Þjóðviljinn - 08.08.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.08.1979, Blaðsíða 16
PJOÐVIU/NN Miðvikudagur 8. ágúst 1979. Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaðaprent 81348. C 81333 Kvöldsími er 81348 Á að kœfa þjónustumiðstöð fyrir aldraða í fæðingu? Sjöfn á sveif meö íhaldinu og tveir embœtismenn félagsmáld- stjóra fjalla um úthlutun íbúða fyrir aldraða í Dalbraut Á fundi félagsmálaráðs s.l. fimmtudag gerðist það rétt einn ganginn að Sjöfn Sigurbjörnsdóttir fulltrúi Alþýðuflokksins gekk í lið með íhaldinu og samþykkti að hundsa hina nýju stjórn þjónustumiðstöðvar aldr- aðra varðandi úthlutun ibúða við Dalbraut og fela Geirþrúði H. Bernhöft og Gunnari Þorlákssyni að gera tillögur um úthlutun en það hafa þau reyndar séð um í st jórnartíð íhalds- ins í Reykjavík. A siðustu þremur fundum ráðs- ins hefur verið rætt um hvernig staðið skuli að úthlutun þessari, en ibúðirnar við Dalbraut verða væntanlega teknar i notkun i okt- óbern.k. Er ekki seinna vænna en umsækjendur,sem eru fjölmarg- ir, fari að fá vitneskju um hvort þeir fá inni i húsunum eða ekki. Lagði félagsmálastjóri, Sveinn Ragnarsson.til að umsóknirnar yröu lagðar fyrir stjórn Þjónustu- miðstöövarinnar en húsnæðisfull- trúanum (Gunnari Þorlákssynil og ellimálafulltrúanum (Geir- þrúði Bernhöft) siðan falið að gera tillögur til félagsmálaráðs um úthlutun. Þótti fulltrúum Framsóknar og Alþýðubandalags sem i þessari tillögu væri gróflega gengið framhjá hinni nýju þjónustumið- stöð, sem m.a. er ætlað að sam- hæfa alla þjónustu og aðstoð við aldraða Reykvikinga bæði á fé- lagslega sviðinu og á heilbrigðis- sviðinu. 1 stjórn Þjónustumið- stöðvarinnar sitja þrir starfs- menn félagsmálastjóra, — for- maðurinn er Jónina Pétursdóttir forstöðumaður heimilishjálpar- innar, Guðrún Kristinsdóttir for- stöðumaður fjölskyldudeildar og Geirþrúður H. Bernhöft ellimála- fulltrúi. Þá eiga tveir fulltrúar heilbrigðisþjónustunnar sæti i stjórninni, dr. Friðrik Einarsson læknir Hafnarbúða og Kolbrún Agústsdóttir deildarstjóri heima- hjúkrunar. Lagði Guðrún Helgadóttir til að stjórninni yrði falið i samráði við húsnæðisfulltrúa að gera tillögur um úthlutun enda er til þess ætl- ast að félagslegar aðstæður og heilsufar umsækjenda verði kannað. Sjöfn felldi þessa tillögu með ihaldinu og samþykki þessi nýji meirihluti i félagsmálaráði siðan að fela þeim Gunnari Þor- lákssyni ög Geirþrúði Hildi Bern- höft að leggja mat á umsóknir manna eftir að hafa fengið um- sögn frá stjórn Þjónustumið- stöðvarinnar. Ljónagryfjan minnir á fljótandi ruslahaug þar sem bflhræ og annað óþverradrasl teygir anga sfna langt út úr gryfjunni og niður eftir öllum hliðum. Hafnarf jarðarbær er kominn langt meðað útbúa nýja rusla- hauga inni i bæjarlandinu. Mynd Leifur. Nýir ruslahaugar í landi Hafnarfjarðar „Þeir sem vilja járnaruslið geta fengið það fyrir ekki neitt”, segir bœjarverkfrœðingur ,,Það er betra að hafa þessi bilhræ á sama stað heldur en dreifð út um allan bæ” sagði Björn Arnason bæjar- verkfræðingur í Hafnar- firði i samtali við Þjóð- Fjórir nefndarmenn i Harðindanefnd leggja til: Fimm ára áætlun um aðlögun búvöruframleiðslu að innanlandsþörfum Eins og fram kemur í áliti meirihluta harðinda- nefndar telur hann nauð- synlegt að sú fjárútvegun sem hann leggur til, 3 miljarðar til að bæta að nokkru óverðtryggðan út- flutning, verði tengd að- gerðum til að aðlaga fram- leiðslu landbúnaðarvara sem best neysluþörfum þjóðarinnar. I sérstakri bókun taka Kjartan ólafs- son, Ásgeir Bjarnasón, Ingi Tryggvason og Jón Guðmundsson fram að þessum aðgerðum verði að haga þannig að þær valdi sem minnstri röskun á högum bænda og verði við það miðaðar að ekki þurfi að flytja inn landbúnaðar- vörur. Siðan segir i bókun þessara fjögurra nefndarmanna: „Við erum þvi fylgjandi, að gerð verði áætlun til 5 ára til að ná þessum framleiðslumark- miðum. Til að ná þeim viljum við leggja til að eftirfarandi ráö- stafanir verði gerðar: 1. A næstu 5 verðlagsárum verði útflutningsbótaréttur óbreyttur að verðgildi frá þvi sem er á þessu ári. 2. Fjármunir þeir sem sparast kunna á næstu 5 árum vegna minnkaðrar framleiðslu verði notaðir til að endurgreiða við- bótarútflutningsbætur þær sem greiddar verða á verðlags- árunum 1978-1979 og 1979-1980 og til að aöstoða bændur við að að- laga framleiðslu sina. settum markmiðum. 