Þjóðviljinn - 07.07.1979, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 07.07.1979, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. júll 1979 AFSKARKALAMENGUN Ég bý í einu snobbaðasta hverfi borgarinn- ar, í Tjarnargötunni, rétt hjá Ráðherrabú- staðnum. Það gefur lífinu að sjálfsögðu tals- vert gildi að vera svona staðsettur, en svo fylgir líka böggull skammrifi. Hér er sem sagt meiri skarkalamengun en góðu hófi gegnir. Satt að segja held ég að fólk ætti að fara að gefa þessari tegund mengunar meiri gaum en hingað til og hyggja að því hvort ekki er hægt að koma við einhverjum skarkala- mengunarvörnum áður en þjóðin ærist af óþverranum. Ég vaknaði semsagt i morgun við ærandi hávaða. Leit útum gluggann og sá ekki betur en kominn væri í götuna skriðdreki. Þegar ég þó gætti betur sá ég að þarna var á ferðinni einn af þrifabílum borgarinnar, bæði sprautubíll og götusópari í senn. Það fór sem sagt ekki milli mála að nú var tiginna gesta von í Ráðherrabústaðinn. Götur eru aldrei þrifnar í Reykjavík nema þjóðhöfðingjum og öðrum pótintátum til dýrðar. Ég fór uppi aftur og reyndi að sofna, en þá byrjuðu árrisulir eljumenn að grafa fyrir hús- grunni hjá nágranna mínum með ioftbor. Skömmu síðar kom svo öskubíllinn og áhöfn hans með tilheyrandi slagverki, og í sama mund hringdi vekjaraklukkan. Ég kveikti á morgunútvarpinu. Þar var verið að klára Diskófriskó og næst kom Helgi Péturs (al- nafni Helga Péturs) með yndið sitt yngsta og besta. Mér finnst Helgi þessi merkilegastur fyrir auglýsingu um hann í sjónvarpinu: „Helgi kemur á þessari plötu skemmtilega á óvart með fáguðum söng". Nú var skarkalinn orðinn svo mikill heima hjá mér á þessum kyrrláta sumarmorgni að kötturinn skaut upp kryppunni, orðinn úfinn eins og broddgöltur. Þá ákvað ég að yfirgefa -staðinn. Ég gerði á mér morgunverkin og hraðaði mér út. Um leið og ég kom útá tröpp- urnar f laug hljóðf rá þota hjá í seilingarhæð að því er virtist, en það vildi mér til happs að ég var orðinn dofinn í eyrunum og sjokkið þess vegna ekki eins harkalegt eins og ef eyrun hefðu verið í hvíldarstöðu. Ég ákvað að f ara niður á Hressó, gerði það og rabbaði svolítið um daginn og veginn við þá sem þar voru fyrir. Okkur kom öllum saman um það að höfuðskepnurnar væru í raun og veru aðeins kraftbirting æðri máttar, sem er frumefni allra frumefna og að þessi æðsti máttur sem er óef nislegur væri táknaður með guði ástarinnar. Við kjöftuðum svolítið meira um þetta og urðum síðan sammála um það sem raunar liggur í augum uppi, að það er ein- mitt þessii máttur, ástin, og andstæða hennar hatrið, sem setur höf uðskepnurnar á hreyf- ingu og lætur frumefnin blandast og leysast í sundur. Við vorum sem sagt rétt svona að komast á strik þegar ærandi hávaði yfirgnæfði þetta kyrrláta morgunrabb. Fjarstýrður hátalari frá f jarlægu útvarpstæki glumdi allt í einu á fullu svo skar í eyrum. Diskófriskó Diskó- friiiiiiskó. Mig skal ekki undra þó Ljósin í bænum seljist. Við gerðum ítrekaðar tilraunir til að ná í hinar hýru og viðmótsþýðu gengilbeinur stað- arins til að fá slökkt á glymskrattanum en auðvitað heyrðu þær