Þjóðviljinn - 12.07.1979, Side 13
Fimmtudagur 12. júli 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Leikrit vikunnar i kvöld kl. 20.10:
Kona
eftir Agnar
Þórðarson
í kvðld kl. 20.10 verður
flutt leikritið ,,Kona”
eftir Agnar Þórðarson.
Leikstjóri er Gísli Al-
ferðsson og með hlut-
verkin fara Gunnar Ey-
jólfsson, Helga Jóns-
dóttir og Randver Þor-
láksson. Flutningstími
er 55 minútur.
Listmálarikemur úr gönguferö
með mágkonu sinni. Þau fara
m.a. að ræða um eiginkonu mál-
arans, sem haföi horfiö á dular-
fullan hátt. Þvl lengra sem liöur
þvi furðulegra verður allt sem
viðkemur hvarfinu, en málarinn
heldur sig þó hafa uppgötvaö
h.vernig i öllu liggur. Og brimið
svarrar við ströndina...
Höfundur „Konu”, Agnar
Þórðarson rithöfundur.
Agnar Þórðarson er fæddur ár-
ið 1917. Hann lauk prófi i Islensk-
um fræðum frá Háskóla Islands
1945, stundaöi framhaldsnám i
Englandi 1947-48 og I Bandarikj-
unum 1960-61. Frá árinu 1951 hef-
ur hann veriö bókavörður við
Landsbókasafnið. Fyrsta Ut-
varpsleikrit Agnars (1953) var
„Förin til Brasiliu” en siðan hef-
ur hvert tekið viö af öðru, svo að
alls eru þau orðin 17 talsins, þar
af nokkur framhaldsleikrit. Agn-
ar hefur einnig skrifað verk fyrir
sjónvarp og leiksviö, auk þess
skáldsögur og smásögur.
7.00 Veöurfregnir. Fréttir.
Tónleikar.
7.20 Bæn.7.25 Tónleikar.
8.00 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustu-
gr. dagbl. (útdr.) Dagskrá.
Tónleikar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Af mælisdagur Lárusar
Péturs” eftir Virginíu Allen
Jensen. Gunnvör Braga les
fyrri hluta þýðingar sinnar.
9.20 Tónleikar.
9.30 Tilkynningar. Tónleikar.
10.00Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. Tónleikar.
11.00 Iðnaðarmál. Umsjón:
Sveinn Hannesson og Sig-
mar Armannsson. Rætt viö
Þórleif Jónsson fram-
kvæmdastjóra Landssam-
bands iðnaðarmanna og
Hauk Björnsson fram-
kvæmdastjóra Félags is-
lenskra iönrekenda.
11.15 Morguntónleikar:
Andrés Segovia og hljóm-
sveit Enriques Jordá leika
Gitarkonsert I E-dúr eftir
Luigi Boccherini. / Hallé
hljómsveitin leikur Sinfónlu
nr. 83 g-moll eftir Joseph
Haydn: Sir John Barbirolli
stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Við
vinnuna. Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Svarta
kóngulóin” eftir Hanns
Heimz Ewers Arni Björns-
son les þýöingu slna: —
fyrri hluti.
15.00 Miðdegistónleikar:
JanetBaker syngurariur úr
óperum eftir Gluck með
Ensku kammersveitinni:
Raymond Leppard stj. / j
Sinfónluhljómsveit sænska j
útvarp6ins leikur Sinfóniu i
nr. 1 f f-moll op. 7 eftir Hugo
Alfvén: Stig Westerberg stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veöurfregnir.)
16.20 Tónleikar.
17.20 Lagið mitt: Helga Þ.
Stephensen kynnir óskalög
barna.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mál.Arni Böðv-
arsson flytur þáttinn.
19.40 tslenskir einsöngvarar
og kórar syngja.
20.10 Leikrit: „Kona” eftir
Agnar Þórðarson Leik-
stjóri: GIsli Alfreðsson.
Persónur og leikendur:
Listamaöur, Gunnar
Eyjólfsson. Hún, Helga
Jónsdóttir. Maöur, Randver
Þorláksson.
