Þjóðviljinn - 08.08.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.08.1979, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 8. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Útboö lána vegna bundins slitlags: „ Órœtt, ókannaö og óhugsað ” Útbod lána regna Noróur- og Austurwf’an Eftir hverju er beðid? Ceru þyrfti yerulefit átak I lafiitingu bundins \litlays á þessum leidum nii — Þaö liggur ekkert fyr- ir um það mál. Það er al- veg órætt, ókannað og óhugsað, — sagði Guð- mundur Hjartarson seðla- bankastjóri, þegar blaða- maður innti hann eftir út- boði á happdrættislánum vegna lagningar bundins slitlags á Norðurveg til Ak- ureyrar og Austurveg til Egilsstaða. Einsog sagt var frá hér i blað- inu s.l. föstudag liggur fyrir laga- heimild frá i vor um útboð happ- drættislána að upphæð 2000 mil- jónir króna til þess að hraða framkvæmdum i þessu brýna hagsmunamáli. Þrátt fyrir laga- heimildina og mikinn áhuga á framkvæmdinni virðist ekkert hafa verið gert ennþá til þess að happdrættislánið verði boöið út. Seðlabankinn og fjármálaráðu- neytið bjóða lánið út, en á báðum þessum stöðum var fátt um svör. Höskuldur Jónsson ráðuneytis- stjóri i fjármálaráðuneytinu sagði, að enn væri ekki vitað hve- nær útboöið yrði gert. — I næsta mánuði förum við af stað með spariskirteini i sam- ræmi við lánsfjáráætlunina, og það fer væntanlega eftir þvi hverjar viötökur þau fá, hvenær afstaða til happdrættislánanna liggur fyrir. Fyrir útboðinu er heimildarákvæði, og ég geri ráð fyrir að fjármálaráðherra og samgönguráðherra hafi um það samráð sin i milli hvernig það ákvæði verður nýtt. Samkvæmt þessu virðist ákvörðunin um útboöið vera að velkjast i kerfinu, og enginn veit hvenær þvl volki lýkur. Ragnar Arnalds, samgönguráöherra, sagði i viðtali við Þjóðviljann s.l. föstudag, aö hann „hefði mikinn Dauðaslys á Akureyri Það hörmulega slys varð á Akureyri s.l. fimmtudagskvöld, að fimm ára drengur féll i skipa- kvina við Torfunesbryggju og drukknaði. Litli drengurinn hét Stefán Július Sveinsson, til heimilis að Eiðsvallagötu 20. —ih áhuga á að þetta útboð ætti sér stað sem allra fyrst, þannig að gera mætti verulegt átak nú i sumar og haust. Helst þyrfti að leggja i framkvæmdir uppá 800 miljónirkróna núáþessu sumrii’ Verður vart séð að mikið verði gert i málinu i sumar, fyrst fjár- málaaðilarnir eru ekki einu sinni farnir að kanna það, og komiö er fram I ágúst. Efast þó enginn um mikilvægi þessa máls, og má t.d. benda á þá staðreynd, sem fram hefur komið, að bundiö slitlag á vegum hefur I för með sér 13-15% sparnaö i bilaeldsneyti. Stað- reynd, sem ætti að vega þungt á þessum orkusparnaðartimum. — ih Svifdrekamenn sýndu listir sinar i Herjólfsdal á laugardaginn og vöktu flugkúnstir þeirra óskipta athygli Þjóðhátiðargesta. Hér hvilast nokkrir fullhuganna og aðstoðarmenn þeirra undir einum drekan- um að loknu glæsilegu flugi. -(My.id: Asta R. Jóhannesd. ) Flestir á Þjóðhátíð 6-7000 manns sóttu Þjóðhátiöina i Vestmannaeyjum um helgina, og voru aðkomumenn óvenjulega fjölmennir. Gott veður var I Eyj- um alla þjóðhátiðardagana, og stóð skemmtunin allar nætur fram undir morgun. Vel var vandað til dagskrár, enda var þet.tahundraðasta þjóöhátiðin sem haldin hefur verið. ölvun var mikil, en engin stórslys urðu á mönnum. 