Þjóðviljinn - 22.04.1979, Blaðsíða 17
Sunnudagur 22. aprll 1979. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 17
Er
mann-
skepnan
aö
efna
til
jarðar-
farar?
jjl M — .. - -
~ r ^ rvTJcfflfw— í -
Frá því kjarnorkan
komst á dagskrá þessar-
ar olíuþverrandi aldar
sem möguleg orkulind
framtíöarinnar, hefur
afstaðan til hennar skipt
mönnum í flokka. Slysið í
kjarnorkuverinu á Three
Mile Island við Harris-
burg jók vatni á myllur
þeirra, sem fýsir lítt að
tefla á tvær hættur með
því að nota kjarnorkuna
til orkuframleiðslu.
í kjölfar slyssins kom vRia til
mótmæla gegn kjarnorkunni, og
raunar ekki I fyrsta sinn.
Andófshreyfingar voru snemma
á fótum og hafa einkum dafnað
bærilega i V-Evrópu, þar sem
áætlanir um stórfellda nýtingu
kjarnorkunnar hafa verið
stjórnvöldum tamar I munni.
Þær hafa viða fagnað sigrum.
Skemmst er að minnast Austur-
rikis, þar sem meirihluti lands-
manna reyndist við atkvæða-
greiðslu andsnúinn kjarnork-
unni.
Geislavirkt sorp
Þegar fjölmiðlar landans hafa
tiundað málstað þeirra sem
berjast gegn nýtingu kjarnork-
unnar, hefur einatt mátt skilja,
að afstaða þeirra ráðist einkum
af hættunni á slysum innan
kjarnorkuveranna og illum af-
leiðingum þeirra. Þetta er að
vissu leyti rétt. En ekki siður
hafa menn stritt gegn kjarn-
orkuverunum á þeim forsend-
um, að við starfrækslu þeirra
myndast óhjákvæmilega tals-
vert magn af geislavirkum úr-
gangi, sem menn brestur ráð til
að eyða. tJrgangurinn er lifs-
hættulegur öllu þvi sem anda
dregur. Meöal þess er tam.
plútónlum, en það er slikrar
náttúru, aö fræðilega duga um 3
kiló til að vekja lungnakrabba
með heimsbyggðinni allri. Til
marks um magnið sem veröur
til af þessu geöslega efni má
nefna, að i fyrsta orkuveri
Norðmanna munu árlega verða
til af þvi heil 800 kiló!
Lengi tekur
sjórinn við
Geislavirki úrgangurinn er af
tvennum toga. Það sem and-
stæðingar kjarnorkunnar telja
aö verði mannskepnunni
skeinuhættast þegar fram i
sækir, eru litlir geislavirkir
skammtar sem er ókleift að
safna saman á föstu eða fijót-
andi formi, heldur tapast
stöðugt úr orkuverunum með
afrennsli til sjávar. Þar taka
svo hafstraumar við þvi og
Geislavirkur
úrgangur
mengar höfin
flytja um höfin breiðu. Þennan
úrgang hefur þó sjaldnast borið
á góma. þegar rætt er um
vonsku kjarnorkuvera. Miklu
meir hafa menn beint spjótum
sinum gegn þeim leifum, sem
fólgnar eru I stál- eða steypu-
gáma og sökkt fjarri ströndum
þar sem mikil djúp eru undir.
Sá úrgangur er afar geisla-
virkur og að þvi leyti hættulegri
öörum efnum, sem berast frá
kjarnorkuverunum. Með þvi að
læsa úrgangsefnin i geyma og
varpa i hafið er þó amk. komist
hjá þvi að þau berist óhindrað
um djúpin og eyði heilum haf-
svæðum. Eða svo héldu menn.
Talið var, að á botni djúpra ála
gætti engra strauma, og þess-
vegna yrðu hinar geislavirku
leifar kyrrar þegar að þvi kæmi
að sjór syrfi göt á gámana. 1
annan stað voru menn þeirrar
skoöunar, aö gámarnir stæðust
tönn tfmans amk. nokkrar aldir,
og innan þess tima yrði áreiðan-
lega búið aö brugga ráð til að
gera úrganginn skaðlausan.
