að ýmsu ólikra sjðnarmiða. Ekki varð þvi alltaf komist hjá ágreiningi og fyrir kom aö það urðu verulegir árekstrar. En ekkert slikt var erft er til lengdar lét, og ég held mér sé óhætt aö segja að brátt hafi tekistmeö okkur góður kunnings- skapur er treystist við nánari kynni og varð að vináttu. Sveinn var mikill skapmaður og ráðrikur nokkuð og hélt jafnan fast á sinum málstað. Hann var ekki að eðli eða upplagi afsláttar- gjarn málamiðlunarmaður þótt góð greind og löng lifsreynsla kenndi honum nauösyn sátta og samkomulags i samstarfi manna. Hann var mjög hreinn og beinn I attri afstöðu sinni til manna og málefna og þáö var fjarri honum að láta menn gjalda málefnalegs ágreinings. 1 samstarfinu i Bæjarútgerö Reykjavikur tel ég mig hafa lært að meta Svein Benediktsson, hyggindi hans, stjórnsemi og drengskap. Hann var sem kunn- ' ugt er mjög eindreginn Sjálfstæð- isflokksmaður og ákaflega sann- færður um yfirburöi einkarekst- urs. Ekki galt þó Bæjarútgerð Reykjavikur þessa sjónarmiös formannsins, þótt rekstrarformið væriannaö en honum var mest að skapi. Sveinn gegndi formennsk- unni i útgerðarráði af dugnaöi og skörungsskap og reyndi að þoka hagsmunamálum Bæjarútgerð- arinnar áfram eins og kostur var og ekki alltaf við hagstæðar að- stæður. Eins og kunnugt er var Sveinn alla ævi mjög virkur þátttakandi I stjórnmálum. Hann tók óskorað- an og fullan þátt i mörgum póli- tiskum orustum uni sina daga og reyndist áreiðanlega flokki sinum og hugðarefnum átakamikill og skapheitur baráttumaður. Ég man hann þó aldrei einbeittari og ákafari i sókninni en f lýðveldis- kosningunum 1944, erveriðvar að slita siðustu stjórnarfarslegu tengslin viö Danmörku. Mátti þá glöggt greina hvar rætur hans lágu. Sveinn var ágætlega að sér i sögu þjóðarinnar og bókmenntum og átti gott safn vandaðra bóka. Hann haf öi einkum mikinn áhuga á fornbókmenntum okkar og öllu er snerti mannfræðiog ættvisindi. Hann var hafsjór af fróðleik á sviöi ættfræðinnar eins og sjá mátti er hann reit afmælis- eöa minningargreinar. Af ljóðskáld- um hygg ég hann hafi metið Ein- ar Benediktsson mest. Áhugi hans á sögu var ekki bundinn viö tsland eitt, hann las einnig mörg söguleg rit um erlend stjórnmál og stjórnmálamenn og haföi mikla ánægju af. Hann skrifaöi fjölda greina i blöð og timarit, einkum um atvinnumál og fjár- mál. Hann var ákaflega kröfu- harður við sjálfan sig og vandaði attt er hann lét frá sér fara. Svo sem nærri má geta um jafii stórbrotinn mann var Sveinn höfðingi I lund og greiðasamur. Var enginn einn og yfirgefinn er naut stuönings hans og velvilja. Hann var mjög tryggur vinur sin- um og umhyggjusamur um hag þeirra. Sveinn Benediktsson var ham- ingjumaöur i sinu einkalifi enda hefði hann ekki komiö jafn miklu I verk að öðrum kosti. Hann eign- aðist mikilhæfa mannkosta- konu. Helgu Ingimundardóttur, frá Kaldárholti i Holtum, sem lifsförunaut, og átti með henni fjögur mannvænleg börn sem öll eru uppkomin og hafa stofnað eigin heimili hér 1 Reykjavik og Garöabæ. Börnin eru þessi: Benedikt hæstaréttarlögmaöur, kvæntur Guðriði Jónsdóttur; Ingi- mundur arkitekt, kvæntur Sigriöi Arnbjarnardóttur: Guðrún nús- freyja, gift Jóni B. Stefánssyni, verkfræðingi, og Einar. starfs- maður hjá Sjóvátryggingafélagi Islands, kvæntur Birnu Hrólfs- dóttur. Heimilið sem Helga bjó Sveini af myndarskap og smekkvisi var honum ómetanlegur griðastaður er tóm og hvild gafst frá marg- þættum skyldustörfum og storm- viðrum