Þjóðviljinn - 07.07.1979, Page 10

Þjóðviljinn - 07.07.1979, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. júll 1979 Rœtt við Hrei síldveiða frá a Sfldarplönin voru meðal annars merkur hjónabandsmarkaður. Síldarævintýrið mikla Síldarævintýrið mikla. sem stóð allt frá aldamót- um og f ram yf ir 1970 er að fá á sig þjóðsagnablæ. Það heyrir nú sögunni til eftir að síldin ,,hvarf“ eins og sagt er. Sögur um sjómenn og ungar stúlkur sem sölt- uðu frá morgni til kvölds og fóru svo beint á ball á eftir kannast allir við úr danslagatextum og 'víst er um það að fátt hefur haft eins afgerandi áhrif á efnahagslíf á íslandi og blessuð síldin. Verðsveifl- ur, tækniþróun og fólks- flutninga, allt hefur þetta sett sitt mark á atvinnulíf- ið. Um þessar mundir er Hreinn Ragnarsson kennari á Laugar- vatni að vinna að magistersrit- gerð um sögu og þróun silveiða frá aldamótum til 1935. Hann fékk nýlega styrk frá Visindasjóði til verksins og stefnir að þvi að ljúka verkinu með haustinu. — Að hverju beinast rannsóknir þinar? — Ég er að kanna og safna heimildum um sildveiðar á svæð- inu frá Látrabjargi allt austur að Eystra horni. Ég kanna vinnsluna, veiðarnar, fyrirtækin og hreinlega allt sem viðkemur sildinni á timabilinu 1900-1935. — Hvers vegna þetta afmark- aða timabil? — Það varð að samkomulagi milli min og Sildarútvegsnefndar sem styrkti mig i fyrra, að ég safnaði heimildum frá þessum tima. Þeir hafa mikinn áhuga á að iáta skrá sögu sildveiðanna. Fyrir 1900 er eingöngu um ritaðar heimildir að ræða sem hægt er að kanna hvenær sem er, en hinar lifandi heimildir, fólkið sem vann i sildinni hverfur óðum. Árið 1935 var Sildarútvegsnefnd stofnuð og frá þeim tima hefur öllum gögn- um verið haldið saman. Ævintýralega mörg fyrirtæki — Hver var þróunin i síldveið- um á þessum tima? — A seinni hluta 19 aldar komu Norðmenn hingað með landnætur og veiddu hér upp við landsteina Þeir voru einkum við Eyja- fjörð og á Austfjörðum, en um aldamótin komu bæði reknetin og snurpunótin og þá. fóru Islend- ingar að taka þátt i atvinnu- rekstrinum. — Hvar voru mestu umsvifin? — Sildin var veidd fyrir norðan og austan en einnig á Vestfjörð- um og Ströndum voru ótrúlega mikil umsvif, og stórar söltunar- stöðvar. 1 sumum tilfellum voru ari flytti fólkið þennan og þennan dag. Siðan voru kannski 100-200 manns samferða norður og kynntust á leiðinni. Fólk fór að heiman, komst yfir peninga, sild- arböllin voru fræg á sinum tima og verbúðalifið, allt hafði þetta á sér ævintýraljóma i augum unga fólksins. Svo voru sildarplönin auðvitað ákjósanlegur hjóna- bandsmarkaður. Það er merkilegt við þennan hluta atvinnusögunnar að heimildarmanna er að leita i öllum stéttum, þvi sildin lagði grundvöll að menntun fjölda manna. Þarna var sumarvinna skólafólks árum saman og það kemur fram i endurminningum manna. Ég get nefnt sem dæmi frá siðari árum, að þegar ég var að vinna i sild á Raufarhöfn á minum námsárum voru þar menn sem nú eru læknar og prófessorar. Sildarævintýrið þekkja margir af eigin raun. Hörkuvinna —Þessar rómantisku minn- ingar eru merkilegar, þvi nú hefur þetta verið hörkuvinna, salt og slor, oft kuldi og langur vinnu- dagur ekki satt? — Jú, það kom fyrir að það varð að loka söltunarstöðvum vegna þess að allar stúlkurnar voru óvinnufærar vegna sára á höndunum. Atan var svo sterk að hún olli sárum, áður en gúmmi- hanskarnir komu á markað. En við skulum lika minnast þess i sambandi við rómantikina að þarna var fólk i afmörkuðum heimi. Hugsum okkur stað eins og Djúpuvik á Ströndum fyrir daga útvarps og sjónvarps. Þar var ekki einu sinni simi, enda var hafður hraðbátur til taks ef ein- hver þurfti að komast i sima i næstu byggð. — Hvar er helstu heimildir að finna um sildina? — Heimildirnar