ekki til okkar fyrir há- vaða. Ég hröklaðist útá götuna örvita af hljóð- mengun þessa kyrrláta sumarmorguns, en það kom brátt í Ijós að ég var kominn úr ösk- unni í eldinn. Yf ir saklausa vegfarendur Aust- urstrætis var á þessum fagra sólskinsmorgni sturtað úr tveim hátölurum hljómplötuauglýs- ingamúsikk fyrir fábjána. Einhverra hluta vegna virðist óhugsandi að fá skrúfað fyrir þennan ófögnuð og það þó allt starfsfólk, sem vinnur við götuna, hafi sent borgarstjórn og borgarráði bænaskjal um að skrúfa fyrir þessa eyrnanauðgun. Mér er sagt að á miðöldum hafi göturæsi legið eftir miðjum götum, en vegfarendur haf i stundum orðið fyrir því að skvett var úr hlandkoppum yf ir þá þegar þeir gengu h já. Ég get ekki að því gert að mér finnst skarkalinn úr plötubúðunum í Austurstræti og við Lauga- veg engu betri en þó skvett væri yfir mig úr næturgagni, og mér finnst að borgarráð og borgarstjórn ættu að skammast sín fyrir þá óhæf u að láta það óátalið að fólki sé á þennan háttþröngvaðtil að hlusta á vanvitamúsikk og mætti raunar einu gilda þó verið væri að pumpa sígildum snilldarverkum út í göngu- götuna. Svona skarkali hljómplötumangara er frekleg móðgun við vegfarendur, sem eiga að fá að ráða því sjálfir hvaða tónlist þeir hlusta á og hvenær, án þess að henni sé þröngvað uppá þá, sem ef til vill langar meira til að hlusta á veðurblíðuna. Nú ákvað ég að flýja í náðarfaðm vestur- bæjarins, en þar er ég borinn og barnfæddur og hef raunar átt heima fyrir vestan læk alla mína hundstíð. Ég gekk uppá Landakotstún og viti menn: Búið að sprengja Landakotstúnið í loft upp og var raunar veriðað reka smiðshöggið á verkið þegar mig bar þar að. Eini grasreiturinn í vesturbænum orðinn opin und eins og ferleg- asti sprengigígur og viðurstyggð eyðilegging- arinnar í hámarki. Ég spurði of ur kurteislega einn af sprengimönnunum sem þarna voru hver djöfullinn í heitasta helvíti gengi eigin- lega á. Hann svaraði því til að úrgangurinn úr geistlegheitum páfadóms í Landakoti þyrfti að komast í „neðra" klóakið og þess vegna þyrfti aðgera þennan ægilega holskurð á eina opna grasbletti vesturbæjarins. Þarna ætti lika að byggja hús yfir einhvern guðsmann. Og í sama mund kvað við ógurleg sprenging í túninu. Ég forðaði mér hnugginn burt, orðinn heyrnarlaus af skarkalamenguninni í gamla bænum mínum. Og sem ég hafði snúið baki við kaþólsku kirkjunni á Landakotstúninu kvað við önnur sprenging sýnu meiri en sú f yrri, og ég sá ekki betur en helgidómurinn riðaði. Mér datt í hug vísa sem sagt er að páf inn haf i sent borgarráði um leið og þess var farið á leit að leyfi yrði veitttil að breyta Landakotstúninu í svað: Kirkja vors guðs er gamalt hús, en guðs mun ei bygging falla þó að við breytum grasi í grús svo glóakið fái halla. Flosi. Bœklunarsérfrœðingar óánœgðir meö kjör sín Þurfa sjuklingar að greiöa fuDt gjald? „Það er okkur áhyggjuefni, aö bæklunarsérfræöingar hafa sagt sig úr Sjúkrasamlagi Reykja- vikur” sagöi Björn önundarson yfirtry ggingarlæknir hjá TryggingastofnunRfkisins, þegar Þjóöviljinn haföi samband viö hann. Bæklunarlæknar eru óánægöir með kjör sin, og kjósa að