Þjóðviljinn - 10.08.1979, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. ágúst 1979.
MÚWIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Ctgefandi: Otgáfufélag ÞjóBviljans
Framkvæmdastjóri: Eióur Bergmann
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjóri: Vilborg HarBardóttir
UmsjónarmaOur SunnudagsblaBs: Ingólfur Margeirsson.
Rekstrarstjóri: l.'lfar ÞoritióBsson
Auglýsingastjóri: Rúnar SkarphéBinsson
AfgreiBslustjóri: Filip W. Franksson
BlaOamenn: AlfheiBur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, GuBjón
FriBriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór
Sigurdórsson.
Erlendar fréttir: Halldór GuOmundsson. tþróttafréttama&ur:
Ingólfur Hannesson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
útlit og hönnun: GuBjón Sveinbjörnsson, Sævar GuBbjörnsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar.
SafnvörBur: Eyjólfur Arnason
Auglýsingar: SigrlBur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir ölafsson.
Skrifstofa: GuBrún GuBvarOardóttir, Jón Asgeir SigurBsson.
AfgreiBsla:GuOmundur Steinsson, Kristln Pétursdóttir.
Slmavarsla: Olöf Halldórs tottir, SigriBur Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún BárBardt°ir
HúsmóOir: Jóna SigurBardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
tJtkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuBmundsson.
Ritstjórn, afgreiOsla og auglýsingar: SIBumúla 6, Revkjavlk, slmi 8 13 33.
Prentun: BiaOaprent hf.
Slœmur málatilbúnaöur
•Enda þótt átta mánuðir séu liðnir frá því að Alþingi
samþykkti að óskað skyldi viðræðna við Norðmenn um
Jan Mayen svæðið er málið því sem næst óunnið hér inn-
anlands. Þeir hagsmunir sem eru í veði fyrir islendinga
hafa síður en svo verið nægilega kynntir, þannig að
áhugi almennings á þessu landhelgismáli hefur verið
minni en skyldi. Hefur þó alls ekki á hann skort í fyrri
landhelgismálum okkar. Þá komast viðræður við Norð-
menn á flugstig án þess að reynt sé að tryggja víðtæka
samstöðu stjórnmálaflokka um tillögur. Loks hefur ut-
anríkisráðherra kosið að gera lausn Jan Mayen deilunn-
ar að nokkurskonar einkamáli milli krata hér og í Nor-
egi, án þess að sýnt sé að það þjóni okkar hagsmunum.
• Ekki verður hjá því komist að gagnrýna utanríkis-
ráðuneytiðfýrirslælegan málatilbúnað í Jan Mayen deil-
unni. Engin gögn hafa verið lögð fram til kynningar á
málstað íslands, engin samantekt verið gerð á réttar-
stöðu íslendinga, hvað þá að réttur Norðmanna til lög-
sögu við Jan Mayen haf i verið véfengdur eins og f ull efni
virðast vera til. Mörg teikn eru á lofti um það að (slend-
ingar séu betur vopnum búnir í Jan Mayen deilunni en
f lestir hafa gert sér grein fyrir. Af einhverjum ástæðum
hef ur ekki verið hirt um að safna þeim saman og brýna
þau til átaka.
• Kjarni málsins er sá að Jan Mayen er eyja án at-
vinnulífs á íslenska landgrunninu. Á þessu svæði eigum
við fiskistofna sem við þurfum að vernda og ber skylda
til að verja. I íslenska landgrunninu við Jan Mayen gætu
einnig leynst nattúruauðæfi sem nýttyrðu í framtíðinni.
Af þessu leiðir að Islendingar gera kröfu til umráða- og
ákvörðunarréttar um nýtingu auðlinda i sjó og á hafs-
botni á Jan Mayen svæðinu. I þessu sambandi má
bendaá þau ummæli Hans G. Andersens sendiherra að sú
afstaða njóti nú meirihlutafylgis á hafréttarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna að ytri mörk landgrunns skuli vera
350 mílur út frá landi, en innan þeirra marka fellur Jan
Mayen.
