Þjóðviljinn - 12.07.1979, Side 3
Fimmtudagur 12. júll 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
SOVÉSKA OLÍAN ÓDÝRARI?
Eimskip flyt-
ur olíukaup
sín til íslands
Keypti olíu sína erlendis áöur
Eimskipafélagið hyggst
flytja eins mikið af oliu-
kaupum sínum til islands
og kostur er, þar sem olía
fæst nú hér á hagstæðara
verði en t erlendum höfn-
um, þar sem mestöll
eldsneytiskaup félagsins
hafa farið fram til þessa.
Hörður Sigurgestsson forstjóri
Eimskipafélagsins sagði ástæ&u
þessarar ákvörðunar vera þá að
þeir keyptu olíu þar sem hún
væri ódýrust hverju sinni.
„I bili eru allar oliuvörur sem
Eimskip notar ódýrari hér á
Islandi og á meðan það ástand
varir munum við leita eftir oliu-
kaupum hér,” sagði Höröur. „En
ég legg áherslu á þá skoðun mina
að það verði aðeins skamman
tima að oliuverð hérlendis veröur
svo hagstætt að það borgi sig
fyrir okkur að kaupa eldsneyti
hér heima.”
Hörður sagði að i fyrra hefðu
oliukaup félagsins numið 34.5
þúsundum tonna. Það magn hefði
þá kostað 4,6 miljónir dollara, en
nú kostaöi þetta sama magn um
10 miljónir dollara.
Þess má geta að Þjóöviljinn
hefur það eftir oliufróðum heim-
ildum, að OPEC verð á óunninni
hráoliu sé nú 140 dollarar tonnið.
Létta svartolian sem Islendingar
kaupa frá Sovétrikjunum er á
svipuðu verði, en svartoliutonnið
komið i skip hér á landi kostar
um 160 dollara tonnið á móti 200
dollurum i höfnum i Danmörku
og viðar.
Það er þvi ekki að furða, þó
Eimskipafélaginu finnist hag-
stætt að kaupa hér heima fremur
en I Evrópuhöfnum.
-ÖS
SAGAN UM SÁM:
Kvikmyndun
heimiluð
á Skaftafelli
Náttúruverndarráð hef-
ur nýlega veitt leyfi til að
kvikmynda hluta „Sög-
unnar um Sám" eftir sögu
Per Olof Sundmans í
Skaftafelli. I dag heldur
Þingvallanefnd fund, þar
sem væntanlega verður
Skattskrá
Norðurlands
eystra lögð
fram í dag
Hinar sivinsælu skattskrár fara
nú að koma út hver af ann-
arri. Skattskrá Vestfjaröa-
umdæmis hefur nýlega veriö lögð
fram og i dag verður skattskrá
Noröurlandsumdæm is eystra
lögö fram.
Búist er við að skattskráin i
Reykjavik komi út 25.-26. júli, en
áður veröur skattskrá Vestur-
lands komin fram, eða nk. mánu-
dag, 16. júli. Skattskráin á
Norðurlandi vestra sér dagsins
ljós I byrjun ágúst og;skattskrá
Vestmannaeyja i fyrsta lagi um
miðjan ágúst. Óvist er hvenær
Sunnlendingar fá sinn glaðning og
enginn svaraöi á Skattstofu
Austurlands 1 gær,er við ætluðum
að forvitnastum skattskrá þeirra
Austfirðinga.
ákveðið hvort leyfi fæst til
kvikmyndatöku á Þing-
völlum.
Sigrún Vaibergsdóttir, sem sér
um fyrirgreiöslu fyrir sænsku
kvikmyndagerðarmennina hér á
landi, sagðist hafa fengið bréf frá
Náttúruverndarráði, dagsett 29.
júni', þar sem leyfið er veitt með
ýmsum skilyrðum. Þetta var
önnur umsókn um kvikmynda-
töku I Skaftafelli, en fyrri
umsókninni hafði Nátt-
úruverndarráð hafnað.
Sigrún sagði að einungis hefði
veriö sótt um að kvikmynda viö
bæinn að Hæðum, en ekki i þeim
hluta þjóðgarösins þar sem ferða-
menn koma.
Sótt hefur verið um leyfi til
Þingvallanefndar um aö fá að
kvikmynda þingförina, sem sagt
er frá I bókinni, á Þingvöllum. A
fundi nefndarinnar I gær var
máíiö reifað, en ekki tekin endan-
leg afstaða. AÖ sögn Sigrúnar
Valbergsdóttur bentu nefndar-
menn á ýmsa annmarka, sem
þeir töldu á leyfisveitingu. Er nú
verið athuga hvort kvikmynda-
fyrirtækið geti breytt ýmsum
atriöum og verður viðræöum
haldiö áfram við Þingvallanefnd
eftir aö leikstjóri og framleiðandi
myndarinnar hafa fengið aö vita
um stööu málsins.