1 Þjórsárdal voru á fimmta þúsund manns um verslunar- mannahelgina, á þriöja þúsund á Þingvöllum og um tvöþúsund manns á Laugarvatni. Talsvert var um að stolið væri úr tjöldum á Laugarvatni, ýmist peningum eða feröabúnaði. Bindindishátiðin i Galtalækjar- skógi fór vel fram. Nokkur ölvun var i Þórsmörk og jeppi fór á hlið- ina i Krossá. Fjöldi fólks safnað- ist saman við Miögarð i Skaga- firöi um helgina og einnig á hestamannamótinu á Vindheima- melum. Veöur var gott viðast hvar á landinu um verslunarmannahelg- ina, þurrt og fremur hlýtt. —eös Humarvertíðin fram- lengd tíl mánaðamóta Aflaleysi eystra vegna sjávarkulda en ágœtis afli vestar Sjávarútvegsráðu- neytið framlengdi i gær, að tillögu Hafrann- sóknastofnunarinnar, leyfi til humarveiða til 30. ágúst nk. Þessi framlenging á veiðileyfi til humarveiða stafar aðallega af þvi hversu dræm veiði hefur verið fyrir austan land og þá aðallega hjá Hornafjarðarbátum. Er miklum kulda i sjó kennt um aflaleysið þar eystra, en ágætis humarveiði hefur verið í allt sumar fyrir Suður- landi. Þjóðviljinn haföi i gær sam- band við Kristján Þórarinsson hjá Fiskiöjuverinu Krossey i Hornafirði, og sagði hann afla- leysið hafa veriö meö eindæmum hjá Hornafjaröarbátum isumar. 13 bátar hófu veiöarnar fyrr i sumar en fljotlega fækkaði þeim niðuri 8. Nú eru ennþá nokkrir bátar að humarveiðum en aflinn hefur litið glæöst. Sem dæmi um aflaleysiö sagði Kristján, að nú væri aöeins búið að veiöa tæplega 1/3 af þeim afla sem fékkst á sama tlma i fyrra, en þá voru komin á land um 170 tonn af humri en nú aöeins 50 tonn. Sagði Kristján að fiskifræðingar kenndu botnhita sjávar um afla- leysið enmjög kalt væri i sjó út af Breiöamerkur- og Skeiðarárdýpi þar sem humarinn héldi sig helst. Agæfis veiði hefur hins vegar verið vestar meö suðurströndinni og sagði Þröstur Einarsson i Hraðfrystihúsinu á Eyrarbakka, að vertiöin heföi gengið ágætlega hjá þeim á Bakkanum, en nú leggja þar upp um 7 humarbátar. Þröstur sagði, aö það væri aðal- lega skólafólk sem ynni við humarvinnsluna og þvi kæmi framlengingin á leyfunum sér mjög vel fyrir það, en ágætis at- vinnullf hefur verið á Eyrar- bakka i sumar og var td. unnið i frystihúsinu alla Verslunar- mannahelgina. -lg Framkvœmdastjórastaðan i œskulýösráöi: Ómar fékk 5 atkvæði Á fundi æskulýðsráðs Reykjavíkur i gær voru greidd atkvæði um þrjá umsækjendur um starf framkvæmdastjóra ráðs- ins. Hlaut ómar Einarsson 5 atkvæði, Gylfi Kristins- son 1 atkvæði og Hilmar Jónsson ekkert. Þrir fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, annar tveggja fulitrúa Alþýðubandalagsins og formaður ráðsins Sjöfn Sigurbjörnsdóttir greiddu ómari athkvæöi, en Gylfi fékk atkvæði Framsóknarfulltrú- ans i ráðinu. Margrét Björnsdótt- ir annar fulltrúi Alþýðubanda- lagsins sat hjá og lét