• Réttur Norðmanna til einhliða tilkalls til lögsögu við
Jan Mayen er langt því frá óyggjandi og eignarhald
þeirra á eyjunni er þannig til komið að helst líkist grín-
sögu í gullgrafaeastíl eins og rakiðvari Þjóðviljanum f
gær. Norðmenn hafa gerst svo djarfir að falsa hótanir
um loðnuveiðar Sovétmanna við Jan Mayen til þess að
knýja íslendinga að samningaborðinu, og hóta því nú
þegar „rússagrýlan" er orðin þeim eins haldlaus og
Morgunblaðinu að stunda veiðiþjófnað á íslenska loðnu-
stofninum. Það verður ekki til þess að auka hróður
þeirra á alþjóðavettvangi og engin ástæða til þess að
semja af sér af ótta við hótanir af þessu tagi.
• Þess verður að kref jast að utanríkisráðherra og sjáv-
arútvegsráðherra hætti makki sínu við krata í Noregi.
Enda þótt norskum jafnaðarmönnum liggi á að leysa
Jan Mayen deiluna f yrir byggðakosningarnar í Noregi er
það mál sem kemur krötum á Norðurlöndum einum við,
og íslensku þjóðinni ber engin skylda til þess að slá af
hagsmunum sinum til þess að veita stjórnarflokknum i
Noregi kosningahjálp. Allir vita að Alþýðuflokkurinn
stendur í þakkarskuld við norska krata og Benedikt
Gröndal verður að gæta að því að þegar er farið að
spyrja hvort samningavilji íslenskra krata í Jan Mayen
deilunni sé afborgun upp í þá skuld.
• f Jan Mayen málinu er skýr hagsmunaágreiningur
milli fslendinga og Norðmanna. Um hann verður ekki
samið í huggulegheitum og bræðraþeli á flokksþingum
krata á Norðurlöndum. Takast verður á um málið í
formlegum samningaviðræðum við norsku ríkisstjórn-
ina og reyna að f inna lausn sem báðir vil ja við una. Verði
ágreiningurinn ekki jaf naður má minna á að fslending-
ar hafa áður tekið einhliða ákvarðanir í hafréttar- og
landhelgismálum og hlotið fyrir það alþjóðlega viður-
kenningu vegna þess að þær voru sprottnar af nauðsyn
og byggðust á heilbrigðri skynsemi. En brýnast nú er að
gjörbreyta um vinnubrögð og skapa samstöðu um ís-
lenska afstöðu í Jan Mayen deilunni sem studd verði rök-
um og áróðri. Setja verður punkt við einkamálastúss
Benedikts Gröndals og vinna málið upp á nýtt fyrir
næstu lotu.
Er Benedikt
hallur undir
Norðmenn?
Jan Mayen deilan er nú mjög i
fréttum og stundum meira en
eölilegt er. Þannig voru norsk
blöð fyrst með fréttir af upp-
gjafartillögum utanrikisráö-
herra sem hann hafði lagt fram
sem trúnaöarmál i landhelgis-
nefnd.
Flestir eru yfir sig undrandi á
eftirgjöf utanrikisráðherra,
Benedikts Gröndal, og er hann
nú sakaður um að vera leppur
norskra krata. Þannig segir
Dagblaðið I leiðara i gær:
Þvi miður fer taugaveiklun
okkar manna saman við óeðli-
lega mikil tengsl milli Islenskra
og norrænna jafnaöarmanna.
Við munum enn tillitssemi is-
ienskra jafnaðarmanna gagn-
vart dönskum félögum þeirra i
sjálfstæðisbaráttu tslendinga.
Þá voru kratarnir að þakka fyr-
ir danskt brauð.
