Þjóðviljinn - 07.07.1979, Síða 7
1
Laugardagur 7. júli 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Ég tel að þróun umbótasínnaðra verkalýösflokka sýni
að trúin á leið hinna löglegu umbóta og stéttarlegt
hlutleysi ríkisvaldsins leiði til árása á kjör og
réttindi verkafólks.
Misskilningur
og umbótastefna
„Löglegar umbætur og
bylting eru sem sagt ekki mis-
munandi leiöir söguíegra fram-
fara sem hægt er að velja eftir
smekk við afgreiðsluborð sög-
unnar, eins og um væri að ræða
heita eða kalda pylsu. Þvert á
móti eru þetta mismunandi
þættir í þróun stéttarþjóðfélags-
ins......” (Rósa Luxemburg)
Gísli Gunnarsson lætur dag-
skrárgrein sina i Þjóðv. 13/6
heita „misskilningi eytt”. Ein-
hvern veginn fannst mér samt
eins og þessi grein fæli i sér
meira af misskilningi heldur en
hún eyddi. 1 dagskrárgrein sem
ég skrifaði og birtist 31/5 gerði
ég t.d. athugasemd við að Gisli
taldi þörf á að „endurskoða
skatta á gróða fyrirtækja þann-
ig að fjárfesting gróðans borgi
sig”. Það má segja Þjóðv. það
til hróss, að hann hefur oft sýnt
fram á þá hróplegu staðreynd,
að fjöldamörg fyrirtæki hér á
landi (einnig fyrirtæki sem
fjárfesta mikið) eru tekju-
skattslaus! Það mætti þvi segja
að nauðsynlegt sé að endur-
skoða skatta á gróða fyrirtækja
þannig aðþau slyppu ekki skatt-
frjálst með stórðgróða. Þvi má
siðan bæta við að þetta skatta-
kerfi mætti útbúa þannig að
dregið yröi úr gegndarlausri of-
fjárfestingu.
1 grein sinni 13/6 fussar Gisli
yfir þeirriósvif ni minniað segja
að hann hafi áhyggjur af skött-
um á gróða fyrirtækja. Hann
hafi nefhilega verið að ræða að
„eðlilegt væri að gera greinar-
mun á þvi hvort gróði fyrirtækis
færi til uppbyggingar þess eða
aröúthlutunar”. Ekki veit ég
hvort það er einhver ástæða til
að óska Gisla til hamingju með
málflutning af þessu tagi. (Þaö
skiptir minnstu aö þetta erekki
heldur sérstakt vandamál hér á
landi.)
Gunnar StrSng, umbótasinn-
aöur krati og fyrrverandi fjár-
málaráðherra i Sviþjóð, er
frægur fyrir að leggja áherslu á
nauðsyn þess aö fyrirtækin
græöi og sköttun á gróðann sé
beitt tii að auka fjárfestingar.
Hann er einnig frægur fyrir að
leggja áherslu á að launakröfur
og kröfur um félagslegar um-
bætur taki mið af þeirri arðsemi
sem lögmál markaðarins bjóða,
þ.e. að umbótabarátta verka-
fólks beygi sig undir lögmál
markaðarins og geöþótta at-
vinnurekenda varðandi ráðstöf-
un á fjármagni sinu.
Aðeins um nauðhyggju
Gisli telur það „grófa rang-
túlkun” á grein sinni 9/3 að
segja að þar segi hann
byltingarsinna vera á móti um-
bótum. 1 þeim efnum verö ég að
biöja Gisla að lesa grein sina
aftur. 1 þessarri grein setur
hann alla byltingarsinna undir
einn hatt, og eignar þeim að
vera á móti „kjarajöfnunar-
hlutverki hins opinbera”. Sú
lýsing sem hann gefur á afstöðu
byltingarsinna á ekkert skylt
við afstöðu þeirra. Ég er einnig
viss um að sú lýsing á ekki við
um Gest Guðmundsson. Vis-
bending um það er að hann er
fyrrverandi forystumaður
endurbótasinnaðrar stúdenta-
hreyfingar hér á landi.
Þaö atriði hjá byltingarsinn-
um, sem Gisla er allra verst við
er það sem hann kallar nauð-
hyg gj u (deter m ini sm ).
Reyndar er nokkuð erfitt að átta
sig á þvi hvað hann á við með
orðinu nauðhyggja og stundum
virðist hann nota þetta orð ein-
faldlega sem skammaryrði.
