Þjóðviljinn - 21.02.1979, Qupperneq 16
UOÐVIUINN
Miövikudagur 21. febrúar 1979
Alþingi í gær:
Sjá yeður-
guðirnir
um friðun
loðnunnar?
1 gær sagbi Magnús H. Magnús-
son sta&gengill sjávarútvegsráð-
herra, i svari við fyrirspurn Guð-
mundar Karlssonar um takmörk-
un loðnuveiði, að ekki væru á döf-
inni í sjávarútvegsráöuneytinu
sérstakar ráðstafanir til þess að
takmarka loðnuaflann á þessari
vertiö viö 350 þús. lestir eins og
Hafrannsóknarstofnun lagöi til.
Magnús sagöi að nýjustu rann-
sóknir á loðnugöngu fyrir Vest-
fjörðum gæfu til kynna að meira
væri af þessum mikilvæga fiski I
Islandsálum en menn hefðu áður
talið. Rannsóknum væri ekki lok-
ið og ekki yrðu geröar neinar ráð-
stafanir til aflatakmarkana áður.
Þá sagði Magnús að Hjálmar Vil-
hjálmsson, sem gert hefði rann-
sóknir á þeim hluta loðnustofns-
ins sem gengið hefði suöur meö
Austfjörðum.hefði lagt til aö ekki
yröu veidd nema 350 þús. tonn úr
þeim hluta en veiðum til bræöslu
hinsvegar beint aö Vestfjaröá-
loðnunni. Því yrði ekki af hálfu
yfirvalda um neinar takmarkanir
veiða að ræða á næstunni, fyrr en
séð væri hve mikilli friðun veður-
guðirnir ætluðu að standa fyrir.
Ekki hlutu þessi svör ráðherra
góðar undirtektir þingmanna.
Matthias Bjarnason sem þó er
ekki þekktur að neinu guðleysi
kvað þessar yfirlýsingar aumleg-
ar. Það væri ljóst að ráðuneytið
vissi ekkert i hvora löppina þaö
ætti að stiga.
sgt
Leitað lið-
veislu Svía
Kagnar Arnalds samgöngu- og
menntamálaráðherra og Þor-
steinn ólafsson aðstoöarmaöur
iðnaðarráðherra gengu i gær l
Stokkhólmi á fund viðskipta-
málaráðherra Svia til að kynna
honum sjónarmið rikisstjórnar
lslands varðandi hækkun jöfn-
unargjaids á innfiuttum iönaðar-
vörum úr 3% i 6%.
Er þetta gert i framhaldi af för
sendinefndar tslands til viðræðna
við fulltrúa EFTA og EBE sem
sagtvarfrá I Þjóöviljanum i gær
og er þess vænst að sænski við-
skiptaráðherrann leggi málinu lið
á vettvangi EFTA i Genf.
AAalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til
föstudaga, kl. 9 —12 og 5 — 7 á laugardögum. Utan þessa
tlma er hægt aö ná i bla&amenn og aðra starfsmenn blaðs-
ins I þessum Simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285,
útbreiösla 81482 og Blaðaprent 81348.
U 81333
Einnig skalbent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóðviljans i sima-
skrá.
Edera frá Napólilá fyrir norðan Engey og beiö ákvarðana um viögerö. (Ljósm.: Leifur)
„Voruni liræddir um að devja”
sögðu skipverjar á Ederu á ytri höfninni í Reykjavík í gær
Lúguhlerarnir eru fast að 10 tonnum að þyngd og þeir höfðu svipst upp I
átökunum.
(Ljósm.: Leifur)
,,Þaö var afspyrnuveður og við
vorum mjög hræddir. Viö hcldum
að við værum aö deyja”, sögðu
skipverjarnir Parrino Pietro,
D’Orlando Giovanni og Langella
Pasquale frá Napoli er Þjóðvilja-
menn fóru um borð i italska skip-
ið Edera á ytri höfnina i gær til að
kanna skemmdirnar um borð
eftir brotsjóinn sem það fékk á
út af Reykjanesi um helgina. Það
liggur nú fyrir norðan Engey.
Tveir fremstu lúguhlerarnir
höfðu svipst af skipinu og undist
upp en þeir eru upp undir 10 tonn
að þyngd og i þeim allt að tommu
þykkt stál. Þá hafði mikið for-
mastur með um 10—12 mm þykku
stáli lagst niöur og auk þess voru
grindverk farin og fleiri skemmd-
ir á skipinu.
D’Orlando Giovanni vélamaöur
hafði orð fyrir þeim þremenning-
um enda sá eini sem eitthvað
kunni i ensku. Hann fullyrti að
þetta risastóra skip væri 50 þús.
tonn en sumir segja að það sé 40
þús. tonn og enn aðrir 33 þús.
tonn. Sannfróðir segja að siðasta
talan fari næst lagi. Búið var að
dæla öllum sjó upp úr fremstu
lestarhólfunum i gær en enginn
samgangur er milli hólfa. Edera
virðist vera komin nokkuð til ára
sinna enda yfirbygging þess tærð
og ryðguð á köflum.
