Þjóðviljinn - 10.08.1979, Síða 1

Þjóðviljinn - 10.08.1979, Síða 1
Landhelgisnefnd kemur saman Sameiginleg Föstudagur 10. ágúst 1979, 181. tbl. 44.árg. landhelgi Matthías Bjarnason um umræðugrundvöll Benedikts: Ósammála tUlögum utanrflds- ráöheira „Ég er ekki sammála tillögum Benedikts og tel þær of linar”, sagði Matthlas Bjarnason fulltriii Sjálfstæðisfiokksins I landhelgis- nefnd I samtali við Þjóðviljann i gær i tilefni þeirra ummæla Benedikts Gröndals utanrikisráð- herra að samstaða væri um tii- lögur hans og aðeins stæði á Al- þýðubandalaginu að þær næðu fram aö ganga. „Hiuta þeirra get ég að vlsufelltmigviö en ég tel að mlnar tillögur sem ég lagöi fram á fundi landhelgisnefndar 23. jdli séu mun fyllri og ákveðnari”, sagði Matthias ennfremur. 1 viðtalinu kom fram að val- kostir Matthlasar um hugsanleg- an samningsgrundvöll heföu ver- ið fram settir i þeim tilgangi að sýna Norömönnum fram á að Is- lendingar væru ekki einstreng- ingslegir i þessu Jan Mayenmáli og einbllndu aðeins á einn kost. „Þessar tillögur minar hafa verið í þagnargildi siöan og ekki komið viðbrögð við þeim frá öðr- um flokkum nema frá fulltrda Al- þýðubandalagsins að nokkru. Morgunblaöið birtir þessa val- kosti mína I gær oger það ekki frá mér komiö, en hinsvegar virðast tillögur Benedikts 1 málinu jafn- óðum leka ilt I norsk blöð.” Aöspurður sagöi Matthias að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki tekið formlega afstöðu í málinu, en hann heföi ástæðu til þess aö ætla að sínar tillögur nytu fylgis innan flokksins. Matthias kvaðst telja að nauö- synlegt væri aö formlegar við- ræður viö norsku rikisstjórnina hæfust ð ný með þátttöku full- trUa allra stjórnmálaflokka. Þessi mál ætti ekki að leysa á fundum norrænna krata. „Þótt krataflokkarnir á tslandi og í Noregi séu bæði stórir og merkilegir eru þeir ekki fulltrúar þjóðarinnar allrar hvorki hér né Framhald á 14. siöu Ragnar Arnalds hefur nú friðað Torfuna. t tilefni af þvi sendi Þjóöviljinn blaðamenn út af örkinni að spyrja vegfarendur I miðbæ Reykjavikur um álit þeirra á friðuninni og hvað þeir telja að gera eigi við byggingarnar. Sjá siöu 3 meöal atriða í sérstakri tillögu frá Ólafi Ragnari Grímssyni Landhelgisnefnd kemur saman til fundar í dag kl. 10. A fundinum mun Ölafur Ragnar Grímsson alþingismaður beita sér fyrir flutningi sérstakrar tillögu í f ramhaldi af þeim valkostum sem Matthias Bjarnason hefur áður lagt fram í nefndinni. Ólafur Ragnar sagði í gær að sinn fillöguflutningur byggði á kjarnanum í tillögum Matthíasar. Meðal annars væri gert ráð fyrir að formlegar viöræöur færu fram við Norðmenn þegar i stað og forsenda þeirra yrðu grund- vallarhagsmunir lslendinga. Það er m.a. efni tillögunnar að Norðmenn og lslendingar lýsi yfir sameiginlegri fiskveiöilögsögu utan 12 milna landhelgi við Jan Maven og á öllum öðrum sviðum veröi einnig byggt jafn- réttis, ,pr insipinu ’ ’. —ekh Almerniingiir fylgir fríðiin Torfunnar segir formaður Torfusamtakanna „Við I Torfusamtökunum erum feikilega ánægð með að frið- un Bernhöftstorfunnar skuli nú loksins afráðin. Þar með er höf uðmarkm iði samtakanna komið farsællega I höfn,” sagði Guðrún Jónsdóttir arkitekt, sem hefur veitt Torfusamtökunum forstöðu um árabil. „Viöhöfðum raunar ætið treyst þvi að svona færi. Almenningsá- litið er sffellt aö snúast okkur i vil, og eins hefur komið skýrt i' ljós i viðtölum okkar við Ragnar Arnalds menntamálaráöherra, að hann fyllir hóp friðunarmann. En það segir kannski sina sögu um gang mála gegnum árin, að Rangar er fjórði ráöherrann, sem hefur fengið málið i sinar hend- Guðrún sagði að nú væri endur- reisnarstarfið fyrir höndum, þvi húsin væru skemmd af eldi og margraárahiröuleysi. Þau mætti á hinn bóginn nýta á margan hátt, þegar búiö væri að koma þeim i brúklegt horf, og þeir væru vissulega margir sem vildu fá af- not af húsunum undir