Þjóðviljinn - 22.02.1979, Side 7
Fimmtudagur 22. febrúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
í þvi efnum búna fámenni, sem hér er, ætti
að vera unnt að ná talsverðum árangri í að
kveða niður svökallaða menningarlega -
stéttaskiptingu.
Baldur óskarsson
rithöfundur:
Enn um popp-
framleiðslu
Dr. Hallgrimur Helgason ritar
dagskrárgrein sem Þjóðviljinn
birtir 13. þ.m. Tilefni hans er
greinarkorn frá mér sem ég
kallaði „Nokkur orð um popp-
framleiðslu”, f sama blaði 22.
des. Grein Hallgrfms er
athyglisverð sem vænta mátti.
Ég hafði talað um „popptón-
list”, af vangá.
Það er skylt að nefna hlutina
réttum nöfnum. Ég læt músík
liggja milli hluta hvað poppið
áhrærir, en held mig við
framleiðslu, það hæfir poppinu
eins og við þekkjum það gerst.
Tilefni mitt er engin merk-
ingarfræöi, heldur þessi orð:
„Þjóðaruppeldi getur ekki farið
fram gegnum fjölmiðla, þvi að
þeir sinna bæði menningu og
ómenningu, og fæstir eru af
eigin rammleik þess megnugir
að greina hismi frá höfrum”.
Með þessu finnst mér Hallgrim-
ur gefa i skyn að poppið sé
Rikisútvarpinu óviðráðanlegt.
Ég leyfi mér að vitna i grein
sem Arni Björnsson þjóðhátta-
fræðingur skrifar i Dagblaöiö og
þar er birt 12. þ.m. Hann vitnar i
útvarpslögin, 3. gr., og segir
svo: „Með þessari óvenjugóðu
lagagrein er útvarpsráði vissu-
lega veitt töluvert vald til að
hafa vit fyrir fólki”. Þetta er
mergur máls. „Útvarpinu ber
nefnilega engin lagaleg og þvi
siöur siðferðileg skylda til að
vera fyrst og fremst einhver
afþreyingarstofnun, jafnvel þótt
hugstola mannfjöldinn æski
þess”.
„Rikisútvarpið skal stuðla að
almennri menningarþróun
þjóðarinnar...” osfrv. (3. gr.).
Rikisútvarpið hefur góðan
bakhjarl þar sem lögin eru.
Nú er á döfinni einhvers konar
„könnun” sem eflaust má lesa
úr á ýmsa vegu. Einhverjir
kynnu að lesa sem svo að nú
mætti leggja tónlistardeildina
niður og afhenda störf hennar
poppfólki úti i bæ. — Það þykist
ég vita aö þeir mætu menn sem 1
deildinni starfa hafi með sárri
raun opnað útvarpið fyrir popp-
inu. Ég afsaka þá ekki fyrir þaö,
en nefni þessa „könnun” sem
tilefni, efni til að loka, halla
huröinni aftur þegar popparinn
er á ferð; að tónhroöi sá sem
Hallgrimur talar um að verði að
þoka.
Nú kynni einhver að spyrja:
Hvers vegna álitur þú þetta
nauösynlegt? Þessu þykist ég
hafa svarað i fyfTi grein að
nokkru, vil þó auka þar við svo
minna skorti. A slæmu og leiöin-
legu máli er stundum talað um
„menningarlega stéttaskipt-
ingu”. Slik stéttaskipting
verður vist hvergi afnumin meö
öllu, það er að segja — I
margbrotnu samfélagi
nútimans er varla unnt að
forðast hana alveg. En I þvi
efnum búna fámenni sem hér er
— rúml. 200 þúsund sálir — ætti
að vera hægt að ná — eigum við
ekki að segja talsverðum
árangri. Misjafn og bágborinn
músiksmekkur stuðlar á hinn
bóginn aö slikri stéttaskiptingu.
Og enn er það framboöiö sem
ræður eftirspurninni, allajafna.
— Hér er llka eitt og annað sem
heyrir undir heilörigðiseftirlitiö
að fjarlægja, til dæmis hátalar-
ar tusku- og plötusalanna á
Laugavegi.
