Þjóðviljinn - 19.08.1979, Side 9

Þjóðviljinn - 19.08.1979, Side 9
Sunnudagur 19. áglist 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 BRÉF FRÁ BREKKESTÖ I: Ódrykkjarhæft vatn Litið skilti hangir á búðarhurð Jóhanns Sigurðar kaup- manns. Ólöguleg handskriftin gefur til kynna að vatnið á staðnum sé ódrykkjarhæft. Þetta eru reyndar engar nýjar fréttir. Drykkjarvatnið i Brekkestö hefur löngum inni- haldið óheilsusamlegt magn af kólaribakterium, sem orsaka niðurgang, magaveiki og aðra hvimleiða kvilla. Allt frá þvi að hreppurinn eignaðist vatnsbói fyrir nokkrum áratugum og notkun brunna var lögð niður, hafa ibúar þorpsins átt i vand- ræðum með drykkjarvatnið. Réttara sagt: Sumargestir og aðrir ferðamenn hafa orðið fyrir barðinu á vatninu. íbúarnir eru fyrir löngu orðnir ónæmir fyrir slikum bakterium og teygja vatnið án þess að skipta litum. En skiltið er nýtt. Jóhann Sigurður er klókur kaupmaður og hefur reynslu af árstima- bundnum viðskiptum. Hann veit að það riður á að veita nýjum og hraðfara ferðalöngum góða þjónustu. ónýtt drykkjarvatn eykur lika sölu á gosdrykkjum og bjór. Og sumarið er strit og sölutimi Jóhanns Sigurðar og konu hans. Þá hrannast upp ferðafólk, fastir sumargestir og léttklætt lausafólk i búðarhol- unni og peningakassinn verður rauðglóandi. Ekki veitir af; á veturna búa aðeins um átta fjöl- skyldur i Brekkestö, ef fjöl- skyldur skyldi kalla: t flestum hvitmáluðu timburhúsunum eyða einstæðir ellilifeyrisþegar ævikvöldinu og halda krepptri hendi um pyngjuna. En nú er sem sagt sumar, þó að komið sé fram i ágúst. Enn eru utan- bæjarmenn á rölti á bryggjunni og enn er von um að sólin brjót- ist fram úr skýjunum og ylji jörð og sjó. Sumarið hefur verið votviðrasamt og sjóböð stopul. En Jóhann Sigurður er ennþá ungw og tekur slikum skakka- föllum með rósemi: Hann veit að hann á mörg sumur fram- undan. Það er aðeins rúmur áratugur siðan Jóhann sást þamba bjór i vafasömum félagsskap og þeyttist um á smábátum knúnum utanborðs- vélum, en nú er sá timi liðinn. t dag siglir Jóhann Sigurður hraðbyri inn i örugga höfn hins miðaldra fjölskylduföður ásamt þreytulegri eiginkonu og krakkastóði. Jóhann er góður sonur: Hann tók við búð föður sins, sem rak hana i tæpa hálfa öld og heldur þarmeð merki fjölskyldunnar á lofti. Gamii maðurinn heldur sig mest inni- við núorðið, en bregður stöku sinnum fyrir sig stafnum og röltir um i nágrenni verslunar- innar og horfir vantrúaður á mannlifð. — 0 — Ég hitti Nóru Ibsen niðri á bryggju. Nóra er um þritugt og er barnabarnabarn Hinriks gamla Ibsens sem skrifaði leik- rit og varð heimsfrægur fyrir. Nóra er þvi ekki nafn sem for- eldrarnir völdu út i bláinn. Nóra i „Brúðuheimilinu” er ein umdeildasta leikpersóna Ibsens, mikið vegna þess að hún yfirgefur börn og eiginmann i lok leiksins. En foreldrar Nóru létu ekki þar við sitja. Yngri dóttur sina skirðu þau Heddu, i höfuðið á annarri jafnfrægri sviðspersónu Ibsens: Heddu Gabler. En nöfnin eru vist það eina sem þessar fjórar konur eiga sameiginlegt. Hedda Ibsen hefur aldrei átt pistólur og Nóra Ibsen gætir