Þjóðviljinn - 22.02.1979, Side 8

Þjóðviljinn - 22.02.1979, Side 8
8 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. febrúar 1979 Fimmtudagur 22. febrúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Þjóðviljinn við ísafjarðardjúp Bogi skipstjóri á rækjubátnum Bryndfsi á tsafirði tók þvi ákaf- lega vel að taka okkur einn túr inn i Djúp til að sýna okkur hvernig rækjuveiðar fara fram. Reyndar var honum mjög I mun að við kæmumst að raun um að rækju- karlar væru ekki aðrir eins smá- rækjuböðlar og seiðadráparar og sumir vilja vera láta. Hann sagði okkur að koma niður á smábáta- höfn kl. 7 að morgni þriðjudagsins 13. febrúar. í föðurlandið Fyrir morgunsvæfa skrifborös- vinnumenn úr Reykjavik var þaö talsvert átak að rifa sig upp kl. 6.30 að morgni en það tókst þó. Ys og þys og Ijósagangur var I Sundahöfn á tsafirði kl. 7 að morgni er rækjubátarnir voru að fara út i svarta myrkri Skammt frá var Ragnar Ben 1S 210, nýlegt 30 tonna skip, að hifa inn trollið. RÆKJURÓÐUR MEÐ BRYNDISI Finnbogi Jónasson skipstjóri I brúnni á Kirkjumið í Djúpi Við fórum I fööurlandið, tjöld- uðum öllum tiltækum hlifðarföt- um og örkuöum siðan syfjaðir niöur Hafnarstrætið, gengum yfir Silfurtorgið, gutum hornauga á Otvegsbankaklukkuna og fórum svo ýmsar krókaleiðir niður á smábátahöfn við sundiö. Silfur- gata, Brunngata, Þvergata, Smiðjugata, Tangagata og Sund- stræti. beir Finnbogi Jónasson skip- stjóri og háseti hans, Guðmann Guðmundsson, voru þegar til- búnir til brottfarar og búnir að leysa frá Halldór gamla Sigurðs- son, það er elsti skjráöi báturinn á lsafiröi, smiðaður 1916. Hann lá utan á Bryndisinni. Við stukkum um borö og brátt var stefnan tekin út Skutulsfjöröinn. Enn var dimmt yfir og þungbúin fjöllin slúttu yfir eyrina sem nú var óðum að vakna til lifs. Sjá mátti ljós kvikna I glugga og glugga. Ein af hinum frœgu Dísum Reiknaö var með tveggja og hálfs tima stimi á miðin svo að viö létum fara vel um okkur fram I lúkar og höföum morgunblund- inn af Guömanni háseta. Bryndis er 14 lesta eikarbátur og oröin 40 ára gömul. Hú er ein af hinum frægu Disum sem smiöaöar voru á Isafirði á árun- um 1938—1939 fyrir Samvinnu- félag Tsfirðinga. Þær hafa reynst happafleytur og eru flestar ef ekki allar á floti ennþá. Sædis og Ásdls eru I Bolungarvik, Hjördis i Sandgeröi og Valdis á Hvamms- tanga. Arið 1942 bættist svo við Jódis sem nú er á Bildudal. Guðmann háseti er frá Kleifum I Seyðisfirði i ísafjarðardjúpi, sonur Guðmundar bónda þar sem Þorsteinn Jónsson geröi kvik- mynd um. Meöan Guömann hitar vatn á kabyssunni segir hann okkur af sjálfum sér og sinu fólki. Hann byrjaði til sjós 16 ára gamall og átti i nokkur ár rækjubátinn Þrist i félagi við Guömund heitinn Gislason sem var formaður Sjómannafélagsins á Isafiröi. Eitt haustið vildi Guðmundur ólmur selja bátinn og það varð úr en veturinn eftir fórst Guðmund- ur á sviplegan hátt. Hann tók út af Guöbjörginni ásamt tveimur öör- um sjómönnum er brotsjór reiö yfir togarann. Bogi skipstjóri stefnir á miöin fyrir innan Æðey og Ogur. Þeim átti að loka i gær vegna smásfldar og smárækju en þvi vildu rækju- sjómenn á Isafirði ekki una vegna þess að þar eru um 40% af hefð- bundnum miöum þeirra. Reru þeir þvi ekkert á þessum mánu- degi en sendu sendinefnd i sjávarútvegsráðuneytið og Haf- rannsóknarstofnunina og fengu þrjú svæöi opnuö á ný i Inndjúp- inu og reglum breytt. Má hver bátur veiöa 3 tonn á viku og aöeins 1 tonn