Annaö hefur þó orðiö uppi á ten-
ingnum. Menn hafa sannreynt
að það er regla fremur en und-
antekning, að straumar gangi
yfir hafsbotna, þó hægt fari á
stundum. Jafnframt er nú talið
aö geymarnir góðu dugi i besta
lagi 15-50 ár, og raunar hafa
kafarar þegar skýrt frá því, aö
þeir hafi fundiö slika gáma opna
og brotna. Við erum þvi á góðri
leið með að menga höfin af
geislavirkum efnum, án þess að
nokkur viti hvaða þýðingu það
hefur fyrir lifiö sem þar býr, né
heldur þær verur sem þangað
sækja afla sinn.
formi. A þetta er gjarnan bent
af fylgismönnum kjarnorkunn-
ar, og þvi hnýtt við að með úr-
vali hinna hæfu hafi náttúran
byggt upp þol gegn geislun með
öllum lifandi tegundum, þvi ella
væru þær fyrir löngu hnignar að
velli fyrir hennar eigin geisla-
virkni. Þetta er þó ekki alls
kostar rétt. Tegundirnar hafa
að visu um ármiljóna skeið að-
lagast vissri geislun en sú geisl-
un hefur gegnum timann verið
mjög stööug. Þegar menn fóru
svo að demba geislavirkum úr-
gangi I hafið, var ekkert vitaö,
hvað gerðist, þegar geislun I
náttúrunni ykist við það. Þyldu
tegundirnar þaö eða væru þær
einungis aðhæfðar þvi þrönga
sviði sem hefur rikt i náttúrunni
frá þvi lif kviknaði?
Við þessu hafa enn ekki feng-
ist óyggjandi svör, en visinda-
mennirnir Gofman og Tamplin
þóttust þó hafa komist að hinu
sanna. Þeir unnu fyrir Kjarn-
orkunefnd Bandarikjanna og
áttu að kanna hversu mikil
geislun þyrfti að verða, til að
mannfólkinu stafaði hætta af.
Þeir komust að þvi, að hættu-
mörkin lágu rétt ofan viö þau
geislunarmörk sem er að finna i
náttúrunni sjálfri. Þeir drógu
þvi þá ályktun, að maðurinn
mætti nánast engri geislun —
eða mjög litilli— bæta viö um-
hverfi sitt, ætti honum að verða
framtiðar auðið.
Óþægilegar
niðurstöður
1 náttúrunni sjálfri er að
finna geislavirk efni á ýmsu
Um aðskiljanlegar náttúrur
Þetta var fyrir 1972 og mönn-
um taldist svo til að þá þegar
hefði geislavirkni aukist i
náttúrunni um þrjú prósent af
þeirra völdum. Þá stóöu fyrir
dyrum mikil umsvif i nýtingu
kjarnorku I USA og niðurstööur
Gofmans og Tamplins féllu ekki
inn i áform Kjarnorkunefndar-
innar. Þeim var þvi hljóðlega
ýtt til hliðar.
Geislavirkni og
erfðagallar
1 riki náttúrunnar má raunar
finna svör við þvi, hvaða áhrif
mikil geislavirkni hefur á lif-
andi verur. Brasiliska strand-
borgin Guarapy stendur á klett-
um, sem bera miklu meira
magn geislavirkra efna i sér en
gerist aö jafnaöi. Athuganir
hafa leitt I ljós, að miðað viö
venjuleg svæði er þar marktæk
aukning á erfðagöllum.
Athuganir í New York riki
sýna lika fylgni milli mikillar
geislunar i náttúrunni og erfða-
galla og sjúkdóma sem orsakast
af geislun.
Þessar staöreyndir ásamt
niðurstööum Gofmans og
Tamplins benda þvi til þess að
geislavirkur úrgangur geti inn-
an tiðar haft hörmulegar af-
leiðingar I för með sér fyrir lif-
endur.
Sjávardýrum
hættara
Andskotar kjarnorkunnar
hafa bent á, að sjávardýrum sé
hættara við áverkum af völdum
geislunar en landdýrum, og það
útaf fyrir sig mæli gegn losun
úrgangsins I hafið. Þeir benda á
að velflest sjávardýra hafa
gegnum rás þróunarinnar verið
varin af vatnsmassa hafanna
fyrir aðvifandi geislun og séu
þvi ekki jafn aðlöguð henni og
landdýrin.
