Þjóðviljinn - 19.08.1979, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 19.08.1979, Qupperneq 13
Sunnudagur 19. ágúst 1979 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 13 avíkurborgar Riddarar Reykjavíkurborgar Riddarar Reykjavíkurborgar 1 Þóroddur Th. Sigurðsson, vatnsveitustjóri. 2 Haraldur Þórðarson, SVR. 3 Gunnar Sigurðsson, byggingarfulltrúi. 4 Hjörtur Hjartarson, lögfræðingur borgarskrifstofum. 5 Ingi 0. Magnússon, gatnamálastjóri. 6 Kristján Kristjánsson, fyrrv. bókari borgarskrifst. 7 Stefán Kristjánsson, iþróttafulltrúi. 8 Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri. 9 Július Björnsson, Rafmagns- veitunni. 10 Þórhallur Halldórs- son, form. Starfsmannafélags Reykjavikurborgar. 11 Gisli Teitsson, forstöðumaður Heilsu- verndarstöðvarinnar. 12 Skúli Halldórsson, SVR. 13 Jón Sigurðsson fyrrv. borgarlæknir. HHelgi V. Jónsson, fyrrv. skrif- stofustj. Borgarverkfræðings. 15 Rúnar Bjarnason, slökkviliðs- stjóri. i6Hólmsteinn Sigurðssonf' skrifstofustjóri Vatnsveitunnar. l7ÓskarG. Óskarsson. 18 Aðal- steinn Guðjohnsen, Rafmagns- veitustjóri. 19 Sig. Gunnar Sig- urðsson, varaslökkviliðsstjóri. 20 Gunnar B. Guðmundsson, hafnarstjóri. 21 Kristján J. Gunnarsson, fræðslustjóri. 22 Sveinn Ragnarsson, félagsmála- stjóri. 23 Þórður Þorbjarnarson, borgarverkfræðingur. 24 Haf- steinn Bergþórsson, fyrrv. starfsm. BÚR. 25 Stefán Her- mannsson, yfirmaður malbik- unarstöðvar. 26 ögmundur Einarsson, forstöðumaður véla- miðstöðvar. 27 Valgarð Briem, hrl. 28Jón G. Tómasson, borgar- lögmaður. 29 K. Haukur Péturs- son verkfræðingur, áður borgar- starfsmaður. 30 Ólafur Halldórs- son, Gjaldheimtunni. 31 Gunn- laugur Pétursson, borgarritari. 32Guðmundur Vignir Jósefsson, Gjaldheimtustjóri. 33 Jón G. Kristjánsson, skrifstofustjóri Borgarverkfræðings. 34 Mar- teinn Jónasson, forstjóri Bæjarútgerðar Reykjavikur. 35 Gunnar Ólason, forstöðumaður Eldvarnaeftirlitsins. 36 Jónas B. Jónsson, fyrrv. fræðslustjóri. 37 Björn Höskuldsson, yfirmaður byggingardeildar Borgarverk- fræðings. 38Jóhannes Pálmason, skrifstofustjóri Borgarspitalans. 39 Hersir Oddsson, verkfr. Raf- magnsveitunni. 40 Guðmundur Steinbach, verkfr. Rafmagns- veitunni. 41 Þór Sandholt, fyrrv. skipulagsstjóri. 42 Eirikur As- geirsson, forstjóri SVR. Guðmundur Vignir Jósefsson Gjaldheimtustjóri, ritari TB-stúkunnar: „Almenningur vill vera með nefib í hvers manns koppi Guðmundur Vignir Jósefsson Gjaldheimtustjöri sagði TB-regl- una ekki leynilega, nema að þvi leyti, að reglan hefði ákveðnar siðareglur I sambandi við stig- veitingar. — Þetta er samnorræn regla, hefði væntanlega verið kallað dúsbræðralag hér i gamla daga, þegar hlutirnir voru kallaöir slik- um nöfnum. Okkurerekki útbært hvað er sagt þegar við erum aö veita þessi stig, frekar en i öðrum slikum stúkum. Stigin eru sex, það er búiðaðsegja frá þvi og það er ekkert launungarmál. — En heiðursmerki og slikt? — Það eru engin heiðursmerki, viðhöfum stigmerki eins og menn hafa i mörgum svona stúkum. Ef þú sérð myndir af fundum Góð- templarareglunnar, þá eru þeir krossaðir i bak og fyrir. Þetta eru þesskonar merki, mismunandi hvert fyrir sig. Að öðru leyti er þessi regla þannig uppbyggð, að stúkubræð- urnir eru valdir úr sem flestum greinum borgarstarfseminnar. Á mánaðarlegum fundum yfir vet- urinn heldur venjulega einn tölu um það sem gerist á hans starfs- sviði, til þess að þaö geti orðið öðrum starfsmönnum borgarinn- ar til gagns. Þessi hreyfing byrjaði i Sviþjóð árið 1928. Það var talið