Milli framleiðslugreina
poppsins og daglegs lifs og máls
hanga leyniþræðir. Jón óskar
rithöfundur gaf þaö I skyn í
blaðagrein i vetur, ef ég man
rétt, að hættuleg málspjöll,
rangar áherslur, stæöu i
samhengi við lélega músik. —
Ef ég nú lit I glugga plötu-
salanna fæ ég ekki betur séð en
poppframleiðslan hafi fundiö
sér samnefnara I niræöum
úrættis-stil myndlistar, stil sem
var kallaður Art Nouveau. — En
hvað um ritaö orö, og það orö
sem á að syngja? Textana geta
menn lesið af blöðum. Þar segir
allt til sin. „Og nú getur enginn
orðiö skáld án þess að læra á
gítar”, sagði kunningi minn um
daginn, „ellegar dvelja vetur I
Kaupmannahöfn sem ef jafn-
gott, nema ögn dýrara”. Vegir
poppsins eru margslungnir, en
rannsakanlegir munu þeir allir
vera.
Ég þakka dr. Hallgrimi
Helgasyni fyrir þarfar ábend-
ingar. Agreiningur er hér um
hið mögulega, ekki hið æski-
lega. Fjölmiölar eru nú að verða
eitt sterkasta afliö hérna megin
á jarðarkringiunní, eíns og
kunnur maður komst að orði.
Fjölmiðlar veröskulda gagn-
rýni, þurfa hana.
Baldur óskarsson.
Óþokkalegt
Eftir þvi sem ég sé i Þjóðviljan-
um 3. febrúar siðastliðinn eru
uppi skrif i isfirskum blöðum, um
liklega siðustu sveitarflutninga á
Islandi, er þau Sæmundur og
Rikey ásamt börnum voru flutt
sveitarflutningi frá Isafirði norð-
ur I Arneshrepp i Strandasýslu;
eru það örgustu ósannindi að
Finnur Jónsson hafi átt þar
Um bif-
reiðaskoðun
Bifvélavirki hringdi og var
heldur óhress með framkvæmd
bifreiðaeftirlits hér á landi.
Kvaðst hann vera nýkominn frá
Þýskalandi ogþar væru þessi mál
tekin alltöðrum tökum, með betri
árangri. „Þar eru þeir ekki eins
og sportveiöimenn, sem biða eftir
bráðinni við hvert götuhorn” —
sagði hann.
Þá sagði hann að nú ætti aö fara
að láta bilaverkstæöi annast bif-
reiðaeftirlitiö, en hann væri þvi
algjörlega mótfallinn, vegna þess
að það yröi ekkert annað en pen-
ingaplokkun.
Endur-
sýnið
„Seven
beauties !
Ég vil eindregið hvetja for-
ráðamenn Austurbæjarbiós til að
endursýna þá ágætu mynd
„Seven Beauties” eftir Linu
Wertmiiller. Ég veit að fjölmarg-
ir misstu af myndinni, þvi sýning-
um var hætt snögglega. Siöasta
daginn sem myndin var sýnd
voru auglýstar „siðustu sýning-
ar” i útvarpi og blöðum. Ég átti
þess engan kost að komast á bió
þennan dag, en talaði við miða-
sölustúlku i Austurbæjarbiói, sem
fullvissaði mig um að myndin
yröi sýnd næsta dag klukkan
fimm einnig. Ekkert varð þó at'
þeirri sýningu, og þvi kem ég
þeirri ósk á framfæri, aö myndin
verði endursýnd i einn til tvo
daga.
Kvikmyndaunnandi.
Enn eru sjómenn
hýrudregnir
mishermi
nokkurn hlut að máli, þetta
voru ekki nema vanaleg skipti
milli sveitarfélaga þeirra tima
samkvæmt gildandi lögum.
Sæmundur hafði þurft aö fá
hjálp sér og sinni fjölskyldu til
framfærslu hjá Isafjarðar-
kaupstaö, en átti framfærslu
sveitfesti i Arneshreppi i
Strandasýslu og var þaö oddviti
Arneshrepps sem krafðist sveitar-
flutnings á fjölskyldunni lögum
samkvæmt. Eru það örgustu
ósannindi að Finnur Jónsson hafi
átt þar nokkurn hlut aö máli; er
mér þetta vel kunnugt sem þá-
verandi gjaldkera Isafjarðar-
kaupstaðar.