Jafnframt eru fæðukeðjur að
öllum jafnaði lengri I sjó en á
landi og þvi meiri likur á að dýr
þar fái I sig banvænan skammt.
1 sjónum eru einnig dýr, sem
afla fæðu meö þvi að sia sjóinn
gegnum sérstaka fæðunema, og
við það fer gifurlegt magn af sjó
um þau. Hætt er viö að þannig
dýr safni miklu magni geisla-
virkra efna i sig. Þannig höfðu
ostrur sem var safnað um 250
km frá uppsprettu geislavirkra
efna um 200 þús. sinnum meira
magn þeirra í sér en var að
finna i sjónum umhverfis.
Yfirleitt gildir aö magn
geislavirkra efna eykst þegar
ofar dregur i fæðukeðjunni.
Uppsöfnun þeirra gerist þannig,
að smáþörungarnir, sem eru
undirstaða lifsins i höfunum,
taka upp geislavirk efni við vöxt
sinn. Ýmis smákrabbadýr gæða
sér svo á þörungunum og fá við
þaö geislavirk efni I kroppinn, i
réttu hlutfalli viö magn þörung-
anna sem þau éta. Þau eru svo
étin af fiskum sem verða svo
etv. að bráð annarra fiska og
stærri. Þeir fá þvi I sig mest |
magniö. Sumir þeirra kynnu að
vera nytjafiskar okkar, þegar
fram liða timar. Ef við stemm-
um ekki hið bráöasta stigu við
iosun úrgangsins i höfin, kann
svo að fara að við séum að eitra
fyrir okkur sjálf.
Sem dæmi um hvernig geisla-
virk efni safnast upp i náttúr-
unni má taka athugun sem fór
fram á Columbia-ánni i vestur-
hluta USA. 1 ljós kom, að svif úr
ánni var meö 2000 sinnum meira
af geislavirkum efnum en ár-
vatniö sjálft. Endur sem
nærðust á svifinu voru með
40.000 sinnum meira, ungar
svölur sem voru aldar á skor-
dýrum úr ánni höfðu 500.000
sinnum meira og geislavirkni
rauöunnar i eggjum fuglanna
sem lifðu á ánni var um miljón-
sinnum meiri. (Vonandi hefur
enginn Kananna étiö eggin...).
Fiskstofnar
í hættu?
Tilraunir hafa leitt i ljós að
stöðug losun smárra skammta
af efnum sem eru fremur lltið
geislavirk — einsog gerist óhjá-
kvæmilega I öllum kjarnorku-
verum, — getur skemmt erfða-
efni margra tegunda. Af þvi
getur svo leitt afbrigðilegur
þroski eg dauði — jafnvel tor-
timing heilla tegunda ef veruleg
brögð verða að geislamengun I
sjónum.
Sýnt er, að fiskar og ýmis
skeldýr minnka eöa glata alger-
lega hæfileika sinum til að þola
vitt seltu- og hitasvið sem tak-
markar verulega afkomumögu-
leika þeirra. Af islenskum fisk-
um mætti nefna lax, silung og
ýmsa flatfiska, af skeldýrum
krækling.
Sá maður sem mest hefur
rannsakað áhrif geislunar á sjó-
inn er Sovétmaðurinn G.G.Poli-
karpov. Hann telur að geislun
kunni að hafa svo slæm áhrif á
hin veikbyggðari stig fiskaung-
viðisins i sjónum að jafnvel heil-
ir fiskstofnar kunni að bresta á
fáeinum árum.
Sá möguleiki ætti að hrista
upp i þjóð sem lifir og deyr meö
fiski, og kenna okkur að við
þurfum aö neyta allra ráða á al-
þjóðavettvangi til að stemma
stigu við vá kjarnorkunnar. Ella
kynni svo að fara að við gætum
um siöir tekiö undir með Degi
skáldi sem sagði ,,Blóð mitt er
geislavirkt...”
Össur Skarphéðinsson skrifar