Nú á timum eru islenskir
jafnaðarmenn allt of hallir und-
ir norska vildarvini, sem hafa
gefiö Alþýðuflokknum peninga
á undanförnum árum. t ljósi
þessara sönnuðu tengsla er
óþægilegt til þess að hugsa, að
bæði utanrikisráðherra og sjáv-
arútvegsráöherra tslands eru
kratar.
Einnig hafa ólafur Ragnar
Grimsson og fleiri bent á þá
krataráöstefnu sem framundan
er i Kaupmannahöfn og á að
styöja norska krata fyrir sveit-
arstjórnarkosningarnar i haust.
í viðtali við Visi i gær segir
Ólafur m.a.:
„..jafnaöarmenn á Norður-
löndum, lika á tslandi, hafa
áhyggjur af þvi að norskum
krötum kunni að vegna illa i
kosningunum. Krataráðstefnan
i Kaupmannahöfn er einn liður i
samnorrænu hjálparstarfi við
norska krata sem nú fer fram.
Ég þykist þess fullviss að sam-
komulag við tsiendinga i Jan
Mayen deilunni yrði kærkomið
innlegg fyrir rikisstjórn Noregs
i kosningaslagnum sem nú fer
fram.”
Það viröist nokkuð greinilegt
að Benedikt nýtur mjög lltils
trausts hér innanlands vegna
afskipta sinna og afleikja i Jan
Mayen málinu. Þeim mun meiri
ástúð hafa norskir kratar á
honum. Þvi viröist þaö harla
eðlilegt framhald málsins að
hann verði settur á hliðarspor
og látinn þar dúlla við almanna-
tengsl hermanna á Keflavikur-
velli meðan gert er út um þetta
viðkvæma mál.
Réttur
Norðmanna
enginn við
Jan Mayen
En það er ekki aöeins að laus-
mælgi og afleikir ráöherra hafi
rýrt hann mjög trausti. Þær
skoðanir sem hann hefur sett
fram virðast njóta mjög litils
stuðnings. Fyrst eftir að Norð-
menn tóku aö veiða loðnu við
Jan Mayen og hótuðu að klára
loðnustofninn var viss tónn i
dagblööum, einkum þó VIsi, um
aö nú ætti aö semja I hvelli viö
Norðmenn.
En nú eru blöðin og þau
stjórnmálaöfl sem að baki þeim
standa farin aö átta sig, og hin
ákveöna afstaöa Alþýðubanda-
lagsins nýtur æ meira fylgis.
Enda benda öll rök i málinu i þá
átt að viö eigum hvergi undan
að láta, réttur Norðmanna sé
enginn.
Rússagrýla Norðmanna reyndist „biöff” eitt. Nú er aö sjá hvort
hótanir þeirra um aö veiöa 300 þús. tonn af: loönu reynast ekki álika
blekking. Og nú tala menn um það I alvöru aö tslendingar lýsi yfir
lögsögu við Jan Mayen. Engin ástæða er til aö halda að tslendingar
geti ekki áfram mokað hinu nýja hafsilfri á land.
Þannig segír Visir i leiðara á
miövikudaginn:
Norðmenn virðast hins vegar
ekki skilja, hve hagstæðir þeim
eru I raun og veru þeir samn-
ingar, sem jafnvel hinir kröfu-
hörðustu i okkar hópi hafa vilj-
að ganga að.
1 raun og veru eru ekki nokk-
ur efnisrök fyrir norskri efna-
hagslögsögu við Jan Mayen. A
Jan Mayen er ekkert efnahags-
Hf, og þar býr ekkert fólk, sem
lifir á gögnum lands og sjávar.
AUur samanburður milli ts-
lands og Jan Mayen er þvi út I
bláinn.
