Þjóðviljinn - 07.07.1979, Side 3
Laugardagur 7. júli 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 3
Nokkrir úr bráðabirgðastjórn Sandinista og'
bandamanna þeirra, talið frá vinstri: Alfonso Ro-
belo, f ulltrúi borgaralega sinnaðra andstæðinga So-
moza, Violeta Barros de Chamorro, ekkja
Chamorros ritstjóra sem menn Somoza myrtu í jan-
úar í fyrra, Sergio Ramirez, sem sumir telja að
verði næsti forseti Nicaragua,og kaþólski prestur-
inn Ernesto Cardenal, talsmaður Sandinista-hreyf-
ingarinnar.
Óntan selur USA oliu fyrir vopn
6/7 — Sagt er aö furstadæmiö
Óman á Arabiuskaga sunnan-
veröum ætli aö draga úr hrá-
oliuútflutningi sinum til Jap-
an, aö likindum til þess aö
selja meira af oliu sinni til
Bandarikjanna fyrir vopn. Er
þetta i samræmi við fréttir
þess efnis, að Bandarikin hafi
ákveðið að auka hernaöarlega
nálægð sina á Indlandshafi og
þá sérstaklega i nánd viö
Persaflóann, einkum meö það
fyrir augum að koma i veg
fyrir „annaö tran.” Einn liö-
urinn i áætlunum Bandarikja-
stjórnar þvi viðvikjandi er aö
auka vopnasölu til valdhafa,
sem taldir eru hlynntir
Bandarikjunum.
Siðastliðið ár var Japan
stærsti viöskiptavinur ómans
og flutti þaöan inn 180.000
tunnur af oliu á dag. Nú á sá
innflutningur að skerast niður
um 30% að sögn. Þetta er við-
kvæmt mál fyrir Japani, sem
eru jafnvel enn meira komnir
upp á oliu frá Austurlöndum
nær en Vesturlönd.
32% olíuhœkkun hjá Mexikönum
5/7 — Mexikó tilkynnti i dag að
verðið á útfluttri hráoliu það-
an hefði verið hækkað um
rúmlega 32%, eða úr 17.10
dollurum upp i 22.60 dollara á
tunnuna. Pemex, oliufélag
mexikanska rikisins, sagði að
þetta nýja verð myndi gilda
frá 1. iúli til 30. sept.
Þessi verðhækkun er i
tengslum við nýja verðiags-
kerfið frá sambandi oliuút-
flutningsrikja (OPEC), enda
þótt Mexikó sé ekki i þvi
bandalagi. Hámarksverðið,
sem OPEC ákvað i s.l. viku, er
23.50dollarar á tunnu. Mexikó
er i örum uppgangi sem oiiu-
riki og er búist við að undir
áramótin verði framleiðsla
þess orðin 1.8 miljón tunnur á
dag.
Sprengja slasar franska feröamenn
6/7 —Þrir franskir ferðamenn reglu þar i borg. Ætla má að
særðust er sprengja sprakk palestinskir skæruliðar hafi
nálægt styrjaldarminnismerki verið þar að verki.
i Jerúsalem i dag, að sögn lög-
Nicaragua:
Sandinistar vinna á
23 borgir og bæir á valdi þeirra
6/7 — Sandinistar vinna jafnt og
þétt á I Nicaragua, eftir flestum
fréttum þaðan að dæma. Frétta-
maður Reuters hefur eftir heim-
ildarmönnum sinum út um land
að 23 borgir og stærri bæir séu nú
á valdi þeirra, og bendir það til
þess að meirihluti landsins utan
höfuðborgarinnar Managua hafði
nú verið frelsaður úr klóm So-
moza-stjórnarinnar. Undanfarna
daga hefur verið barist af hörku
um Rivas i suðvesturhluta lands-
ins, en þá borg hyggjast Sandin-
istar gera að aðsetri bráða-
birgðastjórnar sinnar og banda-
manna sinna, sem þegar hefur
verið viðurkennd af tveimur riki-
um, Panama og trak. Búist er við
að fleiri rómanskamerisk riki
viðurkenni bráðabirgðastjórnina
innan skamms vegna þess að
striðsgæfan brosir nú æ meir við
Sandinistum.
Sendiráðsmenn i Managua
segja að skæruliðar Sandinista.
muni nú hafa slegið hring um höf-
uðborgina og megi búast við að
þeir ráðist inn i hana þá og þegar.
