Þjóðviljinn - 07.07.1979, Page 9

Þjóðviljinn - 07.07.1979, Page 9
Laugardagur 7. jlil! 1979 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 9 Tel þá ekki ætla að leyfa frj álsar fiskveiðar segir Benedikt um ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar Á fundi norsku ríkis- stjórnarinnar í fyrradag var ákveðið að fiskveiði- yfirvöld í Noregi skyldu fylgjast nákvæmlega með veiðum Norðmanna við Jan Mayen og mun ekki vera heimilað að hefja veiðarnar fyrr en 23. júlí n.k. Hinsvegar voru engar tölur nefndar i þessu sam- bandi/ en sú ákvörðun var tekin að farið yrði fram á frekari viðræður við ís- lendinga jafnframt þvi að samþykkt var að koma á fót islensk-norskri fisk- veiðinefnd. Þjóöviljinn haföi af þessu tilefni samband við Benedikt Gröndal utanrikisráðherra og spuröi hann álits á þessari ákvöröun rikis- stjórnarinnar. Benedikt sagði að með þessari ákvörðun þá stað- festi rikisstjórnin að nokkru það samkomulag sem náðist i við- ræðunum um siðustu helgi, þe. um veiðidag og stofnun fiskveiði- nefndar. Hins vegar eru Norð- menn ekki bundnir af neinu og bendi ég á þvi skyni að engar töl- ur um veiðikvóta eru nefndar i ákvörðun rikisstjórnarinnar. Ég vil hins vegar túlka þetta á þann veg að rikisstjórnin norska muni ekki leyfa frjálsar veiðar. Varð- andi nefndina þá tel ég að Islend- ingar eigi að starfa þar af fullum áhuga. Aðspurður hvort hann teldi þessa samþykkt um nefnd- ina vera boðbera þess að Norð- menn væru að stiga eitthvert skref til samkomulags við tslend- inga um sameiginlega lögsögu sagði Benedikt að hann 'teldi svo ekki vera, andstaða Norðmanna hafi verið slik við hugmyndina á viðræðuf undunum. — Þig Þórarinn Þórarinsson Nordmenn eru ekki bundnir af neinu sam- komulagi um veidikvóta segir Þórarinn Þórarinsson 1 norska stórblaðinu Aftenpost- en er greint frá þvi i gær að þar sem samkomulag hafi ekki náðst i viðræðum Norðmanna og Is- lendinga um heildarlausn i Jan - Mayen deilunni þá séu Norðmenn ekki bundnir af neinu samkomu- iagi við tslendinga um 90 þúsund tonna veiðikvóta þar sem skilyrði sjómannasamtakanna i Noregi hafi verið að slikur kvóti væri hluti af heildarlausn. Vegna þessarar fréttar þá hafði Þjóðviljinn samband við Þórar- in Þórarinsson fulltrúa Fram- sóknarflokksins i islensku við- ræðunefndinni og spurði hann á- lits á þessum ummælum. Þórarinn sagðist ekki telja að Norðmenn væru bundnir af neinu þar sem ekki hefði verið gengið frá neinu formlegu samkomulagi við Norðmenn. Hins vegar taldi hann aö frá siðferðilegu sjónar- miöi þá bæri Norðmönnum að framfyigjaþessuóformlega sam- komulagi sem náðst heföi. Þórarinn var jafnframt inntur eftir skoðun hans á þvf hvort Is- lendingar ættu að beita fyrir sig herstöðvarmálinu til að knýja Norðmenn til samkomulags, en hann svaraði þvi til að ekki mætti blanda saman þessum málum þótt ef til vill kæmi um það krafa frá almenningi eins og i þorska- striðunum. —Þig Ummœli utanrikis- ráöherra i Aftenposten Hreinn mis- skilningur, segir Benedikt Þjóðviljinn hafði i gær sam- band við Benedikt Gröndal og innti hann eftir þvi hvort þau um- mæli séu rétt sem höfð eru eftir honum i norska blaðinu Aften- posten um að Islendingar geti sætt sig við að Norðmenn fari meðstjórnloönuveiöanna við Jan Mayen utan efnahagslögsögu ts- lands og láti þá nokkurs konar lögsögu Norðmanna þar óátalda. Benedikt sagði að hann hefði ekki séð þetta viðtal viö sig enn, Ólafur Ragnar: Norðmenn hafa brugðist við eins og við mátti bá- ast. en ef það væri rétt að þetta hefði staðiö i viðtalinu þá væri það hr«Snn misskilningur hjá blaöa- manni Aftenposten. Hann hefði ekki breytt i neinu sinni afstöðu frá þvi I viðræðunum og væri þetta alls ekki skoðun sin sem fram kæmi i viðtalinu. —Þig Reykjavikurskák mótið: Keppendum fjölgar 1 vetur er fyrirhugað að halda Reykjavikurmót i skák með þátt- töku alþjóðlegra stórmeistara. Þegar hefur sigurvegari siðasta móts, Walter Browne frá Ame- riku þekkst boð á mótið, og vinir eru bundnar við að Robert Hubn- er, stórmeistari frá V-Þýska- landi, komi ennfremur. Þá má geta þess að Skáksam- bandið hefur verið i sambandi við heimsmeistarann Karpov og í fréttabréfi Skáksambandsins er þeim merku upplýsingum komið á framfæri að Högni Torfason