Nú merkir orðiö nauöhyggja
þá skoðun að heimurinn, sem
viö lifum i, lúti ákveðnum lög-
málum, sem mannlegur vilji
verði að beygja sig undir. Flest-
ir menn aðhyllast þannig nauð-
hyggju hvað varðar t.d. iögmál
náttúruvisinda.Þegarkemur aö
félagsvisindum veröa skoöanir
manna skiptar. Ég held þó að
flestir viðurkenni aö mannlegt
samfélag lúti einhverjum lög-
málum. Þessi lögmál eru aftur
á móti ekki jafn einhlit og lög-
mál náttúruvisindanna, og þau
eru afleiðingar af athöfnum og
vilja manna.
i þrengri merkingu hefur orð-
ið nauðhyggja verið notað af
þeim sem aðhyllast ákveönar
skoðanir á þróun þjóðfélaga til
að einkenna skoöanir þeirra
sem þeim finnst einfalda og lög-
málsbinda þjóðfélagsleg sam-
bönd um of. Við Gisli getum t.d.
vafalaust verið sammála um að
sú kenning ný-frjálshyggju-
spekinganna um að samfélags-
leg eign á framleiðslutækjum
leiði til frelsiskeröinga og af-
náms lýðræðis sé dæmi um
nauðhyggju i þeirri merkingu,
að verið sé að fullyrða um þjóð-
félagslegt samband, sem ekki
sé fyrir hendi. Við yrðum aftur á
móti sennilega ósammála um
ýmislegtannaðiþessum efnum,
i.d. um þróun auðvaldsskipu-
lagsins i' átt að efnahagslegri og
þjóðfélagslegri kreppu. Ég setti
fram skoðanir minar i þessum
efnum i dagskrárgrein 31/5.
Gisligefur tilkynna i grein sinni
13/6 að þarna séum við ósam-
mála en lætur fullyrðingum
minum að öðru leyti ósvarað.
Aftur á móti segir hann hafa
áhuga á umræðu um „hvernig
forðast megi nauðhyggju um
leið og almenn likön um þjóð-
félagið eru notuð”. En það er
einmitt út frá ágreiningi um
hvaða likan af þjóðfélaginu
henti best sem umræðan um
nauðhyggju kemur upp! Það
væri þvi eðlilegra að ræða þenn-
an ágreining málefnalega frek-
ar en að slengja fullyrðingum
um nauðhyggju i kringum sig.
Aðeins um rikisvaldið
Ég fullyrti i grein minni 31/5
að skilgreining Gisla á rikis-
valdi sé svo við, að hún sé út i
hött. Ég heföi áttaö bæta þvi við
aðhún varsérstaklega út i hött i
þvi samhengi þar sem Gisli not-
ar hana, til að deila á hugmynd-
ir byltingarsinna um nauðsyn
þess að brjóta niður hið
borgaralega rikisvald. Hann
skilgreinir rikisvaldið sem allar
opinberar stofnanir, þ.m.t. skól-
ar, sjúkrahús o.s.frv., þrátt
fyrir að hann veit vafalaust, að
það rikisvald, sem verið er að
ræða um, eru þær stjórnsýslu-
stofnanir, dómstólar og lögregla
(og her) sem mynda hið póli-
tiska rikisvald samkvæmt hefð-
bundnum marxiskum skilningi.
Ég get veriö Gisla sammála
þegar hann segir að rikisvaldið
sé „margþætt fyrirbæri, sem
m.a. endurspeglar valdahlutföll
mismunandi stétta hverju sinni
og hefur um leið áhrif á þessi
valdahlutföll.” Ég er aftur á
móti algjörlega ósammála hon-
um þegar hann segir að rikis-
valdið feli „fyrst og fremst i sér
skipulag manna til að lifa I sam-
félagi” ogbætir við i sama stil
og frjálshyggju-spámennirnir:
„Ekkert samfélag er til án
skipulags og almennra reglna”.
Hann gerir siðan sömu villuna
og frjálshyggjuspámennirnir,
að halda aö hann geti sagt eitt-
hvað ákveðið um borgaralegt
rikisvald útfrá almennum
vangaveltum af þessu tagi.
(Gisli hefði átt aö athuga betur
það, sem hann sjálfur skrifar,
um afstæði þjóðfélagslegra lög-
mála.)
