Þjóðviljinn - 29.05.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.05.1979, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 29. maí 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Tækí í jafnréttisbaráttunni Sagt frá norrœnni ráðstefnu um kvenna- rannsóknir Prinsessan útgengin Eins og sagt var frá i Þjóöviljanum hefur aösókn að Prinsessunni á bauninni i Þjóöleikhúsinu veriö heldur dræm þrátt fyrir gifurlegan tilkostnað sýningarinnar, - sumir segja hann nema 50-60 miljónum króna þótt þaö hafi reyndar ekki fengist staöfest hjá forráöa- mönnum leikhússins. Er nú enda svo komið, að ákveðin hefur verið siðasta sýning á stykkinu nk. fimmtudags- kvöld, að þvi er fram kemur i frétta tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. -vh Eldlands og Isa...Um helgina var keppt i „hugmyndaförðun” snyrti- fræöinga að Hótel Sögu. Viöfangsefnið var eldur og fs. Sigurvegarinn var Ingibjörg Dalberg og getur aö llta á myndinni módel hennar. Eld- tungurnar spretta upp af brjóstum stúlkunnar og bræöa isilagt höfuðið eða hvaö? Viö hliö hennar stendur annaö verðlaunainódei. Upp af höföi hennarstanda eldsúlur og rlsa til himins. '(Mynd: Leifur) Glimt viö Prinsessuna á sviö- inujeftir er aö gllma viö hana i reiknin gshald inu. Kosinn prestur í Njarðvík Lokiö er talningu atkvæöa i prestkosningum I Njarövlkur- prestakalli. Gylfi Jónsson fékk 200 atkvæöi og Þorvaldur Karl Helgason 421. Auðir seðlar voru 6 og ógildur einn. Kosningin var lögmæt. A kjörskrá voru 1070. Þorvaldur Karl er þvi löglega kjörinn I embættið. Kvennarannsóknir, hvaö er nú þaö? Svarið er einfalt, þaö er allt sem fjaliar um lif og störf kvenna. Slikar rannsóknir eru vaxandi hjá frændum vorum á Noröurlöndum og dagana 7.-10. mal var haldin samnorræn ráö- stefna um kvennarannsóknir 1 Noregi. Þar voru mættir fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum úr ýms- um fræðigreinum, jafnt sagn- fræðingar sem bókmenntafraeð- ingar og lögfræðingar, allt fólk sem leggur stund á hugvisindi. Auk fræðimanna voru þarna starfsmenn jafnréttisráöa, full- trúar fjölmiöla og opinberra að- ila. Fjórum fulltrúum frá Islandi var boðið á ráðstefnuna, Bergþóru Sigmundsóttur þjóðfé- lagsfræðingi, Else Mia Einars- dóttur og Svanlaugu Baldursdótt- ur frá Kvennasögusafninu og Sig- riöi Erlendsdóttur sagnfræðingi. Þær boðuðu blaðamenn á sinn fund i Kvennasögusafninu sem er til húsa á heimili önnu Sigurðar- dóttur við Hjaröarhagann, en hún hefur kvenna mest lagt stund á kvennarannsóknir. Aður en þær hófu frásögn sina gengum við um safnið, skoðuðum spjaldskrána og litum á bóka- safnið sem er allnokkuö að vöxt- um. Einnig hafði Anna tekið til efni sem hún er að vinna úr, ýmislegt sem varðar stöðu kvenna fyrr á öldum. Að svo búnu tóku blaðamenn að rekja garnirnar úr þeim stöllum. t frásögn þeirra kom fram aö fyrirlestrar vorú fluttir um efni eins og rannsóknaraðferðir og hvort slikar rannsóknir geti verið hlutlægarþá var fjallaö um sögu- legt efni, kvenfrelsi á iðnaöartim- um, borgaralega vitund kvenna I Danmörku 1895-1920, um norska kvenmálara og um rannsóknir á stöðu kvenna i þróunarlöndunum. Ráðstefnugestir báru saman bækur sinar um hvað gert væri I hverju landi og hvernig hið opin- bera stendur að rannsóknum. I Noregi, Danmörku og Sviþjóð er kvennasaga orðin námsgrein og lektorar eru I kvennasögu viö nokkra háskóla, en ekki höfum við tslendingar af sliku að státa. Márgir þátttakenda lögöu áherslu á aö kvennarannsóknir Frá blaöamannafundinum I Kvennasögusafninu. Frá vinstri: Sigrlöur Erlendsdóttir sagnfræðingur, Inga Huld Hákonárdóttir blaöam., Bergþóra Sigmundsdóttir þjóöfélagsfr., þá koma blaöamenn Morgunblaösins og Þjóöviljans (hliö viö hliö I bróöerni), næst þeim situr Svanlaug Baldursdóttir sem vinnur viö kvennasögusafniö og loks Anna Siguröardóttir stofnandi safnsins. hafa hlutverki að gegna sem tæki i jafnréttisbaráttunni og Norður- löndin geta unnið saman og sett sér sameiginleg markmið að vinna að. 1 niðurstöðum segir að það sem stefna beri að sé: að kvennasögu- rannsóknir komist inn i alla há- skóla og skólakerfið almennt, þáttur kvenna verði dreginn fram i dagsljósið og settur i tengsl við hugvisindaverkefni sem unnið er að, efnt verði til samnorrænna námskeiöa I kvennasögu, gefið verði út samnorrænt timarit og þeim tilmælum verði beint til nor- rænna rannsóknarráða að þau styðji kvennarannsóknir. Þeim Bergþóru, Sigriði og Svanlaugu sem svöruðu spurn- ingum blaðamanna bar saman um að margt athyglisvert hefði komið fram. Bergþóra sagði að sér hefði komiö á óvart hve marg- ir stunda þessar rannsóknir, viö erum langt á eftir i skipulögðum rannsóknum. Þá kom fram að i haust koma fyrirlestrarnir og niðurstöður umræðuhópa út I bók. Þær nefndu okkur dæmi um at- hyglisverðar rannsóknir sem nú fara fram t.d. heföi fyrirlesturinn um norsku málarana verið skemmtilegur. Þar kom fram að i yfirlitsbókum um málaralist frá siðustu öld er aðeins getið þriggja kvenna. Við athugun kom i ljós aö miklu fleiri konur lögðu stund á málaralist, en þær hættu flestar þegar þær giftust. Það þótti ekki sæmandi húsmæðrum að mála. Þær sem héldu áfram voru ýmist ógiftar eða skildu. Foreldrar menntuðu dætur sinar eftir þvi hvað þær þóttu útgengilegar á hjónabandsmarkaðnum. Væru þær snoppufriðar þurftu þær ekki á menntun að halda, en ella varð að tryggja framtiö þeirra með einhverskonar menntun. Listin hefur vist sjaldan þótt lifvænleg og þvi lögðu fáar konur út á þá braut. -ká

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.