hafi fyrir hönd St fært kappanum hamingjuóskir i tilefni brúðkaups hans og hvatt hann „til að hafa konuna ~eð sér” þegar hann kæmi tn Islands. En likur eru á þvi að Karpov komi hingað i sept- ember. —ÖS Ákvöröun norsku rikisstjórnarinnar Er mikill sigur fyrir sjónarmid Alþýöubandalagsins Vegna ákvörðunar norsku rikisstjórnarinnar hafði Þjóðvilj- inn samband við Ólaf Ragnar Grimsson fulltrúa Alþýðubanda- lagsins i isiensku samninga- nefndinni og innti hann eftir áliti hans á þessari ákvörðun. Þessi ákvörðun er mikill sigur fyrir þau sjónarmið sem ég hélt fram i samninganefndinni, sagði Ólafur. Niðurstaða málsins hefur orðið nákvæmlega i samræmi við það sem ég taldi að myndi gerast ef tslendingar stæðu fast á sinum rétti. Málflutningur Norðmanna um einhliða útfærslu við Jan Mayen og um ofveiði á loðnu var i reynd ekki annað en hótun sem ætluð var til að knýja tslendinga til samþykkis við aðgerðir við eyna sem þeir i reynd vissu að þeir höfðu engan rétt til að fram- kvæma. Þeir islensku aðilar sem voru hræddir við hótanir Norðmanna og drógu stundum i efa þá samningastöðu sem við vildum fylgja ættu að ihuga vel þessar niðurstöður. I samningaviðræð- unum hélt ég þvi fram að það væri i senn æskilegt og raunhæft fyrir islendinga að stýra málun- um þannig að þeir réðu i reynd takmörkunum á sumarveiðunum sem og öðrum aðgerðum við Jan Mayen. Akvörðun norsku rikis- stjórnarinnarsýnirað þetta hefur orðið niðurstaðan og er það þvi mikill sigur fyrir þau sjónarmið sem ofan á urðu hjá okkur. 1 fyrsta lagi vegna þess að Norð- menn ætla að fylgja i reynd tak- mörkunum á sumarveiðum og hefja þær ekki fyrr en 23. júli þó svo þeir af pólitiskum ástæðum i Noregi nefni ekki neinar tölur i sambandi við aflamagn. í öðru lagi þá viðurkenna Norðmenn það að stækkun landhelginnar geti ekki farið fram án samráðs við Islendinga og að lokum þá sýnir ákvörðun rikisstjórnarinnar um þátttöku i sameiginlegri fisk- veiðinefnd að Norðmenn eru að nálgast sjónarmið tslendinga um að á fót verði sett sameiginleg lögsaga viö Jan Mayen, sagði Ólafur Ragnar að lokum. _Þ:„ Loðnustríð við Norðmenn? Viöbrögð í Noregi viö deilunni um Jan Mayen Frá Þorgrimi Gestssyni, frétta- ritara Þjóðviljans i Oslo: „Hætta á ofveiði og loönu- str®i. Astæða til aö ætla að Rússar reyni sig við Jan Mayen ef loðnan kemur á annað borð. Þar sem tslendingar eru and- snúnir norskri lögsögu sem meðal annars hefði útilokað Rússana frá veiðunum getur orðið erfitt fyrir Norðmenn að gera nokkuö ef þeir koma.” Þetta eru sýnishorn af fyrstu viðbrögðum hér i' Noregi við þeirrifréttað slitnaðhafi upp úr viöræðum Islendinga og Norö- manna um loönuveiðar og 200 milna lögsögu við Jan Mayen. Fréttin barst ekki fyrr en seint á fimmtudagskvöld og að- eins2 dagblöð skýröu frá henni I gærmorgun. Það voru Aften- posten, sem fyrrgreindar til- vitnanir eru teknar úr, og Stav- anger Aftenblad, hvort tveggja hægri sinnuð blöð. Aftenposten bendir á að þar sem samkomulag náöist ekki gildi 90 þúsund tonna veiðikvót- inn ekkilengur. Það var skilyrði sjómannasamtakana að slikur kvóti væri hluti heildarlausnar. Samt sem áður bendir blaðið á að samkvæmt norskum lögum geti yfirvöld gripið inn 1 veiðar norskra sjómanna á alþjóðleg- um hafsvæöum „taki þær óheillavænlega stefnu”. Stavanger Aftenblad segir i leiðara á föstudag að ekki sé auðvelt að eiga við tslendinga þegar fiskur sé annars vegar. Það hafi m.a. Bretar fengið aö reyna i 2 þorskastriöum. Blaðið bendir á að fiskurinn skipti Is- lendinga miklu en tekur jafn- framt fram að fiskveiðar séu lika mikilvægarfyrir Norðmenn ogþað þýöi ekki fýrir þá að vera með einhverja góðsemi og gefa fiskinn. Norska útvarpið sagði frá máiinu i gær og hafði eftir fiski- fræðingi hjá norsku hafrann- sóknarstofnuninni aö ekki sé ör- uggt aö loðnan komi yfirleitt til Jan Mayen i sumar. 1 frétt út- varpsins var einnig sagt að Norðmenn muni fylgjast náið með loðnuveiðunum að þessu sinni. Knud Frydenlund var að þvi spurður i útvarpinu hvort þetta þýddi endanlegslit viðræðna Is- lendinga og Norðmanna. Svar hans var i hæsta máta loðið en þó mátti á honum skilja að stjórnir landanna hefðu áfram samband i sima og I gegnum sendiráðin.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.