Vel má ég muna annan
sveitarflutning er Edilriður Páls-
dóttir i Laugalandi I Nauteyrar-
hreppi missti mann sinn og var
flutt sveitarflutningi suður I Saur..
bæ I Dalasýslu ásamt kornungum
frá
fesendum
syni sínum Aöalsteini (Steini
Steinarr).
Þetta var einn argasti ósómi
þessara tima. Jón M. Pétursson
Togarasjómaður hringdi og
sagðist vera nýkominn i land og
iMjinn að lcsa stóran bunka af
Þlóðviljanum sem beið hans við
heimkomuna.
1 einu blaðinu sá ég þess getiö
að verkstjóri á Akranesi heföi
sagt upp störfum i frystihúsi hl að
mótmæla refsibónusnum svo-
nefnda. Likti hann þessari refsi-
aðgerö við þaö þegar sjómenn
voru hýrudregnir, en það hefði
tlðkast áður fyrr. Ég vil koma þvi
á framfæri að þetta tiökast enn,
að hýrudraga sjómenn ef þeir
mæta ekki til skips á réttum tima.
Þaö er algengt, bæöi hjá BÚR, I
Hafnarfiröi — og reyndar alls-
staðan. Ég vil lika benda á aö þótt
nýir menn séu nú i meirihluta i
borgarstjórn Reykjavikur situr
enn allt viö sama fariö hjá BÚR,
t.d. versla þeir enn viö sama mat-
vörukaupmanninn, sem fékk
þennan bitling hjá ihaldinu fyrir
mörgum árum og nýtur þess enn.
Svona i lokin langar mig að
skjóta þvi aðritstjóranum ekh, aö
hannhafi liklega ekki verið mikið
til sjós um ævina. Hann skrifar
frétt um Olafsdrögin og setur á
hana fyrirsögnina Hart i bak.
Þarna heföi átt að standa hart i
stjór, eða varla vill ritstjórinn
halda þvi fram að ólafur hafi kú-
vent til vinstri?
Lesandi skrífar:
Um fundalýðræði o.fl.
Fyrir nokkru áttu sér stað
blaðaskrif vegna félagsfundar I
Sókn, en hluti fundarmanna gekk
út af honum til að mótmæla
fundarstjórn formanns Sóknar,
Aðalheiðar B jarnfreðsdóttur.
Þjóðviljinn og Alþýöublaðiö leit-
uðu álits formannsins á þessum
skrifum og kennir i þvi áliti
ýmissa grasa. Mér finnst ég tæp-
ast komast hjá að gera athuga-
semd við mál Aðalheiöar for-
manns mins, þar sem hún nafn-
greinir mig i svari sinu til Þjv.,
reyndar hálft i hvoru „utan dag-
skrár”. Það eina, sem hún til-
tekur, er, að ég hafi talað á
fundinum. — Oft hefir mér reynd-
ar þótt Aðalheiður formaður
minn helsttil viðkvæm, en ljótt er
orðið, ef það er blaðamál, að
Sókarkonur TALI á fundum.
Ég, eins og margar aðrar
Sóknarkonur, álit semsé, að
fundir i félögum séu yfirleitt
haldnir til að ræða málefni
viökomandi félags og taka siöan
ákvörðun i ljósi þeirra umræðna.
Að á slikum fundum sé eðlilegt,
að fleiri en ein skoðun komi fram,
og að nauðsynlegt sé aö leyfa
andstæðum skoðunum að takast á
samkvæmt ákveönum leik-
reglum, eða svokölluöum fundar-
sköpum. Þau fela t.d. i sér mál-
frelsiog rétt til aö bera upp til-
lögur, sem meðhöndla skal eftir
ákveðnum reglum. Endanlegar
ákvarðanir eru teknar með at-
kvæðagreiðslu.þarsem meðlimir
viökomandi félags hafa atkvæöis-
v rétt, og þeir eru lika kjörgengir til
trúnaðarstarfa á vegum
félagsins.
Formaður minn Aðalheiöur
alitur slikar skoöanir hrapallegan
misskilning, þvi á fundinum 30.
janúar braut hún flestar þessar
reglur i fundarstjórn sinni, og
reyndar ekki i fyrsta skipti i
viðburðarikri formannstið.