bóka aö hún teldi þá Ómar og Gylfa hæfa til starfans en gæti ekki gert uppp á milli þeirra i atkvæðagreiðslu. Sem kunnugt er hefur meiri- hlutasamstarf I æskulýösráöi gengiö mjög brösótt og hafa full- trúar Alþýðubandalagsins og Framsóknar ekki náö samstöðu með formanni ráðsins, Sjöfn Sigurbjörnsdóttur. Hefur meiri- hluti i ráðinu þvi oftast myndast meðatkvæðum hennar og ihalds- ins, eins og reyndar hefur orðið i borgarstjórninni lika. Borgarmálaráð Alþýöubanda- lagsins mun hafa lagt á það á- herslu I sambandi við þessa stöðuveitingu að reynt yrði að draga saman seglin i yfirbygg-. ingu ráðsins og iagt til að samein- aðar yrðu stöður framkvæmda- stjóra og fulltrúa. Tók borgar- málaráðið þá afstöðu að styðja Ómar Einarsson sem m.a. hefur meðmæli starfsfólks æskulýðs- ráðs i félagsmiðstöðvunum og hefur starfað fyrir ráðið árum saman, enda margreynt að vinstra meirihlutasamstarf i ráð- inu er ekki fyrir hendi né vilji til þess. Framsóknarmenn hafa hins vegar lagt þunga áherslu á að Gylfi Kristinsson, sem starfað hefurlengiaðfélagsmálum m.a. I Stúdentaráði og er nú formaður Æskulýðssambands Islands, yrði ráðinn, en fram á siðustu stundu var álitiö að Sjöfn myndi styðja Hilmar Jónsson úr Keflavik. Fundargerð æskulýðsráðs var i gær lögö fyrir borgarráð sem væntanlega mun taka afstöðu til málsins og staðfesta niðurstöðu ráðsins á næsta fundi sinum. —e.k.h. Úthlutun í Syðri-Mjóumýri I gær var á fundi borgarráðs samvinnufélags starfsmanna SIS gengiö frá úthlutun I Syðri-Mjóu- og Einhamars. Er til þess ætl- mýri. Var samþykkt að úthluta ast áð þessir aðilar taki þátt i svæðinu til Byggingasamvinnu- skipulagningu svæðisins. félagsins Vinnunnar, Bygginga- —AI Unnið við smiði á háspennuskáp á verkstæði Rafafls/Stálafls. Rafaflsmenn samþykkja Stuðning vid Torfuna Aðalfundur Framleiöslusam- vinnufélags Iðnaðarmanna var haldinn nýlega. Félagið rekur rafverktakastarfsemi undir heit- inu Rafafl svf. og járniðnaðar- fyrirtækiö Stálafl svf. I Kópavogi. Reikningar félagsins sýndu aöhagur þessstendur meöblóma A siðasta ári var hafin fram- leiðsla á töfluskápum og tengi- kössum þar sem starfsmenn félagsins I raf- og stáliðnaði starfa saman að tækjafram- leiðslu. A siðasta starfsári jókst neytendaþjónusta Rafafls mjög, en sá rekstur gekk ekki nógu vel að þvi er segir i fréttabréfi frá félaginu. Þó var ákveðið að halda áfram og reyna að skipuleggja þjónustuna betur. A vegum félagsins er nú unnið að mörgum stórum verkefnum t.d. lagningu raflagan i 250 ibúðir fyrir stjórn Verkamannabústaða I Reykjavik. Aðalfundurinn samþykkti nokkrar ályktanir m.a. um að félagið myndi gefa sem nemur starfi eins manns i einn mánuð til raflagna i Bernhöftstorfunni, þegar farið verður að lagfæra húsin á Torfunni. Þá var skorað á stjórnvöld að stuðla að eflingu rafiðnaðar i landinu. I stjórn Rafafls eiga nú sæti: Sigurður Magnússon form, Einar Odd- geirsson, Pétur Björnsson, Bald- ur Jónsson, Hákon Steindórsson, Asgeir Magnússon og Jóhannes Skarphéðinsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.