Þjóðviljinn - 12.07.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.07.1979, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. júli 1979. Umsjón: Magnús H. Gíslasson Frá Djúpavogi. Lokauppgjör frá Breiðdalsvík og Djúpavogi A Breiðdalsvik búa nú nærri 240 manns, og hefur farið fjölgandi þar á siðustu árum. Skuttogarinn Kambaröst leggur upp frá Breiðdalsvik, hluta af afla sinum en mestum partínum erlandað á Stöðvar- firði. Á siðustu vertið voru gerðir út 3 bátar frá Breiðdalsvik og öfluðu þeir sæmilega. Heildaraflinn á vertiðirini var nærri þrefalt meiri en á vertiðinni i fyrra, enda lönd- uöu fleiri bátar á Breiðdalsvik á þessari vertið auk þess sem aflinn var mun betri en i fyrra. Gæftir voru góðar i mars og april og má segja að aflahrot- an i aprfl hafi staðiö einna hæst þegar þorskveiðibannið skall á um mánaöamótin april/mai. Annars varð aflaskiptingin þessi hjá bátunum það næst verður komist, en bátarnir skiptu allir yfir á net i mars. Llnu-og netabátar róðrar afli Hafnarey SU 210 44 458,2 t Drifa 46 382,91 HrönnSH 23 175,41 Skuttogari landanir afli Kambaröst SU 200 7 961 Heildaraflinn á vertiðinni 1978 — 451 1 1979—11601 ustu vertið, að visu ekki allir að staðaldri. Skuttogararnir Kambaröst og Hólmanes frá Eskifirði lönduöu báðir 1 sinni á siðustu vertiö samanlagt um 80 tonn- um. Þá voru gerðir út 3 bátar frá Djúpavogi á ratkju og stund- uöu þeir veiðar i janúar og febrúar, en voru siöan komnir yfir á net og togveiðar i april. Afli rækjubátanna þriggja var sæmilegur, en alls var landað á Djúpavogi nærri 35 tonnum. Eins og áður sagði voru margir bátar gerðir út frá Djúpavogi á siðustu vertið eins og á fyrri vertiðum. Afli bátanna var nokkuð misjafn, en i heildina var hann alveg sæmilegur. Minni afli barst á land á Djúpavogi á þessari vertið en þeirri sið- ustu. Munar þar um 80 tonn. Annars varð aflaskiptingin þessi hjá bátunum: Linu- og netabátar róftrar afii Jón Guðmundsson GK 43 366.2 t Ottó Wathne lina 30 234.0 t Einir 28 129.5 t Ræk jubátar róftrar afli Nakkur 22 10.900 kg Glaöur 20 12.329 kg Höfrungur 22 11.726 kg A Djúpavogi búa nærri 380 manns, og hefur orðiö þar nokkuð ör fólksfjölgun á sið- ustu árum. Mikil útgerð er stunduð á Djúpavogi og alls lönduðu nærri 20 bátar afla þar á sið- Skuttogarar landanir afli Kambaröst 1 10.31 Hólmanes 1 68.21 Heildaraflinn á vertiðinni 1978 —1182 t 1979—1101 1. Línuvertíðin var mjög góð Rœtt við Helga Þorgrímsson á Breiðdalsvík „Þaö er frekar tregt, hálf- gert kropp hjá trollbátunum, en annars höfum við ekkert þurft aö kvarta undan fisk- leysi hérna i frystihúsinu”, sagði Helgi Þorgrimsson verkstjóri i Hraöfrystihúsi Breiödælinga i samtali við Þjóðviljann i vikunni. „Ef við sjáum fram á skort' á fiski þá getum við alltaf sótt hann úr Kambaröstínni niöur á Stöðvarfjörð, þannig að viö höfum alltaf haft nóg. Héðan eru geröir út núna tveir troll- bátar Hafnarey og Drifa. Þeir lönduðu báöir hér i gær, Drifa um 16 tonnum og Hafnarey um 10 tonnum, báðir eftir vikuróö- ur. Það var betra fyrir svona hálfum mánuöi en þá lönduöu þeir um 20 tonnum hvor, en þaðdattfljótlega niðuraftur”. — Hvernig gekk til á vertift- inni hjá ykkur? „Þaö barst mun meiri afli hér á land en i fyrra, enda voru gerðir héðan út þrir bát- ar á vertiðinni, en i fyrra var ekki