Rikisvaldið er ákveðin stofn-
un, sem hefur þaö hlutverk aö
sjá til þess að einstaklingarnir
hlýði ákveðnum reglum. Það
gerir þaö með valdi ef annað
dugir ekki. Þessar reglur, og
starfsemi rikisvaldsins yfirleitt,
verður að miðast við að við-
halda þeirri samféiagsskipan
sem rikir. Með það markmið
fyrir augum eru reglurnar (lög-
in) settar, stofnanirnar skipu-
lagðar og mannaðar. 1 auð-
valdssamfélagi er rikisvaldið
þannig uppbyggt til að stjórna
og viðhalda borgarlegu sam-
félagi. Ég á þess vegna erfitt
með að skilja þá fullyrðingu
Gisla, að markmið sósialiskrar
baráttu eigi að vera að hindra
að borgarlegt rikisvald „sé not-
að sem kúgunartæki auðvalds-
ins á verkalýðnum”. Þetta
rikisvald hefur fyrst og fremst
þaðhlutverk aö viðhalda skipu-
lagi eiguréttar og þjóðfélags-
legra valda, sem sósialistar
telja að feli i sér kúgun auð-
valdsins á verkalýðnum!
Endu rbótastefnan
Gisla fannst það æði skritið að
ég skyldi segja að ég væri hon-
um ósammála um flest i dag-
skrárgreininni frá 9/3 en fyndi
engu að siður á vissan hátt til
meiri samstöðu með endur-
bótastefnu hans en byltingar-
stefnu Gests. Ég útskýrði þetta
með þvi að benda á baráttu-
markmið varðandi bætt kjör
verkafólks, sem Gi'sli setti
fram, og ég er sammála, að
mikilvægt sé að berjast fyrir.
Það er ekki beinlinis ætlun
min að ganga fram af Gisla, en
ég get ekki stillt mig um að geta
þess, aö mér fannst það miður
þegar höfundur að „drög að
vinstri sinnaðri umbótastefnu”,
neitar að gangast við þvi að
vera umbótasinni.
Ailt frá þvi að Bernstein setti
fram hugmyndafræðiiegan
grundvöll umbótastefnunnar
hefur þessistefna verið til innan
verkalýöshreyfingarinnar sem
afmarkað og heilsteypt hug-
myndakerfi. (Vissulega með
mörgum blæbrigöum, sem frek-
ar virðist fjölga i seinni tið.)
Það er siðan annað mál að
orðin umbótastefna og
byltingarstefna eru oröin all-
þvæld, bæði erlendis og hér-
lendis. Sigurjón Pétursson for-
seti borgarstjórnar fylgdi bara i
fótspor svo margra annarra
ráðamanna i islenska auövalds-
þjóðfélaginu, þegar hann lýsti
þvi yfir i viðtali við Helgarpóst-
inn nýlega: „Ég er byltingar-
sinni”. (Aftur á móti er hann
ekki svo mikill byltingarsinni aö
hann vaði út með eldhússhnif-
inn!). Það var sérstaklega
vegna þess að ýmsir þeir, sem i
besta falli eru umbótasinnar, á-
lita sig knúða til þess aö kalla
sig byltingarsinna, að ég virti
viðleitni Gisla til að setja fram
framfarasinnaða umbótastefnu,
ognefna þá stefnu réttu nafni. A
sama tima og „byltingarsinn-
arnir” stjórnuðu kjaraskerð-
inga- og samdráttarstefnu hins
borgaralega rikisvalds, og
kepptust við ihaldið um að á-
kalla þá skyldu manns aö hlýða
lögum þess. Það breytirekki þvi
að ég álit að Rósa Luxemburg
hafi réttilega sagt um umbóta-
stefnuna fyrir 80 árum: „Sá
sem mælir meö leið hinna lög-
leguumbóta i staöinn fyrir og i
andstöðu viðpólitiska valdatöku
og samfélagsbyltingu velur i
raun ekki rólegri, öruggari og
seinfarnari leið að sama marki,
heldur annað markmiö, þ.e.a.s.
óverulegar breytingar á gömlu
samfélagsskipaninni i stað
nýrrar samfélagsskipunar”.
Strax á þessum tima gerði
Rósa sér grein fyrir þessum af-
ieiðingum umbótastefnunnar.