3. Niðurgreiðslur á smjöri og dilkakjöti lækki ekki hlutfallslega á næsta verðlagsári. 4. Teknir verða upp samningar milli rikisvaldsins og bænda um nánari framkvæmd þessara til- lagna.” —ekh. Svartoliukerfi í Tý og Ægi: Engin ákvöröun enn Morgunblaðið greindi á sunnudag frá þvi að fyrirhugað væri að breyta vélum varðskip- anna Ægis og Týs þannig á næstunni, að þær geti brennt svart- oliu. í viðtali við Garðar Pálsson hjá Landhelgis- gæslunni kom hins vegar fram að ekki hefði nein ákvörðun verið slika breyt- tekin um ingu. Garðar sagði, að það væru menn sem reru að því öllum árum að vélum varðskipanna væri breytt til svartoliubrúks. Hins Framhald á 14. siðu viljann i gær þegar um- hverfi „Ljónagryfj- unnar” á Hvaleyrarholti i Hafnarfirði var borið undir hann. „Ljónagryfjan” svonefnda myndaöist þegar tekið var stór- grýtí vegna hafanarframkvæmda við Suðurgarðinn i Hafnarfirði fyrir nokkrum áratugum. Fyrir nokkrum árum notaði Fiski- mjölsverksmiðjan Lýsi & mjöl gryfjuna fyrir loðnuþró, en nú hefur Hafnarfjarðarbær nýtt hana sem geymslu fyrir bilhræ í nokkurn tima. Aðkoman aö gryfjunni er óskemmtileg eins og myndirnar hér að ofan bera meö sér. Menn - eru hættir að hafa fyrir þvf að koma bílhræjunum fyrir inni i gryfjunni, heldur skilja þau eftir á viðavangi fyrir utan hana og eins virðast margir lita á þetta athafnasvæði Hafnarfjarðar- bæjar sem nýja ruslahauga inni i bæjarlandinu. Aöspurður sagði Björn, að það væri of dýrtfyrir bæjarfélagið að halda uppi vakt við gryfjurnar allan sólarhringinn, til aö passa upp á að vel væri gengið um þarna, en mikiö hefur borið á, að fólk nái sér i varahluti Ur hræj- unum um leið og það losar sig við rusl að heiman I gryfjuna. Þá sagði Björn að heilbrigðisfulltrú- inn hefði i samráði við sig séð um að fá jarðýtu til að hreinsa til fyrir framan gryf juna á nokkurra mánaða fresti. Sagðisthann vera oröinn nokkuð langeygur eftir jarðýtunni I þetta skiptið, þvi aö óneitanlega væri orðið heldur mikið rusl fyrirframan gryfjuna. Þá varBjörn spurður um skipu- lag þessa svæðis i framtiðinni og hvort ráögert væri að hafa þarna ruslageymslu til eiliföar. Björn sagði, að bærinn lifði f voninni um að einhverjir, sem hefðu yfir stórri pressu aö ráöa, t.d. Sindrastál, tækju bilhræin og pressuðu þau saman i brotajárn, en járnahrúgan væri alveg verð- laus eins og hún liti út i dag. Björngat þess einnig, að ef einhverjir væru tilbúnir að hirða járnarusliö gætu þeir fengið það fyrir etóci neitt. Til viðbótar því mikla um- hverfislýti, sem ruslahaugurinn er á einum fegursta stað bæjar- ins, er vert að benda á þá miklu slysahættu sem bæjarfélagið býður upp á i næsta nágrenni við stórt ibúðarhverfi en svæðið i kringum gryfjurnar er ógirt með öllu og litið sem ekkert eftirlit haft með ruslahaugnum. -*g Mörg slys um helgina Margir ökumenn voru teknir fyrir ölvun viö akstur um verslunarmannahelgina og nokkur umferðarslys urðu og óhöpp. A laugardag varð bilslys á Snæfellsnesi og á mánudag slasaðist ungur maður al- varlega er bifhjól hans fór út af Grindavikurveginum. Maðurinn kastaöist um 100 metra af hjólinu og hlaut slæmt höfuðhögg. Bill valt á veginum milli Sandgerðis og Garðs á sunnudagsmorgun og ökumaður slasaðist tals- vert. Um svipað leyti ók ölv- aður maður bifreið sinni út af veginum við Rauðavatn, en slapp litiö meiddur. Þrir slösuðust i bilveltu á Vaðla- heiði I fyrrakvöld, en ekki mun um alvarleg meiðsl að ræða. A sunnudag varð harð- ur árekstur I Skagafirði milii tveggja bila, en engin slys urðu á mönnum. Slðdegis á mánudag varð talsvert harð- ur árekstur hjá umferöar- ljósunum á aðalveginum á Keflavikurflugvelli. öku- maður annarrar bifreiöar- innar fékk höfuðhögg og báö- ar bifreiðarnar eru talsvert skemmdar. ■ eos

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.