standa utan við tryggingakerfið og taka beinar greiðslur samkvæmt taxta Læknafélags Reykjavikur. Það þýðir að sjúklingar, sem nú greiða 2000 kr. fyrir hvern viðtalstlma, þurfa að greiða 7630 kr. fyrir viðtalið, ef af úrsögn verður. Einstaka læknir hefur sagt sig úr Sjúkrasamlaginu en þetta er fyrsti hópurinn sem tekur sig saman vegna óánægju með laun. Biörn önundarson sagði að Tryggingastofnun hefði áhyggjur vegna sinna skjól- stæðinga, sem flestir væru örorku- og ellilifeyrisþegar og hefðu ekki á öðru að byggja en lífeyri, sem væri rétt um 100 þús. kr. Þeim væri ofviða að greiða svo há sjúklingagjöld til sérfræð- inga auk lyfjakostnaðar, san oft væri verulegur ef hlutur trygginganna félli niöur. Samningar við læknana renna út I nóvember en viðræður eru að hefjast milli læknanna annars vegar og Tryggingastofnunar og Sjúkrasamlagsins hins vegar. Mótmæla framkvæmd- um á Landakotstúni tbúasamtök Vesturbæjar eru nú að safna undirskriftum gegn framkvæmdum á Landakotstún- inu. Krefjast þeir þess að fram- kvæmdir verði stöðvaðar og bætt það jarðrask sem þar má nú sjá. Magnús Skúlason, formaður íbúasamtakanna, sagöi að áriö 1977 hefði verið haldinn fundur m.a. með fulltrúum borgarinnar þar sem eindreginn vilji var lát- inn I ljós um að túnið yrði ekki skert með neins konar fram- kvæmdum. Skömmu síðar gerði borgin samning viö kaþólsku kirkjuna um byggingu tveggja húsa og eftir að sú borgarstjórn, sem nú situr, tók við, var leyfisamþykkt I byggingarnefnd. Áskriftasími Þjóðviljans 81333 Þaö er þvi við páfann og hans umboðsmenn hér á landi aö eiga ef takast á að stöðva framkvæmdir, sagði Magnús. —ká Hlutu bókaverðlaun frá Þjóðleikhúsinu Þjóöleikhúsiö hefur veitt 15 bókaverölaun til jafnmargra krakka fyrir réttsvör viö mynda- getraun sem birt var I leikskrá á barnaleikritinu Krukkuborg sem sýnt var I vetur. Bækurnar gáfu bókaútgáfurnar örn og örlygur, Iöunn og Mál og menning, en rétt ráðning var að myndirnar voru úr Dýrunum I Hálsaskógi, Kardemommubæn- um, Karlinum á þakinu, ösku- busku og Milli himins og jarðar. Dregið var úr lausnunum og hlutu eftirtaldir verðlaunin: Gunna Vala Asgeirsdóttir, Garðaflöt 21, Margrét Hjartar- dóttir, Suðurgötu 51, Hafnarfirði, Stella Stefánsdóttir, Skólavöllum 3, Selfossi, Eðvarð Þór Williams- son, Viðilundi 1, Una Margrét Jónsdóttir, Ljósvallagötu 32, Hil^ur Njarðvik, Skerjabraut 3, Seltjarnarnesi, Magnús Edvald • Björnsson, Fálkagötu 21, Rvlk, Björg Sigurjónsdóttir, Sæbóli við Nesveg, Seltjarnarnesi, Hafdls Birna Baldursdóttir, Tjarnargötu 16, Rvík, Svanur og Hilmar Sævarssynir, Borgarheiði 10, Hveragerði, Hugrún Ragnheiður Hólmgeirsdóttir, Hraunbæ 108, Rvík, Lilja Guðrún Lange, Víði- hvammi 28, Kópavogi, Ester og Asta Andrésdætur Laugarnesvegi 112, Rvik, Kristófer Pétursson, Skaftahllð 12, Rvik, Jón Arnar Þorbjörnsson, Vallarbraut 5. Af ofannefndum nöfnum voru dregin út nöfn þriggja, sem að auki fá ókeypis aðgöngumiða að barnaleikriti næsta leikárs og komu eftirtalin nöfn upp: Eðvarð Þór Williamsson, Haf- di's Birna Baldursdóttir og Hug- rún Ragnheiður Hólmgeirsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.