21.05 Sinfóniuhljómsveit ts-
lands leikur lög úr kvik-
myndum Stjórnandi: Páll
P. Pálsson.
21.20 „Búinn er hann Blá-
hvammur” Smásaga eftir
Kolbein frá Strönd, Gunnar
Stefánsson les.
21.40 Pianókonsert nr. 2 op.
102 eftir Dmitri Sjostako-
vitsj Leonard Bernstein
leikur einleik og stjórnar
Filharmoníusveitinni I New
York.
22.00 A ferð um landið Annar
þáttur: Drangey. Umsjón:
Tónar Einarsson. Rætt við
Sigurð Steinþórsson jarö-
fræðing. Flutt blandaö efni
úr bókmenntum. Lesari auk
umsjónarmanns: Valdemar
Helgason leikari.
22.50 Afangar. Umsjónar-
menn: Asmundur Jónsson
og Guðni Rúnar Agnarsson.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
Idnadarmál
Rætt m.a. um aölögunartímann
að EFTA
Núna um morguninn kl. 11,
ræða þeir Sveinn Hannesson og
Sigmar Armannsson viö fulltrúa
tveggja stærstu samtaka at-
vinnurekenda I iðnaði, um sam-
tökin og málefni iðnaðarins, I
þættinum Iðnaðarmál.
Að sögn Sigmars Armanns-
sonar, þá verður rætt við þá Þór-
leif Jónsson, framkvæmdastjóra
Landssambands iðnaðarmanna
og Hauk Björnsson fram-
kvæmdastjóra Félags fslenskra
iðnrekenda. Fyrirhugað er að
Þórleifur Jónsson framkvæmda-
stjóri Landssambands iðnaðar-
manna.
skipta þættinum f tvennt og verö-
ur siðari helming hans útvarpað
eftir hálfan mánuð. I þættinum
greina framkvæmdastjórarnir
frá uppbyggingu og skipulagi
samtakanna, en auk þess veröur
rætt um iðnþróun og iðnaðarupp-
byggingu. Komið verður inn á
hvernig til hefur tekist með að-
lögunartimann aðEFTA, en eftir
þvi sem Sigmar tjáði blaðinu þá
telja þeir Þórleifur og Haukur aö
mun verr hafi tekist til en ráð var
fyrir gert I upphafi.
Þátturinn Iönaðarmál er eins
og fyrr segir I dag kl. 11 fyrir há-
degi og stendur I 15 mínútur.
Haukur Björnsson framkvæmda-
stjóri Félags islenskra iönrek-
enda.
Drangey á Skagafirði.
Um Drangey
Annar þáttur Tómasar Einars-
sonar kennara ,,A ferð um land-
ið” er á dagskrá útvarps i kvöld
kl. 22. I þessum þætti er Drangey
á Skagafirði til meðferðar. Rætt
verður við Sigurð Steinþórsson
um jarðfræöi eyjunnar, myndun
hennar og gerð. Þá verður lesin
þjóðsagan um nátttröllin og
kúna, en sú saga fjallar einmitt
um myndun eyjunnar.
Ekki er hægt að minnast á
Drangey án þess að rif ja það upp
aö hetjan Grettir Asmundsson
dvaldist þar, m.a. synti hann
milli lands og eyjar til að sækja
sér eld. Lesið veröur úr Grettis-
sögu um viðureign hans viö
drauginn Glám. Þá verður lesið
úr Illugadrápu eftir Stephan G.
Stephansson.
Aður fyrr voru fuglar veiddir af
fleka við eyna-Þessum veiðum er
lýst I Feröabók Eggerts ölafsson-
ar og Bjarna Pálssonar, en að
auki verður siðan lesið úr nokkr-
um sögum sem fjalla um ýmsa
siðiog venjur sem tengjast eynni.
Að lokum verður lesið úr grein
Hannesar Péturssonar, þar sem
hann lýsir ferðalagi sinu til
Drangeyjar.