Konunum, sem út gengu, munþvi
hafa sýnst fundurinn vera haldinn
i öðrum tilgangi en gerist meö
félagsfundi. Meðal þeirra mátti
heyra raddir um, að þetta væri
óþarflega timafrek leiö fyrir
Aðalheiði, þar sem hún gæti ein-
faldlega sent dagskipanirnar út
frá skrifstofunni!
Varðandi minn þátt I þessum
fundi, þá er það rétt hjá Aöal-
heiði, að ég tók til máls um kröfu-
gerö Sóknar (að hugsa sér!). Hitt
er lika staðreynd (sem for-
maöurinn þrætir vandlega fyrir),
að það kom fram uppástunga um,
að ég tæki sæti i samninganefnd
Sóknar. Þessi sakleysislega
uppástunga, sem starfssystir min
ein á Kópavogshæli bar fram
reyndist sá dropi, sem fyllti mæli
Aðalheiðar á þessum fundi.
Nú er mér þaö ekki eins mikið
hjartans mál og Aðalheiði for-
manni, hvort samninganefnd
Sóknar fær eöa fær ekki að njóta
nærveru minnar. Hitt finnst mér
óviökunnanlegt af Aðalheiöi að
nafngreina mig eina af öllum
þessum vondu konum, en segja
ekki rétt frá ástæöunni. Það er
hlálegt að fara að tilgreina i
blaöaviðtali, að, ,A hafi talað o g B
ekki skiliö hann” eins og Aðal-
heiður sagði Þjóðviljanum. E.t.v.
er skýringin á þessu sú, aö for-
manninum er mikið i mun aö
leyna þvi að hún neitaöi aö bera
undir atkvæði fundarmanna
þessa uppástungu, eins og
reyndar aðra tillögu, sem hné i
átt til breytinga á samninga-
nefndinni. Eða e.t.v. er ég bara
illgjörn og raunverulega skýring-
in er sú, að blaöamaöur misskildi
og mishermdi orðformannsins
mins?
Varðandi afstöðu mina til
kjarakrafna Sóknar, þá er mér
ljúft og skylt að játa það, að ég
talaöi óskýrt og að hluta óþarft
mál um þær. Það stafaði fyrst og
fremstafþvi, aölltilltimi gafst til
að velta vöngum yfir þessum
kröfum: þær lágu ekki fyrir fjöl-
ritaðar og voruaðeins lesnar einu
sinni upp. — Nú, gastu þá ekki
bara beðiö og hugsaö þig betur
um? myndi margur spyrja. Og
vist heföi ég kosiö það, en það eru
í Sókn
þvi miöur dæmi fyrir þvi, að for-
maöur minn Aöalheiður er stund-
um iskyggilega fljót að loka
mælendaskrá og renna málum i
gegn, ef konurnar eru seinar til
máls! Þvi varð mér að reyna að
opna umræöu, þótt að litt hugsuðu
máli væri.
Mér finnst kröfugerðin, sem
samþykkt var á fundinum gagn-
rýnisverð I ýmsum atriöum. 1
fyrsta lagi afgreiðslan á henni,
þ.e.a.s. að fá til talnahesta ASI til
að móta nógu flóknar og flott út-
litandi kröfur I stað þess að taka
upp i eínfaldri mynd þær kröfur,
sem fram hafa komiö i umræöum
i félaginu i haust. I öðru lagi, að
kröfurnar eru lægri en 5. launa-
flokkur BSRB, sem gæslumenn
taka laun eftir —enbarátta okkur
stendur ekki aðeins um kjara-
bætur, heldur ekki siður um
launajafnrétti. Af þessu leiöir, aö
af þessum kjarakröfum er ekki
hægt að slá nokkurn hlut. Ekki
þætti það skynsamleg samninga-
pólitik i Sókn, ef við „ungu og
reiðu” konurnar stæðum fyrir
henni!
Að minu mati var þvi full
ástæða til aö ræöa þessar kröfur
þarna á fundinum og gera ein-
hverjar breytingar á þeim. Ég
hafði enga tillögu á reiöum
höndum, enda fannst mér sem
Framhald á 14. siöu