á dag. Bryndisin stefnir á Kirkjumiðið en þaö er nefnt eftir kirkjunni I UnaösdaláSnæfjallaströnd. Hinir bátarnir eru á svipuðum slóðum en flestir þó út af ögurvik. Vikar- arnir róa frekar inn á Jökuifirði, segir Guðmann, enda er styttra fyrir þá að fara þangað. Hafrannsóknarskipið Dröfn Nú er byrjað að kasta og eru hlerarnir ekki látnir fara út fyrr en trolliö er komiö i botn. Þeir á hafrannsóknarskipinu Dröfn eru með siðutroll, segir Bogi skip- stjóri, og hleypa trollinu ekki beint i botn og eru þvi að veiða uppi um allan sjó. Þaö er ekki að furða þó að þeir fái ýmislegt saman við rækjuna. I raun og veru f:nnst mér það hrein eyösla að vera með skip, sem er á 2. hundrað tonn, 6—7 manna áhöfn og tvo fiskifræöinga i þessum rækjukönnunum, segir hann. Við höfum tilkynnt aö við séum alltaf boönir og búnir til að taka Guð- mund Skúla Bragason, útibús- stjóra Hafrannsóknarstofnunar á Isafirði, um borð og hann getur þá gengið nákvæmlega úr skugga um hvað viö veiðum. Ef viö fáum sild i trolliö köstum viö ekki aftur á þeim stað en þeir á Dröfninni kasta aftur og aftur á sama stað ef þeir fá smásild eöa smárækju. Það gefur ekki rétta mynd af ástandinu. Ef rækjurnar eru fleiri en 325 I kg er hún ólögleg og má þá gera aflann upptækann að hluta. Bogi er ekkert sérstaklega ánægður með þetta tonns hámark á dag. Við vinnum á hálfum afköstum segir hann og þurfum að fara út þrisvar I viku til að fá vikuaflann með ærnum oliukostnaöi i stað þess að ljúka þessu af á einum eöa tveimur dögum og snúa okkur þá frekar að ööru. Oliukostnaður- inn i janúar var 129 þús. krónur en á stærri bátunum svo sem eins og Engilráð hjá Dóra Hermanns er hann helmingi hærri. Þœr reyndust 244 Bryndis togar nú yfir sundið i áttað Bresskerum, sem þeir Bogi kalla svo og segja að ávallt séu kölluð þó að á kortum standi Breiðsker. Það má finna á virun- um að botninn er harður á parti. Eftir að búið er að toga I klukku- tima laust upp úr klukkan 10 á 40 faðma dýpi er byrjaö aö hifa og nú verður spennandi að sjá hvað upp kemur. Er leyst er frá fyrri pokanum rennur smárækja inn fyrir borð- stokkinn og talsvert mikið af sild innan um. Heyra má á þeim félögum að þeim lýst ekkert á þetta og það með blaðamenn inn- anborös. I seinni pokanum er hinsvegar greinilega hrognrækja eða fjögurra ára gömul rækja að mestum hluta og miklu minna af sild. Þá hýrnar bráin aðeins á þeim Boga. Miklum hluta af þvi sem kom úr fyrri pokanum er mokað út aftur. Það mun rækjan lifa af en sildin ekki. Blaðamaður Þjóöviljans var beðinn að telja rækjurnar úr seinni pokanum i hálfs kflós dollu og gerbi hann það samviskusamlega. Þær reyndust 122 sem þýðir 244 i kg. Þaö er ekki sem verst útkoma. Af gýgjarpussum og öðrum sjávardýrum Svo er hafist handa við að kasta út trollinu á ný en Guðmann og við Þjóðviljamenn taka til hend- inni viö að hreinsa öll aðskotadýr úr rækjunni og setja hana i kassa. Það er frekar seinleg vinna vegna smásildarinnar sem kom úr þessu fyrsta hali. Svo finnast alls- konar dýr með svo sem marhnút- ar, þorskseiði, gýgjarpussur, mjónur, loðnur, krossfiskar og hrossaskitur. Bogi fylgist með hinum bátun- um i talstöðinni. Arni Gunnlaugur frá Bolungarvik fékk 600 kg i fyrsta hali og sömuleiðis Gullfaxi. Það þykir ágætt. Eirikur Finns- son fékk 200 kg en Ver 300 kg en þá slitnaði annar togvirinn og lentu þeir I erfiðleikum. Fyrir helgi var mokafli, segir Bogi, og þá fékk Engilráð t.d. tonn á 20 