PÉTUR OG VÉLMENNIÐ Eftir Kjartan Arnórsson
Umsjón: Helgi ólafsson
Byrjamr
Þaö er löngu vitaö mál að
til þess að ná langt i skáklist-
inni þarf viökomandi skák-
maöur að leggja á sig gifur-
lega vinnu við athuganir á
skákbyrjunum. Allir fremstu
skákmenn heims hafa
framúrskarandi þekkingu á
byrjunum og sumir þeirra,
eins og t.d. ungverski stór-
meistarinn Lajos Portisch,
geta þakkaö frama sinn að
verulegu leyti hinni miklu
vinnu viö heimarannsóknir,
en talið er að hann eyði
a.m.k. 8klst. á dag við skák-
boröið. Heimsmeistarinn
Karpov hefur að sjálfsögðu
frábæra þekkingu á hinum
ýmsu byrjunum. Fræg er
t.a.m. 2. einvigisskákin við
Kortsnoj I einviginu 1974 en
taliöer fullvistað staðan sem
Kortsnoj gafst upp i hafi
verið Karpov fyrirfram
kunn. Dæmin um óvæntar
nýjungar eru fjölmörg. Hver
man t.d. ekki eftir 11. leik
Karpovs i 10. skák hans við
Kortsnoj siöastliöiö sumar,
11. Rg5, leikur sem menn
finna einu sinni á öld, svo
notuðséuummæli Kortsnojs.
Frá „Einvigi aldarinnar”
hér I Reykjavlk sumarið
1972, sem ég gruna að fari 1
skáksöguna sem stórkost-
legasti skákviðburöur fyrr
og siöar, mátti sjá mýgrút af
nýjum leikjum og hugmynd-
um. Hafi menn einhverja af
hinum fjölmörgu einvigis-
bókum við höndina er hægt
að ganga á rööina: 1. skák,
14. — Bd7! (Fischer) 2.
skák!?, hvitur mætti ekki til
leiks (Fischer!!) hér var að
sjálfsögðu um nýjung að
ræða I sögu heimsmeistara-
einvfgjanna. 3. skák, 11. —
Rh5! (Fischer) 4. skák, 13. —
a5 (Spasski) 5. skák, 11. f4!
(Spasski) 6. skák, 14. Bb5
(Fischer) 7. skák, 10. — Be7
(Fischer) 8. skák, 10. Bg5
(Fischer) 9. skák, 9. — b5
(Fischer) 11. skák, 14. Rbl!
(Spasskl) 15. skák, 12. Dg3!
(Spasskí) 16. skák, 12. Rcxe5
(Fischer) 17. skák, 10. — Bg4
(Fischer) 19. skák, 13. b3
(Spasski) 21. skák, 8. — exd5
(Fischer)
I mörgum skákunum var
um minni háttar nýjungar aö
ræöa, en flestar ef ekki allar
skákirnar vörpuðu r.ýju ljósi
á þær byrjanir sem upp
komu. Ekki er að efa að eng-
inn skákviðburöur fyrr eða
siðar hefur haft jafn mikil
áhrif á framþróun
„teóriunnar” og enn i dag
gætir þessara áhrifa þó liðin
séu 7 ár. Já mikið hefur
Fischer á samviskunni að
hafa ekki teflt siðan, svo
mikið er vist. Aö sjálfsögðu
hafa gengið ýmsar sögur um
tafliðkanir hans, en aöeins 3
skákir hafa birst, skákir sem
hann tefldi viö frekar lélega
skáktölvu en lesendum Þjóð-
viljans gafst kostur á að
berja þessar skákir augum i
fyrra. Hollenskur blaöa-
maður tjáði mér þegar ég
var staddur I Lone Pine á
þessu ári að Fischer hefði þá
nýverið teflt 6 skáka einvigi
viö Shamkovich, fyrrum
Sovétmann og unnið 6:0 að
sjálfsögðu. Tala, sem menn
þekkja úr einvigjunum við
Larsai og Taimanov. So-
sonko heitir annar landflótta
Rússi sem átti að tefla viö
Fischer að loknu Lone Pine
mótinu. Að sögn Hollendings
væru allir sterkir skákmenn
velkomnir til meistarans þar
sem hann býr i Pasadena i
Kaliforniu, en blaðamenn
mega að sjálfsögðu ekki
sjást.