Þjóðviljinn - 27.07.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.07.1979, Blaðsíða 3
Föstudagur 27. júli 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 SKATTAR SKATTAR SKATTAR SKATTAR SKATTAR Allir ánægðir með skattana sína! Annaö var ekki að heyra á Reykvíkingum Reykvikingar fengu glaðninginn sinn í fyrra- dag rétt eins og aðrir landsmenn. Þjóðviljinn gerði út blaðamenn niður í miðbæ tilað heyra álit fólks á þeirri skattpiningu vinstri stjórnarinnar, sem Morgunbiaðið hefur hamr- að á í allan vetur. Nú ekki er að orðlengja það, — allir virtust vera hæstánægðir með samfé- lagsskattinn sinn. Ekki einn einasti viðmælandi blaðamanns haf ði út á sína skatta að setja, nema þá helst að þeir væru ekki eins miklir og þeir hefðu átt von á eða þá þeir væru bara alltof litlir. —|g Ljósmyndir tók eik. Svipað og ég átti von á Stefán Jónasson. Líst ágæt- lega á seðilinn „Mér líst alveg ágætlega á seö- ilinn, mjög ánægöur meö hann,” sagði Stefán Jónasson bóksali á Akureyri, sem viö gómuöum i Austurstrætinu þar sem hann var á harðahlaupum. „Ég átti nokkurn veginn von á þvi eins og þaö varö, þannig aö iltkoman kom mér ekkert á óvart.” Varstu hræddur um aö tölurnar yröu stærri á seölinum? „Nei, ég var alls ekkert hrædd- ur um það” sagöi Stefán og tók siöan til fótanna á ný. Væri til í að borga meira ef fleiri krónur kæmu til útvarpsins „Mjög ánægöur, þó svo aö skattarnir séu auövitað alltof há- ir, þá er ég samt hæstánægöur. Ég er nefnilega svo þjóðrækinn íslendingur,” sagöi Sigmar B. Hauksson og leit alvarlega á blaöamenn Þjóöviljans. „Ég skal segja ykkur þaö aö ég væri alveg tilbúinn að borga hærri skatta ef ég heföi örugga vissu fyrir þvt aö menntamála- ráöherrann okkar reyndi aö lifga viö hiö deyjandi útvarp meö þvi láta einhverjar krónur renna þangað. Ef hann gerir það, ráö- herrana þá stendur ekki á méi; þvi lofa ég” sagði Sigmar aö lok- um og hélt áfram göngu sinni upp I útvarpshús. Sigmar B. Hauksson. „Jú, eg veit hvaö það er mikiö, annars hef ég ekki litiö á seöilinn ennþá,” sagöi Páll Gunnarsson skrifstofumaður þegar hann var spuröur um skattseðilinn. „Þaö er held ég alveg helmingi hærra en i fyrr^en tekjurnar hafa lika aukist, þannig að þetta er ósköp svipaö og ég átti von á, eitt- hvað I kringum hálfa miljón.” „Anægöur meö útkomuna? Jú þaö held ég bara, ég borga þaö sjálfsagt eins og þaö kemur fyrir,” sagöi Páll. Páll Gunnarsson. Orkumálasér- fræðingur á ferð Formaöur Alþjóöaorkumálastofnun- ar gistir tslandí næstu viku Ulf. Viðræöurnar munu snúast um oliu- og orkumál f vfðtækum skilnin gi og ennfremur um hugsanleg samskipti tslands og Alþjóðaorkumála stofnunarinnar t byrjun næstu viku kemur hingað forstjóri Alþjóðaorku- málastofnunarinnar dr. Ulf Lantzke sem hefur höfuðstöðvar sinar i Paris. Honum var boðið til viðræðna við islensk stjórnvöid, að frumkvæði oliuviöskiptanefnd- ar, en auk hennar mun iðnaðar- ráðherra og fulltrúi viöskipta- og iðnaðarráðuneyta ræða við dr. i framtiðinni. Verkefni þeirrar stofnunar, sem dr, Ulf veitir forstööu eru margvisleg, svosem ollu- og orkusparnaöur ásamt rannsðkn- um á nýjum orkulindum. Þess má geta, aö dr. Ulf Lantzke, sem hefur manna mesta þekkingu á olíuhögum veraldar- innar er fremur svartsýnn á aö heimurinn nái aö sigla út úr oliu- kreppunni meö sæmilegu móti. Þannig lét hann hafa