nema 1 bátur gerður héð- an út alla vertiðina og annar bættist við i enda netavertið- arinnar. Þá má lika segja að llnuvertiöin hafi veriö mjög góö. Gæftir voru með eindæm- um góðar, róið svo til upp á hvern einasta dag, þannig að I heildkom vertiðin alveg ágæt- lega út hjá okkur”. — Hvernig list ykkur núna á framhaldiö? „Það er ekki gott að segja, þetta litur alveg sæmilega út núna, en brátt skellur þrosk- veiðibannið á og togararnir fara sjálfsagt einnig að fara á skrap, þannig að það er ekki gott að segja til. Maður verður aö vona það besta, enda erum viö ávallt vel stæöir gagnvart þvi að getaö fengið fisk á Stöðvarfiröi”, sagði Helgi að lokum. - lg Bœndafundur við ísafjaróardjúp: Stjórnvöld þurfa að sýna meiri skilning á sérstöðu vestfirskra byggða Laugardaginn 30. júni 1979 var haldinn almennur bændafundur aðReykjanesivið ísafjarðardjúp. Gestir fundarins voru þeir Stein- grimur Hermannsson, land- búnaðarráðherra og Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttar- sambands bænda. Þeir Steingrimur og Gunnar fluttu framsöguræður og ræddu um þann mikla vanda, sem nú steðjar að islenskri bændastétt vegna offramleiðslu á land- búnaöarvörum og hins slæma tiðarfars á liðnu vori. Siðan gafst fundarmönnum kostur á aö beina fyrirspurnum til þeirra félaga og að lokum voru almennar umræö- ur og tóku margir til máls. 1 lok fundarins var samþykkt svofelld ályktun: ,,Almennur bændafundur i Reykjanesi 30. júni 1979, telur að ekki hafi verið staöið aö áfram- haldandi uppbyggingu við ísa- fjarðardjúpeins og Inndjúpsáætl- un gaf fyrirheit um. Ýmsir félagslegir þættir hafa setið á hakanum og aðstöðumunur er mikill, miðaðvið aðra landshluta. Stjórnvöld þurfa að sýna meiri skilning á sérstöðu vestfirskra byggða, þar sem ymsar fram- kvæmdir hafa dregist og eru nú lítt viðráðanlegar vegna kostnað- ar og lánsfjártakmarkana. Fundurinn telur að offram- leiðsluvandamál sé ekki hægt að rekja til Vestfjarða þar sem framleiðsluhluti hefur minnkað um nær 20% sé miðað við árin 1951 — 1960 annarsvegar og árin 1971 — 1976 hinsvegar. Mjólkur- framleiðsla þarf að aukasta.m.k. um 25 — 30% svo að mjólkurþörf sé fullnægt hjá Mjólkursamlagi tsfirðinga. Bændur við Isafjarðardjúp mótmæla þvi harðlega, að fram- leiðsluskattar verði lagöir á vest- firska bændur til aö styrkja of- framleiöslu til útflutnings og telja að þeir þoli ekki slikar f járhags- legar byrðar. Fundurinn mótmælir harðlega hverskonar fóðurbætisgjaldi og bendir ráðamönnum á, hvernig fóðrun siðasta vetrar heföi endað ef fóðurbætisskattur hefði komist á haustið 1978. Einnig bendir fundurinn á sérstöðu Vestfjaröa og aöstööumun vegna flutninga, en kjarnfóður fæst ekki nema sekkjað og er mun dýrara en viðast annarsstaðar og veldur þvi, að kjarnfóðurskattur kæmi hart niður á vestfirskum bænd- um. Ræktunarkostnaður er hærri á Vestf jörðum og langt fyrir ofan landsmeðaltal, rikisframlög til jarðræktar eru þvi hlutfallslega lægri af stofnkostnaði. Sama gildir um bygginakostnað, hann er hærri en víðast annarsstaðar. Jarðabótaframlög rikisinshafa komið almennt til bænda sem niðurgreiðsla á stofnkostnaði og hafa haft það meignmarkmiö, að lækka vöruverð til neytenda. Fundurinn varar við þvi að horfið veröi af þessari braut með þvl aö skerða jarðræktarframlög til vestfirskra