minútum. Sjálfur hefur henn fengið mest upp undir 2 tonn i hali. Að fara „í Kjartan” Bryndls er með aflahæstu skip- um á þessari vertiö. Hún er búin aö fá um 30 tonn frá áramótum. Og þaö er ágæt stærð af rækju, segir Bogi. Hjá sumum hefur hins vegar farið mikið „I Kjartan” en það er það kallað þegar hluti afla er gerður upptækur vegna smá- rækju. Slik rækja er lika kölluð Guömundar Skúla-rækja eftir fiskifræðingnum á Isafirði. Annars er greinilegt að Guð- mundur Skúli er vel liðinn meöal rækjukarla þrátt fyrir starf sitt. Bogi leysir frá pokanum og á þilfarið flæðir brein og allstór rsekja pc nBrji ■%Æ M Bogi segir aö hrognrækjan kippi sér frekar upp og færi sig ef marglr hafa verið aö skarka i slóðinni. Menn veröa að þekkja atferli hennar til að ná henni. Eruð þið að fá hann? Bryndis lendir I smáerfiðleik- um i þessu hali. Annar hlerinn festist og var svo lengi að losna að pokinn fór inn I nótina. En þaö er ekki alvarlegt. Klukkan 11.25 er komið að þvi að hifa og nú byrjar spenningurinn á ný. Rækjan úr þessu hali reynist vera hrein og stór. Það má næstum moka henni beint I kassana. Nú eru skipverj- ar sigri hrósandi. Þarna sjáiöi, sögðu þeir. Sólrún er nokkra faðma I burtu og Kjartan Sigmundsson hrópar yfir: „Eruð þið að fá hann?” Veðrið er ágætt og allt um kring má greina bæina I Djúpinu. Þarna eru Bæir, þarna Strandsel og þarna Tyrðilmýri. I fyrsta hali voru 2—300 kg , 500 1 þvi næsta svo að ekki vantar mikib upp á til að fá tonnið og ekki komið hádegi. Eftir að búið er að kasta trollinu út á ný förum við fram i og fáum okkur að éta. Það er feitt saltkjöt og kartöflur. Þeg ar Guömann er búinn aö háma i sig kallar hann I Boga og hann skellir i sig matnum. Svo er gripið til óspilltra málanna á ný. Þriöja haiið er jafngott öðru. Upp koma um 500 kg af hrogn- rækju og I henni er sama og ekk- ert drasl. Sáralitið af sild og smá- rækju. Það er þvi litið annaö aö gera en að moka beint i kassana og stima svo heim á leið. Aflinn er 1,2 tonn en litið við þvi að gera þótt farið sé yfir tonns markiö. Ekki er hægt aö henda góöri rækju út. 200 þúsund fyrir aflann A heimleiðinni sjáum við inn i Skötufjörö, Hestfjörð, Seyöisfjörð og Alftafjörð og Guömann segir okkur frá æskuslóðum sinum. Bogi skipstjóri er hins vegar frá Bolungarvik á Hornströndum en fluttist slðan til Bolungarvlkur við Djúp og loks til tsafjarðar. Hann er nú aö láta byggja nýtt og glæsilegt skip fyrir sig i skipa- smiöastöð Marseliusar á Isafiröi og veröur nánar sagt frá þvi i sér- stöku viötali við Boga hér i Þjóö- viljanum innan skamms. Bryndlsin er fyrst I land af öllum rækjubátunum á Isafiröi. Hún er komin fyrir klukkan 3. Kassarnir eru hifðir á land og siðan verða þeir fluttir I rækju- verksmiðju Olsens, teknar prufur úr þeim og ákveðið i hvaða verð- flokk rækjan fer. Sennilega verða um 250 rækjur I kg en það gera 170 krónur. Fyrir aflann fást þvi um 200 þús. krónur. Við kveöjum þá félaga á bryggjunni og skreiðumst svo á Hótel Mánakaffi. —GFr Myndir: Leifur Guðmann háseti og blabamaður hreinsar smásfldar, mjónur, gýgjarpussur og annað drasl úr rækjunni Texti: GFr 1 hádegismat var feitt saltkjöt og kartöflur j. Rækjunni landað á tsafirði á þriðja timanum Hámarksafli fenginn, eitt tonn og gott betur, og timi til kominn að fara heim þótt aðeins sé komið hádegi fl I jj g \ y{ f —r ’i \ tflÉfo.' ^Cm\ 1 1 ■ Ib \ íM BS Hlff \ jO.JÍf 1

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.