eftir sér hinn 22. júni sl., aö áriö 2000 myndi skorta um 28 miljónir tunna af oliu á dag, eöa sem svarar helmingnum af heims- framleiöslunni einsog hún er nú. Þeim skorti spáir hann þrátt fyrir aö gert sé ráð fyrir aö hagvöxtur veröi ekki nema 3.4%, og jafnvel þótt Saudi-Arabia yki framleiðslu sina á oliu upp I 15 miljónum tunna ádag, kolaframleiðsla tvö- faldaðist og kjarnorka yröi tólf- földuö. Væntanlega veröur fróð- legt aö heyra frekar frá framtiöarspám dr. Ulf, þegar hann gistir ísland i næstu viku. Athugasemd viö V estmannaeyjaviötal Eggert Gunnarsson skipa- smiður hafði samband við blaðið út af viðtali við hann sem birtist á Vestmannaeyja- opnu hér i blaðinu á miðviku- dag. Hann sagöi aö ýmislegt hefði skolast til eða geti orkaö tvi'mælis I textanum. Til dæmis kæmi þaö fram i for- mála aö viötalinu aö viðgerð á Burstafellinu heföi kostaö um tvo tugi miljóna og vildi hann Itreka aö sú tala væri alls ekki frá sér komin. Einnig mætti skilja á um- mælum sinum um skipalyftu þá sem bærinn á en hefur ekki verið tekin I notkun, heföi komiö i veg fyrir aö skipa- smiöir i Eyjum fjárfestu I annarri lyftu, en þaö heföi reyndar ekki veriö á döfinni. Hitt værisvo annaö mál aö all- ur sá dráttur og óvissa honum fylgjandi heföu haft niöur- drepandi áhrif á rekstur slipp- anna. Sigrún Eidjárn. Ánægð með útkomuna „Ég er alveg yfir mig ánægð með skattana” sagði Sigrún Eldjárn myndlistarmaöur þar sem hún sat ásamt syni sinum og boröaði pulsu meö öllu rétt fyrir framan pulsuvagninn i Austur- stræti. „Annars er ég ekkert fyrir svona viötöl, sagði Sigrún, en biaðamaður hélt henni viöefniö meö þvi að segja aö þetta væri nú umræöa um skattamál sem er alvarlegur hlutur. „Jæja” sagöi Sigrún, „ég er nokkuö ánægö meö þetta, lýst bara vel á útkomuna.” — Ertu þá tilbúin aö borga meira fyrst þetta kemur svona vel út hjá þér? „Nei, ekki hef ég neina sér- staka löngun til þess,” sagöi Sig- rún, og blaöamaöur stóö upp og keypti sér pulsu. Ekki ósanngjarnt aö borga meira I Bókaverslun Snæbjarnar i Hafnarstræti hittum viö Ástu Urbancic sem starfar þar viö af- greiðslu og spurðum hvernig henni litist á skattseðilinn sinn. „Þetta eru nú sama bg engir skattar, þar sem ég er i námi á veturna” sagði Asta. „Þetta er meira að segja minna en ég átti von á, mér fyndist ekkert ósann- gjarnt aö ég borgaði eitthvaö meira I skatta.” Asta Urbancic. Vilborg Jónsdóttír. Minna en ég átti von á „Ég er ósköp ánægð með þetta,” sagði Vilborg Jónsdóttir starfsmaður við öldrunar- þjónustu Reykjavikurborgar. „Aö visu vann ég ekki nema 9 mánuöi á siöasta ári, þar sem ég lá I beinbroti, en ég er eins og ég sagöi mjög ánægö meö útkom- una.” Attirðu von á hærri sköttum? „Jafnvel; þetta er miklu minna en ég hafði búist viö.” Afsökunarbeiðni Þau meinlegu mistök urðu i frásögn með myndtexta af niður- rifihússá Akureyri að orðin „upp úr aldamótum” féllu niöur. OUi þetta verulegum misskilningi á þvi sem um var að ræða. Var þarna sagt að oft hefði I húsinu verið glatt á hjalla og stundum faríö \rfir 1 húsi þessu hefur hinsvegar um langt árabil búiö sómakært fólk, sem ofannefnd klausa á ekki viö um. Sú kætisem á aö hafa verið I húsi þessu var miklu fyrr, eöa upp úr aldamótum sem fyrr seg- ir. Biöst Þjóöviljinn velviröingar á þessum mistökum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.