eru þinglýsingar, sölulóðasamningar, blöð frá þessum tima og endurminningar, auk þess byggi ég mikið á munn- legum heimildum frá fólki sem ég hef rætt við. Þá hef ég einnig fengið skrifleg svör frá fólki sem ég hef leitað til. Það er einna erfiðast að finna fólk sem vann á þeim stöðum sem nú eru i eyðútil dæmis á Hesteyri og i Alftafirði við Djúp. Það er samt ótrúlegt hvað fólk man langt aftur. Ég ræddi við mann i fyrra sem var skipstjóri á reknetabát 1903. — Ef einhverjir iesendur muna gamla tið, eftir hverju leitarðu þá helst? — Ég vil gjarnan fá allar upp- lýsingar um sildartimann. Fólk er sér oft ekki meðvitað hvenær lifið er orðið saga. Þó að ég hafi nú aflað mér heildaryfinsýnar yfir sildarævintýrið, þá eru ein- stök atriði sem mig vantar og ef fólk vill skrifa mér eða hringja þá er þaö vel þegið, sérstaklega minningar frá þeim stöðum sem nú eru i eyöi. _kí Það er sama við hvern maður ræðir um sildina, fólk ljómar upp þegar minnst er á rómantíkina.... fiskafurðir þ.e. sölufyrirtæki með einkalevfi. — Þú nefndir að fyrirtækin hefðu verið mörg, voru ekki stór- rikir kapitalistar meðal sildar- gróssera? — Það má sjá það á veð- setningarskjölum hversu miklar eignir sumir þeirra áttu. Það má til dæmis nefna Ásgeir Pétursson sem átti stöðvar á Siglufirði, Akureyri og á Ströndum. Hann veðsetti eignir sinar vegna láns sem hann tók, upp á 550 þús, kr. árið 1920. Meðal eignanna var einn togari auk söltunar- stöðvanna. — Hvernig var sildin unnin? — Hún var mest söltuð en einn- ig brædd. Stærstu atvinnu- rekendurnir fengust við söltun en Norðmenri og Danir sáu um bræðsluna framan af vegna þess að tslendingar höfðu ekki bol- magn til að reka sildarverksmiðj- ur. Fyrsta verksmiðjan var reist 1911 og þær voru i höndum útlendinga til 1924. Arið 1940 komst sú siðasta i hendur íslend- inga. Sildarrómantikin —Það hvilir rómantiskur blær yfir sildarævintýrinu i augum flestra, veistu hvers vegna? —Já, það er sama við hvern maður ræðir um sildina, fólk ljómar upp þegar minnst er á rómantikina. Atvinnureksturinn i kringum sildina kallaði á mikla fólksflutninga á hverju sumri. Þegar togarafélögin stofnuöu söltunarstöðvar fyrir norðan gekk sagan þannig fyrir sig, að þeir auglýstu eftir fólki syðra og tilkynntu um leið að tog- gömlu norsku stöðvarnar not-. aðar. Stærstu og mestu umsvifin voru á Siglufirði og við Eyjafjörð. — Hefurðu nokkrar tölur um hversu mörg fyrirtækin voru i sildarbransanum? — Ég hef ekki nákvæmar tölur um það en þau voru ævintýralega mörg. — Hvernig gengu sildveiðarnar fram til 1935? — Þær gengu upp og niður. Út- flutningurinn gekk i bylgjum og það urðu miklar verðsveiflur. Til dæmis hækkaði verðið gifurlega i fyrri heimsstyrjöldinni en við togarasölurnar 1917 dróst fram- leiðslan saman. Arið 1919 varð mikið veröhrun vegna þess að þá fóru þær þjóðir sem ekkert gátu veitt i striðinu að stunda veiðar á ný, framleiðslan varð of mikil og kreppan sem rikti eftir stríð hafði sitt að seg ja. Menn kölluðu hrunið „krakkið mikla”. Krakkið felldi marga framleiðendur, sumir hjöruðu þó 4-5 ár en náðu sér aldrei upp. „Krakkið mikla” — Hvernig var markaðurinn skipulagður og hvert var selt? — Það voru hin ,,frjálsu markaðslögmál” sem réðu rikj- um enda voru sveiflurnar miklar eins og ég sagði. Fyrstu árin var sildin seld i gegnum Danmörku til Eystrasaltslandanna þar sem markaðurinn var stærstur. Eftir „krakkið mikla” var stofnað sildarsamlag og rétt áður en kreppan skall yfir, Sildareinka- sala Rikisins,en hún fór á hausinn upp úr 1930. Það var sem sagt gerð tilraun til að skipuleggja sölurnar likt og gert var viö aörar Sveiflurnar voru miklar og fyrirtækin fleiri en tölu veröur á komið...

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.