Þjóðviljinn - 07.07.1979, Síða 11
Laugardagur 7. júll 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
NESKAUPSTAÐUR
Þessara timamóta var minnst með hátið-
arfundi og kaffisamsæti þann 7. janúar sl, en
um þessa helgi fara aðalhátiðarhöldin fram,
og er vegleg dagskrá alla hátiðardagana.
Nýtt islenskt leikrit var frumflutt á fimmtu-
daginn var, 3 myndlistarsýningar standa nú
yfir i barnaskólanum, auk mikillar sögusýn-
ingar um þróun kaupstaðarins þessi 50 ár.
Þá verða háðar iþróttakeppnir, skemmti-
dagskrár fluttar, auk óteljandi annarra dag-
skráratriða,en Þjóðviljinn mun greina nánar
frá hátiðarhöldunum i Neskaupstað eftir
helgina.
Hér á siðunni verður brugðið upp nokkrum
myndum úr bæjarlifinu á Neskaupstað um
leið og Þjóðviljinn óskar Neskaupstaðarbú-
um til hamingju með þessi merku timamót i
sögu bæjarins.
Fiskveiöar og fiskvinnsla eru aðalatvinnuvegir Neskaupstaðarbúa.
Þessi mynd er tekin I vinnslusal hraðfrystihúss Sildarvinnslunar h/f,
en Sildarvinnslan er langstærsti útgerðaraðili á Neskaupstað, en á siö-
asta ári var landað alls 8.189 tonnum af fiski til vinnslu I hraðfrystihús-
inu.
Þessi mynd er af fulltrúum Alþýðubandalagsins sem mynda meirihiuta I stjórn Neskaupstaöar eins og
undanfarin ár. Fyrir framan þá er eitt af verkum Gerðar Helgadóttur, en bærinn hefur keypt afsteypu
af þessu verki sem er 1.40 metrar á hæð og var hugmyndin aö afhjúpa listaverkið nú um helgina, en þvi
hefur verið valinn staður fyrir framan félagsheimilið Egilsbúð. Af þvi gat þó ekki orðiö þar- sem verkið
er enn ókomið ti i; landsins sökuni farmannaverkfaiísins, en afsteypan var unnin I Noregi.
Svipmyndir úr bæjarlífínu
A Neskaupstaö eru 8 opnir leikveilir fyrir börn auk dagheimilisins. Ali-
ir eru leikvellirnir vel sóttir, en þessi mynd sýnir þann nýjasta sem tek-
inn var i notkun i vor og er á svæðinu milli sundlaugarinnar og lysti-
garðsins.
Unnið er nú af fullum kraft við byggingu fjölbrautaskólans á Neskaupstað, en áætlað er að gera bygg-
inguna fokhelda I haust, en ennþá er óreist ein hæð til viðbótar. Fjölbrautaskóiabyggingin er viðbygg-
ing við Gagnfræðaskólann, en þar hefur veriö starfrækt fjölbrautakerfi undanfarin tvö ár. Skólastjóri
Gagnfræðaskólans cr Geröur óskarsdóttir, en nemendur I skólanum voru um 140 á siðasta ári.
Þessa heiðursmenn kannast sjálfsagt allir Neskaupstaðarbúar við, en A myndinni sést hluti lystigarösins þar sem meginhluti hátiðarhaldanna mun fara fram. Litla stúlkan á
þeir eru frá vinstri: Bjartmar Magnússon bæjarstarfsmaður, Arsæll myndinni, sem virðir fyrir sér nýútsprungna túlipanan^heitir Hlin Jensdóttir.
Júliusson sjómaður og Vigfús Guttormsson fyrrum bæjarfulltrúi Sós-
ialistaflokksins.