Siðar I sama leiðara VIsis seg-
ir:
Að sjáifsögðu ber að vinna
áfram að samningum, en trú-
lega eigum við nú að flýta okkur
hægt. t sambandi við loönuveiö-
ar Norðmanna á Jan Mayen-
svæðinu er staðan sú, að sam-
kvæmt ákvæðum I drögum að
hafréttarsáttmála, sem bæði ts-
lendingar og Norðmenn eru
samþykkir, geta hvorki Norö-
menn né aðrir veitt eina einustu
loönu á þessu svæði án sam-
komulags við okkur tslendinga,
og skiptir engu máli, hvort
Norömenn taka sér lögsögu á
svæðinu eða ekki.
Tökum
frumkvœðið
I leiðara Dagblaðsins i fyrra-
dag er rakin sú saga, sem Þjóö-
viljinn hefur einnig birt, að Jan
Mayen var seld Norðmönnum
árið 1952 og að „eigandi” henn-
ar var norskur ævintýramaður
sem sló eign sinni á hana á
þirðja áratugi aldarinnar, en
bjó þar aldrei.
t leiðara Dagblaðsins er hvatt
til þess að tslendingar taki
frumkvæði i deilunni og lýsi
jafnvel yfir islenskri efnahags-
lögsögu við Jan Mayen.
„Auövitað yrðu Norömenn
mjög reiðir, ef islendingar
gerðu tilkall til landgrunnsins
umhverfis Jan Mayen. Þá eig-
um við bara að verða hissa á
reiði þeirra. Þannig eru skákir
tefldar.
Fyrir Norðmenn og tslend-
inga skiptir mestu að útiloka
aðrar þjóðir frá fiskveiöum við
Jan Mayen. Norðmenn hafa
staðið sig illa i þeim efnum. Þeir
hafa enn ekki lýst 200 milum
umhverfis eyjuna.
Við skulum þvi taka frum-
kvæðið i okkar hendur og alls
ekki láta taka okkur á taugum,
þótt norrænir veisluvinir okkar
gerist háværir. Viö skulum
segjast reiðubúnir til samninga
við Norðmenn.”
Dagblaðið treyst-
ir á Alþýðu-
bandalagið
í leiðara Dagblaðsins i gær,
þar sem Benedikt er vændur um
undirlægjuhátt gagnvart norsk-
uiin krötum, fjallar Jónas Krist-
jánsson um taugaveiklun þá er
greip um sig fyrr I vikunni og
þá hættu á afleikjum er slikri
taugaveiklun fylgir. Þar bendir
hann á að Rúsagrýla Norð-
manna hafi reynst blekking ein,
þótt hún hafi dugaö til þess að
Visir tók undir með krötum um
sinn. Sú afstaöa Visis er nú að
breytast, að þvi er best veröur
séð. Þá bendir Jónas einnig á að
hótanir Norðmanna kunni að
reynast litlu ógnvænlegri en
Rússagrýlan og hvetur til að
menn sýni stillingu.
Siðan segir Dagblaðið:
Við verðum aö setja traust
okkar á Alþýðubandalagið i rik-
isstjorninni. Það fékk frestað
afgreiðslu tillagna Benedikts
Gröndal um viöurkenningu
norskra 200 milna við Jan May-
en. Vonandi fá ráðherrar Al-
þýðubandalagsins nú það nesti
úr flokki sinum aö neita þessum
tillögum algerlega.
Það skiptir litlu, hvort tillögur
utanrikisráðherra eru tilslökun,
áherslubreyting eöa óbreyttar
tillögur frá fyrstu umferð. Hitt
skiptir máli, að við eigum i bili
ekki að hafa frumkvæði á þessu
sviði, heldur láta Norðmenn um
næstu tillögur.
A meðan eigum viö að undir-
búa yfirlýsingu um, aö Jan
Mayen sé eyja án atvinnulifs á
landgrunni tslands og að við
gerum tilkall til afskipta af
verndun fiskistofna allt i kring-
um eyna. Þá getum við snúið
taugaveikluninni upp á Norð-
menn.
ekh