ýmsa starf- Þegar spurt var hvort ekki þyrfti að verja miklu fjármagni til endurbóta á húsunum á Torf- unni sagöi Guðrún: „Bernhöfts- torfan á marga vini, sem munu vafalaust hvorki spara fjármagn né vinnu til að bæta fyrir um- hirðuleysi liðinna ára. Viö i Torfusamtökunum lVsum okkur fús til aö leggja fram sjálfboða- liða einsog áður. Fyrirtæki og einstaklingarhafa áður lagt fram fé og efni til viöhalds og væntan- lega verður ekki hörgull á því I framtiðinni. Við höfum þegar fengið boð frá Rafafli um fé sem svarar til vinnu eins rafvirkja i mánuö.” Aö lokum Itrekaði Guðrún ánægju sina yfir friðun Torf- unnar. -ÖS Sjá 3. síðu Yfirborgarfógetinn í Reykjavík: 120 mfljóna aukatekjur á sL ári en 4,3 miljónir í föst laun A sl. ári hafði yfirborgarfó- getinn I Reykjavlk 24-25 mil- jónir króna i tekjur. Samkvæmt skattskrá greiöir hann 2.404.600 kr. í útsvar. Föst embættislaun yfirborgarfógeta I fyrra voru samtals um4.327.065 kr., þannig að aukatekjur hans nema sam- tals um 20 miljónum króna, eða næstum 5 sinnum hærri upphæð en föstu launin. Aðrir borgarfógetar og full- trúi borgarfógetans fá einnig aukatekjur vegna uppboða og fleiri embættisverka. Borgar- fógetar I Reykjavík eru sex auk yfirborgarfógeta: Siguröur Sveinsson, sem sér um þinglýs- ingar, skiptaráöendurnir Unn- steinn Beck og Sigurður Helga- son, Asberg Sigurösson, sem hefur umsjón með firmaskrá, Þorsteinn Thorarensen með uppboðsrétt o.fl. á sinni könnu og Valtýr Guömundsson (settur), með aösetur i Gjald- heimtunni. Fulltrúi borgar- fógeta er Jónas Gústafsson hdl. Yfirborgarfógeti tekur laun eftir 119. launaflokki BHM, efsta þrepi. Föst mánaöarlaun hans eru nú kr. 538.478 á mán- uði. Allir þessir embættismenn hafa þvi um eöa yfir hálfa mil- jón I föst mánaðarlaun, fyrir utan aukasporslur. Eins og fyrr segir voru auka- tekjur yfirborgarfógeta um 20 miljónir á siöasta ári. íekjur þessar reiknast I prósentvis eftir ákveðnum reglum af upp- boðshaldi og flestum öðrum em- bættisverkum fógeta. Við þessa upphæð bætast siðan aukatekjur annarra borgarfógeta og fleiri starfsmanna embættisins. Föst laun borgarfógeta i efsta þrepi 117. launaflokks BHM voru i fyrra samtals kr. 4.084.191. Fimm borgarfóget- anna búa I Reykjavik og greiöa i útsvar frá kr. 609.800 (Sigurður Sveinsson) upp i kr. 834.600 (Sigurður Helgason). Jónas Gústavsson greiöir kr. 1.004.800 i útsvar. Valtýr Guðmundsson býr I Kópavogi og greiöir kr. 599.000 I útsvar. Aukatekjur við embættið 44 milj. króna. Samkvæmt útsvörum hafá aukatekjur þessara sjö manna numið samtals 24 miljónum króna. Gróft reiknaö má þannig gera ráð fyrir að aukatekjur embættisins á sl. ári hafi i heild numið u.þ.b. 44 miljónum króna. Hér verður að hafa I huga, að eflaust koma laun eiginkvenna inn I dæmið, en á móti kemur, að einhverjir fleiri starfsmenn embættisins njóta aukatekna auk þeirra sem hér eru taldir. Einnig ber að hafa i huga að hér er ávallt reiknað með föstum launum I efsta þrepi (5. þrepi) launastiga BHM', þannig að hlutfall fóstu laun- anna af heildartekjum er hærra en eðlilegt er hjá þeim sem taka laun eftir lægri þrepum. í samtali við Þjóöviljann sagði Jónas Gústavsson fuiltrúi borgarfógeta, aö yfirborgarfó- geti hefði greitt sér af sinum aukatekjum nokkrar fjárhæöir i sambandi við þá vinnu sem hann hefði innt af höndum vegna uppboöa. Jónas var spurðurhvort til væri yfirlit yfir innheimtur borgarfógetaem- bættisins, aörar en rikissjóös- innheimtur, og aukatekjur em- bættisins af þeim. ,,Ég held að það sé til, þaö er haldiö bókhald yfir þetta alltsaman,” sagöi hann. Embættið reiknar sjálft út prósenturnar af þessum inn- heimtum samkvæmt reglum þar að lútandi. Jónas sagði að a.m.k. væri haldið bókhald yfir lausafjáruppboðin. Fasteigna- uppboðin væru hinsvegar mjög fá, yfirleitt innan við tlu á ári. —eös.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.