En hana grunaði ekki þá aö
höfnunin á byltingunni þýddi
baráttu gegn umbótabaráttu
verkafólks i samræmi við þá
nauö sem skipulagsleysi og
kreppa auðvaldsskipulagsins
skapaði. Hún þýddi einnig
vopnaöa baráttu gegn verka-
lýðsstétt sem ógnaði auövalds-
skipulaginu og völdum auð-
valdsins með beinni uppreisn.
Ég álit ekki að þessi skörpu skil
á milli umbótastefnu og
byltingastefnu sé einungis eitt-
hvað sem tilheyri millistriösár-
unum. Þvert á móti álit ég að
þróun umbótasinnaðra verka-
lýðsflokka á undanförnum
erfiðleikaárum fyrir auðvalds-
skipulagið sýni, að trúin á leið
hinna löglegu umbóta, og
stéttarlegt hlutleysi rikisvalds-
ins leiðir til árása á kjör og rétt-
indi verkafólks og eflingu auð-
valdsaflanna. Við þurfum ekki
einu sinni að skyggnast út fyrir
landsteinana til að sjá þetta.
. Þaðer þess vegna sem umræö-
an um umbótastefnuna skiptir
miklu' Reykjavik 26. júni
Asgeir Danielsson.
Frá
lesendum
Ofríki utan-
ríkisráðherra
Gamall Alþýðuflokksmaður
hringdi og vildi taka það fram, að
hann væri alveg sammála þvi
sem Þjóðviljinn hefur sagt um of-
riki utanrikisráðherra, sem upp á
sitt eindæmi afnemur takmark-
anir á feröafrelsi bandariskra
hermanna.
Þetta veröur að taka enda og
þaö strax, sagði hann. Ég vildi
láta ykkur vita þetta og svo það,
að margir úr minum kunningja-
hópi eru æfir út af þessu.
Er ég á
skrá hjá
Vörðu landi?
A. J. hringdi og sagði á þessa
leið:
Ég hef alltaf veriö herstöðva-
andstæðingur og það vita þeir
sem mig þekkja. Nú hefi ég haft
af þvi áhyggjur að eittvert fólk
hefði á sinum tima af illkvittni
skráö mitt nafn á lista hjá Vörðu
landi. Og ég kynni þvi afar illa ef
þaö kæmi einhverntima fyrir
augu minna afkomenda sem
gætu þá haldið að ég hefði
verið einhver kanadindill.
Nú vilégspyrja, ogmá vera að
margir vilji taka undir við mig:
eigum við ekki heimtingu á aö fá
ið skráð hjá VL eða ekki? Hver er
réttur manna gagnvart þessu
tölvudrasli?
Mér datt þetta i hug á dögunum
þegar ég las ágæta ræðu Ragnars
Arnalds fyrir hæstarétti.
Enn um
Laufásborg
Nokkur blaðaskrif hafa orðið að
undanförnu um ráðningu for-
stöðukonu viö Laufásborg. Björg
Sigurvinsdóttur, Barmahlið 33,
hefursent blööunum bréf þar sem
m.a. segir:
„Ég hvorki hvorki get né vil
leggja neinn dóm á hæfni um-
sækjanda. Til þess hef ég enga
þekkingu. En sem foreldri get ég
sagt, að störf þeirra, sem undan-
farið hafa unnið við Laufásborg,
eru frábærlega vel af hendi leyst.
Þar rikir óvenju góður andi, sam-
staða og gleði I starfi. Til þess má
ekki koma, að þessi starfsgleði
verði að vikja fyrir óánægju.
Vil ég þvi biðja alla aðila, sem
hér eiga hlut að máli, að setjast á
samningabekk og setja niður
deilu þessameðþvi hugarfari, að
hvaö, sem verður ofan á, má það
aldrei raska þeirri ró og um-
hyggju, sem varnarlaus börn eiga
kröfu á.”
Þá hafði Guðbjörg Karlsdóttir,
Baldursgötu 4, samband við blað-
ið og vildi i framhaldi af umræð-
um koma á framfæri siðbúnu
þakklæti til Elinar Torfadóttur.
Hefði hún fyrir um það bil fimm-
tánárum átt i nokkrum erfiðleik-
um er hún tók að sér um tima
dótturdóttur sina unga, sem kom
frá útlöndum og var hér öllu óvön.
Ég talaði við Elinu, sem var
forstöðukona i Tjarnarborg, og
hún sýndi okkur hjálpsemi og til-
litssemi sem ég vildi gjarna
þakka, sagði Guðbjörg.