bænda en styrkja i staðinn svokallaðar aukabú- greinar, sem almennir bændur munu ekki tileinka sér eins og t.d. refarækt o.fl. Fundurinn tekur undir þau sjónarmið að forðast frekari röskun i byggð landsins og að gerðar verði ráöstafanir til aö styrkja byggð i einstökum byggöum og landssvæðum. Fundurinn samþykkir eftirfar- andi leiðir til þess aö bæta hag vestfirskra bænda og tryggja bú- setu viö Inn-Djúp, sem annars- staðar á Vestfjörðum: 1. Aö gera úttekt á þjóðhags- legu gildi svokallaðrar umfram- framleiðslu i landbúnaði. 2. Að þar sem byggð stendur höllum fæti og ekki er nægjanleg framleiðsla fyrir innanlandsþarf- ir verði gerðar sérstakar ráð- stafanir til úrbóta. 3. Að leggja aukna áherslu á markaðsöflun innanlands og ut- an. 4. Aö greiða fyrir fækkun bú- penings I offramleiðsluhéruðun- um og þar sem ofbeit er rikjandi. 5. Að láta koma til fram- kvæmda beinar greiðslur á rekstrarlánum til bænda. 6. Að veita óskert jarðabóta- framlag til Vestfjarða og annarra harðbýlla sveita. 7. Að byggja upp þjónustu- starfsemi, iðnað og fyrirtæki, sem vinna úr landbúnaðarafurð- um þannig, að það skapi aukin atvinnutækifæri fyrir sveitafólk. 8. Að veita sveitarfélögum að- stoð við að tryggja búsetu i héruð- um, sem standa höllum fæti.” —mhg Skjaldfönn vift tsafjarðardjúp. Skógarhólamót átta hestamannafélaga Atta hestamannafélög efna til hestamannamóts að Skógarhól- um á Þingvölium nú um næstu helgi. Fer hér á eftír dagskrá mótsins: Kappreiðar og góðhestakeppni Laugardagur 14. júli: Kl. 10:00 A-flokkur gæðinga. Kl. 13:30 B-flokkur gæðinga. Kl. 18:00 Undanrásir kappreiða: 250 m skeiö, 250 m unghrossa- hlaup, 350 m hlaup, 1500 m. brokk, 800 m stökk. Sunnudagur 15. júli: Kl. 14:00 Úrslit i gæðingakeppni. Kl. 15:00 Verðlaunaafhending fyrir gæðinga. Kl. 16:00 Úrslit i hlaupagreinum. Endaö á verðlaunaafhendingu i kappreiðagreinum. tslandsmót i hestaiþróttum Laugardagur 14. júll: Kl. 9:00 Töltkeppni og taka ungl- ingar þátt i þeirri keppni. Kl. 11:00 Keppni i fimmgangi. Kl. 13:30 Keppni i fjórgangi. Þar koma unglingar einnig viö sögu. Kl. 16:00 Keppt til úrslita i fimm- gangi og fjórgangi. Kl. 17:00 Gæðingaskeið. Sunnudagur 15. júll: Kl. 11:00 Hlýðniskeppni og eru unglingar meðal þátttakenda. Kl. 13:00 Mótið sett. Kl. 13:30 Úrslit i töltkeppni. Kl. 14:30 Hindrunarstökk. Kl. 15:00 Verðlaunaafhending. Bent skal á, að á laugardags- kvöldiö verður sýndur akstur i léttikerruog mun fákurinn fara á flugskeiði, að þvi er fréttamanni var tjáð. —mhg Freyr komínn út Tólfta tbl. Freys hefur bor- isthér inn á borðið. Efni þess er: Freðmýrakenningin, rit- stjórnargrein. Sagt er frá heimsókn tíl ólafs i Geirakoti i Sandvikurhrqipi. ólafur R. Dýrmundsson, ráðunautur, skrifar um burðartlma áa og fjölbreytni I sauðfjárfram- leiðslu og um óvenjulegan burðartima áa. Einar Hann- esson hjá Veiðimálastofn- un ritar um Veiöimál á Suðurlandi. Sigurjón Frið- riksson, bóndi I Ytrihlið I Vopnafirði, segir frá Ferða- sjóði Búnaðarfélags Vopn- firöinga. Sigurður J. Lin- dal, bóndi á Lækjarmóti svar- ar spurningum Júliusar J. Daníelssonar, aöstoðarrit- stjóra Freys um prjónastof- una Bjarg I Viðidal. Hold er mold, gamanþáttur eftir Hall- dór Þórðarson, bónda á Laugalandi vestra. — mhg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.