Skæruliðum virðist hvarvetna vel
tekið af ibúunum, þannig hefur
Reuter eftir borgarbúum I Rivas
að f jöldi smábænda þar um slóðir
gangi i lið með Sandinistum og
sjái þeim fyrir matvælum. Sand-
inistar hafa heitið þvi að bændur
skuli frá meira land til ræktunar,
að sigri unnum. '-
Somoza-hersveitirnar virðast
nú halda uppi harðastri vörn i
suðvestanverðu landinu, á land-
spönginni milli Kyrrahafs og Nic-
araguavatns, sem er stærsta
stöðuvatn i Mið-Ameriku. Þannig
segir talsmaður þeirra að þeir
hafi hrundið áhlaupum Sandin-
ista i Rivas i gær. Hinsvegar taka
Sandinistar hverja herstöðina af
annarri i norður- og austurhlutum
landsins og beita til þess
sprengjuvörpum, sem þeir eink-
um miða á skotfærageymslur
herstöðvanna. Fiýja hermennirn-
ir þá gjarnan herstöðvarnar af
ótta við að springa að öðrum kosti
i loft upp með þeim.
Bandaríkjamenn telja
Somoza vonlausan
Reyna að sveigja Sandinista-stjómina til hœgri
5/7 — Sendimenn Bandarikja-
stjórnar eru nú á ferð og flugi um
mörg lönd Mið- og Suður-Ame-
riku og ræða við hina og þessa
ráðamenn um gang mála I Nicar-
agua. Talsmenn Bandarikja-
stjórnar fara nú ekki leynt með að
stjórn þeirra hafi gefið Somoza að
fullu og öllu upp á bátinn. Tals-
mennirnir segja Hka berum orð-
um að nú einbeiti Bandarikja-
stjórn sér að þvi að fá þvi til leið-
ar komið að fleiri „hófsamir”
(hægrisinnar og miðjumenn) séu
teknir inn i bráðabirgðastjórn
Sandinista og bandamanna
þeirra, liklega I von um að með
þvi móti sé hægt að hindra að hin
nýja Nicaragúa-stjórn verði
Bandarikjunum óþjál i samskipt-
um.
Að sögn Reuters eru Banda-
rlkjamenn haldnir sárum kviða
út af þvi að ef ekki takist að koma
fleiri „hófeemdarmonnum” inn 1
Sandinistastjórnina verði „Kúbu-
þjálfaðir marxistar” þar mestu
ráðandi. Hér er um greínilega
stefnubreytingu að ræða hjá
Bandarikjastjórn, þvi að til þessa
hefur hún reynt að fá málin jöfn-
uð i Nicaragua með þeim kostum
að Somoza sjálfur færi að visu
frá, en að ööru leyti yrðu sem
minnstar breytingar i landinu.
Stefnubreytingin stafar að sögn
talsmanna Bandarikjastjórnar af
þvi, að hún telji nú Sandinistum
sigur visan.
Bandarikin hafa von um að
ýmsar rómanskameriskar rikis-
stjórnir, sem að visu vilja hvorki
heyra né sjá Somoza og hans
fylgifiska, séu ekki fráhverfar áð-
urnefndum tillögum Bandarikj-
anna um breytingu á stjórn Sand-
inista. Bandarisku sendimennirn-
ir hafa meðal annarra nýverið
rætt við ráðamenn i Venesúelu,
Kólombiu, Dóminiku, Panama og
Kostariku, auk Somoza og for-
ustumanna bráðabirgðastjórnar
andstæðinga hans.
Somoza — Bandarikin telja ekki
upp á hann púkkandi lengur.
DlOOVIUINN
Auglýsmgasími
Þjóðvlljans er
8-13-33
GREIÐSLUR FRÁ TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS
BEIÐNI Dag, 21, júní 1979
Til Tryggingastofnunar ríkisins um að leggja greiðslur inn á viðskiptareikning.
NAFN Jón Jónsson NAFNNÚMER 1234-5678 FÆÐINGARNÚMER 03.03.-123
HEIMILI Laugavegi 234 SVEITAHFÉLAQ 105 REYKJAVÍK
Hér meS fer ég þess á lelt vlS Tryggingastofnun ríklsins. aS hún leggl greiðslur til mln, jafnéðum og þær koma til
útborgunar, Inn á neSangrelndan viðsklptareiknlng hjá:
INNLÁNSSTOFNUN BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS VIÐSKIPTAREIKNINGUR Ávísanarelknlngur BANKI HB REIKN. NR.
ÚTIBÚ/ Austurbæjarútibú við Hlemm Sparlsjóðsreiknlngur 0303 12345
REIKNINGSEIGANDI/MERKI Jón Jónsson Glró/hlauparelkn.
Staðfest:
BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS
Að gefnu tilefni skal vakin athygli þeirra
aðila í REYKJAVÍK, sem eiga rétt á greiðsl-
um frá TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS á,
að hægt er að fá greiðslur þessar lagðar inn
á reikning í hvaða innlánsstofnun sem er.
Eyðublað sem hér er sýnt fæst hjá viðkom-
andi banka eða Tryggingastofnun.
Rétt er að benda rétthöfum lífeyris og bóta
á, að það flýtir fyrir greiðslum og sparar
fyrirhöfn að láta innlánsstofnun annast
þessa milligöngu.
BUNAÐARBANKI
ÍSLANDS
BANKASTIMPILL
UNDIRSKRIFT