Fulltrúar eigenda skipsins áttu
að koma til landsins i gær til að
taka ákvörðun um viðgerð á þvi.
—GFr
Við vorum mjög hræddir, sögðu skipverjarnir Pietro, Giovanni og
Langelia er þeir töluöu við blaöamann I gær. Yfir höfðum þeirra sést
formastriö kengbogið. (Ljósm.: Leifur)
Efnahagsstefna Sjálfstæöisflokksins
á 4 1/2 síöu
Verðbólgan
kveðin niður
Krónan öðlast traust með því að
miða alfarið við erlent gengi
Forráöamenn Sjálfstæöisflokksins á fundi meö fréttamönnum i gær.
Frá vinstri: Sigurður Hafstein, Jónas Haralz, Geir Hallgrimsson,
Gunnar Thoroddsen, Ólafur G. Einarsson og Þorvaldur Garðar
Kristjánsson. Ljósm-eik.
Forráðamenn Sjáifstæðis-
flokksins boðuðu blaðamenn á
sinn fund i gær og kynntu tillögur
flokksins i efnahagsmálum. Að
sögn Geirs Hailgrimssonar og
Gunnars Thoroddsen, sem báðir
sátu fundinn, hefur tillöguflutn-
ingur þessi veriö rækilega undir-
búinn af þingflokki, miðstjórn og
efnahagsmálanefnd flokksins.
Tillögurnar bera yfirskriftina
„Endurreisn I anda frjáls-
hyggju” og eru aö mestu upptaln-
ing á almennt viðurkenndum
atriðum til úrbóta i efnahagslifi
þjóðarinnar, svo sem aö verö-
bólga skuli kveðin niöur og verö-
mætasköpun aukin með skyn-
samiegri nýtingu náttúruauð-
linda.
Ekki er i tillögum þessum vikiö
einu orði að helstu vandamálum
sem nú eru efst á baugi I efna-
hagsmálum, svo sem oliukrepp-
unni og yfirvofandi atvinnuleysi.
Sjálfstæðismenn telja almenn-
ar reglur heppilegri en boð og
bönn og vilja draga úr miðstýr-
ingu meö þvi aö flytja verkefni
frá riki til sveitarfélaga, fyrir-
tækja og einstaklinga. 1 þessu til-
viki benda þeir á aö sveitar-
félögin eigi aö reka grunnskólann
og fá til þess aukinn hluta af sölu-
skatti.
Þá er I markmiöakafla tillagn-
anna sagt aö verðbólgan skuli
kveöin niður þannig aö krónan
öölist traust innan lands og utan,
en i kafla sem ber yfirskriftina
„Helstu leiöir” segir aö frjálst
skuli að semja um tengingu fjár-
skuldbindinga viö skráö gengi er-
lends gjaldmiöils eöa verötrygg-
ingu meö öörum hætti.
Annað helsta markmiö tillagn-
anna er aö verömætasköpun skuli
aukin meö skynsamlegri nýtingu
náttúruauölinda, en i kaflanum
um markmiö er ekki frekari út-
færslu á þessu stefnuatriöi aö
finna.
Onnur markmiö tillagnanna
eru: jöfnuöur I viöskiptum viö
aörar þjóöir, — aö dregiö veröi úr
spennu á vinnumarkaöi jafn-
framt þvi sem næg atvinna hald-
ist, — yfirvinna minnkuö, en
kaupmáttur á vinnustund aukinn.
Þá miöa tillögurnar aö þvi aö
skattheimta verði minnkuð og
dregiö úr opinberum afskiptum
þannig að frjáls atvinnustarfsemi
geti eflst og einstaklingar fengiö
meiri ráöstöfunarrétt yfir tekjum
sinum.
Upptaka erlendrar
myntar?
Meginatriöi tillagnanna sem
miöa að þvi aö kveöa niður verð-
bólgu er aö finna I kaflanum
Vextir, verðtrygging, fjárfesting
og sparifjármyndun. Þar segir aö
draga verði úr opinberum af-
skiptum á peningamarkaöi og aö
ákvöröunarvald um kjör al-
mennra innlána og útlána skuli
flytjast frá Seölabanka til ann-
arra fjármagnsstofnana. Frjálst
skuli aö semja um fjárskuldbind-
ingar miðaö viö gengi erlends
gjaldmiöils eöa verötryggingu
meö öörum hætti. Að þessu
fengnu telja Sjálfstæöismenn aö
sparifjármyndun muni aukast og
stuðlaö sé aö hagkvæmri nýtingu
fjár. 1 lokin segir aö þegar þessi
leiö hafi skilaö árangri sé rétt aö
Framhald á 14. siöu