barna og heimilis þegar maður hennar dvelur langdvölum úti á norskum oliu- borpöllum. Ég spyr Nóru, hvort hún vilji ekki sýna mér húsið, sem Ibsen- fjölskyldan keypti fyrir 14 árum og sem er eitt elsta og fallegasta húsið I Brekkestö. Ekkert sjálf- sagðara. Húsið er við hliðina á kaupmannshúsinu og eiginlega ætlaði faðir Jóhanns Sigurðar að kaupa það þegar það var auglýst til sölu, i þvi skyni að nota það sem lager. En gamli kaupmaðurinn hugsaði sem svo: „Ef ég bið i smátima fellur húsið i söluverði, þvi hver vill eiga gamlan timburhjall langt frá alfaraleið?” Ibsen-fjöl- skyldan vildi það og þarmeð missti gamli maðurinn af kaup- unum. Þetta varð upphafið að nágrannaerjum sem ennþá standa yfir, þótt kaupmaðurinn séorðinn of gamall til að sparka og hrinda meðlimum Ibsens - fjölskyldunnar eins og hann gerði fyrstu árin. Aður fyrr var Ibsen-húsið bakari og búð. Eldhúsið ber þess ennþá merki. Húsið er stórt og skiptist i f jöldamörg smáher- bergi, sem öll eru lág til lofts. Innanstokksmunir eru gamlir: Hér er engu likara en komið sé inn I safn. Og þó. Allt er i notkun og þvi hafa hlutirnir ekki fengið á sig hinn kyrrláta dauðablæ sem einkennir safngripi. Að koma inn i Ibsen-húsið likist þvi fremur að stiga inn i hverdags- leik horfinnar aldar. Hér standa húsin þétt. Austurgafl hússins snertir hérumbil timburhús gamla offurstans. Hann hlýðir nú á lúðraþyt striðsengilsins Gabri- els hið efra en fyrir nokkrum áratugum setti offurstinn svip sinn á Brekkestö. Eftir dauða konu sinnar lokaði hann sig inni og stakk hausnum út um glugg- ann tvisvar sinnum á sumri hverju. Venjulega var mikil barnaþvaga að leik fyrir utan. Offurstinn tók þá undir sig stökk og smalaði smástúlkunum inn i húsið með. svipu og skipaði þeim að ráðast á uppþvottinn, sem safnast hafði saman i marga mánuði. Nóra tók oft þátt I slikum uppþvotti undir svipuaga offurstans. Það er lika fræg beygja á veginum til Brekkestö, sem heitir Offursta- beygjan, þvi að þar lenti hinn aldni striðsmaður einu sinni útaf, af þvi að hann þráaðist við að vikja fyrir bil, sem kom á móti honum. En nú er hann sem sagt horfinn af sjónarsviðinu, en sonur hans, sem er einhleypur liðþjálfi i norska hernum, hefur tekið upp hanskann fyrir föður sinn og lokar sig inni i húsinu allt sumarið án þess að yrða á nokkra sálu. Nóra segir að hann safni Playboy-blöðum og raði þeim i stafla eftir háralit ljós- myndaf yrirsætanna. — 0 — Það er stytt upp. Sólin sendir geislagull gegnum skýjaþykkn- ið. Húsin, hafið og gróðurinn magnast i birtunni og mynda þrilitan samhljóm. Hvitt, blátt og grænt. En vatnið er sem sagt ódrykkjarhæft. ingó Enginn matartími á nóttunni — Fyrir kom að vinna varð yfir nóttina við að losa fraktskip, sem annars komust á biðpeninga. Auðvitað stóð ekki á verka- mönnum að vinna að nóttunni þegar það bauðst, ekki voru tekj- urnar það miklar. Þá þekktist ekki að konur ynnu úti En það versta við þessa næturvinnu var það, að okkur var bannað að fara heim i mat. Við urðum þvi að vinna matarlausir alla nóttina. Kaupið i næturvinnu var ofurlitið hærra en I