Upphaflega var áætlað að taka
þessa kvikmynd hér á landi nú i
sumar. Vegna þess hve dregist
hefur að svara umsóknum um
kvikmyndatöku og eins vegna
upphaflegrar synjunar Náttúru-
verndarráðs á kvikmyndatöku i
Skaftafelli, hefurnú veriðráðgert
að taka kvikmyndina i júni, júli
og ágúst næsta sumar.
—eös
Kaupfélag Arnesinga: Oddur Sigurbergsson kaupfélagsstjóri heldur fólki eins neðarlega og hægt er
Kjaradeila hjá Kaupfélagi Árnesinga
Tóm lygi og þvæla
A kaupfélagsskrifstofunum. Aðstoöarkaupfélagsstjórinn og for-
maöur Verslunarmannafélagsins vildi ekkert við blaöamann Þjóð-
viljans tala og neituðu að láta taka mynd af sér.
segir Guðni B.
Guðnason
aðstoðar
kaupfélagsstjóri
Frá Þórði Ingva Guðmunds-
syni, blaðamanni Þjóöviljans,
stöddum á Selfossi.
Upp er risin kjaradeila milli
Kaupfélags Arnesinga og
versiunarmanna um röðun I
launaflokka. Þjóðviljinn ræddi i
gær við Guðna B. Guðnason að-
stoðarkaupfélagsstjóra og
Þormóð Torfason, formann
Vershinarmannafélags Arnes-
sýslu, sem er jafnframt starfs-
maður á kaupfélagsskrifstof-
unni og voru þeir báðir ófúsir að
láta nokkrar upplýsingar i té.
Guðni B. Guðnason sagði að
ekki væri nein deila I uppsigl-1
ingu heldur væru örfáir ein-
staklingar með óánægju. Sagöi
hann aö frétt sem birst hefur um
að fólk með 30 ára starfsreynslu
væri enn á byrjunarlaunum
væri tóm lygi og þvæla. Vildi
hann ekkert frekar tjá sig um
málið en deilan mun fyrst og
fremst snúast um að kaup-
félagsstjórinn, Oddur Sigur-
bergsson, hefur verið spar á að
hækka starfsfólk I launastigum.
Meðal annars er skrifstofu-
stjóri I fyrirtækinu titlaður
skrifstofumaður I launaskrá til
að halda honum miðri I launum
og gekk Þjóðviljinn úr skugga
um að utan á skrifstofu hans
stendur skýrum stöfum skrif-
stofustjóri.
Þormóður Torfason, for-
maður Verslunarmannafélags-
ins, staöfesti að viðræðunefnd
frá Verslunarmannafélaginu
myndi ræða við forráöamenn
kaupfélagsins I dag en er hann
var inntur eftir þvi um hvað
deilan snerist svaraði hann stutt
og laggott. Égvil ekkert segja
meir.
Að sögn deiluaöila sem Þjóö-
viljinn ræddi við á kaupfélags-
skrifstofunni er málið á mjög
viðkvæmu stigi og mun fundur-
inn i dag skera úr um það hvort
deilan leysist á farsælan hátt.
Steini Þorvaldsson.
Steini Þorvaldsson,
stjómarmaður í Versiunar-
/
mannafélagi Amessýsluj
Starfsreynsla
að engu metin
Kaupfélagsstjórinn flokkar
■ fólk einhliöa i launaflokka og
1 heldur þvi eins neðarlega og
2 hægter.Dæmieru til um að fólk
n með 14-15 ára starfsreynslu sé
I flokkað I kaupstigann eins og
■ byrjendur, sagði Steini Þor-
| valdsson, stjórnarmaöur i
■ Versiunarmannafélagi Arnes-
L
sýslu er Þjóðviljinn náði tali af
honum á Selfossi I gær.
Steini sagði að kjaradómur
heföi úrskurðaö launaflokka
verslunarmanna 10. aprii s.l. og
þegar fólk fékk laun greidd fyrir.
júnimánuð uppgötvaöi þaö aö
þvi var haldið langum neðar I
flokkum en þvi bar. Um það
snýst deilan.
Kosin hefur veriö 3 manna
viðræðunefndtil þess að tala við
kaupfélagsstjórann I dag og
reyna að ná samkomulagi um
niðurröðun I flokka. Sagði Steini
að ekki væri timavært aö spá
neinu um úrslit málsins fyrr en
að loknum þeim fundi.
—eös