athafnalifs og fram- kvæmda. Það er mikill sjónarsviptir að Sveini Benediktssyni og viða er nú autt sæti við fráfatt hans. I fjölskyldu hans er nú mikið skarð fyrir skildi. Reykjavik er fátæk- ari og svipminni eftir aö hann er allur. Svo sterkan svip setti hann á fæðingarborg sina á atorku- samri starfsævi. Nú þegar leiðir skilja vil ég þakka Sveini Benediktssyni sam- vinnu og vináttu sem ég á kærar minningar um. Við hjónin send- um Helgu, börnum hennar og fjölskyldunni allri hugheilar sam- úðarkveðjur. Megi minningin um mikilhæfan eiginmann og föður veröa þeim öllum harmabót og hugarléttir I þeim stóra missi er þeim hefur að höndum borið. Guðmundur Vigfússon. Hörður Sigurgestsson formaður Stjómunarfélagsins Aðalfundur Stjórn- unarfélags fslands var haldinn að Hótel Sögu fimmtudaginn 8. febrúar s.l.. í skýrslu stjórnar kom fram að starfsemi félagsins efldist mikið á liðnu ári og fjárhagsleg afkoma þess varð mjög góð. Hörður S ig u r g e s t s so n framkvstj fjármálasviös Flug- leiða var kosinn formaður félags- iis, en aðrir i stjórneru: Sigurður R. Helgason framkvæmdastjóri — varaformaöur, Björn Friö- finnsson fjármálastjóri — ritari, Ragnar Kjartansson fram- kvæmdastjóri — gjaldkeri. Meöstjórnendur eru: Asmundur Stefánssonlektor, JakobGislason fv. orkumálastjóri, ólafur B. ólafsson forstjóri, Óskar H. Gunnarsson framkvæmdastjóri og Steinar Berg Björnsson fram- kv æmdast jóri. A aöalfundinum voru kjörnir i framkvæmdaráð félagsins: Erlendur Einarsson forstjóri, Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson for- stjóri, Guðmundur Einarsson framkvstj., Haraldur Stein- þórsson framkvæ mdast j., Haukur Björnsson framkvstj., Jón Sigurðsson forstjóri, Jón H. Bergs forstjóri, Kristján Sigur- geirsson forstjóri, Otto A. Michel- sen forstjóri, Ragnar S. Halldórs- son forstjóri, Snorri Jónsson framkvæmdastj. og Sveinn Björnsson forstjóri. Fyrirlestiir í kvöld kl. 20:30 Prófessor MATTI KLINGE^ frá Helsinki-háskóla: „Om centrum och periferi i Finlands och Sveriges historia”. Verið velkomin NORRÆNA HÚSIO Sjúkrahús Neskaupstað Tilboð óskast i að fullgera sjúkrahúss- bygginguna i Neskaupstað. Nú þegar er lokið múrhúðun, hitalögn tengd, vatns- og skolplagnir frágengnar að tækjum og loftræsistokkar uppsettir að mestu. Verkinu skal skila i þrem áföngum. Verk- lok eru áætluð 15. nóv. 1981. Útboðsgögn verða afhent gegn 25.000.- kr. skilatryggingu á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, Rvk. og ennfremur hjá sjúkrahúss- ráðsmanni, Neskaupstað. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri þriðjudaginn 3. april 1979, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Kvenfélag sósíalista Fundur fimmtudaginn 22. febrúar 1979 kl. 20,30 i MlR-salnum Laugavegi 178. Fundarefni: 1. Félagsmál 2. Sagt frá fræðslustarfi verkalýðshreyf- ingarinnar. Stefán ögmundsson formaður MFA. 3. önnur mál. Stjórnin 1 x 2 — 1 x 2 26. leikvika — leikir 17. febrúar 1979 Vinningsröð: XXX — XII—2XX —222 1. vinningur: lOréttir —kr. 208.000.- 510+ 32746 33030+ 36992 + 2.vinningur: 9réttir — kr. 17.800.- 2288 5569+ 31418 32960+ 33679 36572 55134 3549 6581(2/9) 32046 32968+ 35699 36598 5089 7648 32415 33174 36106 42411 Kærufrestur er til 12. mars kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafniausra seöla ( + ) verða aö framvisa stofni eða senda- stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin _ REYKJAVÍK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.