innan ákveðins hóps borgarstarfsmanna, að þörf væri áað upphefja sig yfir þessi stétta- samtök, sem byggöu bara á þvi að ná fram ákveðnum kjörum og komast i ákveðna launaflokka. Hreyfingin átti að upphefja þau áhugamál, kynnast hver öðrum og tala saman á öðrum grund- velli. Stúkur . hafa verið stofnaðar viöa um Norðurlönd. Flestar eru þær i Sviþjóð, en i allt eru stúk- urnar 17 i jafnmörgum borgum. — Hverjir eru embættismenn stúkunnar hér? — Jónas B, Jónsson er oddviti, Gunnlaugar Pétursson er vara- oddviti, ég er ritari, Eirikur Asgeirsson forstjóri SVR er gjaldkeri, umsjónarmaður er Haukur Pétursson, stailari Ólafur Halldórsson og siðameist- ari Þór Sandholt. En ég mætti nú kannski spyrja lika, af þvi að þið eruð rann- sóknarblaðamenn hvað er það sem vakir fyrir ykkur? Eruð þið að reyna að koma einhverju óorði áokkur, vegna þessað við erum i þessum félagsskap? — Mönnum finnst nú kannski skrýtið, að svona samtök skuli vera I regluformi með leynilegum siðum. — Hvers vegna er það skrýtið? Þaðerallt fullt af svona félögum . Ég veit ekki til annars en að það sé félagafrelsi hérna á þessu landi ogégveitekkitil þess að við höfum gert nokkurn skapaðan hlut af okkur, þannig að við þurfúm að sæta þvi að blöðin hundelti okkur dag eftir dag, eins og við höfum framið einhverja stórglæpi. — Þetta er forvitnilegt, þvi menn hafa ekki vitað af þessum félagsskap fyrr en nú. — Það er forvitnilegt kannski vegna þess, að almenningur vill vera með nefiö niðri i hvers manns koppi, en það hefur ekki nokkra intressu, sem blöð ættu að leggja sig eftir, að mínu áliti. En ef það er eitthvað meir^, sem þú vilt vita og ég get sagt þér um þetta, þáskal ég gjarnan gera það, fyrir utan það að okkur eru ekki útbærar hreinar formsiða- reglur, sem menn geta gert grin að alveg eins og þeim synist. Sumir villjaekki hafa ritúal neins staðar, aðrir vilja halda sig við einhverja slika helgisiði. Það er hægt alveg eins að gera grin að þvi sem gerist fyrir altarinu i ein- hverri kirkju, ef menn vilja það og þá er það bara smekksatriði fyrir menn. —eös Kristján J. Gunnarsson, fræðslustjóri: „Ösköp svipað og íRotary” Kristján J. Gunnarsson fræðslustjóriReykjavikur er einn þeirra TB-bræðra. Hann svaraði þvi afdráttarlaust neitandi, að reglan væri leynileg. — En eru ekki einhverjir leyni- legir siðir innan reglunnar? — Nei, það er ekkert. Við höld- um fundi, sem fara fram ósköp svipað og i Rotary til dæmis. — En stig og heiðursmerki? — Já, það eru einhver stig. Ég þekki bara varla á það, þvi ég hef starfað svo litið þarna. — Veistuhvaðstigineru mörg? — Nei, ég veit það ekki. — Og veistu þá ekki eftir hverju er farið, þegar menn flytjast á milli stiga? — Nei, ég held það fari fram einhverjar samþykktir þegar menn eru fluttir. — Menn bera þarna einhver heiðursmerki og borða? — Það er bara á einum fundi, hátiðarfundi, sem er haldinn einu sinni á ári. — Eftir hverju er farið, þegar nýir félagar eru teknir inn? — Þaö er alveg eins og t.d. i Rotary, .það er bara samþykkt félagsmanna. — Og má þá enginn greiða at- kvæði gegn nýliðanum, ef hann á að fá inngöngu? — Égþoriekkiað fara með það. Satt að segja eru fundir alltaf á mánudögum og ég er alltaf með fræðsluráösfundi á sama tima, svo að ég hef sjaldan getað komist á fundi þarna. Ég hef mjög lítið starfað þarna. — Er starfs-emin fjármögnuð aigerlega af félagsmönnum ? — Já, já. Þetta kostar nú litiö, menn borga matinn fyrir sig. —eös Sjá næstu síðu ÐD

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.