dagvinnu. En þó að menn gripu þá næturvinnu sem gafst, fór það aldrei yfir 3 þús. kr. á ári, komst jafnvel hjá sumum niður i 1600 kr. Ég hygg, að það hafi aðallega verið hjá þeim, sem bjuggu i Suðurpól og Bjarnaborg þvi ég geri ráð fyrir að þeir hafi fengið fria húsaleigu hjá bænum og þvi kannski ekki gengið eins hart fram i baráttunni um vinn- una. Tvö herbergi og eldhús með öðrum — Var ekki húsnæði margra verkamanna heldur bágborið? — Jú, það var nú ekki upp á marga fiska. Við hjónin höfðum fyrstu árin tvö herbergi og sameiginlegt eldhús með öðrum. Og húsaleigan var 65 kr.á mánuði eða 780 kr. á ári og fór þá að skarðast I tekjurnar. Kom stund- um fyrir, að maður hafði ekki hærri vikulaun. En ef um fulla vinnu var að ræða og jafnvel næturvinnu þá hafði maður þó afgang af vikukaupinu. Nú, husin voru timburhjallar, jökulkaldir. Börnin urðu oft að vera með vettlinga inni i húsum að vetrinum til þess að fá ekki kuldabólgu. Mér þykir það slæmur galli á þessum húsnæðismálum nú, að þeir, sem eiga bara húsnæði klippt og skorið fyrir sig og ekkert umfram það, þeireruskattlagðir, en hinir, sm eiga kannski margar ibúðir og leigja þær, fyrir okur- leigu, jú, ég geri ráð fyrir að þeir greiði skatta af ibúðunum, en húsaleigan kemur bara hvergi fram nema að hluta. Þannigfór fingurinn Ég tek eftir þvi, að Hjörleif vantar helminginn af visifingri hægrihandarog spyrhvernig það hafi atvikast. — Það vildi nú þannig til að við vorum að losa kolaskip að nætur- lagi og kolakraninn var að sjálf- sögðu i gangi. Nú var það ævin- lega s vo, að stóru kolin vor u út við siðurnar og náði kraninn ekki til þeirra. Við tókum þvi á móti skóflunni og köstuðum henni eins langt út i siðurnar og við gátum. Þá gerðist það, að ég hrasa til á kolastykkjunum og verður það þá fyrir að gripa i kolaskúffuna en á henni voru hök, sem opnuðust en lokuðust svo aftur þegar hún kom niður. Við þetta festist ég og varð að hifa mig upp á höndunum til þess að hægt væri að losa mig. Siðan var ég fluttur beint á Landakot. Og þarna fór hálfur visifingur hægri handarinnar. Þá skarst ég og illa og tvibrotnaði á vinstri hendi og hefur hún alltaf veri hálf léleg siðan. Þetta kostaði mig 18 vikna vinnutap. Auðvitað fékk ég þetta ekkert bætt. Þá voru engar trygg- ingar komnar og ég varð að bera þetta allt sjálfur. Náttúrlega hefði ég þurft að vera lengur frá vinnu en ég hafði engin efni á þvi. Og þá var það að Ari heitinn Antonsson, verkstjóri hjá Kol og Salt, tók mig i vinnu, þótt ég væri raunar engan veginn orðinn til þessfær, — og hlifði hann mér við erfiðustu verkunum. Saltburðurinn — Var uppskipunarvinnan ekki Framhald á 21. siðu Bflar dagsins í dag oa á morgun... Toyota bílar eru ekki bara sparneytnir — þeir eru meö viðbaldsléttustu og traustustu bílum í heimi. — Auk þess að vera sannkallaðir lúxusbílar í ytra sem innra frágangi. Því getum við sagt: Það er heppinn maður sem ekur á Toyota TOYOTA UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI8 KÓPAVOGI SÍMI 44144 Eyðir aðeins ca. 8,5 I á100 km.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.